Morgunblaðið - 06.05.1975, Page 24

Morgunblaðið - 06.05.1975, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAl 1975 SeyðisfjörSur. Hönnunarfé hefur verið til heilsugæslustöðvar á Seyðis- firði í tvö ár, ein milljón hvort ár, en hönnunarvinnu er ekki lokið og ekki að fullu afráðið hvort þarna verður byggt svipað og á Ólafsfirði, heilsugæslustöð ásamt sjúkraskýli og dvalarheimili fyrir aldraða eða hvort þarna verður fyrst byggð heilsugæslustöð og notast við gamla sjúkrahúsið um sinn. Höfn f Hornafirði. Byggingarframkvæmdir hófust við heilsugæslustöð f Höfn I Hornafirði á siðastliðnu ári og er áætlað 28 8 millj- ónir til þessa verks á þessu ári Ráðgert er að stöðin verði gerð fokheld á árinu Vfk f Mýrdal. Hönnunarvinnu er lokib við heilsugæslustöð 1 i Vik i Mýr- dal og er hér um að ræða eina af fjórum heilsugæslustoðvum, sem áður var á minnst. Til þessara framkvæmda eru áætlaðar 6.9 milljónir á þessu ári og er það of litið fé til að hægt sé að fara af stað með skynsamlegan áfanga og ekki afráðið hvernig að málinu verður staðið Kirkjubæjarklaustur. Hönnunarvinnu er lokið við heilsu- gæslustöð 1 á Kirkjubæjarklaustri Áætlaðar voru 6,9 millj. til þessa verks eins og i Vik i Mýrdal, en heimamenn hafa nú séð sjálfir fyrir viðbótarfé, þannig að hægt verður að hefja fram- kvæmdir á þessu ári, fáisxt heimildir og samþykki fjármálaráðuneytis til þess Auk þessara heilsugæslustöðva, sem hér hafa verið taldar upp, þá eru smærri framkvæmdir, sem fjárveit- ingar eru til á þessu ári, svo sem læknismóttaka á Hellissandi, undir- búningsfé til framkvæmda á Þingeyri, styrkur til læknamóttöku á Akureyri, fé til læknamóttöku á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík, fjórar milljónir á hvorn stað Bygging er fokheld á Breiðdalsvík og byggingaframkvæmd er að hefjast á Stöðvarfirði, og 2 milljónir á hvorn stað til Keflavíkur og Grindavíkur, annars vegar til læknismóttöku í Grindavík, hins vegar til að innrétta leiguhúsnæði I Keflavík Af þessari upptalningu má sjá, að miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á þessu ári I heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsbyggingum og hönnunar- vinna raunar komin lengra áleiðis en fjárveitingar munu leyfa Ef þetta er tekið sem heild, þá gera fjárlög ráð fyrir 39 aðskildum fjárveit- ingum til 32ja staða. alls 553 900 000 - þar að auki er gert ráð fyrir 38,3 millj. til 15 elliheimila og 15,6 millj. til 14 læknisbústaða Heildarframlag rikisins á þessum fjár- lagaliðum er því 608 700 000 Á móti þessum framlögum eiga sveitarfé- lög að greiða samtals 1 12.235.000 - Þetta gerir samtals 720 935.000 - og þegar að við bætist þær 287 millj til ríkissjúkrahúsa, sem áður voru nefnd- ar, þá verður heildarupphæð, sem ríki og sveitarfélög greiða til þessara fram- kvæmda 1 007.935 000 Ég tel ekki ástæðu til að rekja þessi byggingarmál frekar, en er reiðubúinn til að gefa upplýsingar um einstaka liði ef óskað er. TRYGGINGAMÁL Almannatryggingar Á þessu þingi hefur ekki verið lagt fram af hálfu ríkisstjórnarinnar frum- varp til laga um breytingar á lögum um almannatryggingar í bráðabirgðalög- um, sem sett voru á síðastliðnu hausti. voru tekin inn ákvæði um hækkun bóta almannatrygginga, þannig að almenn- ur ellí- og örorkulifeyrir hækkaði um 6% en tekjutrygging