Morgunblaðið - 22.05.1975, Page 29

Morgunblaðið - 22.05.1975, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAl 1975 29 VELVAKAIVJDI % Vandræði bókaútgáfu S. P. skrifar: „Velvakandi góður. I síðustu viku var haldið hér í Reykjavík bókaþing. Þar áður var haldinn aðalfundur Bóksalafélags tslands, en þar var nafni félagsins breytt i Félag Islenzkra bókaút- gefenda. Ég var hissa á félögum að fara að breyta þessu gamla og ágæta nafni, því að bókaútgefend- ur eru óhjákvæmilega bóksalar, þótt til sanns vegar megi færa, að ekki séu allir bóksalar bókaút- gefendur. En hvað um það — ekki átti þetta að verða efni bréfsins. Bókaútgefendur hafa nýlega bætzt í þann fjölmenna hóp, sem kveinkar sér og kvartar undan þvi, að starfsemin beri ekki þann arð, sem ætla verður að nauðsyn- legur sé. Sá er bara munurinn, að mér finnst þeir hafa meira til síns máls en margir aðrir. Það eru ekki margir hagsmuna- hópar, sem láta sér það lynda að dreifa framleiðslu sinni ókeypis til neytenda i miklu magni árum og áratugum saman, eins og rit- höfundar og bókaútgefendur hafa gert. Einhvern tíma fékk nefnilega einhver þá snjöllu hugmynd, að fólk ætti heimtingu á því að lesa bækur án þess að þurfa að greiða fyrir það — þ.e.a.s. að fá þær að iáni i bókasöfnum fyrir gjald, sem ekki einu sinni stendur undir skrifstofukostnaði við útlánin. Mér til ánægju las ég fyrir nokkru bréf í þessum dálkum frá einhverjum sem virtist hafa sama skilning á þessu máli og ég. Sá vildi láta fólk borga fyrir það að fá bækur að láni og nefndi verð aðgöngumiða í kvikmyndahús þar til samanburðar. Ég vil endilega taka undir þessa hugmynd. Það er engin lausn á þessu máli að láta ríki eða bæ standa undir kostnaðinum — út- koman verður þá aðeins sú, að þeir, sem ekki nenna að lesa bæk- ur, eða hafa ekki tíma til þess, verða látnir greiða fyrir skemmt- un og dægradvöl þeirra, sem kjósa að verja frístundum sínum til þess að lesa bækur. Þá hafa þeir hinir sömu ininna fé á milli handanna til þeirrar tómstunda- iðkunar, sem þeir taka fram yfir bóklestur, eins og gefur að skilja. 0 Á að banna útlán fyrstu mánuði eftir útkomu bókar? Bókaútgefendur komu fram með þá hugmynd á bóka- þingi sínu, að þvi er greint var frá í fréttum af þeirri sarnkomu, að hugsanlegt væri að leggja bann við útláni bóka úr söfnum fyrst eftir að bækur kæmu út, líklegast Ég sá að Christer var annars hugar á svip og ég þekkti af gamalli reynslu að hann var þá að vinna upp einhverja sennilega kenningu málinu til lausnar. Þegar ég spurði hann forvitnis- lega svaraði hann þó stríðnislega. — Ég skal deila öllum leyndar- málum með þér, ef þú hjálpar mér með þrjú atriði. Ctvegaðu mér Élisabet! Upplýstu leyndar- dóm erfðaskrárinnar! Keyndu að fá Thotmes III til að leysa frá skjóðunni! Ha'nn komst ekki lengra, því að Svensson lögregluþjónn kom ask- vaðandi og tilkynnti að Holt ofursti hefði fyrir fáeinum mín- útum ekið á braut og hefði farið i áttina að aðal þjóðveginum. Anders Löving og Einar þutu af stað en Christer og pabbi hristu höfuðið. — Veslings maðurinn, tautaði pabbi —getur hann ekki fengið að snúa séír við nema hafa lögregl- una á hælunum. Það var hætt að rigna og ég gekk hægt út á veginn, dálitið sár yfir þvi að Einar og Löving höfðu neitað mér um að^Iást I för með sér. Svenssop. lögregluþjónn kom hlaupandi utan af vegi og lýsti því yfir að ofurstinn hefði ekið til i því skyni að hvetja til þess að fólk keypti bækur í stað þess að ganga inn í safnhúsið og ná þar í bókina volga úr prentsmiðjunni. Ef tekið væri fyrir útlánin fyrst i stað myndi það sennilega leysa einhvern vanda, en engan veginn allan, þvi að meinið er stærra en svo. Það er illa farið ef ístenzk bóka- útgáfa á að leggjast niður eða verða fyrir stóráföllum fyrir klaufaskap, eða vegna þess að ekki er að henni búið sem skyldi. Það er t.d. fáránlegt hve miklu ódýrari erlendar bækur eru hér en íslenzkar. Eðlilegt er auðvitað, að þær séu eitthvað ódýrari, en ekki eins mikið og nú er. Erlendis eru bækur gefnar út i margfalt stærri upplögum en hér, enda er ágóði rithöfunda og bókaútgef- enda eftir þvi, svo sem vera ber. Það ætti þegar i stað að afnema tolla á efni til bókaútgáfu, til þess að létta útgefendum róðurinn. Að undanförnu hafa ýmsir dug- legir ritsmiðir, sem ekki hafa fengið bókaútgefendur til þess að leggja út i þann mikla kostnað sem fylgir prentun og útgáfu bókar, gefið verkin sjálfir út og þá yfirleitt fjölrituð. Það er vit i þessu, a.m.k. meðan ástandið er eins og nú. Þarna hafa skáld og rithöfundar tækifæri til að koma boðskap sinum til lesandans á fljótlegan og ódýran hátt, og án þess að lagt sé út i mikið og dýrt ævintýri. 0 Barnabækur Það er rétt að fram komi, að þótt ég sé fylgjandi því, að fólk sé látið greiða fyrir það að fá bækur að láni, þá er mér vel ljóst að önnur regla þyrfti að gilda um börn. Tökum t.d. foreldra með nokkur börn á sinum vegum. Færu börnin eitthvað að ráði i bókasafn, eins og flest börn gera sem betur fer, þá yrði leiga bók- anna fljótt þungur baggi fyrir þá. Mér finnst þakkarvert og ánægju- legt, hvað islenzk börn eru mikið fyrir bóklestur, og sjálfsagt að stuðla að þvi með öllum tiltækum ráðum. Þannig mætti t.d. hugsa sér, að annaðhvort greiddu börn minna fyrir lánið, eða þá að þau hefðu einhvern sérstakan afslátt. Þessum útgjöldum mætti hæglega mæta með ýmsu móti. Og fyrst ég er farinn að tala um barnabækur, þá rennur mér til rifja að sjá hvernig oft er kastað höndum til útgáfu á þeim. I seinni tíð hefur það færzt i vöxt, að barnabækur séu prent- aðar erlendis. Það er ágætt, því að frágangur er þá mjög oft vandað- ur, oft alveg sá sami og gerist i viðkomandi bók í útlöndum. Hér er þá eingöngu um að ræða bækur eftir erlenda höfunda, en mjög oft er þýðing illa unnin og meira að segja mikið um hreinar og beinar málvillur. Mér finnst þetta hafa færzt mjög í vöxt, enda hef ég séð það oft, að nafns þýðanda er alls ekki getið á titilblaði. Það er ekkert undarlegt, þótt fólk skirrist við að leggja nafn sitt við lélega þýðingu. Það er vandi að þýða erlent mál yfir á islenzku og ekki vanda- laust, að ekki skuli hafa verið lögð meiri rækt við þann þátt