Morgunblaðið - 22.05.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAl 1975
5
Gylfi Þ. Gíslason á viðskiptaþingi:
Verðuin að vera
vel á verði gegn
haftastefnunni
Frá vidskiptaþingi Verzlunarráðs Islands.
VIÐSKIPTAÞINGI Verzlunarráðs is-
lands var framhaldið i gærdag. Gylfi
Þ. Gislason fyrrum viðskiptaráðherra
flutti ávarp í hádegisverði þingfull-
trúa i gærdag. Þingforseti i gær var
Albert Guðmundsson. Siðdegis i gær
flutti Þorvarður Elíasson erindi um
verðlagslöggjöf og framkvæmd verð-
lagseftirlits hér og i nálægum lönd-
um. Árni Árnason fjallaði um eftirlit
með óheilbrigðum viðskiptaháttum,
Guðmundur Einarsson ræddi um
hvaða fyrirkomulag verðlagsmála
tryggði bezt hagsmuni neytenda og
Guðmundur Magnússon fjallaði um
á hvern hátt stjórnvöld geta haft
áhrif á verðlag og um tilefni og
afleiðingar slikra afskipta.
j ávarpi sinu sagði Gylfi Þ. Gisla-
son. að það hefði vakið athygli fyrri
dag þingsins. að þá hefði ekki verið
minnzt á hugtök eins og kapitalisma
og sósialisma. Nú væri talað um
markaðsbúskap og áætlunarbúskap.
Þetta væri timanna tákn. Hugtökin
kapitalismi og sósialismi hefðu misst
merkingu sina rétt eins og hugtökin
hægri og vinstri hefðu glatað allri
skynsamlegri merkingu.
Hann vék siðan að stjórnarháttum
í Sovétrikjunum og sagði, að við
gerðum rangt ef við lokuðum augun-
um fyrir kostum Sovétríkjanna. Þar
væri ekkert atvinnuleysi. ekki verð-
bólga og Iff ungs fólks væri þar
reglubundnara og i fastari skorðum
en viða á Vesturlöndum og enn
mætti nefna, að heilsugæzla væri
mjög góð. Gallar þessa þjóðskipu-
lags væru hins vegar mjög slæmir og
alvarlegir, en þeir væru fólgnir i
ófrelsi og kúgun. Enginn vafi léki á
þvi að algjör rikisrekstur hefði leitt
til minni hagvaxtar og skorts á val-
frelsi. Þetta væru hinir efnahagslegu
ágallar.
Öllum væri Ijóst, að Bandarikin
hefðu fjölmarga stórkostlega kosti.
Lifskjör væru hvergi betri. Þar væri
mest framleiðni, sem um gæti, og
meira um nýjungar en annars staðar.
Á bandarisku þjóðfélagi væru eigi að
síður miklir gallar, þar sem menn
yrðu að berjast upp á lif og dauða
fyrir lifsafkomu sinni. Þar þekktist
ekki heilsugæzla eins og hér og þar
hefði gætt meiri lausungar og spiHI-
ingar, sem bæði hefði komið fram i
stjórnmálum og viðskiptum. En þrátt
fyrir þetta væri frelsið þó þyngst á
metaskálunum.
Þá minntist Gylfi Þ. Gislason á
þriðju þjóðfélagsgerðina, sem kæmi
fram i þjóðskipulagi Norðurlanda og
Vestur-Evrópurikja. Þar rikti lýðræði
og heilbrigt jafnvægi á milli opinbers
reksturs, einkareksturs og sam-
vinnureksturs, þar væri atvinnu- og
afkomuöryggi tryggt, öldruðum séð
fyrir lifeyri og ungu fólki fyrir mennt-
un. Eigi að siður væru nú sjáanleg
viss hættumerki i þessum ríkjum.
Þar ætti hann við ónauðsynlega til-
hneigingu til skriffinnsku eins og t.d.
i Danmörku og skattaáþján. Sjálfir
hefðum við ekki ráðið við ákveðna
tilhneigingu til lausungar. Þá lagði
hann áherzlu á að við yrðum að vera
vel á verði gagnvart haftastefnunni,
sem enn væri ekki útdauð. en hún
væri grundvölluð á miðstýrðum
áætlunarbúskap. Haftastefnan drægi
úr hagvexti og mengaði hugarfarið.
Hún færði stjórnmálamönnum völd,
sem þeir gætu misnotað. Það ætti
ekki að vera hlutverk stjórnmála-
manna að gera upp á milli einstakl-
inga með leyfisveitingum. Þeirra
hlutverk væri að taka ákvarðanir um
meginstefnu.
