Morgunblaðið - 22.05.1975, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.05.1975, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAl 1975 Oskar Illugason skipstjóri—Minning Fæddur 1. nóvember 1909. Dáinn 13. maí 1975. Nú munu liðin um 14 ár frá því að Óskar kenndi fyrst þess sjúk- dóms, er nú hefur lagt hann að velli. Eitt sinn i sjóróðri fékk hann svo sáran verk að hann mun hafa misst meðvitund um stund. Verkurinn leið síðan frá og Óskar hélt áfram að stjórna skipi sinu og skipshöfn eins og ekkert hefði i skorist. Ekki taldi hann ástæðu til að leita læknis í það skiptið, en löngu síðar, þegar sjúkdómurinn ágerðist og hann varð nauðugur viljugur að gangast undir rann- sókn, iét læknirinn þess getið að samkvæmt öllum iögmálum og úr því ekkert hefði verið aðgert, ætti hann raunverulega að vera búinn að liggja í gröf sinni allan tímann síðan hann varð fyrir ofan- greindu áfalli. Hvað sem þvi liður þá hafði Óskar betur í þessari fyrstu lotu og sá sigur gaf honum mörg ár starfs og gleðistunda í samveru við eiginkonu sína og fjölskyldu, enda þótt hann að lok- um biði lægri hlut, en það eru örlög sem við öll hljótum fyrr eða siðar. Okkur ber því að þakka hverja veitta ánægjustund og það veit ég að Öskar gerði. Óskar Illugason fæddist í Vest- mannaeyjum 1. nóvember árið 1909, sonur hjónanna Illuga Hjörtþórssonar og Margrétar Eyjólfsdóttur er bjuggu að Brekku. Ólst Óskar upp hjá for- eldrum sínum i Eyjum og mun hugur hans fljótt hafa staðið til sjávarins eins og flestra ungra manna í Vestmannaeyjum bæði fyrr og síðar. Aðeins 17 ára gamali hleypti hann heimdragan- um og réðst i skip með kunnum afla- og atorkumanni, Ólafi Ingi- leifssyni, er þá stöð i hópi fremstu formanna íEyjum.Fór Óskar ekki leynt með að það hafði verið honum mikið happ og góður skóli i sjómennskunni að hann skyldi ráðast hjá slíkum ágætismanni og Ólafur var. Seinna réðst Óskar til annars þekkts formanns í Vest- mannaeyjum, Sigfúsar Scheving, og sýnir það vel hvers álits Óskar hefur þá þegar notið sem sjómað- ur, þvi skiprúm hjá báðum þessum formönnum voru eftir- sótt, enda valinn maður í hverju rúmi. Enda þótt Óskari likaði vistin vel, þá stóð hugur hans til frekari þekkingar i starfi sínu. 19 ára gamall lét hann innrita sig á nám- skeið, sem þá var venja að halda i Vestmannaeyjum fyrir verðandi formenn og vélstjóra. Að námi loknu öðlaðist hann bæði réttindi til formennsku og vélstjórnar á fiskiskipum. Árið 1929, þá tvitugur að aldri, byrjar Óskar sinn skipstjórnar- feril, er hann gerist formaður á m.þ. Stakki. Næstu 10 árin er hann ýmist formaður eða vélstjóri á bátum frá Vestmannaeyjum og vegnar yfirleitt vel. Arið 1939 flyzt Óskar upp á meginlandið og sezt að á Suðurnesjum, þar sem hann gerist skipstjóri á mótor- bátum. Að lokinni seinni heimsstyrj- öldinni var miklu fjármagni varið til endurnýjunar skipastólsins, sem þá var orðinn nokkuð úr sér genginn. Enda þótt nýsköpunar- togarana svonefndu bæri hæst í þeirri endurnýjun, létu tslending- ar einnig smíða fyrir sig mikið af smærri skipum. Einn af fyrstu bátunum, sem til landsins komu eftir striðið, var m.þ. Fram, 66 lesta bátur, sem kom til Hafnar- fjarðar. Var Óskar ráðinn skip- stjóri á þennan bát og þar átti hann heima upp frá því. Árið eftir fékk sama útgerðarfélag annan nýjan bát, m.