Morgunblaðið - 18.04.1975, Side 7

Morgunblaðið - 18.04.1975, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRlL 1975 7 UR HRINGIÐU ATVINNULÍFSINS eftir Ingva Hrafn Jónsson Bryngljáa-efnameðferðin kynnt hérlendis Toyotavarahlutaumboðsins H/F, sem hefur einkaumboð fyrir Chitose-fyrirtækið hér á landi, að máli og spurðum þá um þessa nýju meðferð, sem vakið hefur mikla athygli f bílaheiminum sem fyrsta raunverulega skrefið i þá átt að taka við af hinu hef ðbundna bílabóni. „Það er rétt að taka það fram strax, að bryngljáaefnameðferðin á ekkert skylt við bón. Eins og nafnið ber með sér er hér um að ræða sérstaka efna og hitameð- ferð, sem þjónar þeim tilgangi að varna tæringu bif reiðalakks og jafnframt gefa bifreiðinni langvar- andi sfgljáa þannig að hún er um árabil sem ný i útliti." — Þið segið árabil, þýðir það að menn þurfi ekki framar að standa i þvf að bóna bila sina? „Framleiðandinn i Japan og einkaumboðsmaðurinn I Bret- landi, hið kunna ryðvarnarfyrir- tæki, Endrust, fullyrða að bifreið, sem fengið hefur bryngljáameð- ferðina, þurfi ekki að bóna i þrjú ár. Miðað við íslenzkar aðstæður þorum við hreinlega ekki að taka svo stórt upp i okkur, en teljum að tryggt megi teljast að hún dugi i lágmark 18—26 mánuði, en telj- um ástæðu til bjartsýni, að hún geti enzt i 3 ár, þvi að erlendir sérfræðingar segja okkur, að á landi eins og islandi, sem ekki á við loftmengunarvandamál að striða, kunni hún að endast jafn- vel lengur. —Hvenær var þessi meðferð fyrst kynnt? Bryngljáa-efnameðferðin kom fyrst á markaðinn f Japan árið 1972 eftir 3 ára strangar tilraunir f efnafræði- og tilraunastofnun Chitose-fyrirtækisins og hefur breiðst hratt um lönd heims. Það var forseti fyrirtækisins, Isamu Kimura, efnaverkfræðingur að mennt, sem var upphafsmaðurinn að þessu. Hann hafði tekið eftir þvi á tfðum ferðum sinum til Bandaríkjanna og Evrópu, að miklu meira af 5—7 ára gömlum bilum voru þar i umferð, en i Japan, þar sem algengt var að menn skiptu um bfla á 2—3 ára fresti, þar eð hið súlfat- sýrumengaða regn I landinu. mengað af útblæstri ökutækja og reyk frá iðnaðarverksmiðjum var svo mikill tæringarvaldur á lakki bifreiðanna að það missti eftir til- tölulega skamman tima allan gljáa, tók að ryðga og þar með málmurinn undir. Kimura taldi að það hlyti að vera hægt að finna upp efni, sem gæti hamlað gegn þessari tæringu og jafnframt gefið bifreiðinni langvarandi sigljáa. Bryngljáameðferðin er sem sagt árangurinn af þessu." — i hverju er þessi aðferð fólg- in? „Efnasamsetning meðferðarinn- ar er iðnaðarleyndarmál, en hún er I þvi fólgin, að allt að 7 mis- munandi áferðir eru bornar yfir lakk bifreiðarinnar og bindast efn- in í hverri áferð saman og mynda mjög sterkan lofttæmdan hjúp eða filmu, sem fyllir upp i örsmæstu holur f lakkinu, hrindir frá sér vatni og ver lakkið ryði og tæringu. Að þessu loknu er farið yfir alla bifreiðina með sérstökum rafmagnsburstum, sem hita film- una og framkallast þannig hinn langvarandi gljái á lakkið." — Hafið þið sjálfir gert tilraunir um styrkleika meðferðarinnar? „Já, við höfum gert tilraunir með ýmsum efnum til að kanna endinguna. þvi að við vorum satt að segja nokkuð vantrúaðir á þetta og ýmsum mun sjálfsagt finnast ótrúlegt að meðferðin geti verið svo endingargóð. Skemmst er frá að segja, að nær öll þau sterku efni, sem við notuðum reyndust áhrifalaus, ef málningar- þynnir er undanskilinn. Við fórum með eina bifreið niður f þvottastöð ina Blika og keyrðum hana gegn- um sterkan tjöruhreinsunarþvott og sápuþvott 4 sinnum i röð, en það sá ekki á áferðinni, Blika- mönnum til mikillar undrunar og okkur að sjálfsögðu til mikillar ánægju." — Þurfa bifreiðaeigendur að fara eftir einhverjum reglum f sambandi við meðferð bifreiðar, sem fengið hefur meðhöndlun með bryngljáa? „Reglurnar eru ákaflega ein- faldar og hafa engan kostnað i för með sér. Aðeins að þvo bifreiðina vikutega og þurrka yfir hana með sérstökum þvottklúti, sem fylgir með meðferðinni." — Hvaðan er nafnið tilkomið? „Einn af aðstandendum fyrir- tækisins fékk hugmyndina að nafngiftinni við lestur