um 16%. þannig að heildarhækkun elli- og örorkulífeyris varð um 10% til þeirra, sem fullrar tekjutryggingar njóta Þær bætur sem ekki voru teknar inn i bráðabirgðalögin voru hækkaðar með reglugerð um 7% frá 1. okt að telja Síðan voru allar bætur almannatrygg- inga hækkaðar með reglugerð um 3% frá 1 des 1974 í samræmi við al- mennar launahækkanir þá Gert er ráð fyrir að 9% hækkun bóta í samræmi við launabreytingar á þessu ári verði gerðar með lagabreytingu i sambandi við staðfestingu bráða- birgðalaga, sem sett voru á siðastliðnu hausti og verði þá i meginatriðum fylgt sömu reglu og farið var eftir á síðast- liðnu hausti, þ e. að hækka mest lífeyri þeirra, sem ekki hafa tekjur, þ.e.a.s. að hækka tekjutryggingu meir hlutfalls- lega en almennan lífeyri. Hækkun tekjutryggingar verður nú um 16%. Þessar hækkanir eiga að gilda frá 1 april. Hækkanir bóta alm.tr. eru áætl- aðar að verði um 705 m. kr á ári auk skattafsláttar. Frá þvi núv. stjórn tók við hafa bætur alm.tr. hækkað um ca. 1494m kr miðað við ársgrundvöll Um frekari framvindu almannatrygg- inga, þá er frá þvi að segja að nefnd sú. er hafði starfað á tima fyrrverandi rikisstjórnar var leyst upp og i stað þess að skipa nýja nefnd, þá var það ráð tekið að ráða Guðjón Hansen, tryggingafræðing til þess að vinna að könnun og endurskoðun laga um al- mannatryggingar. Guðjón fékk þetta verkefni í lok janúarmánaðar sl. og það er gert ráð fyrir að hann skili fyrstu niðurstöðu könnunarinnar I ágúst eða september næstkomandi. Þau atriði sem Guðjón er aðallega falið að kanna er eftirfar- andi: Að gera heildartillögur um breyt- ingar á lögum um almannatryggingar og við þá tillögugerð að taka einkum tillit til þess að fullt samræmi verði á milli tegunda bóta og tryggingaflokka og sérstaklega verði tekið til athugunar hvort sameina megi sjúkratryggingu og slysatryggingu að einhverju eða öllu leyti. Gera sérstaka athugun á kostnaði sjúkratrygginga. einkum hlutfalli milli kostnaði við sjúkrahúsvist og annars kostnaðar trygginganna i þessu sam- bandi að reyna að gera sér grein fyrir aukinni hagkvæmni I rekstri sjúkra- stofnana, bæði stofnana, sem annast bráða vistun og langlegustofnana, svo og hagkvæmni við aukna uppbygg- ingu göngudeilda deildaskiptra sjúkra- húsa Einnig sé athugað hvernig núverandi daggjaldafyrirkomulag hefur reynst og hvort ástæða sé til að breyta því og þá hvernig Að athuga tengslin milli skattamála og trygginga, einkum hvað snertir fjöl- skyldubætur, en einnig eftir þvi sem ástæða þykir til, hvað snertir aðra bóta- flokka Að athuga sérstaklega fyrirkomulag núverandi tekjutryggingar og hvernig framkvæmd lagaákvæða hefur reynst og jafnframt að gerður verði saman- burður á tekjutryggingarákvæðum og ákvæðum i reglugerðum lifeyrissjóða Tekið verði til athugunar hvort eðli- legt sé að lifeyrissjóðir fyrir alla lands- menn verði hluti af kerfi almannatrygg- inga, hvort um sjóðsmyndun ætti að verða að ræða I slíku kerfi og á hvern hátt slikur sjóður yrði verðtryggður. Tekin verði til athugunar skýrsla sú, sem gerð var að tilhlutan heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisms á hag- kvæmni í rekstri og skipulagi Trygg- ingastofnunar rikisins, sem Hagvangur gerði á árunum 1972 og 1973, lagt sjálfstætt mat á tillögur um breytingar, er