Morgunblaðið - 18.04.1975, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRIL 1975
Minning:
Jónína Kristjánsdóttir
húsfreyja Hvítárbakka
„Við norður rísa
Heklutindar háu
svell er á gnipu,
eldur geisar undir.“
Undrafjaliið Hekla hefur löng-
um rómað verið fyrir frægð sína
fegurð og hrikaleik. Vítt um alla
heimsins byggð var nafn hennar
þekkt og nafn íslands kannski
aðeins þekkt hennar vegna. Ekki
er það þó svo, að skáldin hafi lyft
henni í æðra veldi í ódauðlegum
ljóðum, þótt hún gnæfi sem
drottning í tign sinni og veldi yfir
öll önnur fjöll á lslandi. Ekki er
auðvelt að lýsa fegurð þeirri og
tignarsvip, sem Hekla setur á um-
hverfi sitt. Hvolfmynduð lögun
hennar með bogadregnum línum,
að sumrinu með hvítar fannir í
hliðum milli blárra hjalla, en að
vetrinum ris hún yfir byggðina í
mikilleik sínum hvít niður i ræt-
ur. Ætla verður, að skáldin hafi
runnið af hólmi, fengið ofbirtu i
augun, glíman við hana verið of-
vaxin anda þeirra. Kvæðið
Gunnarshólmi, sem í raun er eitt
risavaxið málverk, dýrðaróður til
islenzkrar náttúru, byggt á hug-
hrifum þeim, sem fram koma í
Njálssögu þegar bræðurnir Gunn-
ar og Kolskeggur skipta sköpum i
sögunni. Þar gæðir Jónas
Hallgrimsson mynd sina meiri
töfrum og glæsileik er Heklutind-
ar blasa við í fjarska.
„1 ógnar djúpi, hörðum
vafin dróma
skelfing og dauði dvelja
langar stundir."
Og áður en varir má vænta jarð-
hræringar og að reyksúlan frá
tindi Heklu standi þráðbeint upp,
eldstólparnir lýsi langar leiðir,
askan berist yfir sveitir og hraun-
flóð byltist niður hliðar hennar í
margar áttir. Ætla mætti, að
byggðinni næst Heklu stafaði
mest hætta af hamförum hennar.
En sú hefur ekki orðið raunin. 1
aldaraðir hefur sú byggð haldizt
og ekki orðið fyrir teljandi tjóni
hvorki af ösku né hrauni. Það er
eins og hlíft hafi henni „hulinn
verndarkraftur". Og engu er lík-
ara, en seiðmagn Heklu hafi gætt
þetta fólk þeirri átthagatryggð, að
helzt minni á Gunnar á Hlíðar-
enda, þegar hann vatt til hestin-
um og „sneri aftur“.
Konan, sem hér verður minnzt,
Jónína Kristjánsdóttir, var fædd í
Heysholti í Landsveit þ. 30. ág.
árið 1890. Ekki kann ég að rekja
ættir hennar, en foreldrar hennar
hétu Kristján Guðmundsson og
Kristín Jónsdóttir. Fljótlega
fluttu þau þaðan að Haukadal á
Rangárvöllum uppi við rætur
Heklu og bjuggu þar. Það hefur
verið sagt, að hver og einn mótað-
ist að nokkru af umhverfi upp-
vaxtaráranna. Hvort sem það er
tilviljun eða raunveruleiki, þá
bar Jónina í mínum huga, öðrum
fremur, merki og svipmót átthaga
sinna. Fátt eitt er mér kunnugt
um uppvöxt Jóninu, en á þessum
slóðum duldra ógna sleit hún
barnsskónum. Henni voru t.d. í
fersku minni jarðskjálftarnir
miklu árið 1896, þá sex ára gömul,
sem einna harðastir urðu þar efra
og hrundu sumir bæir til grunna.
Jónina bar mikla tryggð til átt-
haganna sem aðrir af þeim slóð-
um, þótt ekki yrði það hennar
hlutskipti að ala. þar aldur sinn.
Fremur fátækt mun hafa verið I
Haukadal á'þeim árum og búið
ekki stórt. Skaplyndi Jónínu var
ekki á þá lund, að hana langaði til
að búa að litlu við kröpp kjör.
Hún bjó sig því að heiman að sjá
sig um, leita fyrir sér um atvinnu
og lífsstöðu. Sextán ára fór hún að
heiman til Reykjavlkur og lenti
þá I vist hjá borgarstjóranum,
sem þá var. En Jónína hugsaði
lengra, hún vildi skapa sér að-
stöðu til þess að komast I starf,
þar sem hún gæti unnið sjálf-
stætt. Hún réðst því að Hvítárvöll-
um í Borgarfirði til að læra með-
ferð mjólkur og smjörs og fá síðan
starf við rjómabúin, sem þá voru i
fullum gangi. Því næst var hún
einn vetur starfsstúlka við
bændaskólann á Hvanneyri. Eftir
það mun hún hafa verið einn vet-
ur í Reykjavík. En sumarið 1913
réðst hún austur í Biskupstungur
að Spóastöðum til hinna kunnu
hjóna Þorfinns Þórarinssonar og
Steinunnar Egilsdóttur. Hún var
þar einnig sumarið eftir en þá dó
Þorfinnur snögglega. Um þetta
leyti var Guðný systir hennar orð-
in rjómabústýra í Biskupstung-
um. Starfaði Jónína þar með
henni næstu ár. Þar í næsta
nágrenni á bænum Litla-Fljóti
átti þá heima ungur piltur, Ingvar
Jóhannsson að nafni. Kornungan
tóku hjónin á bænum Einar og
Guðfinna hann í fóstur. Þá voru
Vesturheimsferðir I algleymingi.
