Morgunblaðið - 22.05.1975, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1975
7
Jörgen Harboe skrifar frá Afríku:
Fréttaritari Morgunblaðsins í Danmörku, Jörgen Harboe, var á ferð í Afríku í
vetur og skrifaði nokkrar greinar um þá ferð, sem birtast munu í Mbl. næstu daga.
Hin fyrsta fer hér á eftir:
Herklíkan ógnar
útvarpsstöð kristínna
Addis Abeba.
Margir eru þeirrar skoðunar í
Addis Abeba, að herstjórnin í
Eþíópiu muni innan tíðar láta
loka RVOG, eða Rödd fagnaðar-
erindisins, sem er stærsta út-
varpsstöð Lútherstrúarmanna i
heiminum. Ljóst þykir, að yfir-
völdin hafa tekið harðari af-
stöðu gagnvart RVOG, og þykj-
ast menn sjá fram á, að þau
muni þjóðnýta stöðina, og nota
öflugu stuttbylgjusenda til að
senda út annars konar efni um
alla Afríku. OAU-
Einingarsamtök Afríku — hafa
lengi haft í hyggju að opna út-
varðsstöð fyrir öll Afríkulönd,
en þessi samtök hafa einmitt
aðalbækistöðvar í Addis Abeba.
Þess er vert að geta, að Is-
lendingur einn starfar við stöð-
ina, séra Bernharður Guð-
mundsson, og er hann yfirmað-
ur upplýsingadeildar hennar.
RVOG sendir út kristilegt
dagskrárefni, tónlist, menn-
ingardagskrár og fréttir og ná
útsendingarnar um alla Afriku,
mikinn hluta Asíu og Mið-
Austurlanda. Það var RVOG,
sem ljóstraði upp um hungurs-
neyðina i Eþíópíu á síðasta ári,
en yfirvöldin höfðu þá þagað
sem gröfin um ástandið. Tókst
starfsmönnum stöðvarinnar að
vekja slíka athygli á hungurs-
neyðinni, að alþjóðlegt
hjálparstarf var hafið. Útsend-
ingar stöðvarinnar eru eina
leiðin, sem fólk í stórum heims-
hlutum hefur til að fylgjast
með boðskap kristinnar trúar.
Utsendingarnar til Kína eru á
mandarínsku, sem er aðalmál-
lýzkan í Kína, og á sama hátt
eru útsendingar tii annarra
landa jafnan fluttar á máli þar-
lendra.
RVOG er rekin að lútherska
heimssambandinu, og var stöð-
in stofnuð i Eþíópíu árið 1963.
Hún hefur ætíð átt undir högg
að sækja hjá yfirvöldum lands-
ins, til að mynda hefur henni
aldrei verið heimilað að flytja
fréttaskýringaþætti um stjórn-
málaástandið þar og allar frétt-
ir frá Eþiópíu eru háðar rit-
skoðun. Stöðin virti ritskoðun-
ina að vettugi, er hún skýrði frá
hungursneyðinni i fyrra, og
hafði hún nokkuð frjálsar hend-
ur á síðustu tímum keisara-
dæmisins. Herforingjastjórnin
hefur hins vegar komið fullri
ritskoðun á að nýju.
Einn starfsmaður stöðvarinn-
ar sagði eftirfarandi: — Það
var hræðilegt fyrir okkur að fá
ekki að lýsa skoðun okkar á
aftökum 53ja manna, sem her-
stjórnin lét framkvæma i
nóvember sl. Það er næstum
því óbærilegt fyrir kristna
menn að horfa þegjandi á blóð-
bað, en við þessi skilyrði verð-
um við að vinna. Hið sama á við
um öll önnur Afrikulönd.
Samt viðurkenndi maðurinn,
að RVOG hefði ekki setið alger-
lega þegjandi undir þessum at-
burðum. Hann sagði: — Við
völdum viðeigandi tilvitnanir í
biblíudagskrá okkar, tilvitnan-
ir, sem gátu veitt eþiópísku
þjóðinni einhverja huggun, en
hún var álíka þrumu lostin yfir
morðum þessum eins og við
vorum.
Þessi starfsmaður var sá eini,
sem við höfðum tal af, er trúði
því, að útvarpsstöðin fengi að
halda áfram starfsemi sinni í
Eþíópiu.
— Eg er bjartsýnismaður, —
sagði hann. — Páll postuli bauð
okkur að vera bjartsýnir. Ef viö
neyðumst til að loka stöðinni,
missir fjöldi manns þá einu að-
stöðu, sem hann hefur til að
hlusta á kristilegar útsending-
ar. Utvarpið í Indlandi má til
dæmis ekki flytja kristilegan
boðskap, og Indverjar hafa því
bara okkur.
Að undanförnu hefur her-
stjórnin í Eþiópíu hert eftirlitið
með RVOG, og á einu ári hafa 6
starfsmenn stöðvarinnar verið
hnepptir í fangelsi í lengri eða
skemmri tima. Voru þeir allir
starfsmenn fréttadeildar
stöðvarinnar. Einum starfs-
manni hefu verið vísað brott úr
landi. Auk þess hefur her-
stjórnin krafizt þess að fá að
koma efni á framfæri gegnum
stöðina, og RVOG hefur orðið
að láta undan og flytja orðsend-
ingar stjórnarinnar. Vegna
þessara erfiðu starfsaðstæðna,
sem skapazt hafa, hafa komið
fram þær hugmyndir, að stöðin
láti loka fréttadeildinni alger-
lega.
