Morgunblaðið - 22.05.1975, Page 14

Morgunblaðið - 22.05.1975, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAl 1975 Óttarr Möller forstjóri: Aðalfundur Eimskipafélags Isiands h.f. er haldinn f dag. Hlut- hafar eru nálega 11.400, og er félagið eitt stærsta þjónustufyrirtæki landsins. — Frekar lítið hefur verið um opinbera gagnrýni á félagið, en I eftirfarandi grein, sem að meginefni birtist f Sjð- mannablaðinu Víkingi, svarar Óttarr Möller forstjóri ádeilu, sem þar birtist á félagið. — I svari forstjórans koma fram margs konar upplýsingar, sem Mbl. telur gott að almenningur kynnist. Rætt er um að félagið hafi lltið verið gagnrýnt opinberlega nema helzt fyrir það að hafa ekki keypt nýtt farþegaskip f stað m.s. GULLFOSS. Gagn- rýndur er tækjabúnaður og framkvæmdir í hafnarmálum. Bent er á metár I hagnaði er- lendra skipafélaga árið 1973. Gagnrýnd eru kaup á fimm dönskum skipum og að Eim- skipafélagið skuli ekki hafa haslað sér völl á erlendum flutn- ingamörkuðum. finningar, má þetta ef til vill vera einhver huggun fyrir okkur Islendinga. Nýlega hefur birst frétt um að Færeyingar hafi fest kaup á lít- illi ferju, sem fyrst og fremst er ætlað að sigla milli hafna I Fær- eyjum og milli hafna á Norður- löndum og til Islands yfir sumartímann. — Flugsamgöng- ur eru mun erfiðari við Fær- eyjar en Island og þetta skip á að þjóna svipuðu hlutverki og ÓTTAR MÖLLER FORSTJÓRI njóta þessara flutningsgjalda, þar sem skip félagsins voru bundin I þjónustuhlutverki sínu við Islendinga. Á íslandi hafa gilt þær reglur, allt frá síðari heimstyrjöldinni, að flutnings- gjöld til landsins á stykkja- vörum eru háð verðlagsákvæð- um. Þetta þekkist hvergi annars staðar svo vitað sé. Eimskipafé- lagið hefur verið notað til að hamla á móti verðbólgu I landinu. Þetta, fyrst og fremst, hefur heft uppbyggingu, sem forráðamenn félagsins hefðu viljað að hefði verið örari. Á þetta við skipasmíðar, vöru- geymsluaðstöðu og tækjaút- búnað. Einnig hefur þetta valdið þvi, að draumur Is- lendinga um að hasla sér völl á erlendum mörkuðum, hefur ekki rætst, nema að litlu leyti og skal nánar að því atriði vikið. Það var vissulega sársauka- fullt fyrir stjórnendur Eim- skipafélagsins að þurfa að taka þá ákvörðun að selja farþega- skip félagsins, án þess að nýtt kæmi I staðinn. En hollt er að láta raunsæi ráða gerðum, fremur en óskhyggju. Sann- leikurinn er sá að m.s. GULL- FOSS skilaði ekki hagnaði og rekstrarhallinn jókst stöðugt hin síðari árin. Fyrirsjáanlegt tap var svo mikið á rekstri nýs farþegaskips að það hefði getað riðið afkomu félagsins að fullu og leita hefði þurft I vasa Is- lenzkra skattborgara, sem Eim- skipafélaginu þykir röng stefna. — Gjörðar voru fjölmargar til- raunir I rekstri m.s. GULLFOSS og má þar nefna t.d. leigu skips- ins erlendis árið 1951, vorferðir og ferðir til sólarlanda. Samn- ingatilraunir voru langt komnar við norskt skipafélag og danskt skipafélag um smíði og sam- eiginlegan rekstur farþegaskips, sem sigldi milli meginlandsins og tslands á sumrin og á suð- rænum slóðum á öðrum árstlm- um. Sem betur fer var hætt við þessa hugmynd. Til dæmis um rekstur m.s. GULLFOSS má geta þess, að sfðustu veturna hafði dregið svo mikið úr far- þegaflutningunum að 10 far- þegar voru í ferð að meðaltali, en áhöfn skipsins var 67 manns. Frá miöjum júní til byrjunar september voru I hverri ferð aðeins 10—15% af farþegum með skipinu Islendingar, sára- fáir Norðurlandabúar, en mest- r. egnis Þjóðverjar og Eng- lendingar. I Norðurlandaráði hefur I mörg ár verið rætt um að æski- leg væri smíði farþegaskips, sem sigldi milli Noregs, Danmerkur, Færeyja og Islands. Fyrir nokkrum árum