Morgunblaðið - 18.04.1975, Side 16

Morgunblaðið - 18.04.1975, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRlL 1975 Fóstureyðingarfrumvarpið: „Of langt” — „Of skammt” — „Skynsamlegur meðalvegur” A ÞINGSlÐU blaösins f gær voru lauslega rakin nokkur efnisatriði f umræðum þingmanna um fram- komið frumvarp um kyniffs- fræðslu og fóstureyðingar, sem fram fóru í neðri deild Alþingis f fyrradag. Umræðunum var fram haldið um kvöldið og stóðu fram yfir kl. eitt að nóttu. Frumvarp- inu var sfðan vfsað til 3. umræðu f gær. Atkvæðagreiðslu um 9. gr. frumvarpsins, sem einkum var deilt um, er getið f sérstakri frétt á öðrum stað f blaðinu f dag. Hér á eftir verður f örstuttu máli gerð grein fyrir þeirri afstöðu, sem fram komi í máli þingmanna á kvöldfundinum. Svava Jakobsdóttir (K) rakti í löngu máli tilraunir kirkju og karlmanna til að bæla niður sjálfsákvörðunarrétt kvenna, allt frá dögum spámannanna til and- stöðu Læknafélags Islands við frjálsar fóstureyðingar. Hún and- mælti því, að frjálsar fóstureyð- ingar væru ekki kvenfrelsismál. Hún sagðist mundu styðja breyt- ingartillögu Magnúsar Kjartans- sonar, en yrði hún felld, greiddi hún atkvæði með frumvarpinu í þeirri mynd, sem meirihluti heil brigðisnefndar hefði gengið frá því. Sigurlaug Bjarnadóttir (S) sagði 9. grein frumvarpsins eina ágreiningsefni þingmanna í þessu máli. Að sínu mati gerði frum- varpið i núverandi mynd i raun ráð fyrir fóstureyðingu að ósk konu, þó hún væri ekki leyfð skil- yrðislaust. Frumvarpsgreinin í upphaflegri mynd, án þess að- halds sem nú væri geft ráð fyrir, skerti þá réttarvernd konu, sem hún nú ætti. Hún sagði félagsleg- ar forsendur fóstureyðingar nýj- ung, sem rétt væri, en þyrfti þó að skilgreina mun betur en I frum- varpinu væri gert. Þá taldi hún ákvæði D-liðar 9. gr., sem fjallaði um siðferðilegar forsendur fóstureyðingar, of teygjanleg og þyrfti sú frumvarpsgrein að orð- ast skýrar. Frumvarpið I núver- andi mynd gengi eins langt og hægt væri, án þess að taka upp frjálsar fóstureyðingar. Þá ræddi þingmaðurinn um nauðsyn fræðilegrar athugunar á því, hvaða áhrif fóstureyðingar hefðu á konur eftir á. — Að sínu mati væri 1. kafli frumvarpsins, er fjallaði um fræðslu dg leiðbein- ingar, sá merkasti, og á miklu ylti, að framkvæmd hans yrði jákvæð. — Hún hvaðst styðja frumvarpið í núverandi mynd en vera andvíg breytingartillögu Magnúsar Kjartanssonar. Sighvatur Björgvinsson (A) rakti forsögu þeirrar löggjafar, sem sett var um þetta efni fyrir 40 árum, og hefði þá verið á marg- an hátt frjálslynd og á undan sín- um tíma. Hann sagði þau mótrök, sem þá hefði verið höfð á þingi gegn þáverandi frumvarpi, nær þau sömu, sem nú væri á loft haldið gegn breytingartillögu Magnúsar Kjartanssonar, sem hann sagðist myndu styðja. Pálmi Jónsson (S) sagði fóstur- eyðingu réttlætanlega af læknis- fræðilegum ástæðum, þegar lffi móður væri hætt eða horfur á því, að barn fæddist vanheilt. Félags- legar ástæður fóstureyðingar væru og réttlætanlegar, en laga- ákvæði um það efni yrði að túlka mjög þröngt. Eins og frumvarpið í núverandi mynd væri