Andstaða gegn útvarpsstöð
kristinna manna hefur einnig
komið fram í ríkisfjölmiðlun-
um í Eþíópiu. Ethiopian
Herald, blað, sem gefið er út á
ensku, hefur að undanförnu
veitzt að stöðinni hvað eftir
annað. 2. marz sl. birtist þar
m.a. bréf undir fyrirsögninni
„Nokkur orð um hártoganir
heimsvaldasinna".
Lesandinn taldi miður, að
RVOG hefði hætt flutningi dag-
skrárefnis, þar sem gagnrýnd
var hin nýja nýlendustefna
stórþjóðanna gagnvart Afríku.
— Hvers vegna hætti þessi
afríska útvarpsstöð hinum
fræðandi þáttum um, hvernig
stórþjóðirnar hagnýta sér
Afríku? Ef heimsvaldastefnan
hefur áhrif á hinar svonefndu
kristilegu stofnanir, er mál til
komið að við hættum að krjúpa
á kné og biðja fyrir þeim. Þeir
myndu bara færa sér það í nyt
líka. Það er betra að vera á
varðbergi og gæta sin á að
drekka ekki af eiturbikurum
þeirra. Ef þeir eru hins vegar
að rekast i okkar eigin málefn-
um, verðum við að slá frá okkur
af öllu afli. Við þurfum ekki að
fyrirgefa þeim, því að þeir vita
fullvel, hvað þeir gera. Bréf
þetta er dæmigert fyrir árásirn-
ar á RVOG.
— Við ráðleggjum engum að
koma hingað suður eftir og
vinna fyrir okkur, ef þeir eiga
fjölskyldur. Verkefni okkar eru
að sömmu mikilvæg, en við get-
um ekki boðið öryggi. Við höf-
um ekki hugmynd um, hvað
morgundagurinn ber i skauti
sér. Þegar öllu er á botninn
hvolft, má það furðulegt teljast,
að marxistísk yfirvöld munu
umbera kristilega útvarpsstöð í
eigu einkaaðila, sagði einn
starfsmaður stöðvarinnar.
En þaö er kaldhæðni örlag-
anna, að margir starfsmenn
RVOG urðu fyrir ýmsum erfið-
leikum, voru fangelsaðir og vis-
að úr landi undir stjórn Haile
Selassie, vegna þess aö þeir
studdu uppreisn róttækra
stúdenta gegn keisaranum.
(Jtvarpsstöð Lútherstrúarmanna í Addis Abeba
Þakka innilega a/la þá vinsemd sem mér 'var
sýnd á áttatíu ára afmæli mínu, þann 12. maí
sl.
Guðrún Jónsdóttir,
Laufásvegi 20.
Eg þakka hjartanlega
öllum þeim mikla fjölda vina minna, vandamanna og velunnara, sem
gladdi mig og konu mína í sambandi við áttræðisafmæli mitt 1 0. þ.m.
Ég sé mér skylt að lýsa yfir sérstöku þakklæti til stjórnar Þingeyinga-
félagsins i Reykjavik og stjórnar Sögufélags Þingeyinga, er af miklum
höfðingsskap stofnuðu sameiginlega til samsætis á afmælisdaginn og
auðvelduðu þá um leið öðrum að láta i Ijós hug sinn i okkar garð.
Ég þakka innilega gjafir, ávörp, ræður bundið mál og óbundið,
blaðagreinar, simskeyti og sendibréf, — og öll vinahót, er okkur voru
auðsýnd.
Öllu þessu góða fólki bið ég af alhug blessunar.
20. maí 1975,
Karl Kristjánsson.
V3 SUMARBUÐIRNAR
ÖLVER
undir Hafnarfjalli.
Enn geta nokkur börn 7—12 ára komist í dvalar-
flokka í sumar. Vikudvöl kostar kr. 5.250.- og gefinn
er afsláttur ef tvö eða fleiri börn koma frá sama
heimili.
Umhverfi er fallegt og aðbúnaður allur góður. Nánari
upplýsingar á skrifstofu KFUM, Amtmannsstig 2B,
sími 1 7536 og á Akranesi í síma 1 745.
HVAÐ ÞÝÐA
ÞESSIORÐ VIÐ
HURÐASMIÐI ?
Zig—Zag er aðferð við spón-samlímingu, sem
þýðir raunverulega minni slípun og þykkari
spón. Þykkur og fallegur spónn gerir muninn
þegar um útlit hurðarinnar er að ræða.
Krullur má finna innan í hurðum okkar, þar sem
krullur í fylkingu gera hurðarflötinn jafnari og
hurðina traustari.
Bakstur á hins vegar við lakkið. Allar okkar
hurðir eru lakkaðar í lökkunarvél, og síðan er
lakkið bakað í ofni við 80° hita. Innbakað lakk
skilar yfirborðinu sterku og áferðarfallegu.
Komið og skoðið framleiðsluna fáið verðtilboð
— kynnið yður afgreiðslutímann.
SELKÖ INNIHURÐIR — GÆÐI í FYRIRRUMI