Morgunblaðið - 22.05.1975, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAl 1975
Tvær stúlkur úr Laugalækjarskóla, þær Metta Kristín Friðriks-
dóttir ug Þórdís Leifsdóttir, voru hjá okkur á Morgunblaóinu í
starfsfræóslu í eina viku og m.a. tóku þær eftirfarandi viðtöl vió
Davíó Oddsson og Bessa Bjarnason.
I borgarstjórn,
laganemi og
leikritahöfundur
Úr Kardimommubænum.
— Hefur þú lært söng eða
dans?
— Ja, þegar ég lék i leik-
ritinu Sumar í Týról krafðist
það söngs og dans svo að ég
varð að æfa mig í þeim list-
um.
— Hvað ertu að leika í
mörgum leikritum um þessar
mundir?
— Þau eru 4.
— Hvaða leikrit eru það?
— Coppelía, Hvað varstu
að gera í nótt, Hvernig er
heilsan og Kardimommubær-
inn.
— Hefur þú leikið hjá öðr-
um en Þjóðleikhúsinu eða ut-
anlands?
— Ég fór fyrir hönd sjón-
varpsins til Noregs og söng
þar nokkur lög úr Dýrunum í
Hálsaskógi, en nú er ég að
byrja að æfa með Hðsbygg-
ingasjóði Leikfélags Reykja-
víkur leikritið Húrra krakki,
en annað ekki því ég hev
— Að lokum, er leiklistin
þitt aðalstarf, og hver eru þín
áhugamál?
— Já, leiklistin er mitt
aðalstarf og er vist nóg, en
mín áhugamál eru sund og
hestamennska.
rn
Skóla-
fólk
hjá
Morgun
blaÖinu
Davíð og Hinrik Bjarnason skoða hér teikningu af Árbæjarhverfi.
Skólafólk ræðir við
Bessa Bjarnason
Við náðum tali af Bessa
Bjarnasyni niðri í Þjóðleikhúsi
nokkrum mínútum áður en
sýning hófst á Kardimommu-
bænum.
— Bessi, hvenær byrjaðir
þú að leika?
— Það var þegar ég var í
Verzlunarskólanum árið
1 948, svo fór ég í leiklistar-
skóla hjá Lárusi Pálssyni i 1
ár, en þaðan að læra hjá
Þjóðleikhúsinu árið 1950.
— Hvaða leikrit hefur þér
þótt skemmtilegast að leika
í?
— Engu sérstöku, þau eru
öll skemmtileg, en barnaleik-
ritin eru þó erfiðust vegna
þess að börn eru kröfuhörð-
ustu áhorfendur sem til eru.
— Nú ert þú að leika í
Coppelíu, hvernig finnst þér
það?
— Það er mjög skemmti-
legt hlutverk, sem fjallar um
gamlan mann, sem hefur
tekizt að búa til dúkkur er
geta gengið og hann fer svo
langt i dúkkugerðinni að
hann ímyndar sér að hann
geti búið til dúkkur með al-
vöru hjarta# en síðan er hann
gabbaður og leikurinn fjallar
um það.
og aðrir t.d. i frímerkjasöfn-
un.
Er eitthvað nýtt i undirbún-
ingi?
— Nei, reyndar ekki. Hins
vegar er revían íslendinga-
spjöll enn í fullum gangi og
við Hrafn Gunnlaugsson höf-
um reynt að bæta inn í hana
atriðum eftir því sem hlutirnir
hafa gerzt i þjóðfélaginu. í
íslendingaspjöllum fær hvert
stórmennið af öðru sinn
skammt. Nú á Húsavik eru
þeir að fara að sýna Ég vil
auðga mitt land, sem við
Hrafn skrifuðum ásamt Þór-
arni Eldjárn. Stendur til að
sýna það i Danmörku á leik-
ritaviku sem þar verður í
sumar.
— Hefurðu fengizt við að
leika?
— Bara á minum mennta-
skólaárum og eins hljóp ég
stundum í skarðið i dálitlu
hlutverki þegar Ég vil auðga
mitt land var i Þjóðleikhús-
inu. Svo leik ég við hvern
minn fingur alltaf þegar ég
get.
Davíð stefnir að því að
Ijúka laganámi vorið 1976.
Hann er formaður Æskulýðs-
ráðs Reykjavikur og við
spurðum hann að lokum
hvað væri helzt á döfinni hjá
þeim.
— Stærstu verkefni næstu
ára eru að koma upp félags-
miðstöð í Árbæjarhverfi og
fullgera aðra í kjallara Bú-
staðakirkju, en fyrirmyndin
að þeim verður einkum sótt í
Fellahelli, sem starfar af mikl-
um krafti um þessar mundir.
Skólafólk ræðir
við Davíð Oddsson
verið á samningi hjá Þjóðleik-
húsinu frá upphafi leikferils
míns.
— Nú er búið að sýna þó
nokkuð af barnaleikritum
Thorbjörns Egners. Hefur þú
leikið í þeim öllum?
— Já, það hef ég gert og
haft mjög gaman af.
— Hvað eru verkin orðin
mörg, sem þú hefur tekið
þátt í, Bessi?
— Þau eru nú orðin 125,
en þar eru ekki meðtalin út-
varpsleikrit og þess háttar.
— Hvort finnst þér betra
að leika á sviði eða ! útvarpi?
