Morgunblaðið - 22.05.1975, Síða 32
IWIHIRÐIH
Cæði í fvrirrúmi
SIGURDUR
ELÍASSONHF.
AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI,
SÍMI 41380
FIMMTUDAGUR 22. MAl 1975
AUííLÝSINíiASÍMINN ER:
22480
Skýrsla Þjóðhagsstofnunar:
Engin merki enn um bata
á útflutninfísmörkuðunum
lol/tl’j hoimil’inni i/orAi aA mnA'jl.
28-29% lakari viðskiptakjör
Engin merki eru enn sjáanleg um bata á útflutningsmörkuðum
tslendinga. Þvert á móti eru ýmsar blikur á lofti f markaðsmálum
sjávarafurða I hel/.tu viðskipta- og samkeppnislöndum okkar. Þetta
kemur fram í greinargerð um ástand og horfur í efnahags- og atvinnu-
máium þjóðarinnar, sem Jón Sigurðsson, hagrannsóknastjóri, afhenti
samninganefndum ASl og VSl f gær:
Qj Styrkir til sjávarútvegs hafa
verið stórauknir f Kanada,
Noregi og Bretlandi
[3 Tollar á fiskafurðum hafa
hækkað á Spáni, Nígeríu, Bret-
landi og Danmörku
|_J (Jtflutningsslyrkir teknir upp
á fiskafurðir f EBE-löndum.
[_] Löndunarbann er í V-
Þý/kalandi
[_J Innflutningsleyfi á Spáni tak-
mörkuð
[_J LÆKKANUI VERDLAG A
HEL/TU SAMKEPPNISMAT-
VÆLUM FISKAFURÐA A
BANDARlKJAMARKAÐI.
t greinargerð þessari segir, að
ekki sé hyggilegt að búast við að
markaðsverð hcl/lu útffutnings-
afurða fari hækkandi á naistu
mánuðum. Nokkrar votiir megi
e.t.v. bínda viö lækkun innfluttra
hráefna og rckstrarnauðsynja, en
enn sem komið er sé ekki unnt að
reikna meö betri viöskiptakjörum
á þessu ári en þeim, sem nú ríkja.
Forsœtisráð-
herra í opin-
bera heimsókn
til Noregs
Forsætisráðherra Noregs,
Trygve Bratteli, hefur boð-
ið forsætisráðhcrra, Geir
Hallgrfmssyni, og konu hans,
frú Ernu Finnsdóttur, að koma
í opinbcra heimsókn til
Noregs dagana 4.—7. júní n.k.
og hafa þau þegið boðið.
28—29% lakari
viðskiptakjör
A fyrsta ársfjóröungi þessa árs
eru viðskiptakjör þjóðarinnar tal-
in 28—29% lakari en á sama tima
í fyrra. Útflutningsverðlag i
erlendri mynt er 10—12% lægra
en á sama tima i fyrra og inn-
flutningsverðlag 24—26% hærra.
Frá áramótum til 1. mai sl.
hækkaði vísitala framfærslu-
kostnaðar um 1414% en kauptaxt-
ar ASl um 10—11%. Gert er ráð
fyrir að kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna heimilanna verði að meðal-
tali um 15—16% minni á mann
1975 en 1974.
Gert er ráð fyrir, að einka-
neyzla minnki að magni um 11%
frá siðasta ári en samneyzla
standi nokkurn veginn í stað en í
mörg undanfarin ár hefur hún
aukizt um 6—7% á ári. Búizt er
við 4—5% magnminnkun fjár-
munamyndunar i ár, um 14%
minnkun fjárfestingar atvinnu-
vega, 5% í ibúðarhúsnæði en 10%
aukningu opinberra fram-
kvæmda. I heild er gert ráð fyrir,
að magn þjóðarútgjalda dragizt
saman um 11% en hin almennu
þjóðarútgjöld um 8%, þegar stór-
framkvæmdir eru frátaldar.
Talið er að magnminnkun al-
menns vöruinnflutnings muni
nema um 18% í ár. Gert er ráð
fyrir 2% vexti útflutningsfram-
leiðslunnar í ár en vegna birgða-
minnkunar i sjávarútvegi muni
Framhald ð bls. 31
Agnes Braga-
dóttir naut sólar
og sumars í
Sundlaug Vest-
urbæjar í gær
ásamt tugum
annarra sóldýrk-
enda. Sjá bls. 3.
(ljósm. Sv.
Þorm.).
Saltfiskviðræður í
dag við Spánverja
EINS og sagl hefur verið frá í
Morgunhlaöinu var því fyrirvara-
laust lýst yfir af spænskum
sljórnvöldum að stöðvaður yrði
innflutningur á saltfiski til Spán-
ar. Nú er á leiðinni lil Spánar
flutningaskip með 1400 tonn af
íslenzkum saltfiski og þar af eru
600 tonn sem ekki var búið að afla
innflutningsleyfa fyrir.