túlkað af framsögumanni nefndarinnar sagðist hann draga í efa, að það gengi nokkuð skemmra I átt til frjálsra fóstureyðinga en tillaga Magnúsar Kjartanssonar. Óskaði hann eftir skýrari svörum um, hvern veg bæri að skilja og túlka ákvæði 9. greina'r, liðar eitt, en sfn afstaða markaðist af því, hver svör hann fengi. Lárus Jónsson (S) gerði grein fyrir skoðunum um sex hundruð kvenna á Akureyri, sem sent hefðu Alþingi áskorun, þess efn- is, að ganga ekki of langt I þessu efni og kveða skýrar á um einstök atriði, varðandi forsendur fóstur- eyðingar en nú væri gert í frum- varpinu. Taldi hann rétt að túlka félagslegar ástæður til fóstureyð- inga mjög þröngt og kvaðst naum- ast geta fylgt 9. gr. frumvarpsins, eins og hún væri túlkuð í umræð- um þessum. Sverrir Bergmann (F) ræddi m.a. um fræðsluþátt frumvarps- ins, sem hann taldi hinn mikil- vægasta. Deilur I deildinni hefðu fyrst og fremst snúist um ákvörð- unarrétt, skv. 9. gr. grumvarpsins. Hann sagði frumvarpið, hvorki í upphaflegri né núverandi mynd, gera ráð fyrir frjálsum fóstureyð- ingum. I báðum tilfellum væru slíkar aðgerðir háðar tilteknum skilyrðum. 1 báðum myndum frumvarpsins væri gert ráð fyrir sjálfsákvörðunarrétti konu, með vissum og llkum skilyrðum. Deil- ur um þetta efni væru því nánast orðaleikur. Það er konan sem hef- ur tekið, tekur og mun taka ákvörðun í þes.su efni. Hlutverk læknisins verður aðeins ráðleggj- andi og leiðbeinandi. Það skiptir engu hvor mynd frumvarpsins er, í báðum tilfellum þarf frambæri- leg ástæða til fóstureyðingar að vera fyrir hendi, þó frumvarpið I upphaflegri mynd sé eilítið rýmra. Þingmaðurinn sagðist myndu styðja frumvarpið, eins og meiri- hluti heilbrigðisnefndar hefði gengið frá því. Sé ekki, sagði hann, hægt að framkvæma fóstur- eyðingu innan þess ramma, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, þá er ekki um neyðarúrræði að ræða, en allir segjast sammála um, að fóstureyðing hljóti alltaf og æfin- lega að vera neyðarúrræði. Þingmaóurinn mótmælti síðan harðlega getsökum I garð heil- brigðisstétta, sem fram hefðu komið í umræðunum. Slíkur mál- flutningur væri ómaklegur og órökstuddur. Að fara háðungar- orðum um lækniseiðinn, eins og hér hefði verið gert, lýsti röngum skilningi á megingrunni. læknis- starfsins. Ragnhildjir Helgadóttir (S) vitnaði til fyrri ræðu sinnar (sjá þingsfðu bl. I gær). Að öðru leyti svaraði hún fyrirspurn Pálma Jónssonar um skilning og túlkun margnefndrar 9. greinar frum- varpsins. Að sínu mati væri hér um skynsamlegan milliveg að ræða, verulega rýmkun fóstureyð- inga, án þess að þær væru gefnar frjálsar. Frumvarpið gengi skemmra í núverandi mynd en hinni fyrri og væri þvf þrengra, ella hefði breyting nefndarinnar á frumvarpinu, frá því það var upphaflega lagt fram, verið óþörf. Magnús Torfi Ölafsson (SFV) ræddi m.a. um siðferðilegar for- sendur fdstureyðingar, eins þær kæmu fram f d-lið 9. gr. Hann sagði þær konur, sem hefðu efna- lega og aðra aðstöðu til þess, geta fengið fóstureyðingar erlendis. Þær konur, sem ekki hefðu slíka aðstöðu, nytu því ekki jafnréttis f þessu