var leitað um- sagnar þekktra skipafélaga I fyrrnefndum löndum svo og Eimskipafélags Islands. Hver aðili svaraði fyrir sig. Mér hefur seinna verið tjáð, að svörin hafi verið á einn veg. Skipafélögin töldu öll að rekstur sllks skips gæti með engu móti borið sig. A rekstrinum yrði hundruð millj- óna króna halli, sem þau hefðu ekki bolmagn til að rfsa undir. Þetta þýðir, ef rétt er athugun skipafélaganna, sem hafa reynsluna að baki, að þá mundu skattborgarar Norðurlanda greiða tapið. Það er vissulega rétt, að hér er um tilfinningamál að ræða, en staðreyndin er sú, að flugvél- arnar hafa tekið til sín verkefni farþegaskipa i áætlunarsigl- ingum, að undanskildum þeim, sem eru á styttri leiðum, einkum ferjanna yfir sund og skemmti- siglingum I sólarlöndum. Og á hinum stóra markaði milli Evrópu og Amerfku hafa hin glæsilegu farþegaskip orðið að hætta siglingum í tugatali. Má þar tilnefna skip eftirtalinna þjóða: Norðmanna, Svía, Dana, Þjóðverja, Hollendinga, Breta, Frakka og Bandarfkjamanna. Og er rætt er um reisn og til- Eimskipafélagið og þjónustan við landsmenn farþegaskip Skipaútgerðar rfkisins, sem nú hafa verið seld, m.s. Esja og m.s. Hekla, höfðu áður fyrr um nokkurt árabil. Eins og kunnugt er, samein- aðist íslenzka þjóðin. árið 1914 um að stofna skipafélag til að tryggja samgöngur við önnur lönd. Af 80 þúsund íbúum lands- ins gerðust um 14 þúsund hlut- hafar I félaginu. Nú eru nær 11400 hluthafar skráðir I fé- laginu. I samþykktum félagsins segir: „Tilgangur félagsins er að reka siglingar, aðallega milli tslands og annarra landa og við strend- ur tslands. Ennfremur að reka flugferðir, ef henta þykir, I fé- lagi við aðra". tslendingar hafa fylgst náið með rekstri félagsins. Árlega eru gefnir út reikningar félags- ins og skýrsla um starfsemina, sem almenningur á aðgang að. Þar er greint frá helztu fram- kvæmdum og rekstri og fram- kvæmdaáformum, sem hlut- hafar taka afstöðu til. Þetta er ef til vill ástæðan fyrir því að minna hefur komið fram af opinberri gagnrýni á félagið. Þó má minna á, sem eitt dæmi, að þegar hinir svokölluðu „þríbur- ar“ komu til landsins árin 1948 og 1949, var talið að brúin á skipunum væri allt of há. Þessi skip hafa reynst frábærlega vel. Gagnrýni I hafnarmálum snýr meira að öðrum en Eimskipafé- laginu. En hollt er að minnast eftirfarandi: Mikil framför hef- ur orðið á högum Islendinga undanfarandi áratugi, þó margt sé enn ógert, t.d. I hafnarmálum ekki síður en I orkumálum og öðrum stórframkvæmdum. Is- lendingar eru aðeins rúm 200 þúsund, slíkar framkvæmdir eru tfmafrekar, ef Islendingar ætla sjálfir að annast uppbygg- inguna. A Islandi þykir það engin dyggð að fyrirtæki hagn- ist og til sllkra framkvæmda þarf mikið fjármagn og lánsfé er af skornum skammti. Það er rétt að flutningsgjöld á erlendum markaði voru mjög há á árunum 1973 og 1974. Eim- skipafélag Islands fékk ekki að Siglingar fyrir erlendar þjóðir geta verið mjög ábatasamar, sé heppnin með, eins og á árunum 1973 og 1974, en þær geta Hka verið áhættusamar. Sem dæmi má geta þess, að eitt íslenzkt- skipafélag reyndi þessa leið fyrir nokkrum árum, og sú til- raun tókst ekki. Þar að auki kom I ljós, að fslenzkir farmenn una því illa að vera langdvölum fjarri fjölskyldu sinni og okkar góða landi. Lftur þvi helzt út fyrir, að íslenzk skip, I sigl- ingum fyrir erlendar þjóðirj yrði að verulegu leyti að manna erlendum farmönnum. Sem dæmi um sveiflur I flutn- ingsgjöldum og tfmaleigutaxta skipa erlendis má benda á, að miðað við 100 I janúar til desem- ber 1972 (world scale), fóru þessir taxtar á árinu 1973 upp I 325 og héldust óbreyttir að meðaltali til ársins 1974. Síðan hafa