þ. Stefni og tók Óskar þá við skipstjórn á honum og hafði hana á hendi næstu 12 árin. Árið 1959 markar nokkur tíma- mót í lifi og starfi Óskars, en það ár ræðst hann í að kaupa 80 lesta stálfiskiskip, Blíðfara, og gerist sjálfur skipstjóri á honum næstu 4 árin. Seinustu árin á sjónum er hinsvegar kominn til sögunnar sá illi vágestur, er minnzt er á í upphafi þessarar greinar. Verður hann þess valdandi að Óskar verð- ur að draga sig í hlé og fara í land fyrir fullt og fast árið 1963. Lauk þar með merkufn kafla i islenzkri sjómannasögu. Enda þótt Oskar gengi ekki heiil til skógar eftir þetta, var það fjarri honum að leggja hendur í skaut. Svo heppilega vildi til að um sama leyti og Óskar fór í land var ákveðið að koma upp í Hafn- arfirði talstöðvarþjónustu til þæginda fyrir sjómenn og fiskvinnslustöðvarnar i bænum. Var talið heppilegt að sá, sem tæki starfið að sér, hefði nokkra þekk- ingu á sjómennsku og útgerð og því var það að leitað var til Óskars í þessu skyni. Er vart hægt að hugsa sér heppilegri mann, þar sem saman fór áratuga reynsla í öllu starfi og lífi sjómannsins og einnig af eigin raun kunnleiki á sjónarmiðum útvegsmannsins. Við þetta bættist svo eindæma lipurð og létt lund, sem ég hygg að oft hafi komið sér vel, því býsna ónæðissamt mun hafa verið á heimili Óskars af þessum sökum, er þeir sem heima biðu vildu frétta af sínum, sérstakjega þegar vont var í sjóinn. Er mér persónulega kunnugt um að Ósk- ar hafi einkar gott lag á því m.a. með glaðværð sinni að létta kvíða og áhyggjum af þeim, er til hans leituðu í þessu skyni. Ég er þess fullviss að margir vildu nú að leiðarlokum taka undir þakkir mínar til Óskars fyrir þau marg- háttuðu störf, er hann innti af hendi fyrir einn og annan, þann tima, er hann annaðist Hafnar- fjarðarradió og þá ekki síður fyrir alla þá lipurð, sem hann auðsýndi í þessu oft erilsama starfi. Heil- sunnar vegna varð Óskar að hætta þessu sem öðru á miðju ári 1972. Ég hefi hér að framan dregið upp örfáar svipmyndir af störfum Óskars Illugasonar. Því aðeins er hægt að glæða þær lífi að hinum þættinum, einkalifinu, sé einnig gerð nokkur skil. Árið 1933 gekk Óskar að eiga Elinu Jósefsdóttur, G. Blöndahl Magnússonar, trésmiðs i Reykja- vík og konu hans Guðríðar Guð- mundsdóttur. en hún hafði dvalizt langdvölum á heimili móðursystur sinnar, frú Guð- bjargar og Páls V. G. Kolka, læknis. Hefur sambúð þeirra hjóna verið sérlega innileg alla tíð og sjaldan eða aldrei borið þar skugga á. Studdi frú Elín mann sinn með ráðum og dáð i miklum önnum hans, auk þess að stjórna t Faðir okkar, SIGURÐUR FLÓVENTSSON frá Akureyri, lézt á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 21. mal. Erna Sigurðardóttir, Hektor Sigurðsson. t Unnusti minn og sonur, JÓN GARÐAR, hljóðfæraleikari, andaðist í Borgarspitalanum aðfararnótt 20. mai. Dagmar Gunnarsdóttir, Elías Bjarnason. t Útför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa EYJÓLFS E. JÓHANNSSONAR rakarameistara Sólvallagötu 20 fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 23, þ.m. kl. 10.30f.h. Þórunn Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabör t Faðir okkar og tengdafaðir KRISTJÁN SIGGEIRSSON forstjóri andaðist hinn 20 mai i Borgarspitalanum Guðrún Kristjánsdóttir, Hannes Guðmundsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Sigríður Th. Erlendsdóttir. t Minningarathöfn um eiginmann minn, ALFONS GfSLASON fer fram i Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. maí kl. 16.15 Jarðarför fer fram frá kapellunni i Hnifsdal, mánudaginn 26. maí kl. 1 4 00. Helga Sigurðardóttir. t Þökkum innitega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför GUÐRÚNARJÓNSDÓTTUR, Laugavegi 74. Sigrfður Jónsdóttir, Þórdís Eggertsdóttir, Rósar Eggertsson. