Morgunblaðið - 04.06.1975, Síða 2

Morgunblaðið - 04.06.1975, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNI 1975 irásir Þ jóðviljans á Guðmund H. Garðarsson: Aðstoðarmaður Lúð- \íks samdi ályktun SHI SA einstæöi alburöur geröisl í gær, aö dagblaöiö Þjóóviljinn krofsl þcss, aö Guömundi M. Garöarssyni, furmanni Ver/lunarniannafélags Roykja- vfkur, veröi vikiö úr því starfi sfnu, sem hann hcfur veriö kjörinn til. Ver/lunarmanna- félag Reykjavíkur er sem kunnugt er fjölmennasla stéttarfélag á landinu. Þjöövilj- inn segir, aö Guömundur II. Garðarsson hafi dreift ályktun Sölumiöstöövar hraöfrystihús- anna, þar sem scgir m.a., aö kröfur launþegasamlakanna um :I8% kaupha-kkun séu óraunha'far. Samkva'mt upp- lýsingum sem Morgunblaöiö hefur aflaó sér hefur Guómundur II. Garóarsson unniö hluta úr degi hjá S.II. viö ýmis slörf og sinnt sfnu fyrra aöalstarfi þar, sem var starf hlaöafulltrúa aö nijög tak- miirkuöu leyli, síöan hann var kjörinn á Alþingi sl. sumar. Kinn af höfundum þessarar ályklunar mun hins vegar vera Olafur Gunnarsson, fram- kva-mdastjóri Síldarvinnslunn- ar í Neskaupstaö, hægri hiind Lúóvfks Jósepssonar í áraraöir. I árás Þjóöviljans í ga‘r segir, aö Guömundur II. Garóarsson hafi sem slfkur sent frá sér ályktun S.II.og þar tali sá, sem valdið þykist hafa. Síöan segir Þjóóviljinn: „En hitt þykir mörgum furðulegra, aö þessi sami maóur skuli vera formaö- ur f Ver/lunarmannafélagi Reykjavfkur og einn af a-östu forystumönnum Alþýöusam- bands tslands, kosinn á þingi þeirra samtaka. Skyldu því ekki flestir verkalýðssinnar sammála um, aó aöild slíkra manna aö a'ðstu stofnun verka- lýössamtakanpa sé „öllum (il tjóns"? Eöa hvaö yrói sagt, ef Björn Jónsson eöa Eövaró Sigurósson geróusl slíkir lals- menn atvinnurekenda — ta'kju laun fyrir aö dreifa áróöri." Eins og áöur segir var þaö einn helzti aöstoóaimaður Lúóvfks Jósopssonar í Neskaupslaö, sem stóö aö þessari ályktun, sem er tilefni árásanna á Guömund II. Garöarsson. Auk Olafs Gunnarssonar mun Jóhannes Slefánsson forystumaöur Alþýóubanda- lagsins í Neskaupstaö einnig hafa staóió aö þessari ályktun SII, Guömundur II. Garóarsson átti hins vegar engan hlut aö samningi eöa samþykkt þess- arar ályktunar S.II. Húftryggingarhækkunin: Iðgjaldið 29.100 kr. og 12 þús. kr. eigin áhætta SVO SEM Morgunblaóió hefur skýrt frá var heimiluó allt aö 70% ha'kkun á húf-tryggingum nú fyr- ir skömmu, og þess vegna sneri Morgunblaöiö sér til Þorgeirs Lúóvíkssonar, fulltrúa í bifreiða- deild Almennra trygginga, og spuröi hvaö þessi ha'kkun þýddi í krónutölu. Aö því er Þorgeir upplýsti þýöir þessi hækkun aö iögjaldið á minnstu gerö fólksbíls veröur kr. 29.100 miöaö við 12 þúsund króna eigin áhættu, en þaö var fyrir hækkunina 20.800 krónur miöaö Framhald á bls. 23 Reykjavík: Atvinnuleysi jókst um helming í maí A ATVINNULEYSISSKRA hjá Ráóningarskrifstofu Reykjavfkur- borgar eru nú 667 manns en voru um mánaöamótin aprfl—maf 307. Mest er atvinnuleysið hjá konum, en þær eru 418 á skrá en voru 197 um mánaóamótin, apríl—maf, karlar eru 235 en voru 110. Með í þessum tölum er talið skólafólk en 344 skólanemendur eru nú á atvinnuleysisskrá, 222 stúlkur og 122 piltar. Aö sögn þeirra, sem veita forstööu vinnumiðlunum skólafólks gengur erfiðlega að útvega þeim, sem þar eru á skrá, atvinnu. Hjá Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar fékk blaðið þær upplýsingar, að mjög lítið framboð væri á vinnu. Af konun- um, sem eru á skrá hjá þeim, starfaði 141 í frystihúsum, og misstu þær atvinnuna við togara- ve.kfallið. Verkamenn eru 43 á skrá og eru það bæði lausráðnir menn, sem starfa við uppskipun, og verkamenn úr frystihúsum. 