Morgunblaðið - 18.04.1975, Side 19

Morgunblaðið - 18.04.1975, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRlL 1975 19 í viðtali því sem hér fer á eftir ræðir Randi Bratteli, eiginkona Trygve Braggeli, forsætisráó- herra Noregs, við Rut Brandt, eiginkonu Willy Brandts, fyrrverandi kanslara í V-Þýzkalandi. Randi Bratteli og Rut Brandt eru báóar norskar og persónulegar vinkonur. Viðtalið er þýtt úr Arbeit- erblaðinu norska, 6 ' Randi Bratteli skrifar gjarnan greinar og viðtöl fyrir blaðið. að vextir og „vísitölubætur" hafi vió veróbólgunni, þrátt fyrir skýr ákvæói um þaö, aö innistæður skuli vera vísitölutryggðar, miðað við kaupvisitölu. Þegar veðdeild L.í. reiknar út visitölubætur, leggur hún þær inn á sérstakan reikning til hliðar við aóalreikning sparimerkjaeig- anda. Sá reikningur er algerlega vaxtalaus og ekki útleysanlegur fyrr en lokauppgjör fer fram á sparimerkjabók. Af þessu sést að innstæður sparimerkjaeigenda halda áfram að rýrna þrátt fyrir áðurnefnd verðtryggingarákvæði. Er rýrnunin meiri en svo aó yfir henni sé hægt að þegja. Má einnig í þessu sambandi benda á, að þeir, sem eru undanþegnir skyldu- sparnaði, en leggja hann samt inn og geyma þannig um skemmri tima, fá aðeins útborgaðan höfuð- stólinn, en ekki vexti og visitölu- bætur fyrir það tímabil sem upphæðin er innistandandi. Vísi- tölubæturnar, ef þær á annað borð eru nokkrar, standa vaxta- lausar þar til reikningurinn er endanlega útborgaður. Rökum þeim, sem ég færi máli mínu til stuðnings, hefur enginn mælt gegn, nema veðdeild L.I., sem útskýrir muninn á okkar út- reikningum með þvi, að ef til vill þurfi að reikna út visitölubætur oftar en gert er, en til þess skorti lagaheimild, en eins og sjá má á samantekna dæminu hér að framan, reikna ég aðeins einu sinni visitölubæturnar. (Væri kenning veðdeiidar L.I. rétt, væri verðbólgustigið annað ef visitala væri reiknuð kvölds og morgna, en ef reiknað væri 4 sinnum á ári.) Sem fyrr segir, kærði ég málið til Félagsmálaráðuneytisins og þáttur þess í málinu er vægast sagt furðulegur. Sendi ráðuneytið kæruna veðdeild L.I. til tafar- lausrar umsagnar. Umsögnin barst eftir mánuð, með framan- greindri skýringu. Fór ég fram á vió ráðuneytið að máliö yrði sent tryggingastærðfræðingi til um- sagnar. Því var neitað, en hins vegar sagt að afla þyrfti lögfræði- legra og hagfræðilegra álitsgerða. Brá mér heldur, er afla þurfti lögfræðilegra álitsgerða, þar sem ráðherra er lögfræðiprófessor og allir — stjórar ráðuneytisins lög- fræðingar. Þá varð mér einnig ljóst að lögfræðingar þyrftu ekki endilega að kunna prósentu- reikning. Nú bíð ég spenntur eftir næsta skrefi ráðuneytisins. Satt best aó segja finnst mér aðferð sú, er veðdeild L.I. notar til að drýgja tekjur Byggingar- sjóðs heldur lágkúruleg. Þeir, sem eru skyldaðir til að spara samkvæmt lögum um skyldu- sparnað, eru yfirleitt ekki lang- skólagengnir og hafa sjaldnast aðstöðu til aó fylgjast nógu vel með því, hvernig visitölubætur eru reiknaðar og taka við þvi, sem að þeim er rétt, þegjandi og hljóðalaust i trausti þess að banki geri aldrei mistök. Skuldabréf þau, er tryggingar- félögum er gert skylt að kaupa af Byggingarsjóði, ávaxtast eins og ég hef reiknað hér að framan, þ.e. þau eru verðtryggð á sama hátt og spariskirteini