Morgunblaðið - 22.05.1975, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAl 1975
31
Sri Chinmoy.
Fyrirlestur
og hugleiðsla
INDVERSKUR yogameistari, Sri
Chinmoy, heldur opinberan fyrir-
iestur og hugleiðslu næstkomandi
föstudagskvöld klukkan 20.30 f
hátfðasal Menntaskólans við
Hamrahlfð. Á laugardag heldur
hann opinberan fyrirlestur á
Akureyri í Borgarbfói klukkan
14.
Chinmoy, sem stundað hefur
hugleiðslu um margra ára skeið,
hefur áður komið til Islands og í
júlímánuði i fyrra hélt hann fyrir-
lestur í Árnagarði. Sri Chinmoy-
hugleiðsluhópur hefur verið
starfandi i Reykjavík frá í des-
ember 1972 eftir að tveir læri-
sveinar hans höfðu komið hingað
til lands.
Borussia sigur-
vegari í UEFA
VESTUR-ÞÝZKA knattspyrnulið-
ið Borussia Mönchengladbach
sigraði hollenzka liðið FC Twente
5:1 í seinni úrslitaleik UEFA
keppninnar i gærkvöldi. Leikur-
inn fór fram í Hollandi. Fyrri leik
liðanna lauk 0:0 og er Borussia
því sigurvegari keppninnar með
5:1 samanlagt. Jupp Heynckes var
maður liðsins, skoraði 3 mörk en
Daninn Simonsen skoraði 2 mörk.
RÚSSAR ÁFRAM
Rússneska landsliðið sigraði
það júgóslavneska í gærkvöldi 3:0
og kemst þar með áfram i undan-
keppni Ólympiuleikanna. Mætir
liðið næst Noregi og Islandi. Leik-
ið var i Moskvu.
FRANSKA knattspyrnulandslið-
ið, sem leikur gegn þvf fslenzka
nk. sunnudag lék gegn
enska 1. deildarliðinu Queens
Park Rangers f gærkvöldi og sigr-
aði með þremur mörkum gegn
engu. Frakkarnir skoruðu 1 mark
f fyrri hálfleiknum.
95 kr. meðalverð_
ASGEIR RE fékk 95,05 króna
meðalverð fyrir hvert kg af síld í
Hirtshals I gærmorgun og er
þetta hæsta meðalverð, sem
fengizt hefur fyrir síld á þessu
vori f Danmörku. Aflinn, sem
skipið var með, var að vfsu ekki
mikill, 7,9 tonn, sem scldust fyrir
750 þús. krónur.
ískyggilegar atvinnu-
horfur skólafólks
Atvinnumiðlun stúdenta tekin til starfa
SlÐASTLIÐNAR 2 vikur hefur
stjórn Stúdentaráðs Háskóla ts-
lands gert lauslega könnun á þvf,
hversu mörgum stúdentum hefur
enn ekki tekizt að fá sér sumar-
vinnu.
Könnuninni var hagað þannig,
að þeir stúdentar, sem enga von
höfðu um atvinnu í sumar, gátu
látið skrá sig á atvinnuleysisskrá
á skrifstofu S.H.I. fyrir 15. maí
s.l. Þegar fyrrnjefndur frestur
rann út höfðu 89 stúdentar látið
skrá sig.
Stjórn S.H.I. hefur gengizt fyrir
sams konar könnunum á hverju
vori undanfarin 4 ár og hafa
aldrei eins margir stúdentar látið
skrá sig og nú í vor.
Þar sem sumartekjur hafa löng-
um verið bjargráð háskóla-
stúdenta til að brúa bilið milli
ónógra námslána og stöðugt
hækkandi framfærslukostnaðar,
þá horfir illa fyrir þeim stúdent-
um, sem sjá fram á atvinnuleysi á
komandi sumri.
Af þessum ástæðum hefur
Stúdentaráð H.I. ákveðið að gang-
ast fyrir öflugri atvinnumiðlun á
næstu vikum.
Þeir atvinnurekendur, sem þörf
hafa á þjálfuðum og menntuðum
starfskrafti eru vínsamlega beðn-
ir um að hafa samband við at-
vinnumiðlun stúdenta, skrifstofu
S.H.I., sima 15959. Daglegur
starfstimi atvinnumiðlunarinnar
erfrá9—17. (mánud.—föstud.)
Enn engúin fundur boðaður
ENN hafði ekki verið boðaður
fundur í togaradeilunni og sagði
Torfi Hjartarson, sáttasemjari, að
hann hefði ekki séð ástæðu til
þess en um leið og hann kæmi
auga á einhverja glætu — sagðist
hann mundu boða aðila á fund.