53 vörubílstjórar af Þrótti eru nú á atvinnuleysisskrá. Iðnverkakonur á skrá eru 24 og verslunarkonur eru 18. Alls eru 323 manns á atvinnuleysisbótum I Reykjavlk. A Akureyri voru 186 á atvinnu- leysisskrá um mánaðamótin en voru 68 um mánaðamótin apríl—maí. Konur á skrá eru 147 og þar af 120 úr frystihúsum staðarins en karlar eru 39. 25 skólastúlkur eru á atvinnuleysis- skrá á Akureyri en samtals eru 35 skólanemendur á skránni. I Kópavogi voru um þessi mánaðamót 8 á atvinnuleysisskrá 6 karlar og 2 konur, og er þá ekki talið skólafólk. Sá sem varð fyrir svörum I Kópavogi sagði að nú strax eftir mánaðamótin hefði fólki á skránni fjölgað. Þeir sem urðu fyrir svörum hjá atvinnumiðlun stúdenta kváðu út- litið ekki of bjart. Á skrá hjá þeim eru nú 120 en tekist hefur að útvega 23 atvinnu. Til muna er erfiðara að útvega kvenfólki at- vinnu. Stúdentar sögðu atvinnu- rekendur halda að sér höndum við mannaráðningar vegna ótta við verkföll. Rúmlega 100 menntaskólanem- ar eru á skrá hjá Atvinnumiðlun menntaskólanema. Að sögn þeirra, sem standa fyrir miðlun- inni, er útlitið ekki gott, því at- vinnumiðlun menntaskólanema starfar aðeins út þessa viku. ERUÞEIR AÐ FÁ’ANN? ÞA ER stundin loksins runnin upp og eftir langan og kaldan vetur eru veiðimenn farnir að fá'ann og við munum i sumar sem fyrr fylgjast með hvernig veiðin gengur. Flestir sem við tölum við eru bjartsýnir á horf- urnar og byggja þá trú á þróun undanfarinna ára I veiðimálum hér á landi, en hvert metsumar- ið hefur komið á fætur öðru. Við höfum aðeins haft fréttir úr tveimur ám, Laxá á Ásum og Norðurá og liklega hafa ekki fleiri ár ennþá opnað. I þessum tveimur ám veiddist vel, en svo er alltaf er færi er rennt I árnar fyrsta daginn. Yfirleitt fer lax- inn ekki að ganga að ráði fyrr en upp úr miðjum mánuði, en alltaf má þó eiga von á einum og einum þótt ekki verði um neitt mok að ræða eins og fyrsta daginn. Mjög algengur opnunárdagur er 10. júní og þá opna Elliðaárnar, Laxá I Kjós, Þverá, Laxá I Aðaldal og Gríms- á opnar 12. og Langá 15. svo eitthvað sé nefnt. Umsjónar- menn þáttarins myndu þiggja með þökkum aö veiðimenn sendu þættinum skemmtilegar myndir, og sögur um sérstæða viðburði yrðu einnig vel þegn- ar. Og þá er ekki eftir annað en að óska veiðimönnum til ham- ingju með vertíðina og „öngul- inn I rassinn á ykkur“. — ihj. — Þ.Ö. NORÐURÁ Stjórn og varastjórn Stang- veiðifélagsins opnaði Norðurá á sunnudag og veiddu með 10 stöngum. Var mikinn fisk að sjá I ánni að sögn Friðriks Stefáns- sonar, framkvæmdastjóra fé- lagsins og fengu þeir félagar 27 laxa fyrsta daginn sem er met- veiði. Þá gerði norðanátt og kulda og lækkaði hitinn í ánni mjög eða niður i þrjár gráður og tregaðist þá veiðin, en alls fengu þeir félagar 36 laxa fram að hádegi I gær, en þá tók fyrsta veiðiholl sumarsins við. Sagði Friðrik að 41 lax hefði verið kominn upp I teljarann í Laxfossi I gær, sem er óvenju mikið svo snemma sumars. Friðrik sagði okkur að dregið hefði verið i veiðihappdrætti félagsins og vinningsnúmerin eru 2999, 5991, 694 og 5990, en birt án ábyrgðar. LAXÁ a asum Laxá á Ásum var einnig opn- uð til veiði þann 1. júní. Leyfð- ar eru sem fyrr tvær stengur i ánni á dag. Að þessu sinni fengu þeir tveir veiðimenn, sem veiddu í ánni fyrsta dag- inn, alls 12 laxa, fimm þeirra voru 12 pund, en aðrir heldur minni. Stangveiðimennirnir urðu varir við lax um alla á og leist vel á útlitið framundan þrátt fyrir mikinn kulda fyrir norðan. Flesta laxana fengu þeir á Silver Wilkinsson flugu nr. 4, en nokkra fengu þeir á maðk. I fyrra veiddust 1504 laxar I ánni og að sögn Hauks Pálsson- ar á Röðli veiddust 1607 laxar I ánni árið 1973. Menn gera sér vonir um að í sumar fáist yfir 2000 laxar úr ánni, á þær tvær stengur sem leyfðar eru og ef það stenst þá held ég að óhætt sé að fullyrða að Laxá á Ásum sé gjöfulasta laxveiðiá i heimi.