ríkissjóðs. Vaknar því sú spurning, hvort Félags- málaráðuneytið og veðdeild L.l. reikna visitölubætur vísvitandi rangt út, og mismuni þannig viðskiptavinum sínum og láti þá sem minnst mega sin gjalda van- kunnáttu sinnar. Ég vek athygli á þessu máli nú, þegar til stendur að láta breiðu bök þessa lands spara. Eftir því sem næst verður komist, verða kjör þeirra í likingu við mina útreikninga, en hver maður getur séð, að þar er um miklu betri kjör að ræða, en okkur smáfólkinu eru ætluð. Jafnframt tel ég nauðsynlegt að kannaðar séu rækilega starfsregl- ur þær, sem starfsfólk veðdeildar L.I. hefur sett sér i sambandi við skyldusparnað og ávöxtun hans. Að lokum sakar ekki að geta þess, að hér er ekki um einkamál mitt að ræða, heldur varðar þetta allflesta launþega á aldrinum 16—25 ára, og væri óskandi að launþegasamtök þessa lands gerðu þetta mál að sinu máli. Nú kynnist ég venjulegu fólki og vináttu þess” Við göngum niður rólega götu i útjarði Vestur-Berlinar. Fólk iít- ur forvitið á Rut Brandt. Hún tekur eftir þvi, það er eins og henni hafi aldrei fallið að vera þekkt persóna. Hún er lagleg, ein- faldlega en vel klædd. Fötin eru kannski dýr, en hún var líka heill- andi þegar hún átti varla til hnifs og skeiðar, það hlýtur að vera henni eiginlegt. Við finnum okkur borð á skemmtilegum, litlum Itölskum matsölustað. Hún borðar oft hérna með Peter syni sinum, þeg- ar hún er í Berlín. Hann er orðinn 26 ára, fæddur og búsettur í borg- inni. — Þú bjóst í Berlin í yfir 20 ár, tókst þátt í og fylgdist með því hvernig Berlínarbúar reistu borg sina úr rústum og hristu Hitler- drauginn af sér. Lifðir þaó að loftleiðin var einasta leiðin til umheimsins og byggingu Berlin- armúrsins. Saknarðu þessara bar- áttutima? — Nei, þaó geri ég ekki, segir hún tilfinningalaust. — Mér likar einnig vel I Bonn, líkar yfirleitt vel þar sem ég bý. Auk þess er ég i Berlín einu sinni í mánuði. — Hvernig hefur svo lifið breytzt eftir aó njósnamálið var úr sögunni og Willy Brandt hætti sem kanslari? — Það hefur í rauninni gert allt miklu auðveldara. Veiztu að magasárið, sem hrjáði mig i mörg ár, er nú nær alveg horfið. Hún hlær svo augun verða litil. Hún á létt með að hlæja. Hún hefur góða kímnigáfu, sem hefur bjargað mörgum vandræðalegum augnablikum. Andrúmsloftið verður alltaf létt og hlýlegt þar sem hún er. Fólk stifnar oft af virðingu fyrir kansiara, en Rut Brandt nær með sinum skemmti- legu tilsvörum sambandi við fólk. Hún er heiðarleg og opin og ótrú- lega vinsæl. — Þú veizt að i Noregi er það náttúrulegur hlutur að forsætis- ráðherra fari frá, en hér í Þýzka- landi líta margir á þaó sem skömm að kanslari hrökklist frá völdum. — Varstu sammála því að mað- ur þinn færi frá völdum? — Já, ég studdi hann við að taka þá ákvörðun. Ég er ánægð með að hann skuli hafa gert þaó, segir hún og horfir alvörugefin fram fyrir sig. — Ég þekkti ekki Gtinter Guillaume. Það var alltaf sægur af öryggisvörðum og öóru fólki i kringum okkur. Aðeins einu sinni minnist ég þess að hafa rætt við hann og konu hans. Hann sagði fátt, en ég man að hún sagði að sér líkaði vel i S-Frakklandi. Seinna hef ég fengið að heyra að á milli okkar hafi verið ástar- samband, segir hún, ypptir öxlum og brosir. — Það er kannski eins gott að maður fær ekki að heyra