Morgunblaðið - 06.05.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.05.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAl 1975 Frá setningarfundi landsfundar: „Mestu veldur sá, sem upphafinu veldur ” — sagði Geir Hallgrímsson er hann af- henti Jóhanni Hafstein silfurlíkan af nýja Sjálfstæðishúsinu ,Lát berast um landið til vinanna kveðju mína’ Við afhendingu þessarar gjafar flutti Geir Hallgrímsson ræðu þá er hér fer á eftir: Ágætu iandsfundarfulltrúar og gestir. Á síðasta landsfundi fyrir 2 árum var hafin fjáröflun til byggingar nýs Sjálfstæðíshúss, og safnaðist á fund- inum sjálfum nokkuð á 7 milljón króna í framlögum. Sú upphæð varð kveikjan að byggingarframkvæmdun- um sjálfum, sem gengið hafa svo vel, að lokaátakið eitt er eftir til þess að taka megi húsið í notkun eftir örfáa mánuði. Á þessum landsfundi mun bygg- ingarnefnd óska eftir því við lands- fundarfulltrúa og gefa þeim kost á að gera ekki endasleppt við þá fram- kvæmd, sem þeir komu þannig myndarlega af sfað og svo vel hefur gengið. Formaður byggingarnefndar Sjálf- stæðishússins, Albert Guðmundsson, á miklar þakkir skildar fyrir atorku og dugnað, sem skilað hafa fram- kvæmdum svo vel áleiðis sem raun ber vitni Verður þáttur hans í þeim efnum seint metinn sem skyldi. Um leið og við þökkum byggingar- nefndinni í heild vel unnin störf, vil ég ekki láta hjá líða að minnast þeirra Jóhann Hafstein flytur ræðu sina á setningarfundi Landsfundar. mörgu sjálfboðaliða, sem lagt hafa fram vinnu sína endurgjaldslaust í byggingarframkvæmdunum. Á laugardögum hef ég stundum átt leið í Sjálfstæðishúsið og hitt þessa menn fyrir, oft voru það sömu góðu kunnu andlitin. Skemmtilegt hefur verið að tylla sér niður með þeim í kaffihléi og þiggja þá veitingar hjá Hvatarkonum. Þessir menn hafa skilið eftir hluta af sjálfum sér í Sjálf- stæðishúsinu nýja. Það er góðs viti um það andrúmsloft, sem þar á eftir að ríkja. Ég þakka öllum, sem lagt hafa fram skerf til Sjálfstæðishússins, þátt- ur þeirra er meira en peninganna virði Bygging Sjálfstæðishússins hef- ur fært sjálfstæðismönnum heim sanninn um, hvers þeir eru megn- ugir, þótt þeir byrji með tvær hendur Framhald á bls. 39 Góðu félagar og vinir! ,,Gakk þú heill að hollu verki, heimta allt af sjálfum þér. Vaxa skal sá viljasterki, visna hinn, sem hlífir sér." Um leíð og ég þakka formanni Sjálfstæðisflokksins fyrir hönd sjálf- stæðismanna allra fyrir þessa veglegu gjöf, meistaravérk Leifs Kaldal, sem þó er algjörlega óverðskulduð, þá er það von mín, að andi þeirra vísuorða, sem ég fór með eftir Fagraskógar- skáldið, megi verða inntak farsældar og gæfu Sjálfstæðishússins. Frá þeim 35 árum, sem ég hefi starfað meira eða minna fyrir Sjálf- stæðisflokkinn er margs að minnast, sem ekki gefst tóm til að rekja nú. Ég minnist upphafsins í árslok 1939, þegar ég vann á hanabjálkaloftinu í Mjólkurfélagshúsinu í Hafnarstræti með millisambandi í síma frá Eyjólfi Jóþannssyni, en hann er einn þeirra manna, sem sjálfstæðismenn munu ætíð minnast með virðingu. Gamla Varðarhúsið stóð þá við Kalkofnsveg til fundahalda. Við eignuðumst síðar hús Hallgríms Benediktssonar við Austurvöll