Morgunblaðið - 22.05.1975, Síða 4

Morgunblaðið - 22.05.1975, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1975 LOFTLEIÐIR BiLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGAN— 51EYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIOMCEEn Útvarpog stereo, kasettutæki FERÐABILAR h.f. Bilaleiga, sími 81260. Fólksbilar — stationbílar — sendibilar — hópferðabílar. BÍLALEIGAN MIÐBORG H.F. sími 19492 Nýir Datsun bílar. Mest selda eteypuhrarívél á heimsmarfcaBi ÞOR HF RCYKJAVlK SKÓLAVÖROUSTÍG 23 Notaóirbílartilsölu Sunbeam Raper '71, '73 Sunbeam 1 500 '73 Hollman Imp. '66 Hunter '67, '71 Hunter De luxe station '74 Willys '64, '66 Wagoneer '64 Galant 1 4 L '74 Lancer 1400 '74 Skipper '74 Saab 96 '65 BMV 2000 '67 Fiat 850 '72 Toyota Landcrusier station '74. Allt á sama stað EGILL, VILHJALMSSON HF Laugavegi T18-Simi 15700 Hvað skortir mest á landsbyggðinni? Árið 1973 var sérstætt í sögu þjóðarinnar að því leyti til, að þá varð fólksfjölgun á lands- byggðinni meiri, hlutfallslega, en á Reykjavfkursvæðinu. Þetta var f fyrsta skipti f ára- tugi, sem landsbyggðin hélt sfnum hlut f þessu efni. Strax árið eftir, 1974, fór í fyrra far- ið, segull höfuðborgarsvæðisins dró til sín það mikið fólk utan af landsbyggðinni að ekkert kjördæmi, utan Reykjanes eitt, hafði fólksfjölgun umfram landsmeðaltal. I skýrslum um mannfjölda- þróun á Vestfjörðum kemur í Ijós, að atvinnulega oe tekiu- Eyjólfur Konráð Jónsson. lega báru Vestfirðingar síður en svo minna úr býtum en t.d. Reyknesingar, og framlag þeirra til verðmætasköpunar f þjöðarbúinu var umtalsvert, t.d. anLað-fjórðungur freðfisk- framleiðslunnar. Það, sem talin var höfuðorsök stöðnunar íbú- tölu, voru fyrst og fremst slæm- ar samgöngur, auk vöntunar félagslegrar þjónustu ýmiskon- ar. Sama sagan biasir við víðast hvar á landsbyggðinni, fylli- lega sambærilegir afkomu- möguleikar alls almennings, jafnvel töluvert skárri sums- staðar en á þéttbýlissvæðinu við Faxaflóa, en samgöngumál, umhverfismál og félagsleg þjónusta, sem eru þéttbýlis- svæðinu í vil, ríða baggamun- Lífæðar hinna strjálu byggða Samgongurnar eru lífæðar hinna dreifðu byggða, bæði f atvinnulegu og félagslegu til- liti. Misjafnir malarvegir landsbyggðarinnar, iokaðir langtfmum saman, tilheyra f raun allt annarri veröfd, allt öðrum og liðnum tima en þeir vegir, sem þéttbýlið hér syðra býður þegnum sfnum. Frumvarp það til laga, sem síðasta Alþingi samþykkti, um happdrættisfán til Norður- og Austurvegar, gerir það fjár- hagslega mögulegt á allra næstu árum, að gera stórátak í samgöngumálum iandsbyggð- arinnar. Framkvæmdir við Norðurveg þjóna t.d. ekki ein- vörðungu Norðurlandi, þó þær komi til með að hafa afgerandi áhrif á framvindu mála þar, heldur ekki síður Vestfjörðum, Vesturlandi og þeim byggðum raunar öilum, sem hann liggur um. Þetta frumvarp tryggir 2000 milljóna fjárveitingu til umræddra vega á fjórum árum, auk þess fjármagns, sem veitt verður á fjárlögum til Vega- gerðar, samkvæmt vegáætiun. Þetta frumvarp Eyjólfs Kon- ráðs Jónssonar og fleiri þing- manna er stærsti áfangasigur landsbyggðarinnar í samgöngu- málum um langt árabil. Formaður Alþýðubandalagsins Það sem vakti einkum athygii, er frumvarp þetta var í meðförum þingsins, var hörð andstaða formanns Alþýðu- bandaiagsins, Ragnars Arn- alds. Furðuleg mótstaða hans í hagsmunamálum Norðlend- inga er að vísu ekki ný bóla, heldur nokkurs konar kækur í afstöðu hans til þingmála. Sér f lagi fer það í hans fínu taugar þegar rætt er um varanlega vegi fyrir landsbyggðarfólk. Orrahrfð hans og Jónasar Árna- sor.ar um væntaniega Borgar- fjarðarbrú er táknræn f þessu efni. Þar brá „formaðurinn“ sér í eins konar líki Sveins dúfu á Borgarfjarðarbrú, ber- andi og segjandi allt öfugt við það, er þjónaði hagsmunum landsbyggðarinnar. Andstaða hans við Norður- Austurveg virtist einkum mót- ast af því, að Eyjóifur Konráð Jónsson var fyrsti flutnings- maður frumvarpsins. Á sama hátt og andstaða Alþýðubanda lagsins gegn frumvarpi um greiðslu fæðingarorlofs til kvenna f verkalýðsfélögum (sambærilegar við þá er konur í opinber.ri þjónustu njóta), virtist mótast af því, að fyrsti flutning'smaður þess máls var