Viðræður um þessi mál hefjast
á Spáni í dag, en þá ræða opinber-
ir íslenzkir embættismenn við
spænsk stjórnvöld um mögulcga
lausn á þcssum málum, en tslend-
ingar voru búnir að gera samning
um sölu á liðlega 6000 lestum af
saltfiski til Spánar á árinu, en
farmurinn, sem nú er á leiðinni,
^ Guðmundur Axelsson listaverkasali f Klausturhólum hefur keypt
til landsins frummyndina af Dögun Einars Jónssonar myndhöggvara,
en myndin hefur verið í Danmörku f 75 ár. Guðmundur keypti
listaverkið, sem er gipsstytta, af einkaaðilum í Danmörku, en ekki er
ákveðið ennþá hvort verkið verður selt á uppboði eða í Klausturhólum.
er annar farmurinn á árinu. Víða
horfir nú illa um sölu saltfisks.
Smygluðu líka
amphetamíni
FtKNIEFNADÓMSTÓLLINN í
Reykjavík heldur áfram rann-
sókn á hasssmyglinu sem upp
komst f sfðustu viku. Auk hassins
mun hafa verið um að ræða eitt-
hvert magn amphetamíntaflna.
Það voru tollverðir á Tollpóst-
stofunni sem fundu fíkniefnin í
síðustu viku. Voru þau í sendingu
sem kom frá Kaupmannahöfn.
Þegar Mbl. hafði í gær samband
við Arnar Guðmundsson fulltrúa
hjá Fíkniefnadómstólnum lá ekki
nákvæmlega fyrir hve mikið hass-
magn er um að ræða, en Mbl.
hefur fregnað að talan 700 grömm
sé ekki fjarri lagi. Mjög margir
aðilar hafa verið til yfirheyrslu
vegna málsins og tveir piltar eru
enn í gæzluvarðhaldi.
,r ,
100 skip til humarveiða
HUMARVEIÐAR eru leyfðar frá
og með n.k. sunnudegi og eftir
þeim upplýsingum, sem Morgun-
blaðið hefur aflað sér, er talið að
um 100 skip muni stunda þessar
veiðar f sumar og er það álíka
fjöldi og f fyrra.
Undanfarin ár hefur humarafl-
inn verið langbeztur fyrstu tvær
til þrjár vikurnar og á þetta sér-
staklega við eystra svæðið, þ.e.
fyrir austan Ingólfshöfða, i
Breiðamerkurdýpi og víðar. Af
þessum sökum hafa bátarnir lagt
mesta áherzlu á að vera komnir af
stað nógu snemma til þess að
missa ekki af skorpunni í upphafi
veiðitimabilsins. Morgunblaðið
hefur fregnað, að nokkrir bátar
muni verða tilbúnir til að kasta
Bátur sigldur nið-
ur við Bjargtanga
Mannbjörg varð
Patreksfirði 21. maí.
I NÓTT um kl. 5 vildi það óhapp
til að stímað var á vélbátinn Ugga
BA 58, þar sem hann var staddur
rétt norðvestur af Bjargtöngum.
Uggi er 9 lesta bátur, smíðaður
1961, en báturinn, sem keyrði á
hann, heitir Vestri BA, 300 lestir
að stærð. Uggi sökk mjög fljót-
lega, en eigandi bátsins, Júlíus
Ólafsson, Túngötu 19 Patreksfirði
bjargaðist um borð í Vestra.
Júlfus hafði verið á handfæra-
veiðum og var einn á bátnum.
Svartaþoka var þegar árekstur-
inn varð. Sjópróf fara fram hjá
sýslumannsembættinu i dag. Uggi
mun hafa látið reka, en Vestri var
á stími.
— Páll
humartrollinu á sama slagi og
byrja má veiðarnar. Heimilt er að
veiða 2000 lestir af humri í sumar
og er það sama magn og i fyrra.
Þrátt fyrir, að veiðarnar hefjist
á sunnudag, hefur ekkert heyrzt
um lágmarksverð á humri og bíða
því sjómenn og útgerðarmenn
óþreyjufullir eftir því.
Næsti samninga-
fundur á morgun
SAMNINGAFUNDUR milli ASl
og vinnuveitenda var haldinn í
gær hjá sáttasemjara ríkisins og
hófst hann klukkan 14. Á fundinn
kom Jón Sigurðsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, og gerði hann
grein fyrir spám um þróun verð-
lags á síðari helmingi þessa árs.
Jafnframt sat fundinn "Klemenz
Tryggvason, hagstofustjóri, sem
gerði grein fyrir þróun visitöl-
unnar fram til 1. ágúst — sam-
kvæmt spám. Fundurinn stóð i
um tvær klukkustundir, en nýr
fundur hefur verið boðaður á
föstudag klukkan 14 og er þá bú-
izt við að farið verði að ræða um
hin eiginlegu samningamál, þar
sem greinargerðir um útlit og
horfur i efnahagsmálum liggja nú
fyrir.