fram koma í skýrslunni og gerðar tillögur ef þurfa þykir um breytt fyrir- komulag á yfirstjórn stofnunarinnar. deildaskiptingu hennar og starfsemi. einkum með tilliti til hagræðingar i starfi og tölvunotkun. Ástæðan til þess að ég valdi þá leið að fá tryggingafræðing til að gera sérfræðilega könnun á þessu kerfi i heild i stað þess að setja nefnd, var sú, að mér þótti vænlegra til árangurs að fyrir lægi slik athugun frá jafnreyndum manni og Guðjón er, i sambandi við tryggingamál, áður en farið yrðí af stað með nefndarstarf Með breytingu á lögum um al- mannatryggingar, sem gildi tóku 1 sept. 1974 og 1 jan 1975, þá eiga sjúkrasamlög að greiða hluta af kostn- aði við tannlækningar. Samningar milli Tryggingastofnunar rikisins og Tann- læknafélags íslands hófust á siðast- liðnu hausti og lauk þeim með samn- ingi milli þessara aðila, sem undírrit- aður var hinn 1 9 april siðastliðinn. Tryggingastofnun rikisins er nú að ganga frá fyrirmælum til sjúkrasam- laga um það, hvernig greiða skuli tann- lækningar fyrir tímabilið frá 1 sept. fram að gildistöku samningsins og jafnframt er gert ráð fyrir að trygginga- ráð geri drög að reglugerð, sem sett verði um framkvæmd samninganna. VÁTRYGGINGAMÁL Ný lög um vátryggingastarfsemi tóku gildi 1 jan. 1974 og þá tók til starfa tryggingaeftirlit, sem starfað hefur mjög ötullega síðan. Hér er um nýja og mjög nauðsynlega starfsemi að ræða og nauðsynlegt að strax frá byrjun skapist góður grundvöllur til samstarfs milli tryggingafélaga, trygg- ingaeftirlits og ráðuneytis og hefur verið reynt að vinna að þvi að svo mætti verða Leyfi hafa verið gefin út af hálfu ráðuneytisins til tryggingafélaga og heimildir til tryggingastarfsemi í sam- ræmi við reglur og tillögur trygginga- eftirlitsins, en mikið starf er enn óunn- ið til samræmingar tryggingastarfsemi i landinu Náttúruhamfarirnar i Vestmanna- eyjum á árinu 1 973 og I Neskaupstað á slðastliðnu ári sýndu svo að ekki varð um villst. að nauðsynlegt er að mann- virki séu tryggð fyrir tjóni af náttúrg- hamförum og þvi skipaði ég á siðast- liðnu ári nefnd, sem fékk það hlutverk að gera drög að lögum um slíka nátt- úruhamfaratryggingu Nefndin vann starf sitt fljótt og vel og árangur þess var frumvarp um viðlagatryggingu íslands, sem lagt var fyrir Alþingi í siðustu viku aprilmán- aðar. GÆSLUVISTAR- SJÓÐUR Eins og kunnugt er, þá er gert ráð fyrir þvi að fé úr gæsluvistarsjóði sé varið til byggingaframkvæmda vegna stofnana fyrir áfengissjúklinga Þessa dagana er að Ijúka byggingu á dvalar- og meðferðarheimili fyrir drykkjusjúkl- inga við Vífilsstaðaspltala Þar verður rými fyrir 23 sjúklinga. Á fjárlögum þessa árs er aðeins gert ráð fyrir 28 milljónum í gæsluvistar- sjóð og er það 40 milljónum króna lægra en ráðuneytið gerði ráð fyrit við gerð fjárlaga Hér er um að ræða mjög litla upphæð miðað við áætlun um tekjur rlkisins af áfengissölu og verður ekki hægt i ár að taka til við nein þau óleyst verkefni, sem bíða, i sambandi við stofnanir fyrir drykkjusjúklinga Það er kunnara en frá þurfi að segja að fjölmörg verkefni biða hér óleyst og vandamál áfengissjúklinga eru sifellt vaxandi og eins og stendur, þá er vandamál þeirra leyst eftir því sem hægt er, á geðsjúkrahúsum og geð- deildum Það er mjög brýnt að byggja upp þær meðferðarstofnanir, sem