Að loknum framsöguerindum á
viðskiptaþinginu i gærdag fluttu
borgarstjórinn i Reykjavík og nokkrir
forystumenn félagasamtaka og fyrir-
tækja stuttar greinargerðir um þau
vandamál, sem atvinnurekstur á við
að strfða vegna afskipta rikisvaldsins
af verðlagsmálum.
Birgir Isleifur Gunnarsson borgar-
stjóri ræddi um fyrirtæki Reykjavik-
urborgar. Hann sagði að við ákvörð-
un á gjaldskrám og verðlagi á ýmiss
konar þjónustu borgarfyrirtækja
gætti tvenns konar sjónarmiða. i
fyrsta lagi væru gjaldskrár nokkurra
borgarfyrirtækja við það miðaðar, að
þær ættu að vera i samræmi við
útgjöld. Mætti i þvi sambandi nefna
Rafmagnsveituna, Hitaveituna og
Reykjavikurhöfn. Hins vegar væru
fyrirtæki eins og Strætisvagnar og
sundstaðir, sem borgaryfirvöld teldu
rétt að borgarsjóður greiddi til að
nokkru leyti.
Borgarstjóri tók fram, að frá þvi að
verðstöðvunarlögin voru sett 1971
hefðu allar hækkunarbeiðnir verið
bornar undir ríkisstjórnina og ekki
hefði verið farið eftir óskum
borgarstjórnar. Áður hefði borgar-
stjórn hins vegar verið treyst
i þessum efnum, enda bæri hún
pólitiska ábyrgð gagnvart kjós-
endum. Þá nefndi borgarstjóri
sem dæmi, að reynt hefði verið að
miða gjaldskrá Rafmagnsveitunnar
við það, að hún gæti staðið undir
rekstrarkostnaði og nýjum fram-
kvæmdum vegna eðlilegrar aukning-
ar. En fjár til sérstakra framkvæmda
væri aflað með lánsfé. Við þetta
hefði verið unnt að standa fram að
verðstöðvunartímabilinu og þá hefði
staða fyrirtækisins verið sterk. Nú
stefndi hins vegar i sama horf og hjá
Rafmagnsveitum rikisins og lengra
niður væri ekki unnt að komast.
Ef stjórnvöld hefðu fylgt óskum
borgarstjórnar um gjaldskrárhækk-
anir væri fjárhagur fyrirtækisins
miklu betri nú. Þrautaráðið hefði
verið að taka lán og þá einkum
erlend lán. Ef hækkunarbeiðnirnar
hefðu verið samþykktar myndu
skuldir Rafmagnsveitunnar nema
350 millj. kr. i stað þess að þær eru
nú 1.170 millj. kr., en rafmagnsverð
væri ekki hærra en nú er. Verðstöðv-
unin hefði þvi kostað þetta fyrirtæki
nær 1.000 millj. króna á þessu tíma-
bili. Þetta væri þvi glöggt dæmi um
skipbrot verðstöðvunarstefnunnar.
Óttarr Möller forstjóri Eimskipa-
félagsins ræddi um flutningastarf-
semi og samgöngur og afskipti rikis-
valdsins af þeirri starfsemi. Hann
benti á, að óhjákvæmilegt væri að
veita sérleyfi i flutningastarfseminni.
Þá nefndi hann sem dæmi um af-
skipti rikisvaldsins, sem harma bæri,
að um leið og rikið hefði komið fram
sameiningu Loftleiða og Flugfélags
íslands hefði það veitt öðrum aðila
leyfi til þess að kaupa tvær þotur. í
framhaldi af þvi spurði hann til hvers
sameiningin hefði verið gerð.
Gunnar Ásgeirsson, formaður Bíl-
greinasambandsins, rakti i greinar-
góðu yfirliti þær reglur, sem í gildi
hafa verið um innflutning og verð-
lagningu bifreiða, þar sem skipzt
hafa á nokkurt frjálsræði og við-
skiptahöft. Hann sýndi fram á með
hverjum hætti verðlagshömlur tor-
velduðu eðlilega þjónustu við við-
skiptavinina, ekki sizt i varahlutum.
Hann tók sem dæmi vörubifreið, sem
kostaði kaupanda 5.4 m.kr. Af því
verði færu 2.3 m.kr. eða 42.7% til
rikisins i formi ýmissar skattheimtu,
s.s. innflutningstolla, söluskatts
o.fl., en aðeins 4.2% til að bera uppi
verzlunarkostnaðinn. — Hann sagði
eðlilegt að innflutningsverzlun
greiddi sina skatta. bæði til rikis- og
sveitarfélags, en aðstöðugjöld, sem
verzluninni væri gert að greiða, væri
ranglátur skattur, sem ekki tæki tillit
til rekstrarstöðu fyrirtækja. j að-
stöðugjald færu 20 til 30% af þeirri
takmörkuðu álagningu, sem heimil-
uð væri.