Heims- kringlu, er hann var að lesa um ferðir Erlings skakka til Danmerk- ur, er hann og 11 af mönnum hans gengu brynjaðir á fund Valdi- mars konungs i Randarósi með höttu yfir hjálmum, en sverð undir möttlum. Bryngljái þýðir að bif- reiðin sé búin gljáabrynvörn." — Hversu marga bila getið þið afgreitt á dag? „Eins og nú er, eru starfsmenn fjórir og geta afkastað 5—6 bilum á dag, en unnt er að auka afköst til muna ef þörf krefur." — Hvað kostar svo þessi með- ferð? „Verðið er frá 8000 kr. fyrir bifreið og fer að sjálfsögðu eftir stærð. Þess má geta i sambandi við verðið að forráðamenn FÍB hafa kynnt sér þessa meðferð og óskað eftir viðræðum um afslátt fyrir félagsmenn. Jóhann Jóhannsson og Sigtryggur Helgason hjá Toyotavara- hlutaumboðinu H/F. Er bíla- bónið úr sögunni? Pálmi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Gljáans H/F Tveir af startsmönnum Gljáans að leggja síðustu hönd á frágang einnar bifreiðar með rafmagnsburstunum, sem hita efnafilmuna. UM HELGINA var kynnt fyrir fréttamönnum hjá fyrirtækinu Gljáanum H/F, Ármúla 26, japönsk tækninýjung frá fyrirtæk- inu Chitose Technology CO. — um meðferð bifreiðalakks. Nefnir fyrirtækið meðferðina Everdia- treatment, en hún hefur hlotið íslenzka heitið bryngljáa- efnameðferðin. Framkvæmda- stjóri Gljáans H/F er Pálmi Jóns- son og hittum við hann og Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóra íbúð með húsgögnum til leigu umgangsgóðu fólki i 4 mán. frá 1. júni. íbúðin er 2ja herb. á jarðhæð i miðbænum. (s- skápur og fl. fylgir i eldhúsi, ef óskað er. Uppl. í s. 27459. Traktorsgrafa til sölu árg. '71. uppl. i sima 93-1930 eftir kl. 7 á kvöldin. Kona óskast til að sjá um heimili. Upplýsingari sima 84550. Krani til sölu 20 tonna bilkrani til sölu. Hag- stætt verð ef samið er strax. Uppl. i síma 96-41 1 62. Hafnarfjörður íbúð i raðhúsi búin húsgögnum til leigu mai til desember. Upplýsing- ar i síma 52281 eftir kl. 1 9. Nám — Húsasmiði Ungur maður i verknámsskóla iðnaðarins óskar eftir að komast á samning i húsasmíði. Uppl. i sima 16471 eftirkl. 7. Ung hjón með eitt barn óska eftir 2já—3ja herb. ibúð á leigu. Upplýsingar i síma 36394 eftir kl. 17. Toyota — Toyota Til sölu er Toyota Corolla árg. '75 skemmd eftir aftanákeyrslu. Uppl. gefur Kristján i síma 1 2408 eftir hádegi. Bátur óskast Óska eftir bát á leigu 10—30 tonna. Rafmagnsrúllur verða að fylgja. Uppl. i sima 66468 eftir kl. 7. Rennilásar og hnappar í miklu úrvali. Haraldur Árnason Heildverzlun. Sími 1 5583. Útgerðarmenn Óskum eftir að taka á leigu góðan handfærabát. Upplýsingar i sima 92-7489 eftir kl. 7 á kvöldin og 92-7619. Skrifstofustúlka út á land Óska eftir öruggri skrifstofuvinnu, Hef margra ára reynslu sem er- lendur bréfritari. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Skrifstofustúlka — 6686". Trésmíðavél Viljum kaupa sambyggða tré- smiðavél. Stakar vélar, koma einn- igtilgreina. GAMLA KOMPANÍIÐ, simi 85907. Atvinna óskast 21 árs stúlka með gagnfræðapróf óskar eftir vinnu sem fyrst. Hef bilpróf. Allt kemur til greina. Uppl. í sima 74529. Chevrolet Vega '73 fallegur sportbill, ekinn 21. þús. km. 4ra gira gólfsk. til sölu. Skipti koma til greina. Samkomulag með greiðslu. Simi 16289. Húsvagn 4 — 5 manna húsvagn óskast . Upplýsingar í síma 31217. Keflavík Til sölu 4ra herb. efri hæð i tvi- býlishúsi. Höfum kaupendur að 2ja og 3ja herb. ibúðum. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavik. Sími 92-3222. Ódýrt Sængurveraléreft kr. 210,- m. Bómullarteppi frá kr. 830.- Ullarteppi frá kr. 1.785.- Kvensokkabuxur kr. 95 - Póstsendum. Verzl. Anna Gunnlaugsson, Starmýri 2, sími 32404. Trilla til sölu Til sölu er 3'/2 t frambyggð trilla. Benz-vél, Simrad-dýptarmælir með hvitlínu, lensidæla. Hentugur bátur fyrir handfæra- og sjóstanga- veiðar. Þarfnast einhverrar við- gerðar. Nánari uppl. i sima 37734. % |Horðimi>!a2»tb A'vmnRCINlOflR 1 mRRKRÐ VflflR KODAK Litmpdir á(3,dögum HANS PETERSEN H/f. BANKASTR. 4 SÍMI 20 313 GLÆSIBÆ SÍMI 82590 ■hbhhhh ■■■■ BiHim SBHBKÉ Kodak I. Kodak I Kodak Kodak E Kodak

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.