og byggðum þar Sjálf- stæðishúsið gamla. Við eignuðumst síðar Valhöll og minnist ég í því sambandi fjármálaráðs og öðlingsins Sigfúsar Bjarnasonar. En við áttum áfram við erfiðleika að etja og þurft- um að selja Sjálfstæðishúsið upp í skuldir. Keyptum þá Galtafell, sem hýst hefur starfsemina síðan ásamt leiguhúsnæði. ..Hýstu þér bæ, hlé fyrir vindum, regni og snæ. Taktu sjálfur tinnu og stál, og tendraðu gneistann — þitt arinbál." Gneistinn var tendraður. Fyrsta skóflustungan var tekin 6. maí 1 973. Nú, á eftir þessum fundi bjóða Hvatarkonur, sem aldrei hefur fallið verk úr hendi, okkur til kaffidrykkju í Sjálfstæðishúsinu nýja og til að skoða vegsummerki. Gjöfiná þakka ég af einlægu hjarta, en ekkert nema þakkir verða þakkar- orðin min. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins. Lát berast um landið til vinanna kveðju mína. Örlögin styttu átökin af minni hálfu, en megi Guðs blessun og heill umvefja hið nýja Sjálfstæðishús, sem nú er risið af grunni undir jötunefldri forystu byggingarnefndarinnar. Þar er hetjan og formaðurinn Albert Guðmundsson í fremstu viglínu. Sjálfstæðismenn! Eflingin er orðið. Aflið skal magnast. Ætið skal fram sótt um brattar brautir. Hamingja fylgi ykkur öllum og stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokknum, um aldir, landi og lýð til blessunar í frelsishyggju. „Aldrei skyldi löggjöf landa lúta valdafíkn." Á setningarfundi 21. landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Háskólabiói sl. laugardag var Jóhanni Hafstein, fyrrverandi formanni Sjálfstæðis- flokksins, færð gjöf, silfurlikan af hinu nýja Sjálfstæðishúsi, sem Leifur Kaldal hefur gert. Geir Hallgrimsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, afhenti Jóhanni Hafstein gjöfina en á stöplinum undir húsinu eru fjórir silfurskyldir með eftirfarandi áletrunum: 1. Jóhann Hafstein (Upphleypt) 2. Landsfundur 1 975. 3. „Það besta, sem fellur öðrum i arf, er endurminning um göfugt starf." 4. Frá Sjálfstæðisflokknum. Silfurlikan af Sjálfstæðishúsinu nýja gert af Leifi Kaldal. Þakkarrœða Jóhanns Hafstein Frá vinstri: Jóhann Hafstein, Geir Hallgrímsson og Gunnar Thoroddsen. Ég veit ég er í hættu, þegar ég nefni nöfn, en þó skal nefna Lúðvíg Hjálmtýsson, sem var lífið og sálin í rekstri Sjálfstæðishússins gamla. Við endurnýjun Sjálfstæðishússins tók forystuna í því verki heiðursmaðurinn Sigurliði Kristjánsson, sem valdi sér til meðhjálpar Albert Guðmundsson. Gamlir menn allt að áttræðu hafa nú unnið sjálfboðavinnu við bygg- ingu hins nýja húss á hverjum laugar- degi. Jafngamlir og vinnulúnir verka- menn hafa lagt á borðið stórfé. í sjálfboðavinnunni hafa svo hinir ötulu Óðinsmenn verið í fararbroddi. Heim- dellingar og Varðarmenn hafa einnig lagt sitt lið. Svona mætti lengi telja. Þegar við fyrst komum til kaffi- drykkju í boði Hvatarkvenna í Sjálf- stæðishúsinu nýja í kjallara þess í fyrra þann 19. janúar 1974, þá bar það upp á afmælisdag hins mikla foringja okkar Ólafs Thors. Ég minnist þess, að ég vitnaði þá einnig í eitt sjálfstæðiskvæði Davíðs Stefánsson- ar, eitt hið fegursta:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.