Allir togararnir, sem eru að rúm-
lestatölu stærri en 500 lestir, hafa
stöðvazt, 17 skuttogarar og 5 sfðu-
togarar, samtals 22, en verkfall
togarasjómanna hófst 9. apríl og
hefur nú staðið i 44 daga.
Þrettán kaupskip hafa nú stöðv-
azt vegna samúðarverkfalls vél-
stjóra á kaupskipaflotanum. Á
kaupskipaflotanum eru því um
500 manns verkefnalausir, en
áætlaður fjöldi farmanna er um
500 manns. Þar með eru taldir um
120 vélstjórar á kaupskipaflotan-
um. Hlutfall þeirra af heildartölu
farmanna er þvi um 24 %.
Samkvæmt ofanskráðu hafa
samtals 35 skip stöðvazt vegna
kjaradeil-u togarasjómanna við
Félag islenzkra botnvörpuskipa-
eigenda. Samanlagður fjöldi laun
Höfundaleikhúsið
I GREIN um Höfundaleikhúsið
hér í blaðinu i gær misritaðist
sýningartími á verkinu „Hlæðu,
Magðalena, hlæðu“. Rétt er að
sýningar verða tvisvar á kvöldi,
kl. 20.00 og 21.30. Fyrsta sýning
verður í kvöld, fimmtudag.
þega á kaupskipum og togara-
flotanum, sem stöðvast hefur er
rúmlega eitt þúsund manns.
— Portúgal
Framhald af bls. 1
kosningunum í apríl sl. en sósial-
demókratar 38%) hafa látið svo
um mælt, að með því að stöðva
útgáfu „Republica" hafi verið
opnuð leið til einræðis i Portúgal
á ný.
Dagblaðið „Diario de Noticias"
vísar í dag alfarið á bug þeim
staðhæfingum sósíaldemókrata,
að blaðið sé undir kommúnískri
stjórn og segir þær hluta af bar-
áttu flokksins gegn hernum og
byltingunni í Portúgal. Jafnframt
segir blaðið, að ringulreið riki nú
á öllum sviðum í landinu og að
byltingin sé í hættu. Hvetur það
stjórnina til að láta til skarar
skriða gegn maoistum og samtök-
um þeirra, er nefnast „Maoista-
hreyfingin til endursklpulagning-
ar flokks öreiganna“, sem fengu
því til leiðar komið á dögunum, að
róttæk hereild handtók 20 manns,
sem sagðir voru fasistar, grunaðir
um að hyggja á hryðjuverk. 1 her-
deild þessari voru aðallega mat-
sveinar, vélamenn og tónlistar-
menn, en aðeins fáir bardagavan-
ir menn, að þvi er segir í Lissabon
i dag.
Stjórnmálamenn og fréttaritar-
ar i Lissabon velta því nú fyrir
sér, hvort sósíaldemökratar geri
alvöru úr hótun sinni um að
hverfa úr stjórn landsins, verði
ekki gengið að skilyrðum þeirra.
Með því móti myndu þeir hætta á
pólitiska einangrun og þykir ein-
sýnt, að hverfi þeir, einn sterkasti
sósíaldemókrataflokkur i Evrópu,
úr stjórn Portúgals, verði ekkert
úr þróun lýðræðis i landinu. Er
talið, að það muni gefa herfor-
ingjum tilefni til að víkja öllum
stjórnmálaflokkunum til hliðar
og taka sjálfir stjórnartaumana
að fullu.
Af hálfu kommúnista var við
þvi varað um helgina, að áfram-
haldandi deilur stjórnmálaflokk-
anna innbyrðist byðu þeirri
hættu heim, að herforingjar for-
dæmdu þá alla sem einn. Hinsveg-
ar vekur það athygli, að kommún-
istar hafa ekkert sagt opinberlega
um aðgerðir maoistanna á dögun-
um og þann klofning, sem þær
leiddu i ljós innan hersins.
— Giscard
Framhald af bls. 1
trúi Frakklandsforseta á leiðtoga-
fundinum.
D’Estaing skýrði ennfremur svo
frá, að hann væri vongóður um að
takast mætti að ljúka á næstu
mánuðum undirbúningi að
árangursrikri ráðstefnu olíufram-
leiðsluþjóða og olíukaupaþjóða.
Forsetinn kvaðst ræða olíumálin
við Henry Kissinger, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, í næstu
viku.
— Réttarhöld
Framhald af bls. 1
vörn hinna þriggja, enda þótt
þeir hefðu verið dæmdir frá þvf
að verja hann.
