Morgunblaðið - 22.05.1975, Page 16
\ 0 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAl 1975
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjóra r
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðaistræti 6, sfmi 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Kommúnistar í Portú-
gal herða nú jafnt og
þétt á ofríkisstjórn sinni og
gera smám saman að engu
þær vonir, sem lýðræðis-
sinnar bundu við bylting-
una, sem gerð var fyrir
rúmu ári. Siðasta ódæðis-
verk kommúnista gegn
skoðanafrelsi í landinu er
stöðvun á útgáfu aðalmál-
gagns jafnaðarmanna.
Þessi atburður markar að
vissu leyti þáttaskil í
stjórnmálaþróuninni í
Portúgal eftir byltinguna.
Kommúnistar hafa nú með
ofríki sölsað undir sig yfir-
ráð yfir öllum fjölmiðlum
landsins og heft frjálsa
skoðanamyndun í landinu.
Það er athyglisvert, að á
sama tima og þúsundir
jafnaðarmanna í Portúgal
komu saman fyrir utan rit-
stjórnarskrifstofur Repu-
blica, málgagns jafnaðar-
manna, til þess að mót-
mæla ofríki ráðamanna og
starfsfólk á ritstjórn blaðs-
ins virti útgáfubannið að
vettugi með því að dreifa á
laun fjölritaðri útgáfu af
blaðinu, lýsti fréttaskýr-
andi Þjóðviljans yfir því í
sjónvarpi að nú færu fram
miklar og frjálsar stjórn-
málaumræður i Portúgal
og að því leyti hefði orðið
mikil breyting í lýðræðis-
átt.
Óneitanlega er það held-
ur broslegt að horfa upp á
fulltrúa Alþýðubandalags-
ins og Þjóðviljans í ríkis-
fjölmiðlunum telja íslend-
ingum trú um, að frjálsar
stjórnmálaumræður fari
þrátt fyrir allt fram í
Portúgal í sama mund og
kommúnistar þar í landi
stöðva með ofbeldi mál-
gagn þess stjórnmála-
flokks, sem vann mestan
sigur í nýafstöðnum kosn-
ingum í landinu. Og það
sem meira er: Republica
var eina sjálfstæða blaðið í
Portúgal, sem fékk að
koma út fyrir byltinguna í
fyrra. Þannig hafa
kommúnistar jafnvel heft
útgáfu blaða, sem fengu að
koma út undir fasista-
stjórninni. Ekki er nema
von að hlakki í fulltrúum
Alþýðubandalagsins þegar
atburðir af þessu tagi eiga
sér stað.
1 kosningunum, sem
fram fóru í Portúgal fyrir
skömmu unnu jafnaðar-
menn gífurlegan sigur á
sama tíma og kommúnistar
fengu mun minna fylgi en
búizt hafði verið við. Að
vísu voru kosningarnar
markleysa að því leyti, að
stjórnmálahreyfing hers-
ins hafði skömmu áður
neytt forystumenn stjórn-
málaflokkanna til þess að
fela hernum raunveruleg
völd í landinu og einstakir
stjórnmálaflokkar sættu
ofsóknum kommúnista
meðan á kosningabarátt-
unni stóð. Eigi að síður töl-
uðu kosningarnar skýru
máli um vilja fólksins og
engum getur blandazt hug-
ur um, að þær báru vott
um þá ósk kjósenda I
Portúgal, að lýðræðisleg-
um stjórnarháttum yrði
komið á. Islenzkur listdans-
ari, sem ferðaðist með
Soares í kosningabarátt-
unni sagði nýlega í viðtali
hér í blaðinu, aó fylgdarlið
hans hafi orðið undrandi,
þegar það kom inn í bæi,
sem fullyrt var að væru
hlynntir kommúnistum,
því að þeim hafi alls staðar
verið jafn vel tekið.
Það er því engum vafa
undirorpið, að lýðræðisöfl-
in í Portúgal eiga öruggt
fylgi fólksins í landinu.
Þess vegna var það mjög
alvarlegur atburður, þegar
stjórnin i Portúgal
stöövaði útgáfu Republica,
eftir að kommúnistar
höfðu náð ritstjórnarskrif-
stofum blaðsins á sitt vald
og hindrað eðlilega útgáfu
þess og jafnvel gefið það út
með eigin skoðunum og
fréttaskýringum. Fæstir
trúa því, að hér sé um
bráðabirgðaaðgerðir að
ræða eins og herforingja-
stjórnin hefur gefið í skyn,
flestir stjórnmálafréttarit-
arar eru þeirrar skoðunar,
að vafasamt sé, að blaðið
komi út á ný.