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar sonar okkar BÓASAR JÓNSSONAR skipstjóra Reyðarfirði Benedikta G. Jónasdóttir Jón B. Bóasson. t Við þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát KRISTJÁNS SIGURJÓNSSONAR húsgagnasmiðs, Álftahólum 6, er andaðist i Borgarspitalanum 1 1. maí Útförin hefur farið fram Ása Eiriksdóttir Pálmi Kristjánsson Henny Torp Kristjánsson Lára Kristjánsdóttir Helgi E. Kristjánsson Brimrún Vilbergsdóttir Smári Kristjánsson ól<>* Bergsdóttir og barnabörn. t Hugheilar þakkir flytjum við öllum þeim, sem auðsýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu GUORÚNAR JÓNSDÓTTUR Byggðavegi 125, Akureyri Kristján Jónasson Kristfn Kristjánsdóttir Jóhann Gunnarsson Sesselia Kristjánsdóttir Ragnar Hermannsson Alfreð Kristjánsson Ásta Brynjólfsdóttir Jónas Kristjánsson Guðrfður Björnsdóttir og barnabörn heimili þeirra í fjarveru húsbónd- ans, enda bar hann djúpa og ein- læga viröingu fyrir eiginkonu sinni alla tíð. Þau eignuðust þrjá syni, sem allir hafa meira eða minna fetað i fótspor föður síns, Birgi, skipstjóra, Skúla, vélstjóra, og Illuga, vélvirkja. Hefur öll fjöl- skyldan verið einkar samhent og tekið mikinn þátt í kjörum hvers annars. Sérstaklega var eftir- tektarvert hversu mjög Óskar lét sér annt um barnabörn sín, sem sannarlega voru augasteinar hans og eftirlæti. Ég er þess fullviss að ást hans á börnum hafi átt mikinn þátt í að hjálpa honum að bera hinn erfiða kross, sem veikindi hans voru honum síðustu 3 árin og þótt oft hafi verið erfitt þau 14 ár, sem liðin eru síðan fyrstu sjúkdómseinkenna varð vart, þá veit ég að þau ár veittu honum einnig mikla hamingju. Enda þótt útlit Óskars síðustu mánuðina benti til þess að heilsu hans færi hrakandi, þá kom and- látsfregnin samt á óvart. Sem bet- ur fer höldum við lengst af i von- ina um að viðkomandi takist að yfirvinna sjúkdóm sinn og maður fái áfram að njóta nærveru þeirra, sem manni þykir vænt um. En enginn má sköpum renna. Vió munum vissulega sakna þess að fá Óskar ekki oftar til að rabba i nokkrar mínútur yfir kaffibolla, en minningin um góðan dreng léttir kunningjunum þann sökn- uð. öðru máli gegnir um fjöl- skyldu hans, eiginkonu, syni, tengdadætur og þá ekki sízt litlu barnabörnin hans„sem nú verða að sjá á bak ástríkum eiginmanni föður og afa. Þeirra missir er-stór og sporin þung, sem þau urðu að ganga i gær. En vissan um að aftur muni mætzt i nýjum heim- kynnum hjálpar vonandi yfir erf- iðasta hjallann. Um leið og ég þakka ánægjuleg kynni við Óskar og fjölskyldu hans, sendum við hjónin ástvin- um hans öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Eggert tsaksson. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför GÍSLA CHR. EYLAND Henry J. Eyland og börn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför GUÐLAUGAR PÁLSDÓTTUR Mýrum, Álftaveri Slmon R. Pálsson Þórunn Pálsdóttir og vandamenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.