Gunnar Snorrason, formaður Kaup-
mannasamtakanna, sagði að svokall-
að visitölukerfi hefði hamlað gegn
eðlilegri leiðréttingu verzlunarálagn-
ingar. Þetta gilti einkum um þær
vörur, sem vægju þyngst i smásölu-
verzlun. ekki sizt þær vörur, sem
þyrftu kostnaðarsamastrar geymslu-
meðferðar við. Þannig hefði litilvæg
hækkun verzlunarálagningar i smá-
sölu, sem nýlega hefði verið gerð.
ekki náð til um 50% af söluvarningi í
smásölu. Mál þessi myndu koma til
athugunar í svokallaðri 6-
manna-nefnd og væri þess vonandi
að vænta, að þar næðist einhver
leiðrétting fram.
Þá fjallaði Gunnar um kostnað
verzlunarinnar af innheimtu sölu-
skatts fyrir rikið, ekki sizt þegar
söluskattsbreytingar væru tiðar.
enda mikil vinna í þvi fólgin að
verðmerkja vörubirgðir af þessum
sökum.
(var Daníelsson, formaður Apótek-
arafélags íslands, gerði grein fyrir
þeim reglum, sem giltu um lyfjaverð-
lagningu. Hann sagði lyfsölu þátt i
almennri heilbrigðisþjónustu og þvi
eðlilegt, að ríkið hefði að vissu marki
hönd i bagga með innflutningi, fram-
leiðslu, dreifingu og verðlagningu
lyfja. Hann gerði grein fyrir starfs-
háttum lyfjaskrárnefndar og lyfja-
verðlagsnefndar og flóknum ákvæð-
um, sem lögð eru til grundvallar
við verðútreikning lyfja. Taldi hann
að samtök lyfsala ættu að hafa rikari
áhrif en nú er á samningu
svokallaðrar lyfjaskrár.
Jón Magnússon, formaður Félags
isl stórkaupmanna, vakti athygli á
skefjalausum áróðri vissra pólitiskra
afla, sem að þvi miðaði að gera alla
þá tortryggilega er við verzlun störf-
uðu. Nauðsyn bæri til að koma á fót
upplýsingastarfsemi, sem miðlaði al-
menningi staðreyndum um verzlun-
arrekstur, þýðingu hans fyrir þjóðar-
búið og hinn almenna neytenda, svo
og um raunkostnað við verzlunar-
rekstur, sem væri margþættur, og
svokallaðri verzlunarálagningu væri
ætlað að risa undir. Hámarksálagn-
ing i heildverzlun væri 5.3—13.5%.
Af þessari álagningu færu, sam-
kvæmt hlutlausum athugunum,
60% í laun starfsfólks og launa-
tengdan kostnað, 12% i húsnæðis-
kostnað, 7.2% i aðstöðugjald, og
aðrir margþættir rekstrarliðir verzl-
unar tækju meir en afganginn, þann
veg, að álagning þyrfti að hækka um
tæp 17% til að standa undir öllum
tilfallandi kostnaði.
Núverandi verðmyndunarkerfi
væri þann veg i reynd, að ef um tvo
verðkosti væri að ræða i innkaupum
vöru, þýddi hagstæðari kosturinn (sá
lægri i verði) minni þóknun til verzl-
unarinnar. Þannig virkaði kerfið
beinlinis refsandi á þá, er leituðu
eftir sem hagstæðustum vörukaup-
um fyrir neytandann. Þetta kerfi
hefði fyrir löngu gengið sér til húðar.
Hér á landi væri allt i senn einka-
verzlun, samvinnuverzlun og á sum-
Framhald á bls. 31
STÚDENTAR M.T.
1973 — '74 og '75
Stúdentafagnaður verður að Hótel Borg, föstudaginn 23. maí og hefst
með sameiginlegu borðhaldi kl. 19.30. Dansað verður til kl. 2.
Miðasala I skólanum.
Nemendasamband M.T.
KJÖTSKROKKAR
1 nauta kr.455.00/kg
Vo sv'!) kr.588.00/kg
^4 folöld Kr.-.?.7.9.-PP/ kg
lömb Kr.-.297.00/kg
ÚTB., POKKUN, MERKING
innifaB í verði.
TILBÚÐI FRYSTIRINN!
LAUGALÆK 2. aími 35080