efni. Slíkt jafnrétti væri ekki hægt að tryggja nema með tillögu Magnúsar Kjartanssonar og myndi hann þvf fylgja henni. Karvel Pálmason (SFV) ítrekaði fyrir ummæli sfn, að aðeins læknisfræðilegar forsend- ur gætu réttlætt fóstureyðingu. Félagslegar forsendur fóstureyð- ingar ættu ekki að vera fyrir hendi, þar yrðu aðrar þjóðfélags- umbætur til að koma. Hann sagði ljóst af umræðum, og umsögn Læknafélags Islands, að sáralitill eða enginn munur væri í fram- kvæmd á 9. gr. frumvarpsins, eins og Magnús Kjartansson vildi hafa hana og eins hún væri nú frá háttvirtri nefnd. Hann væri því á móti framvarpsgreininni, hvort orðalagið sem notað yrði. Jón Skaftason (F) sagði að læknir yrði að leggja mat konu á eigin aðstæðum til grundvallar af- stöðu sinni, þó hann gæti hins vegar synjað um fóstureyðingu, ef hann teldi lagaforsendur ekki fyrir hendi. Þróun fóstureyðinga, bæði erlendis og hérlendis, hefði miðast við nýtt frjálslyndi. Eðli- legt væri að lík löggjöf væri í þessu efni hér á landi og i ná- grannalöndum. Hins vegar sagð- ist hann persónulega ekki vilja ganga lengra i þessu efni en frumvarpið gerði nú ráð fyrir. Matthfas Bjarnason (S) heil- brigðisráðherra sagði m.a.: Frum- varp um þetta efni var lagt fram á sl. þingi. Það kom til fyrstu um- Svipmynd af þingpöllum, er þingmenn deildu um frumvarp til fóstureyðinga, sem skiptar skoðanir voru um, bæði utan þings og innan. niMnci Svava Sighvatur Sigurlaug Pálmi Lárus Sverrir Ragnhildur Karvel Magnús Torfi Matthfas Pétur ræðu og nefndar, en ekki frá nefnd. Engu að síður komu fram fjölmargar athugasemdir við frumvarpið, bæði innan og utan þings. Taldi ég því eðlilegt og rétt að frumvarpið væri skoðað á ný með hliðsjón af framkomnum at- hugasemdum. Nauðsyn nýrrar lagasetningar var augljós, enda gildandi lög um þetta efni 40 ára gömul. En finna þurfti skynsam- lega millileið, svo frumvarpið fengi nauðsynlegan framgang á Alþingi, er það yrði lagt fram á ný. Síðan þakkaði ráðherrann þeirri nefnd, er hann skipaði til að endurskoða frumvarpið, sem og heilbrigðisnefnd neðri deildar, fyrir vandaðan undirbúning. Hann lagði sérstaka áherzlu á 1. kafla frumvarpsins, sem fjallaði um nauðsynlega fræðslu á þessu sviði innan skólakerfisins. Hann taldi 9. gr. frumvarpsins nú svo orðaða, að flestir gætu við unað. Hann taldi óþarfa að ræða þá grein sérstaklega, hún skýrði sig sjálf. Pálmi Jónsson (S) tók aftur til máls. Hann kvað svör við spurn- ingu sinni um túlkun og skilningi á 9. grein frumvarpsins öll á þann veg að styðja fullyrðingu Karvels Pálmasonar um, að sáralftill mun- ur yrði á framkvæmd þessara mála, hvort heldur tillaga M. Kj. eða nefndarinnar um orðalag greinarinnar yrði ofan á. Hann gæti því ekki stutt greinina í nú- verandi mynd. Pétur Sigurðsson (S) talaði mjög á sama veg og Pálmi, sagðist andvígur frjálsum fóstureyðing- um, eyðingu lífs, nema í neyðar- tilfellum, þegar læknisfræðilegar eða þröngt afmarkaðar félagsleg- ar ástæður lægju til grundvallar. Hóf og aðgát bæri að viðhafa f jafn viðkvæmu og vandasömu máli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.