taxtarnir stórlækkað og eru nú 150. Þegar ráðist er I skipasmíðar og skipakaup, þarf að athuga hvaða hlutverki skipunum er Tungufoss, eitt af fimm skipum sömu gerðar, sem Eimskipafélagið ^eypti á s.l. ári. ætlað að gegna, hvaða tíma tek- ur að smíða ný skip, verðlag á nýsmfðum og á notuðum skip- um, hafnaraðstöðu og tíðni ferða. Öhætt er að fullyrða, að sam- göngur á sjó milli Islands og viðskiptalanda þess hafa aldrei verið betri en nú. Eimskipafé- lagið býður vikulegar ferðir frá Felixstowe, Gautaborg, Ant- werpen, Hamborg, Kaupmanna- höfn og Rotterdam, og hálfs- mánaðarferðir frá Bandaríkj- unum, Eystrasaltslöndunum og víðar. — Eins og kunnugt er, þurfa Islendingar að flytja til landsins flestar nauðsynjar, aðr- ar en sjávarafurðir og land- búnaðarvörur. Það er alls konar stykkjavara, langt járn og staur- ar, þung tæki, stórflutningar eins og t.d. áburður og laust korn, svo nokkuð sé nefnt. Á erlendum mörkuðum eru byggð sérstök skip til sérflutninga, en hinar fjölbreytilegustu vöruteg- undir verður að flytja til Islands með sama skipinu. Innflutn- ingur skipa og skipakaup til landsins er bundið leyfum. Stundum hafa þessi leyfi verið ófáanleg. Lengi var sú venja, að við smíði nýrra skipa þurftu út- gerðarfélög að leggja fram eigið fjármagn allt að 30% og við kaup á notuðum skipum 50% af kaupverðinu. Árið 1974 rlkti óvenju mikið frjálsræði I leyfis- veitingum og erlend lán auð- fengin. Var þá leyfilegt að taka 80—90% erlend lán til kaupa á notuðum skipum. Þá notaði Eimskipafélagið tækifæri og keypti 5 nýleg skip, samtals fyrir þá fjárhæð sem kostað hefði að smíða eitt nýtt skip af stærri gerð með nýtlzku útbún- aði, og tekið hefði 4 ár að smíða. Hin umræddu 5 dönsku skip hafa reynst vel. Þau voru svo til ný, mjög hentug fyrir stykkja- vörur og byggð samkvæmt ströngustu kröfum Bureau Veri- tas, og styrkt til siglinga I ís. Ef Eimskipafélagið hefði byggt slík skip, hefði vélarkraftur verið lítið eitt meiri og lestunar- og losunartæki öflugri. Skipin hafa tryggt örari ferðir frá höfnum þar sem vörukaup eru I litlu magni og þannig bætt þjónustu við viðskiptavini félagsins. Tilkoma þessara nýlegu skipa og smíði vörugeymsluhúsa I Reykjavík með stóru athafna- svæði, hafa nú gert það kleift að skipuleggja gáma- og eininga- lestun. Ytarleg athugun hefur leitt I ljós að „roll on, roll off“ hentar ekki nú sem stendur Is- lenzkum aðstæðum og flutninga- þörf. Rétt er að geta þess að Eim- skipafélagið hefur oft kannað möguleika á þvf að smíða eða kaupa olíuskip. Grundvöllur hefur ekki verið fyrir hendi og undirrituðum er kunnugt um að olfuskipið Hamrafell var á sínum tíma selt úr landi vegna tapreksturs, sem rekja má meðal annars til verðlags- ákvæða er þá giltu um olíuflutn- inga. Eimskipafélagið hefur byggt stóra vöruskemmu við Sunda- höfn. Hún er sérstaklega hönnuð með hliðsjón af stórri framkvæmdaáætlun við Sunda- höfn og ætluð til að losa og lesta gáma og til geymslu á stykkja- vörum á vörupöllum. Einnig hef ur félaginu verið úthlutað um 30 hektara landsvæði. Hluti af því er ætlaður fyrir gámahöfn, þar sem vöruskemmur standa langt frá hafnarbakkanum, en fyrsti áfanginn hefur verið reistur I hinum hefðbundna stíl, þar sem vöruskemmurnar standa á hafnarbakkanum. Þegar gerð vöruskemma hefur verið ákveð- in, hefur undangengin rannsókn leitt í ljós, að smlði úr stein- steypu hefur reynst ódýrari og hagkvæmari. Slík hús þurfa minna viðhald. Og I þeirri heild- aráætlun, sem gerð hefur verið um Sundahöfn, hefur verið þannig frá hlutum gengið, að niðurrif húsa ætti ekki að þurfa að koma til. Eftir seinni heimsstyrjöldina Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.