Foreldrar hans treystu sér ekki
til þess að fara með tvö eldri
börnin með en fóru með yngsta
barnið og misstu það á leiðinni.
Siðar ætluðu þau að sækja börn-
in, en sú ferð var aldrei farin. Hér
var kominn lífsförunautur Jónínu
og urðu þau heitbundin. Um lítil
efni var að ræða og þau vanbúin
til þess að stofna heimili. Varð úr,
að þau réðust fyrsta árið sem
vinnuhjú til Steinunnar ekkju á
Spóastöðum. En árið 1919 höfðu
þau gengið i hjónaband, fluttu að
Litla-Fljóti og stofnuðu þar til
búskapar. Fluttu fósturforeldrar
Ingvars þá á aðra jörð. A Litla-
Fljóti bjuggu þau til ársins 1925
eða i 6 ár alls. Þá var jörðin seld
og urðu þau hjón þá að fara, því
ekkert bolmagn var til að kaupa,
þar sem börnin voru orðin mörg
og efnahag öllum þvi þröngur
stakkur skorinn. Þá vildi svo til,
að önnur jörð losnaði, Halakot i
Bræðratunguhverfi. Það var
leigujörð og þangað fluttu þau
þetta vor 1925. Börnunum
fjölgaði stöðugt, heimskreppan
mikla skall yfir og fjárhagsörðug-
leikar miklir, sölutregða og verð-
fall afurða geysilegt. En eins og
venjan hefur jafnan verið,
losnaði um allt með komu striðs-
ins, þá varð mikil atvinna og vör-
ur hækkuðu i verði. Um þær
mundir voru systkinin i Halakoti
óðum að komast upp, fjölskyldan
vann sig upp á skömmum tíma,
svo ekki þurfti lengur að tala um
fátækt á bænum þeim. öll sú bar-
átta er táknrænt dæmi frá þeim
tímum, væri lika efni í mikla sögu
og ærið íhugunarefni þeim, sem
nú eru á léttasta skeiði og njóta
alls konar styrkja frá hinu opin-
bera, svo sem barnalífeyris og
sjúkratrygginga. Ekkert slíkt var
um að ræða á þeim árum. Þá varð
hver og einn að standa meðan
stætt var af eigin rammleik. Alls
eignuðust þau Ingvar og Jónína
14 börn, misstu eitt við fæðingu
en 13 lifa nú.
Arið 1942 kom ég hingað að
Hvítárholti. Þá urðu þau Ingvar
og Jónína okkar næstu nágrannar
hinum megin við ána. Betri ná-
granna og hjálpsamari varð ekki á
kosið. Eigum við hjónin alls góðs
að minnast frá þeim 32 árum sem
liðin eru.
Á þessum árum var það orðið
alltitt, að býli væru skirð upp þar
sem nöfn þóttu ekki við eiga, svo
varð og hér, hét nú Halakot upp
frá því H vítárbakki.
Þótt ég hefði flest min upp-
vaxtarár dvalið í Tungunum og
síðan öðru hvoru þar til ég kom að
Hvitárholti, þekkti ég lítið til
þessa heimilis. Ég var þó ekki
gamall heima i Laugarási, þegar
ég heyrði talað um hvað Ingvar
hefði mikla og fagra söngrödd.
Gat hver sannfærzt um það sem
heyrði. Ekki þekkti ég Ingvar á
þeim árum nema fyrir annan eins
og ságt er. En Jóninu hafði ég
vart séð fyrr en ég kom í næsta
nágrenni, enda var hún ekki við-
förul, hefur haft nóg um að hugsa
heima fyrir.
Jónína á Hvítárbakka hafði þá
persónu til að bera, að hvarvetna
var eftir henni tekið. Hún var fríð
kona sýnum, yfirbragðið höfðing-
legt, svipurinn bæði mildur og
festulegur í senn, gaf til kynna
traust og einbeittan vilja. Hún
var einlægur vinur vina sinna,
vildi hróður þeirra I hvívetna,
trygglynd svo að af bar, en gerði
jafnframt kröfur til þeirra. Eitt
dæmi vil ég tilfæra hér. Þegar
fundum okkar Jóninu fyrst bar
saman tók hún mér ókunnugum
manni einstaklega alúðlega, og
þótti mér þá eins og hún ætti mér
einhverja skuld að gjalda. Sagði
hún mér þá, að móðir mín hefði
einu sinni sent sér sendingu, þeg-
ar henni lá á og hún átti i erfið-
leikum. Þetta fékk hún ekki full-
þakkað og þess naut ég alla tíð á
meðan hún lifði. En þakklætið
gekk þó enn lengra, það gekk
einnig til önnu dóttur okkar, sem
ber nafn ömmu sinnar. I henni sá
hún konuna endurborna, sem eitt
sinn hafði vikið henni lítilræði
þegar á lá. Slikt fólk eru höfðingj-
ar, sem rísa upp úr fátækt sinni.