þegar eru fyrir hendi, þ.e.a.s. í Víðinesi og Gunnarsholti. Til Viðiness verður sennilega hægt að verja 8 millj. króna á þessu ári, en ekkert fé er til uppbygg- ingar hælisins I Gunnarsholti, en þar þarf bæði að byggja starfsmannahús og vinnuskála. auk þess sem ráðgert hefur verið að halda áfram þeirri upp- byggingu, sem nú er hafin á Vlfilsstöð- um. Hér er um að ræða málefni sem nauðsynlegt er að taka mjög föstum tökum við gerð næstu fjárlaga. MÁLEFNI VANGEFINNA Um nokkurt árabil hefur uppbygging stofnana vegna vangefinna verið leyst með framlögum úr styrktarsjóði van- gefinna, sem raunar er á vegum félags- málaráðuneytisins Byggingar stofnan- anna eru hins vegar á vegum eða undir umsjón heilbrigðisráðuneytisins. Þannig hafa hælisbyggingarnar I Kópa- vogi, Skálatúni og á Akureyri verið byggðar upp undanfarin ár að miklu leyti fyrir framlög um styrktarsjóði van- gefinna, en þar að auki hafa félög áhugamanna, sem að þessum málum vinna, leyst af hendi mjög mikið verk, einkum með byggingu og starfrækslu dagheimila fyrir vangefna. Á árinu 1973, þá var samþykkt þingsályktunartillaga þar sem rlkis- stjórninni var falið að kanna þörf fyrir stofnanir fyrir vangefna á landinu I heild og sérstaklega hvort ekki væri eðlilegt að sllkar stofnanir yrðu byggðar víðar en I Reykjavík og Akur- eyri. Þessari könnun er nú lokið og hefur verið gefin út niðurstaða hennar fjölrit- uð af ráðuneytinu Gert er ráð fyrir þvl, að við framtlðaruppbyggingu stofnana fyrir vangefna, verði tekið tillit til þess- arar könnunar og i samræmi við það hefur félagsmálaráðuneytið ákveðið framlag, bæði til viðbyggingar við Sól- borg á Akureyri og til nýbyggingar dvalarheimilis fyrir vangefna á Austur- landi. Gert er ráð fyrir að dvalarheimili fyrir vangefna á Austurlandi rlsi I Egils- staðakauptúni og hönnunarvinna að t hefjast við það heimili með samvinnu Styrktarfélags vangefinna á Austur- landi og ráðuneytisins Frumathugun vegna viðbyggingar við Sólborg á Akureyri er lokið, en þar er gert ráð fyrir að byggja I fyrsta áfanga örvita- deild LYFJAMÁL Eina sérdeildin, sem enn hefur verið stofnuð innan heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins er lyfjamála- deild, sem annars vegar fjallar um öll lyfjamálefni, sem undir ráðuneytið heyra og hins vegar hefur með hönd- um lyfjaeftirlit samkvæmt lögum Þá annast lyfjamáladeildin I samvinnu við landlækni eftirlit með lyfseðlum og eftirritunarskyldum lyfjum og hefur sýnt sig sem vænta mátti að þetta eftirlit er mjög nauðsynlegt og hefur verið mjög vanrækt undanfarin ár. Á það má hins vegar benda, að Lyfjaverslun rikisins er ekki I tengslum við heilbrigðisráðuneytið. heldur ein af stofnunum fjármálaráðuneytisins Lyfjaverslun rikisins er mjög mikilvæg framleiðslustofnun fyrir heilbrigðis- þjónustuna I landinu og það hefur lengi staðið starfsemi þessarar stofnun- ar fyrir þrifum, að starfsaðstaða hennar er mjög slæm. Eitt af brýnustu verk efnum á sviði lyfjamála er, að bæta starfsaðstöðu Lyfjaverslunar rikisins og hefur ráðuneytið unnið að því við fjár- málaráðuneytið undanfarináraðað þvi yrði undinn bráður bugur Þess má t d geta að Lyfjaverslun rlkisins framleiðir alla dreypivökva, sem notaðir eru I landinu og það er ekkert annað fyrir- tæki fært um þessa framleiðslu innan- lands, ef