bókaút- gáfunnar hér á landi þegar barna- bækur eiga í hlut. Þetta er algengast þegar barnabækur eiga i hlut, en um leið miklu alvarlegri trassaskapur en þegar um er að ræða bækur, sem ætla má að full- orðnir lesi að mestu leyti. Að mínum dómi ætti að fylgjast nákvæmlega með þvi, að málfar á barnabókum sé víðunandi. I von um, að yfirvöldin taki fljótt og vel til hendi og bæti hag islenzkrar bókaútgáfu, þakka ég fyrir birtinguna, og bendi á, að ekki er nóg að tala um „bókaþjóð- ina miklu“ í mærðartón á hátíð- legum stundum. S. P.“ £ Meðlag og launatekjur Maður hringdi, kvaðst vera fráskilinn og greiða með þremur börnum. Hann sagðist vilja leggja nokkuð til mála í þeim umræðum sem orðið hafa um meðlags- greiðslur o.fl. viðkomandi börnum, sem ekki búa á heimili beggja foreldra. Hann sagðist hafa i laun uin 60 þús. á mánuði. Þar væri um að ræða hæsta taxta Dagsbrúnar með einum tima i eftirvinnu i viku. Hann sagðist greiða 19 þús- und krónur i húsaleigu á mánuði og skv. hækkun á meðlaginu, ætti hann nú að greiða 23 þúsund á mánuði með börnúm sínum, og sæju þá allir hvað eftir væri til að lifa af. Hann sagðist vera þeirrar skoð- unar, að verst væri þó hve lítil tækifæri gæfust til umgengni við börnin. Þótt allt væri i sátt og samlyndi og hann gæti hitt þau, þá gæti hann þvi miður ekkert veitt þeim fram yfir það að greiða meðlagið með þeim. Maðurinn sagðist skilja vel, að ekki væri mikið á fá 23 þúsund krónur á mánuði greiddar með þremur börnum, en miðað við launin þá væri mikið að þurfa að greiða þetta. 0 Góð lesning Björn Indriðason hringdi og vildi koma á framfæri ánægju sinni með þrennt hér i Morgun- blaðinu. Það fyrsta var grein eftir Ernst Hemmingsen hagfræðing um kaupgjald og vísitölu, sem birtist s.l. föstudag. Björn vildi hvetja sem allra flesta til að lesa þessa grein því að hún væri skil- merkileg, vel skrifuð og ætti er- indi til flestra. Þá hældi hann mjög grein Hjálmars Jónssonar skipstjóra i Vestmannaeyjum, sem birtist i sama blaði, og loks Rabbi Gisla Sigurðssonar, sem birtist i síðustu Lesbók. Rabbið fannst honum skemmtilega skrifuð ádeila, sem ætti erindi til margra. HOGNI HREKKVI3I Milli fjöru og fjalls í Simca 1100 SimcallOOGLS. SIMCA 1100 er einn vinsælasti litli fimm manna bíllinn á Norður- löndum, enda er hann annálaSur fyrir gæði, styrkleika, lipurS. hagkvæmni. aksturshæfni, sparneyzlu, aS ógleymdu ótrúlega lágu verSi. — SIMCA 1100 GLS er 4. dyra, en með fimmtu hurSina aS aftan og á fáeinum sekúndum má breyta honum í einskonar station- btl. — SIMCA 1100 GLS er sérstaklega styrktur fyrir fslenzka vegi og veSurfar. GeymiS ekki þangað til á morgun þaS sem hægt er aS gera f dag: pantiS nýjan SIMCA 1100 — hringið eða komið strax f dag. Ifökull hf. ÁRMÚLA 36 REYKJAVÍK Sími 84366. © I LAWN - BOY ■H- Létt, sterk,ryðfrí * Stillanleg sláttuhæð Slær upp að húsveggjumog út fyrir kanta * Sjálfsmurð, gangsetning auðvelcf * Fæst meö grassafnara /—? I—> ; -' j: Garðsláttuvél K hrtn uc hinna vandlátu »,„0..r5“,.L‘u'-L V "" J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.