Morgunblaðið - 04.06.1975, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JUNÍ 1975
FERÐABÍLAR h.f.
Bilaleiga, sími 81260
j Fólksbílar — stationbílar —
I sendibílar — hópferðabílar.
BÍLALEIGAN
MIÐBORG HF.
simi 19492
Nýir Datsun-bílar.
Sjónvarps- og útvarps-
>VIÐGERÐIR
Símar 11770 — 11741.
Kvöldþjónusta, helgarþjónusta
10%afsláttur til öryrkja
og ellilífeyrisþega
Sjónvarpsviðgerðir, Skúlagötu 26.
LOKAÐ
vegna sumarieyfa til 16.
júní.
Electric h/f.
Skuldabréf
Tökum í umboðssölu:
Veðdeildarbréf
Fasteignatryggð bréf
Ríkistryggð bréf
Hjá okkur er miðstöð verðbréfa-
viðskiptanna.
Fyrirgreiðsluskrifstofan
Fasteigna-
og verðbréfasala
Austurstræti 14
simi 1 6223
Þorleifur Guðmundsson
heima 12469.
Til sölu
85 fm Ibúð á 4. hæð ásamt
kjallaraherb. við Framnesveg.
Fallegt útsýní. Skipti koma til
greina á 3ja—4ra herb. íbúð á
1. eða 2. hæð.
98 fm íbúð við Borgarholtsbraut
í Kópavogi. Tvær íbúðir i húsinu.
Höfum kaupanda
að 3ja—4ra herb. íbúð I
-.míðum.
SKIPA & FASTEIGNA-
MARKADURINN
Adalstrsti 9 Midbæjarmarkadinum
slmi 17215 heimasiml 82457
13 í Vélskóla-
r • r O* 1 r
nami a ISiglo
SKOLAUPPSÖGN við Siglufjarð-
ardeild Vélskóla Islands fór fram
laugardaginn 31. maí. Þetta er í
fyrsta sinn sem Vélskóli Islands
starfrækir deild á Siglufirði og
stunduðu 13 nemendur nám í
fyrsta stigi vélstjóranáms í vetur.
Hæstu eínkunn hlaut Kristján
Sigtryggsson.
Siglfirðingar telja það mikinn
kost að hægt skuli vera að taka
hluta vélstjóranáms á Siglufirði
og vonast þeir til að deildin verði
starfrækt áfram.
______ ______— m.j.
Sendiherrahjón-
in til Færeyja
SIGURÐUR Rjarnason sendi-
herra í Danmörku og kona hans,
Olóf Pálsdóttir, fara I heimsókn
il Færeyja í lok júnf. Mun þetta
rera í fyrsta sinn sem sendiherra
íslands f Danmörku heimsækir
Færeyjar. Þau Sigurður og Ólöf
dvelja þar 24.—29. júní.
Ulvarp ReyKjavlk aiienikudngur
MORGUNINN
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Morgunieikfimi kl. 7.15 og
9.05.
Fréltir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugreinar daghl.), 9.00
og 10.00.
Morgunbam kl. 7.55.
Morgunstund harnanna kl.
8.45: Svala Valdimarsdóttir
les þýðingu sína á sögunni
„Malenu í sumarfríi" eftir
Marilu Lindquist (2).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða.
Kirkjutónlist kl. 10.25: Arni
Arinhjarnarson leikur orgel-
verk eftir Sweelinek og
Buxlehude / Ljóðakórinn
syngur sálmalög.
Morgunlónieikar kl. 11.00:
Vladimir Horowit/. leikur
„Obermanndalinn,“ tónverk
fyrir píanó eftir Liszt / Sin-
fónfuhljómsveitin í Prag og
tékkneski fílharmóníukór-
inn flytja „Psychf",
sinfónískt Ijóð fyrir
hljómsveit og kór eftir César
Franck.
12.00 Dagskráin. Tónlcikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veóurfregnir.
Tilkynningar.
sTðdegið
13.00 Við vinnuna: Tónleikar
14.30 Miðdegissagan: „A
vlgaslóð" eflir James Hilton
Axel Thorsteinson les þýð-
ingu sína (12).