“ Sem dæmi um laxagengdina I ánni nú, sagði Haukur, að lax hefði fengist I Langhyl, sem er mjög ofarlega I ánni. Dr. Bragi sækir áný NÝLEGA rann út umsóknarfrest- ur um stöðu deildarstjóra I fræðslumáladeild menntamála- ráðuneytisins. En sem kunnugt er var dr. Braga Jósepssyni vikið úr þessari stöðu á Iiðnum vetri. Þrjár umsóknir bárust um stöð- una. Dr. Bragi Jósepsson, sem eins og áður sagði gegndi þessari stöðu, sækir um hana á ný. Aðrir umsækjendur eru Jónas Pálsson, skólastjóri Æfinga- og tiirauna- skóla Kennaraháskóla Islands, og Lúðvík Jósepsson 30. ágúst 1974: „KAUPIÐ MA EKKIÆÐA UPP EFIIH EINHVERJUM VÍSITÖLUREGLUM” Afstaða Alþýðubandalags- ins til vlsitölukerfisins hefur tekið allverulegum breytingum á slðasta ári. I febrúar 1974 sagði Þjóð- viijinn, að það þekktist hvergi nema á fslandi, að launafólk fengi allar al- mennar veróhækkanir bælt- ar á 3ja mánaða festi með vísitölugreiðslum. f maí 1974 stóðu ráðherrar Alþýðubandalagsins að út- gáfu bráðabirgðalaga, þar sem umsamin greiðsla vfsi- töluuppbóta á laun var bönnuð. Nokkrum diigum eftir að nú- verandi ríkisstjórn var mynduð sl. haust sagði Lúð- vík Jósepsson að koma yrði I veg fyrir að kaupið æddi upp á eftir verðlaginu sam- kvæmt einhverjum vtsitölu- reglum. Krafa Alþýðubandalagsins nú er full vísitöluuppbót á laun! Skömmu eftir kjarasamning- ana I febrúar 1974 sagði Þjóð- viljinn i forystugrein: „Hvað sem öðru líður er það staðreynd að það þekkist hvergi nema á íslandi, að allar landbúnaðar- vörur hækki sjálfkrafa á 3ja mánaða fresti til samræmis við hækkanir á tilkostnaði, sem orðið hafa við búskapinn og til samræmis við launahækkanir annarra starfsstétta. Það er ekki núverandi ríkis- stjórn sem hefur komið á þessu kerfi, og vilji menn gefa stjórn- inni sök á hækkua. landbún- aðarvara nú, — þá verða menn að segja til, hvort og þá hvernig þeir vilja breyta kerfinu, sem tryggir bændurp þennan rétt. Annars er ádeilan marklaust blaður. Það þekkist heldur hvergi nema á fslandi, að launafólk fái allar almennar verðhækkanir bættar á 3ja mánaða fresti með visitölugreiðslum á kaup, og t.d. I Svlþjóð hefur verkafólkið enga sllka tryggingu gegn verð- hækkunum. En auðvitað liggur það svo I augum uppi, að þessi réttur, sem verkafólk og bænd- ur njóta á fslandi en ekki annars staðar, á sinn þátt í því að verðbólga hefur löngum ver- ið meiri á fslandi siðustu ára- tugi, en I flestum nálægum löndum." Um efnahagsvandann sagði Lúðvík Jósepsson í viðtali við Þjóðviljann í maí 1974: „Það eru fyrst og fremst tvær megin- Framhald á bls. 23 Sigurður Helgason, settur deild- arstjóri I fræðslumáladeild menntamálaráðuneytisins. Á sama tíma rann út umsóknar- frestur um stöðu deildarstjóra I verk- og tæknimenntunardeild menntamálaráðuneytisins og hef- ur Stefán Ölafur Jónsson verið skipaður i þá stöðu, en hann hafði áður verið settur í stöðuna til bráðabirgða. Umsækjandi auk Stefáns var Hákon Torfason, full- trúi i verk- og tæknimenntunar- deild menntamálaráðuneytisins. Þá hefur Hrafnhildur Stefáns- dóttir verið skipuð fulltrúi í há- skóla og alþjóðadeild mennta- málaráðuneytisins Dregið eftir þrjá daga Nú eru aðeins 3 dagar þar til dregið verður í landshappdrætti Sjálf- stæðisflokksins, en dráttur fer fram n.k. laugardag. Herðum sóknina svo aó árang- urinn verði sem beztur. Þeir, sem enn eiga ógerð skil, eru vinsam- lega beðnir að gera það nú þegar. Skrifstofa happdrættisins I Galta- felli er opin I dag til kl. 22 — en siminn er 17100. Geta þeir, sem vilja láta vitja um andvirði miða heim til sin, hringt i síma 17100 og mun skrifstofan þá sjá um að gera það. Þá skal bent á, að hægt er að kaupa miða úr Bronco- bifreiðinni, vinnings-bifreiðinni, sem staðsett er I Austurstræti (göngugötunni).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.