Geysilegur öryggisviðbúnaður
er við Stammhein-fangelsið, þar
sem réttarhöldin fara fram f
sprengjuheldum dómsal, sem sér-
staklega var útbúinn f fangelsinu
vegna þeirra. Kostaði þessi út-
búnaður um 12 milljónir v-þýzkra
marka.
Gert er ráð fyrir að réttarhöldin
geti staðið í heilt ár, og kölluð
verði um 500 vitni. Fjórmenning-
arnir, sem nú komu fyrir rétt,
eru: Andreas Baader, 31 árs að
aldri, stundaði listnám; Ulrike
Meinhof, 40 ára, pólitískur blaða-
maður, Gudrun Ensslin, 34 ára
prestsdóttir og háskólastúdent, og
Jan Carl Raspe, 30 ára, hefur
háskólapróf í þjóðfélagsfræðum.
Þau voru sögð föl í andliti eftir
fangavist sl. þriggja ára og 135
daga hungurverkfall, þar sem
fæðu var neytt i þau. Ulrike Mein-
hof og Andreas Baader trufluðu
þó með vissu millibili það, sem
fram fór i réttarsalnum, með því
að neita itrekað að viðurkenna þá
verjendur, sem þeim höfðu verið
skipaðir. Hinsvegar varð ekki sú
ólga i salnum og háreysti sem
einkenndi réttarhöldin yfir
Ulrike Meinhof í Vestur-Berlín,
þegar hún var dæmd til átta ára
fangavistar fyrir að hjálpa
Andreas Baader að flýja úr
fangelsi.
Sem fyrr segir var geysilegur
öryggisviðbúnaður innan sem ut-
an fangelsisins. Vopnaðir ein-
kennisklæddir lögreglumenn og
aðrir borgaralega klæddir gengu
um sali og ganga og fylgdust með
hverri hreyfingu. Leitað var á
fréttamönnum og áheyrendum áð
ur en þeir fóru inn í salinn og
voru jafnvel tekin af þeim sum-
um úr, lyklar og pennar áður en
þeir fóru inn.
Uti fyrir lfktist fangelsið frekar
vígi en dómshúsi. Tveggja metra
hár veggur og fjögurra metra
gaddavírsgirðing er þar umhverf-
is og fjölmennt varðlið, vopnað
vélbyssum.
Hin ákærðu, sem öll voru búin
síðbuxum og peysum, voru leidd
til sætis í svörtum leðurstólum,
sem voru með nokkru millibili og
vopnaðir verðir á milli þeirra.
Þau hafa með öllu neitað að
hafa nokkurt samband við þá 13
lögfræðinga, sem skipaðir hafa
verið þeim til varnar. Þrir lög-
fræðinga, sem skipaðir hafa verið
þeim til varnar. Þrír lögfræðingar
hafa verið útilokaðir frá vörn
Andreas Baader, þar sem þeir
voru grunaðir um að hafa gert
samsæri við sakborningana.
Einn verjandanna mótmælti
því harðlega, að þeir þrir skyldu
sjálfkrafa útilokaðir frá vörn
hinna sakborninganna þriggja og
sagði, að réttarhöldin væru eins
og herréttur.
— Engin merki
Framhald af bls. 32
vöruútfiutningur aukast að
magni um 14%.
Gjaldeyrisstaðan
I skýrslu Þjóðhagsstofnunar er
talið, að viðskiptahallinn í ár
muni nema um 12.300 milljónum
króna eða um 7% af vergri
þjóðarframleiðslu 1975 saman-
borið við tæplega 12% 1974.
Gert er ráð fyrir, aó gjaldeyris-
staðan muni batna iitillega á ár-
inu. Hún var um áramót um 2,5
milljarðar miðað við núverandi
gengi en því er spáð, að hún muni
í árslok nema tæpum 3 milljörð-
um en til þess þarf hún að batna á
árinu um 4,6 milljarða.
Raungildi þjóðar-
tekna minnkar
Talið er, að þjóðarframleiðslan
í ár muni minnka um 2% og raun-
verulegar ráðstöfunartekjur
þjóðarinnar muni minnka um 6%
vegna versnandi viðskiptakjara.
Raungildi þjóðartekna á mann
mun því minnka um 7—8%. Þjóð-
hagsstofnun telur, að þessum
breytingum muni fylgja minni
eftirspurn eftir vinnuafli.
— Viðskiptaþing
Framhald af bls. 5
um sviðum rfkisverzlun. Það að fella
niður núverandi verðlagskerfi þýddi
heilbrigðari verzlunarsamkeppni
milli þessara verzlunarforma. Þá
reyndi á þessa aðila ! samkeppni um
viðskipti fólksins. Þetta mætti gera !
tilraunaskyni. Alltaf mætti gripa á ný
til fyrra kerfis, ef reynslan yrði á
verri veg af frjálsri verðmyndun, sem
þó væri lítil hætta á.
