Morgunblaðið - 22.05.1975, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAl 1975
Lelkllst
eftir EMIL H.
EYJÓLFSSON
Stokkmanns og fógetans og hiki
læknisins i síðasta þætti.
Leikmynd Snorra Sveins
Friðrikssonar er áferðarfalleg
og natúralistísk i samræmi við
sviðsetningu Baldvins Ilall-
dórssonar. Enda þótt Baldvin
hafi ekki bætt neinu við hróður
sinn með þessari uppfærslu, er
hún vönduð í alla staði og hrað-
inn ágætur, einkum þegar líður
á sýninguna, og í fljótu bragði
verður ekki séð að annar stíll
hefði hæft henni betur. Leik-
gerð Arthurs Millers býður
tæpast upp á annað.
Gunnar Eyjólfsson fer með
hlutverk Tómasar Stokkmanns
baðlæknis af alkunnri leikni og
tækni. Og i túlkun Gunnars
kemur glöggt fram, hvort sem
það hefur verið ætlunin eða
ekki, hversu hættulaus og fyrir-
ferðarlitill uppreisnarseggur
Stokkmann er, sjálfumglaður
og uppskafningslegur í öllum
bægslaganginum, og er varla
fjarri lagi að ætla að Ibsen hafi
haft þessa eiginleika höfuðper-
1 leikgerð Arthurs Miller
Q Þýðing: Árni Guðna-
son □ Lýsing: Kristinn
Daníelsson □ Leikmynd:
Snorri Sveinn Friðriks-
son □ Leikstjóri: Bald-
vin HalldórssonQ
Sl. föstudag var frumsýnt í
Þjóðleikhúsinu leikrit Henriks
Ibsens Þjóðniðingur — i leik-
geró Arthurs Millers. Ibsen
samdi þetta verk árið 1882,
næst á eftir Afturgöngum sem
hatrammar deilur höfðu spunn-
ist um og ekki fékkst sýnt í
Noregi fyrr en um aldamót;
tveimur árum síðar kemur svo
Villiöndin sem markar nokkur
þáttaskil í leikritun höfundar
er snýr sér æ meir að sálfræði-
legum vangaveltum, oftast þó
með þjóðfélagslegu ívafi.
Leikgerð Arthurs Millers er í
senn túlkun og vafasöm ein-
földun á upprunalegum texta
Ibsens, sem óneitanlega er
stundum helsti langdreginn og
prédikunarkenndur. En það
sem ávinnst í hraða og einbeit-
ingu vegur ekki upp á móti því
sem glatast af blæbrigðum og
dýpt. Fullyrðing Millers í for-
mála að leikgerð sinni um að
verkið fjalli um „stærsta félags-
lega vandamál okkar daga. Það
er einfaldlega spurningin-Tim,
hvort lýðræðisleg ákvæði sem
tryggja vernd pólitískra minni-
hlutahópa, skuli virt að vettugi,
þegar eitthvað bjátar á“ er
næsta hæpin. Stokkmann er
ósköp lítið stjórnmálalega
sinnaður — og breyta leikslok-
in þar engu um — hégómlegur
mónóman, furðulíkur bróður
sínum fógetanum að skapferli
þó svo vilji til að hann hafi rétt
fyrir sér að þessu sinni. Miklu
nær er að líta á leikritið sem
ádeilu óforbetranlegs einstakl-
ingshyggjumanns — Ibsens
sjálfs — á hinn þögla meiri-
hluta og þau öfl sem honum
stjórna: embættismanna- og
peningavald stutt misvitrum
tækifærissinnuðum blaða-
mönnum. Sömuleiðis eru marg-
ar fullyrðingar Millers bæði
barnalegar og út í hött: „ég
held að Ibsen hefði sjálfur
sleppt þessum kafla væri hann
ennþá á lífi“ o.s.frv. Hér er átt
við ræðu Stokkmánns í fundar-
atriðinu og það eitt að sleppa
henni að mestu breytir miklu
um svip verksins. Einnig er
alltof mikið dregið úr innbyrðis
átökum þeirra bræðranna
__________Þjóðleikhúsið:
Þjóðníðingiir
eftir Henrik Ibsen
sónunnar í huga þegar hann
skrifar útgefanda sínum: „Ég
er ennþá í vafa um, hvort ég
kalla það gamanleik eða bara
sjónleik" . . . Rúrik Haraldsson
lýsir Pétri Stokkmann, bæjar-
fógeta, bróður læknisins, með
prýði og tekst á fínlegan hátt að
túlka blæbrigðin í fari þessa
einstrengingslega persónu-
leika. Valur Gfslason og Ævar
R. Kvaran bregða upp skemmti-
legum myndum i hlutverkum
Marteins Kil, fósturföður
læknisfrúarinnar og sútara, og
Asláksens útgefanda. Önnur
hlutverk eru viðaminni og
bjóða ekki upp á veruleg tæki-
færi til átaka: Þóra Friðriks-
dóttir Ieikur frú Stokkmann á
sinn trausta og viðfelldna hátt
(ég er farinn að hlakka til að
sjá hana í átakahlutverki); Jón
Júliusson og Sigurður Skúlason
eru trúverðugir blaðamenn
eins og þeim er lýst í leikritinu.
Hálfvorkenndi ég Steinunni Jó-
hannsdóttur í bragðlitlu hlut-
verki Petru, dóttur læknisins,
en þar er ekki við leikkonuna
að sakast, og einkum þó Hákoni
Waage í hundleiðinlegu hlut-
verki dánumannsins Horsters
skipstjóra. Ekki verður skilist
við þessa sýningu án þess að
geta kjarnyrtrar og óvenju-
vandaðrar þýðingar Árna
Guónasonar.
Mikil stemning ríkti meðal
áhorfenda á frumsýningu og
var leiknum ákaft fagnað. Að
sýningu lokinni ávarpaði Vil-
hjálmur Þ. Gíslason, formaður
Þjóðleikhúsráðs, Baldvin Hall-
dórsson og minntist þrjátíu ára
starfs hans í þágu Þaliu en
Sveinn Einarsson, Þjóðleikhús-
stjóri, ávarpaði Gunnar Eyjólfs-
son af sama tilefni. Voru þeim
færðir blómakransar og vendir
og þeir hylltir að verðleikum,
enda þótt frábærir hæfileikar
þeirra hafi oft notið sín betur
en á þessari sýningu að dómi
þess sem þetta ritar.
Grill-kjúklin;
Leyfilegt verð kr. |
Tilboðsverð
110
Vals appelsínusan/Zltr. '
Leyfilegt verð kr. 611 l| P
Tilboðsverð kr. 4uw
Sanitas,
blönduð ávaxtasulta,1.2 kg
Leyfilegt verð kr. 468 AJ|||
Tilboðsverð kr. w4U
* V’
Denimbuxur,
barna- og
unglingastærðir
Verð frá kr.
750-1750
Kaffi, 1 kg
Leyfilegt verð kr.494
Tilboðsverð
Herra-
nærbuxur
3,kkfl90
Drengja-
nærbuxur
3stk.kr. OQQ
Vióskiptakortaverð fyrir alla!
■ SK
SKEIFUNN115