Hverjum þeim, sem að Hvítár-
bakka kom, duldist ekki, að þar
réð mikil húsmóðir. Athyglisvert
hvað allt var i röð og reglu og vel
um gengið. Og hvað hún á siðustu
árum, kona komin yfir áttraett,
gat afkastað miklu starfi, þvi að
gestakomur voru oft miklar á
sumrum. En hugur hennar dvaldi
ekki einungis innanbæjar. Hún
fylgdist einnig vel meó öllu úti
við, mat að verðleikum gömul
verðmæti, en tók feginshendi
hvers konar nýjungum, sem til
framfara horfðu.
En sá, sem vildi ræða við hana
og koma inn á svið andlegra mála,
varð þar ekki fyrir vonbrigðum.
Hún fylgdist vel með öllu því, sem
hún vildi sjá og heyra i sjónvarpi
og útvarpi. Bókhneigð var hún og
las góðar bækur og hún fylgdist
með fræðandi erindum um andleg
mál. Viðræýljux. yið hana voru
þeim, sem slíkt lét eitthvað til sín
taka, uppörvun, vegna góðvilja
hennar, skilnings og hvatningar-
orða.
Mestan hluta ævi sinnar held
ég, að Jónína hafi verið heilsu-
hraust kona. En snemma á árinu
1973 fór hún að kenna innvortis
sjúkdóms. Það ágerðist svo smám
saman þar til í september um
haustið, að hún fór á spítala á
Selfossi til að ganga undir upp-
Framhald á bls. 20
t
Eiginkona min og móðir
GUÐBJORG GUÐMUNDSDÓTTIR,
hárgreiðslukona, Erluhrauni 5, Hafnarfirði.
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni laugardaginn 19 aprll kl. 10.30
f.h.
Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vilja minnast hennar er bent
á Hjartavernd Harry Sönderskov,
Gunnar Harrysson,
Helgi Harrysson.
t
Faðir minn og afi
ÁRNI GfSLASON,
frá Vfk
verður jarðsunginn frá Vlkurkirkju laugardaginn 19 aprll kl. 3 slðdeg-
is.
Blóm vinsamlegast afþökkuð. en þeim, sem vildu minnast hins látna,
er bent á llknarstofnanir. Gróa Árnadóttir
Margrét Sigrún Guðjónsdóttir.
t
Bálför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
UNNAR ÞORSTEINSDÓTTUR.
fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 1 9. aprll kl. 10.30.
Blóm vinsamlega afbeðin, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Krabbameinsfélagið.
Kristján Vigfússon,
Erla Kristjánsdóttir,
Sólrún Kristjánsdóttir,
og barnabörn.
Bjarni Steingrfmsson
Jón Friðsteinsson.
t
Ég þakka hjartanlega fyrir þá miklu samúð og vináttu, sem mér og
fjölskyldu minni var sýnd við andlát og útför eiginmanns míns,
JÓNS GÍSLASONAR.
fyrrverandi alþingismanns og bónda.
Þórunn Pálsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
ARNBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR
frá Glæsibæ.
Vandamenn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför hjartkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og sonar,
AÐALSTEINS GUÐMUNDSSONAR sérleyfishafa,
Húsavfk.
Sirrý J. Laufdal,
Jóhanna Laufdal Aðalsteinsdóttir,
Arnar Laufdal Aðalsteinsson,
Guðlaugur Laufdal Aðalsteinsson,
Jón Grétar Laufdal,
Guðmundur Aðalsteinsson,
Svavar Aðalsteinsson, Ása Gísladóttir.
Jóhanna Sigmundsdóttir.
t
Móðir mín og tengdamóðir,
SIGURLAUG PÁLSDÓTTIR,
lézt á Borgarspitalanum miðvikudaginn 1 6. apríl.
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Vilberg Guðmundsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
GUÐFINNU ÞORLEIFSDÓTTUR,
Ásvallagötu 24.
Friðrik Jónsson,
Þorgerður Friðriksdóttir,
Steinn Steinsson,
og barnabörn.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og jarðarför
mannsins mins, föður, tengdaföður og afa,
MAGNÚSARJÓNASSONAR,
Norðurbrún 1.
Kristfn Vfglundsdóttir,
Vilbogi Magnússon,
og barnabörn.
Óskar Magnússon,
Rósa Viggósdóttir,
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför
RANNVEIGAR BJARNADÓTTUR,
Stórholti 26.
Jón R. Ásmundsson,
Björn R. Ásmundsson,
Reynir R. Ásmundsson,
Hilmar S. Ásmundsson,
Sigurður S. Ásmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sigrún Þórðardóttir,
Fannlaug Ingimundardóttir,
Elfsabet Brynjólfsdóttir,
Sóiveig Einarsdóttir,
Þorgerður Oddsdóttir,