Ragnhiidur Helgadóttir. Sú spurning hlýtur að vakna í hug- um Norðiendinga, hverra er- inda þeir séu að senda á þing menn á borð við formann Al- þýðubandalagsins. Eins og sagt var í blað- inu i gær varð sveit Jóns. Hjaltasonar íslands- meistari í sveitakeppni 1975. Árangur þeirra félaga var mjög glæsileg- ur, unnu sex leiki og töpuðu einum 9:11 gegn sveit Hjalta Elíassonar. I sveitinni eru ásamt Jóni: Sigtryggur Sigurðsson, Jón Ásbjörnsson, Karl Sigurhjartarson og Guð- mundur Pétursson. Úrslit I. umferðar: Bragi — Helgi 13:7 Þórir — Bogi 19:1 Jón — Þórður 20:^2 Hjalti — Þórarinn 5:15 Urslit annarrar umferðar: Helgi — Þórarinn 11:9 Þórður — Hjalti 2:18 Bogi — Jón 0:20 Bragi — Þórir 2:18 Urslit þriðju umferðar: Þórir — Helgi 19:1 Jón — Bragi 20:-i-5 Hjalti — Bogi 20:0 Þórarinn — Þórður 3:17 Urslit fjórðu umferðar: Helgi — Þórður 20:0 Bogi — Þórarinn 0:20 Bragi — Hjalti 1:19 Þórir —Jón 5:15 Ursiit fimmtu umferðar: Jón — Helgi 13:7 Hjalti — Þórir 14:6 Þórarinn — Bragi 20:-i-3 Þórður — Bogi 6:14 Urslit sjöttu umferðar: Helgi — Bogi 8:12 Bragi — Þórður 17:3 Þórir — Þórarinn 10:10 Jón — Hjalti 9:11 Þegar einní umferð var ólok- ið var staða Jóns nokkuð sterk, hafði 97 stig. Sveit Hjalta hafði 87 stig og sveitir Þóris og Þór- arins 77 stig. Sveit Hjalta átti að spila við Norðurlandafarana, sveit Helga og sveit Jóns við Þór- arins. Ef sveit Hjalta ynni Helga 20:0 yrði sveit Jóns að vinna a.m.k. 11:9 til að hljóta titilinn. Leikur Jóns og Þórarins var sýndur á sýningartöflunni og var margt manna komið til að fylgjast með viðureigninni. 1 hálfleik var staðan þessi: Hjalti — Helgi 50:29 Þórarinn — Jón 28:34 Islandsmeistarar í bridge 1975. Talið frá vinstri: Jón Ásbjörnsson, Guðmundur Pétursson, Jón Hjaltason, Sigtryggur Sigurðsson og Karl Sigurhjartarson. Þórður — Þórir 27:66 Bogi — Bragi 74:11 Staðan var mjög opin ennþá og allt gat gerst. Siðari hálfleik- ur hófst. Á töflunni juku Jóns- menn við forskot sitt móti Þór- arni jafnt og þétt og fór svo að þeir unnu leikinn 70:40 sem gerir 17:3 stig. Sveit Jóns var því hinn öruggi sigurvegari enda þótt sveit Hjaita ynni sinn leik 20:0. Lokastaðan varð þessi: Sveit: Jóns Hjaltasonar 114 Hjalta Elíassonar 107 Þóris Sigurðssonar 94 Þórarans Sigþórssonar 80 Helga Sigurðssonar 54 Boga Sigurbjörnssonar 47 Þórðar Elíassonar Braga Jónssonar 29 23 Forseti BSÍ, Hjalti Elíasson, sleit síðan mótinu og þakkaði keppnisstjóra Agnari Jörgen- sen og mótstjórn Ragnai Björnssyni og Tryggva Gísla- syni röggsama stjórn mótsins. A.G.R. Stóri borinn kominn til Þorlákshafnar Þorlákshöfn, 20. maí. HREPPSNEFND Öifushrepps boðaði til almenns fundar um málefni sveitarfélagsins hinn 20. aprfl s.l. Þar las sveitar- stjóri Svanur Kristjánsson upp rekstrarreikning og fjárhags- áætlun ölfushrepps fyrir árið 1975. Oddviti Karl Karlsson ræddi um eignarbreytingu og Hrafnkell Karlsson hrepps- nefndarmaður ræddi um land- græðslu, Guðjón Sigurðsson hreppsnefndarmaður ræddi um samstarfsnefnd um skipu- lagsmál, Rfkharður Jónsson hreppsnefndarmaður ræddi um byggðarmál og fleira. Þá ræddi Jón Guðmundsson hreppsnefndarmaður um hita- veitumái og það var auðvitað mál málanna hér sem annars staðar. Hann rakti gagn þess máls frá því samningur um vatns- réttindi í landi Litla-Lands var undirritaður hinn 21. janúar 1974. Nú hefur verið boruð virkjanleg borhola og von er á stóra bornum í maf. Þá má geta þess, að þegar þetta er skrifað er borinn kominn á staðinn. Jón sagði, að útvegun fjár hefði gengið illa og f jármögnun kaldavatnsleiðslu sem hreppur- inn stendur líka í að byggja en er kominn á lokastig hefði að sjálfsögðu dregið frá. Hann lýsti því yfir að fyr* irgreiðsla orkumálaráð- herra dr. Gunnars Thoroddsen hefði ráðið miklu um aó málið strandaði ekki alveg að þessu sinni. Þá voru frjálsar umræður og tóku margir til máls. Var það mál manna, að fundur sem þessi væri nauðsyn- legur og þarfur og gott væri að meira væri gert að því að ræða málin fyrir opnum tjöldum og myndi það skapa samstöðu um úrlausn þeirra mála. Hrepps- nefnd var þakkað fyrir greina- góðan málflutning og skýr svör við spurningum manna. — Ragnheiður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.