Ritstjóri Republica var
á sinni tíð margsinnis
handtekinn og pyntaður af
fasistum. Nú gerist það
ekki einvörðungu að hann
sé sakaður um að vinna
gegn stjórnvöldum og
„þróun byltingarinnar“
eins og það er kallað, held-
ur er útgáfa blaðs hans
stöðvuð með ofbeldi.
Portúgal er því að falla ein-
ræðisöflunum í hendur að-
eins rúmu ári eftir að
fasistunum var steypt af
stóli. Kommúnistar, sem
starfa í skjóli herforingj-
anna, hafa smám saman
sölsað undir sig völdin og
enn á ný horfir heimurinn
upp á þá stöðva lýðræðis-
lega þróun. Völdin eru tek-
in af fólkinu af því að það á
ekki að hafa vit á, hvað þvi
er fyrir beztu. Hvað eftir
annað hafa lýðræðissinnar
horft upp á slíkt gerast og
þannig féllu Austur-
Evrópuríkin hvert af öðru
á sinni tíð.
Hér heima hefur Þjóð-
viljinn fagnað þróuninni í
Portúgal og fulltrúar hans
reyna að telja íslendingum
trú um, að kommúnistum
þar í landi sé einkar kært
að verja skoðanafrelsið og
efla pólitískar umræður.
Þetta gerist sömu klukku-
stundirnar og rödd
málgagns stærsta stjórn-
málaflokks landsins er
kæfð með ofríki og her-
valdi. Einmitt þetta við-
horf Þjóðviljans sýnir okk-
ur gleggst, hvaða ályktanir
ber að draga af atburðun-
um í Portúgal að undan-
förnu. Það sýnir bezt,
hversu brýnt það er að all-
ar þjóðir séu vel á verði
gegn þessum fjendum lýð-
ræðisskipulagsins, sem
viða leynast.
RITFRELSI í PORTÚGAL
BROTIÐ Á BAK AFTUR
Jón úr Vör:
Fyrir nokkrum dögum var ég
staddur á málverkasýningu.
Þar var og aldraður mikilsvirt-
ur lögfræðingur, sem ég hef
lengi verið kunnugur. Þegar
við höfðum heilsast voru þetta
hans fyrstu orð: Ert þú einn
þeirra rithöfunda, sem hafa
verið að gera samþykktir vegna
lögbannsmálanna? — Nei,
sagði ég og var skjótur til svars.
unda, þá Sverri Kristjánsson og
Indriða G. Þorsteinsson.
Sverrir hefur sært tilfinningar
tveggja kvenna með, að þeirra
dómi, óviðurkvæmilegum lýs-
ingum á látnum föður þeirra,
Indriði hefur ritað skáldsögu,
og fólk úr Skagafirði telur
hann hafa gerst helsti djarf-
tækan á efni úr dómsskjölum
sakamáls, en ekki er eldra en
Indriða og Sverri. Þess má loks
minnast að sumir þeirra fjöl-
miðla, sem um hafa fjallað, eru
beinlínis hagsmunalega tengdir
þessu máli, s.s. útvarp og sjón-
varp.
Ég ætla ekki að þessu sinni
að segja eitt orð um það hvort
ástæða eða gild rök séu til til-
finningasemi þess fólks, sem
óskað hefur lögbanns á ritverk
Ég hef áður gagnrýnt þá skip-
an mála hjá rithöfundum að
hafa starfandi þrjár samhliða
stofnanir: Fél. ísl. rithöfunda,
Rithöfundasamband Islands og
Rithöfundaráð — og svo loks
Bandalag ísl. listamanna —
sem öll geta fjallað um sömu
mál og gert um þau opinberar
ályktanir. I því máli, sem hér
um ræðir, kemur greinilega í
LÖGBANNSMÁLIN
Þær eru að mínum dómi furðu-
lega vanhugsaðar og okkur rit-
höfundum til lítis sóma.
Ég ætla ekki að tilgreina
nánar það sem mér og þessum
merka öldungi og mannvini fór
á milli; en honum þótti lftið
fara fyrir þekkingu og virðingu
samþykktarmanna á þeirri
mannréttindalöggjöf, sem við
og aðrar siðmenntaðar þjóðir
eigum við að búa. Með vondri
samvisku hafði ég þagað, en
ekki batnaði mér verkur í
brjósti eftir þetta samtal. En
það sem ég segi hér eru að
sjálfsögðu mínar hugleiðingar.