Lyfjaverslunin brygðist. Til marks um magn þessarar framleiðslu er það, að daglega mun Lyfjaverslunin framleiða nokkuð á annað tonn af dreypivökva. Menn geta gert sér I hugarlund hvað það mundi kosta að þurfa að flytja slikt magn frá lyfjafram- leiðslufyrirtækjum erlendis. Niðurstöðurnar af viðræðum heil- brigðisráðuneytisins við fjármálaráðu- neytið hafa orðið þær, að nú er afráðið að setja upp sameiginlega byggingar- nefnd þessara ráðuneyta til að hanna og byggja upp húsnæðið fyrir Lyfja- verslun rlkisins, en meðan á þeirri byggingu stendur verður sennilega nauðsynlegt að reyna að koma Lyfja- versluninni i bráðabirgðahúsnæði, því núverandi húsnæði er tæplega hægt að nota meðan á byggingu stendur MENNTUNARMÁL HEILBRIGÐISSTÉTTA Það er viða um það deilt nú, hvort menntun heilbrigðisstétta eigi fremur að vera í hínu almenna menntunarkerfi eða undir umsjón heilbrigðisráðherra Hér á landi eru þessi mál skipt. Mennt- unarmál sumra heilbrigðisstétta, svo sem lækna, hjúkrunarkvenna, lyfja- fræðinga og fleiri, heyra undir mennta- málaráðuneyti, en annarra, svo sem Ijósmæðra, röntgentækna, lyfjatækna, þroskaþjálfa og sjúkraliða, undir heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyti Menntun sjúkraliða hefur farið fram á sjúkrahúsum i Reykjavik, Akureyri og viðar, en nú hyggst heilbrigðisráðu- neytið breyta þessu fyrirkomulagi á næsta hausti og setja upp sérstakan skóla, þar sem sjúkraliðaefnum verður kennf hið bóklega nám, en hið verk- lega nám fer siðan fram á sjúkrahúsun- um eins og áður. Það er gert ráð fyrir að þessi skóli geti tekið til starfa i september eða október næstkomandi og að þar geti verið að jafnaði 1 20— 1 30 nemendur. Góð samvinna er við sjúkrahúsin á Reykjavikursvæðinu um þessa breyt- ingu og verður hún til þessað meira samræmi fæst I nám þessarar stéttar en nú er. I framtiðinni er síðan hug- myndin að þessi skóli geti veitt sjúkra- liðum, sem þegar eru í starfi fram- haldsmenntun og gert þá þannig hæfari til að taka að sér í vaxandi mæli hjúkrunarstörf ALÞJÓÐASAMVINNA OG SAMVINNA VIÐ NORÐURLÖND Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið reynir á hverjum tima að halda uppi tengslum við Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunina, bæði höfuðstöðvarnar i Genf og við svæðaskrifstofuna i Kaupmannahöfn. Til þessara stofnana er leitað um sérfræðilega aðstoð, svo sem við uppbyggingu hjúkrunar- menntunar á háskólastigi, I sambandi við mengunarmál, i sambandi við könnun á hagkvæmni þess að setja upp heilsufarsupplýsingabanka fyrir ís- land. Á vegum þróunarsjóðs Sam- einuðu þjóðanna, þá fékkst styrkur til þess að kanna hagkvæmni þessa og tveir ráðgjafar frá stofuninni voru hér á siðastliðnu hausti, til þess að kynna sér aðstæður hér og ræða við þá aðila, sem að þessum málum vinna. Þessari könnun verður lokið seint á þessu ári eða i byrjun næsta árs og þá verður að taka afstöðu til þess af ríkis- stjórn og Alþingi, hvort það verður farið af stað með slíkan banka, en ástæðan til þess að þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna lagði þessu máli lið, var sá að sennilegt er talið að það sé hentugt að gera tilraun hér á íslandi á þessu sviði og nota þá reynslu, sem af því fæst fyrir aðrar þjóðir. Hvarð viðvíkur samvinnu við Norðurlönd, þá er að