Önundur Ásgeirsson, forstjóri Oliu-
verzlunar íslands hf., gerði grein fyrir
verðmyndun hjá þeim aðilum, er
verzluðu með olluvörur. Þessar vörur
hefðu verið háðar verðlagsákvæðum
allt frá 1938. Verðákvörðun væri við
það miðuð, að álagning væri 2%
umfram beinan dreifingarkostnað.
Þá væri þó ekki tekið tillit til lands-
útsvara olíufélaga, sem nú næmu
um 150 milljónum króna. Önundur
sagði það stefnu stéttarsamtaka og
stjórnmálaflokka, að ekki mætti bet-
ur ganga i þessari verzlun en hún
væri hallalaus. Það væri að slnu mati
röng stefna, með hliðsjón af nauð-
synlegri endurnýjun og uppbygg-
ingu. Nauðsyn á tilteknu magni oliu-
birgða i landinu, sem hækkað hefðu
verulega I verði, þýddi stóraukin út-
gjöld félaganna. Þessar birgðir hefðu
kostað um 500 m. kr. árið 1971,
2300 m.kr. árið 1974 og á verðlagi
dagsins I dag nálægt þremur millj-
örðum. Þessum og öðrum fjármagns-
vanda hefði verið mætt með skulda-
söfnun hjá erlendum oliuseljendum
og viðskiptabönkum. Þá gerði hann
grein fyrir hluta ríkisins i núgildandi
verði olíu, sem væri um 27% af
söluverði oliufélaganna.
Viðskiptaþinginu lauk með panel-
umræðum, en i þeim tóku þátt: Guð-
mundur Magnússon. Birgir isleifur
Gunnarsson, Bjöm Þórhallsson,
Brynjólfur Sigurðsson, Gunnar
Snorrason, Hjörtur Hjartarson. Jón
Magnússon, Óttarr Möller og Sigrið-
uf Thorlacius.
— Háskólamenn
Framhald af bls. 2
gera minnstu tilraun til þess að
reyna samninga eftir eðlilegum
leiðum.
BHM mótmælir harðlega þess-
um vinnubrögðum ríkisvaldsins.
Þau sýna svo ekki verður um
villst að allt tal ráðherra um
samninga án verkfalla er mark-
laust hjal. Ekkert tillit er tekið til
kröfugerða þeirra aðila sem eng-
an verkfallsrétt hafa og ríkis-
stjórninni verður ekki komið að
samningaborðinu nema verkfalls-
svipan sé látin ganga á baki henn-
ar.
BHM hefur frá upphafi byggt
kröfugerðir sinar á itarlegum rök-
stuðningi fyrir hverjum lið og
málefnalegum flutningi en ríkis-
valdið hefur í engu sinnt því.
Þetta sýnir að ekki virðist mikil
sannfæring búa að baki orða
þeirra ráðamanna sem hæst
hrópa um þarfleysi verkfallsrétt-
arins — eða þá algert getuleysi
þeirra til að framfylgja eigin
skoðunum. Þessi afstaða býður
heim harðari aðgerðum af hálfu
BHM.
Ef svo fer fram sem horfir, hlýt-
ur það að verða eitt aðalmarkmið
launabaráttu BHM að afla sér
verkfallsréttar hið fyrsta og það
þurfa aðrir hópar, sem eins er
ástatt um, einnig að gera. Jafn-
framt skorar BHM á þá aðila, sem
þegar hafa verkfallsrétt, að halda
vöku sinni á verðinum um hann.“
— Stöðvarhús
Framhald af bls. 2
áætlanir vannst ekki tími til
venjulegs útboðs.
Nefndin hefur frá öndverðu
stefnt að því, að heimamenn
hefðu sem bezta aðstöðu til þess
að verða þátttakendur i væntan-
legum verkframkvæmdum. Hefur
nefndin lagt ríka áherzlu á þetta
atriði í samningum við MIÐF"ELL
H/F.
Þegar hefur fengizt góð reynsla
af sliku samstarfi MIÐFELLS
H/F og samstarfsnefndar þing-
eyskra verktaka við smiði vinnu-
búða, sem notaðar verða á Kröflu-
svæðinu."
FLESTAR STÆROIR
HJÓLBARÐA
Vörubila-
Fólksbila-
Vinnuvéla-
Jeppa-
Traktorsdekk
ALHLIÐA HJÓLBAROAÞJÓNUSTA
OPIO 8 til 7
HJÓLBARDAR HÖFÐATÚNI 8 Simi 16740
Véladeild Sambandsins Simi 38900