Lítum nú aðeins á málavöxtu,
óþarft að lýsa þeim nákvæm-
lega. Greinilegt er að sam-
þykktirnar fjalla fyrst og
fremst um tvö lögbannsmál,
sem nú eru á dagskrá og kenna
má við tvo mikilsmetna rithöf-
það að margir eru ofan moldu,
sem við það voru riðnir.
Þetta eru hvorutveggja við-
kvæm mál og þess eðlis að mér
finnst ekki sæmandi að rithöf-
undasamtök gerist þar beint
eða óbeint dómarar eða fari að
snúa vörn rithöfundanna, sem
hér koma við sögu, upp f sókn á
hendur því fólki, sem telur sig
grátt leikið. En það er einmitt
það sem hér hefur veríð gert.
Yfir þetta umkomulausa fólk
rignir daglega úr öllum fjöl-.
miðlum, blöðum, útvarpi og
sjónvarpi, yfirlýsingum og sam-
þykktum: frá Rithöfundasam-
bandi í dag, Fél. ísl. rithöfunda
á morgun, og loks frá sjálfu
Rithöfundaráði íslands þriðja
daginn. Hól er þó of veikt að
orði komist, því ef allar þessar
samþykktir hafa verið lesnar
orði til orðs, sem mér er nær að
halda, allar þrjár einu sinni
hver, eru það samtals sex
nokkurnveginn samhljóða
reiðilestrar f útvarpi og sjón-
varpi. Ennfremur samtals 15
eða 16 dagblaðabirtingar með
hressilegum fyrirsögnum, sum
blöðin birta auk þess mynd-
skreytt viðtöl við rithöfunda,
fréttastofur útvarps og sjón-
varps taka þá tali. Ef vikublöð-
in hlaupa svo enn undir bagga,
eins og þeirra væri von og vísa,
væri vel að unnið og almenn-
ingsálitið búið undir endanleg-
an úrskurð.
Um þetta mál hefur ennfrem-
ur verið rætt í útvarpi einu
sinni eða oftar og allt á sama
veg. Þá hafa og tveir frægir
rithöfundar nýlega skrifað
langar greinar í Morgunblað og
Þjóðvilja og gengið í lið með
og tal þeirra Indriða og Sverris.
Eg þekki ekki nógu vel til mál-
anna. Mér finnst of mikið gert
úr þeirri hættu, sem þessi for-
dæmi skapa fyrir rithöfunda.
Ég hef ekki heldur neina til-
hneigingu til að gera hlut rit-
höfunda minni en efni standa
til gagnvart dómstólum. En ég
vil leyfa mér að minna á það að
rithöfundar eru fyrst og fremst
verðir réttlætis og mannrétt-
inda. Ef einhver rithöfundur,-
ég segi ef, notar gáfur sínar og
aðstöðu á ósæmilegan hátt, eiga
rithöfundasamtök ekki að slá
um hann skjaldborg, heldur
veita honum verðskuldaða
ráðningu. En ég endurtek:
Þetta mál er viðfangsefni dóm-
stóla en ekki rithöfundasam-
taka, sist af öllu rithöfunda-
ráðs, þar sem einn málsaðili
situr í forsætri.
Ijós hve vitlaus, hættulega vit-
laus þessi skipan er. Hver upp-
lýsir t.d. hve margir voru á
þeim stjórnarfundum, sem
sendu frá sér þessar gáfulegu
yfirlýsingar? Voru þær ein-
róma samþykktar? Stóð Indriði
G. Þorsteinsson að einhverju
leyti að þeim, eða reyndi hann
að koma I veg fyrir þær?
Hér hefði mátt ræða hver
væri hinn raunverulegi réttur
rithöfundar til að nota sam-
tímaefni I skáldrit og hverjar
væru þá skyldur hans í því sam-
bandi, einnig hefði mátt spyrja
hvort meiðyrðalöggjöf okkar
væri ekki orðin úrelt. Margt
fleira kemur I hugann, en ég vil
ekki lengja mál mitt að þessu
sinni með þeim vangaveltum.
Þau efni er ég reiðubúinn að
ræða síðar.
Jón úr Vör