— í útvarpi er aðeins leik-
ið fyrir sjálfan sig og bókina
sem lesið er uppúr, en á sviði
leggur maður sig betur
fram þv! þá er leikið fyrir
áhorfendur og það eru ein-
mitt þeir sem eiga mikinn
þátt í þv! hvernig til tekst.
Við hittum að máli Davíð
Oddsson laganema, leikrita-
höfund og borgarstjórnar-
mann, en hann hefur nú set-
ið tæpt ár ! borgarstjórn og
látið nokkuð að sér kveða í
málum borgarbúa.
Okkar fyrsta spurning var:
Hvernig er að starfa að þessu
öllu saman I senn?
Hann sagði okkur, að þetta
þýddi aðeins að hann hefði
nóg að gera, en leikritagerðin
væri sér aðeins tómstunda-
aaman sem hann gripi í eins
Hef leikið
í 125 leikrit-
um ásviði”
— Eimskipa-
félagið
Framhald af bls. 14
sigldu eftirfarandi skipafélög
reglubundið til Islands: Berg-
enska gufuskipafélagið, Samein-
aða gufuskipafélagið, Gulliford
& Clark, Polish Steamship Line,
Moore McCormack Line, States
Marine Line.
Skip þessara aðila önnuðust
aðeins flutninga til og frá
Reykjavík, en íslenzku skipafé-
lögin til og frá um 50 höfnum á
landinu. öll hættu þessi skipafé-
lög siglingum til landsins, þar
sem þær voru ekki arðbærar
vegna fslenzkra aðstæðna og
geri ég ráð fyrir að erlend skipa-
félög mundu ekki una við slík
sultarkjör enda óvanir þeim
kröfum sem tslendingar gera til
sinna fyrirtækja. Þar eru gróða-
sjónarmiðin efst á blaði og skal
það ekki gagnrýnt. I okkar landi
rfkja önnur sjónarmið.
öllum erlendum skipafélög-
um er frjálst að hefja siglingar
til tslands. Það færir heim sann-
inn um að við eigum í sam-
keppni við erlenda auðjöfra.
Hörð samkeppni er milli fs-
lenzkra skipaeigenda og þar að
auki verða þeir sem annast
stykkjavöruflutninga að lúta
ströngum verðlagsákvæðum.
Eimskipafélag íslands mun,
hér eftir sem hingað til, fylgjast
með erlendri nýbreytni og til-
einka sér tækni og þá þróun,
sem þar á sér stað, og samræma
við íslenzkar aðstæður, minnugt
hinnar upphaflegu stefnu um
þjónustuhlutverk félagsins við
Islendinga. Ennfremur mun
haldið áfram athugun á smíði
eða kaupum stærri vöruflutn-
ingaskipa og smfði nýs GULL-
FOSS. Ráðist verður í þessar
framkvæmdir eftir því sem að-
stæður leyfa og rekstrargrund-
völlur er álitinn tryggður. En
ákvörðunarvaldið er í höndum
hluthafa félagsins og stjórnar
Þess' Óttarr Möller.
P.S. Vegna fyrirspurnar skal
eftirfarandi upplýst: Hluthafa-
skrá liggur frammi hjá Eim-
skipafélagi tslands fyrir hlut-
hafa. Háskólasjóður er eign Há-
skóla tslands. I stjórn sjóðsins
er á hverjum tíma formaður og
varaformaður Eimskipafélags-
ins og forstjóri þess. Hlutafjár-
eign sjóðsins f Eimskipafélag-
inu er kr. 7.831.500,00 sem er
4,03% af hlutafé Eimskipa-
félagsins. Til fróðleiks má geta
þess, að rfkissjóður tslands er
stærsti hluthafinn f Eimskipa-
félaginu og nemur eign hans
kr. 12.324.000,-, sem er um
6,34% af hlutafé félagsins.
Eins og áður kemur fram eru
hluthafar um 11.400.
— Minning
Framhald af bls. 23
nema þegar sjúkravist hindraði.
Og ávallt á fundunum lék um
okkur hlýja og bjarta brosið, sem
hann var svo ríkur af í vina hópi.
1 félagi okkar varð því skarð fyrir
skildi, þegar hann fyrir tæpum 6
árum lét af formennsku og
fundarsókn vegna vaxandi sjón-
depru. Og nú þegar hann er allur,
finnum við best, hvað við áttum,
meðan hans naut.við.
Af hálfu Félags fyrrverandi
sóknarpresta færi ég því hinum
látna starfsbróður hjartanlegustu
þakkir og árnaðaróskir. Séra Jón
Guðnason var enginn þröng-
hyggjumaður, hvorki i andlegum
né veraldlegum efnum. 1 trúar-
heimi hans var hátt til lofts og vítt
til veggja. Okkur vinum hans er
því bjart fyrir augum, þegar við í
anda fylfejum honum á leiðina
heim héðan.
Ekkju séra Jóns, frú Guðlaugu
Bjartmarsdóttur, börnum þeirra,
tengdabörnum og barnabörnum,
svo og eftirlifandi systkinum,
vottum við eldri prestarnir inni-
lega samúð við fráfall hans. Megi
þeim öllum auðnast að bera mynd
hans og minningu sem lengst með
sér fram á veginn.
F.h. Félags
fyrrverandi sóknarpresta
Jón Skagan.