jafnaði góð tengsl milli heilbrigðisstjórna þessara landa og er þar rættjöfnum höndum um heilbrigðis- ogfélagsmál Ráðherra- fundur heilbrigðis- og félagsmálaráð- herra Norðurlanda verður haldinn á næsta sumri í Danmörku, en siðasti fundur af þessu tagi var haldinn hér á íslandi á árinu 1 973. Niðurlag I þessu yfirliti hefur verið stiklað á stóru i sambandi við störf heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins síðan núverandi rikisstjórn tók við völdum, rakið hvaða fjárveitingar verða til fram- kvæmda á sviði heilbrigðismála á þessu ári og hvaða leiðir er gert ráð fyrir að verði farnar í sambandi við endurskoðun á almannatrygginga- kerfinu. Því er oft haldið fram að heilbrigðis- og tryggingamálin séu orðin of stór útgjaldaliður og sé að rlða slig á kerfið i heild og sé að verða þjóðinni ofvaxið Það er vissulega rétt að það hafa orðið stórfelldar breytingar í sambandi við bæði heilbrigðismál og trygginga- mál undanfarna tvo áratugi og höfum við þar tekið upp sömu stefnu og nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum og í Bretlandi. Ef litið er á framlög hér á landi til félagsmála, þá hafa þau aukist frá árinu 1 950 úr 8% af þjóðarframleiðslu I 1 1.4% á árinu 1 960 og i 1 5.2% á árinu 1 970 Framlög til heilbrigðismála hafa auk- ist á sama tima þannig, 1950 2.9%, 1960 3 6%, 1970 6 2%. Ef við berum okkur saman við Norðurlönd á þessum sviðum þá sýnir sig að á árinu 1970, þá var ísland lægst Norðurlanda, hvað snerti fram- lög til félagsmála. Hæst var Danmörk með 22.9% en Finnland, Noregur og Sviþjóð með 1 8 og 1 9%. Á sviði heilbrigðismála stöndum við hins vegar beturað vígi Þareru Finnar fyrir neðan okkur með 5%, en hinar þjóðirnar allar hærri, Noregur um 6.5%, Danmörk með 7,3% og Svíar langhæstir með 8.3%. Það er ekki hægt annað að segja en að aukin framlög til heilbrigðismála á undanförnum árum hafi haft árangur i för með sér, þvi það er sama hvað tölur eru skoðaðar og hvaða samanburður er gerður, heilsufarsástand hér á landi virðist i flestu tilfelli eins gott og i sumu tilfelli betra, en þar sem að gerist best annars staðar Á áratugnum 1960—1970 nær tvöfölduðust framlög hér á landi til heilbrigðismála Það er ekki hægt að gera ráð fyrir jafn örri þróun i þessum málaflokki á þessum áratug, en við verðum að gera ráð fyrir því að vaxandi hluti þjóðartekna fari áfram til heil- brigðismála eins og verið hefur undan- farið og við getum verið viss um að það skilar sér aftur i bættu heilsufari og aukinni velliðan þjóðarinnar. í lög- um um heilbrigðisþjónustu er gert ráð fyrir því að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjón- ustu, sem á hverjum tima eru tök á að veita, til að vernda andlega, likamlega og félagslega heilbrigði Þetta á ráð- herra heilbrigðis- og tryggingamála að sjá um og I starfi mínu sem heilbrigðis- ráðherra mun ég kappkosta að sjá um að þessum lagaákvæðum verði fram- fylgt og sérstaklega mun ég þá hafa í huga að dreifbýlið á enn langt í land með að njóta heilbrigðisþjónustu til jafns við þéttbýlið. Hér getur aldrei orðið um algert jafnræði að ræða, en það má enn gera margt til að jafna þennan mun og að því mun ég stefna. Framlög til félagsmála jukust úr 8% af þjóðarframleiðslu 1950í 15,2% 1970

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.