allt sem er sagt, segi ég. — Það er alltaf einhver sem sér um að maóur fái að heyra sögurn- ar. Hefurðu ekki heyrt að ég nota alltaf hárkollu og hef fengið andlitslyftingu oftar en einu sinni. — Hvernig fékkstu að vita að Guillaume var njósnari? — Ég og 13 ára gamall sonur okkar, Matthias, vorum i leyfi i Noregi, þegar ég heyrði fréttina i gegnum útvarpið I bílnum. Það var óskemmtileg upplifun. — Og svo fylgdu gróusögurnar. — Ég hef víst ekki enn lært að taka hlutunum rólega og það var sársaukafullt að lesa blöðin dag- ana eftir að komst upp um hann. Ég viðurkenni aó ég tók þetta mjög nærri mér. Margir spurðu hvort ég myndi ekki fara fram á skilnað. Ég gat ekki svarað öðru til en þvi, að ég hefði ekki lifað saman með sama manninum í 30 ár án þess að kynnast honum og virða sem manneskju. Nú kemur þjónninn með þrjú vínglös á bakka. Hann réttir okk- ur sitt glasið hvorri og lyftir sjálf- ur þriðja glasinu og segir með ítalskri kurteisi: „Má ég drekka eina skál fyrir Willy Brandt.“ Svipur Rut Brandt verður allur léttari og hún segir: — Svona atburðir eru orðnir daglegir fyrir mig. Fólk stoppar mig á götu og i búðum og lætur í ljós skoðanir sínar og ánægju. Sem kona kansl- arans var oft langt bil á milli min og fólksins, ég vissi aldrei í raun- inni hvort öll kurteisin var sýnd mér persónulega eða kanslara- frúnni. Nú kynnist ég venjulegu fólki og vináttu þess. Ég get nefnt þér mörg dæmi. — Áður fyrr gátum við ekki hitt yður án þess að herskari þjóna og varða væri í kringum okkur. Hvernig var það að flytja úr „höll- inni á Venusarbjargi“? — Ég fæ ekki morgunverðinn í rúmið lengur, svo ég fer fyrr á fætur og hef stytt miðdagsblund- inn. Annars búum við enn á „Ven- usarbjarginu" en i minna húsi og hagkvæmara. Ég vissi alltaf að þetta yrði aðeins kafli í lifi okkar, nokkuð sem stæði i stuttan tima. Eg hef reynt að lifa eins venju- legu lífi og ég hef getað, eidað matinn sjálf, tekið til í húsinu þegar timi vannst til þess. Áður fylgdi öryggisvörður hverju fót- máli minu. Nú get ég farið frjáls ferða minna og sömuleiðis Matt- hías, en öryggisvörður fylgir Willyennþá. — Hyggstu skrifa bók um lif þitt? — Ég fær mörg tilboð um það og kannski læt ég verða af því, þó ekki væri nema vegna barnanna. En ætli ég bíði ekki þar til ég verð sjötug. — Svo við förum úr einu í ann- að, talið þið Willy Brandt saman á norsku? — Jú, við gerum það. Við tölum saman á norsku þegar við erum ein. Svo les ég Hamar Arbeider- blað. Það er alveg merkilegt hve fólk hefur mikil tækifæri til menntunar þar núorðið. Þegar ég bjó þar voru engir möguleikar. Það áttu að fara fram borgar- stjórnarkosningar i V-Berlín nokkrum dögum eftir að við vor- um þar og risaplaköt héngu víðs vegar í bænum. Af Karl Schiitz borgarstjóra, frambjóðanda sósialdemókrata, og af einhverj- um, sem heitir Peter Lorenz. Schutz og Lorenz líkjast hvor öðr- um mjög mikið i útliti, báðir með dökkt hár og svört gleráugu. — Hver er þessi Peter Lorenz, spurði ég? — Rut sagði mér það og bætti við að Karl Schútz og Perer Lor- enz væru mjög góðir vinir. Þremur dögum seinna var nafn- ið Peter Lorenz kunnugt um allan heim. Honum hafði verið rænt og þess krafizt aó illræmdir fangar yrðu látnir lausir i hans stað. -áij.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.