15.00 Miódegistónleikar
Yara Bernelte leikur á píanó
prelúdíur op. 32 eftir
Rakhmaninoff. John Boyden
syngur „Listmálarann aó
starfi", lagaflokk eftir
Poulenc; John Newmark
leikur á píanó.
Itzhak Perlman og Konung-
lega fílharmoníusveitin í
Lundúnum leika Carmen-
fantasíu fyrir fiðlu og hljóm-
sveit op. 25 eftir Sarasate um
stef eflir Bizet; Lawrence
Fostcr stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
20.00 Frétlir og veður
20.30 Dagskrá og auglýs-
ingar
20.35 Umhverfis jörðina á
80 dögum
Breskur teiknimynda-
flokkur.
14. þátlur.
Þýðandi Ellert Sigur-
hjörnsson.
21.05 Drengirnir
Finnsk btómynd, byggð á
skáldsögu eftir Paavo
Rintala.
Lcikstjóri Mikko Niskan-
en.
Aðalhlutverk Pentti
16.25 Popphornið
17.00 Lagið mitt
Berglind Bjarnadóttir stjórn-
ar óskalagaþætti fyrir börn
yngri en tólf ára.
17.30 Tvær smásögur eftir
Knut Hamsun.
„A götunni" og „Rétt eins og
hver önnur fluga í meðallagi
stór.“ Jón Sigurðsson frá
Kaldaðarnesi íslenzkaði.
Ragnhildur Steingrímsdóttir
lcikkona les.
18.00 Síðdegissöngvar. Til-
kynningar.
18.45 Vcðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
Tarkian en. Vesa-Matli
Loiri og Uti Saurio.
Þýðandi Kristín Mánlyla.
Myndin gerist 1 finnskum
smába* 1 heimsstyrjöld-
inni siðari. Þýsk hcrdcild
hefur þar aðsetur og setur
svip sinn á bæjarlífið.
Fimm drcngir 1 bænum
haida jafnan hópinn og
bralla ýmislegt saman, en
aðalskemmtun þeirra cr
fólgin í aó f.vlgjast með
hcrmönnunum og stofna
til ýmiss konar viðskipta
við þá.
22.45 Dagskrárlok.
KVÖLDID
19.35 A kvöldmálum
Gfsli Hclgason og Iljalti Jón
Sveinsson sjá um þáttinn.
20.00 Einsöngur i útvarpssal:
Magnús Jónsson syngur
lög eftir Skúla Halldórsson,
sem leikur undir á pfanó.
20.20 Sumarvaka
a. Einar í Skaftafelli
Rósa Þorsteinsdóttir flytur
frásöguþátt.
b. Kvæði eftir Gunnlaug F.
Gunnlaugsson.
Sverrir Kr. Bjarnason les.
c. Fyrsti hjásetudagurinn og
vorhugleiðingar síðar á
ævinni
Tveir þættir úr Biönduhlíð
eftir Þorstein Björnsson frá
Miklabæ.
Baidur Pálmason les.
d. Kórsöngur
Karlakór Reykjavíkur
syngur. Söngstjóri: Sigurður
Þórðarson.
21.30 Utvarpssagan:
„Móðirin" eftir Maxlm Gorkí
Halldór Stefánsson þýddi.
Siguróur Skúlason leikari les
(7).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Kvöldsagan: „Tyrkjaránið"
eftir Jón Hclgason
Höfundur lcs (22).
22.40 „Orð og tónlist"
Elínborg Stefánsdóttir og
Gérard Chinotti kynna
franskan vfsnasöng.
23.25 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
Fréttirnar horfa allir á ■
„Strákar” — finnsk bíómynd
Fréttasending er að hefjast. Á myndinni eru t.f.h. Ólafur Ragnars-
son, fréttamaður, Sigurjón Fjeldsteð, þulur, Svala Thorlacius,
fréttamaður, og Knútur Knudsen, veðurfræðingur.
FRÉTTIR er sá dagskrárliður i
sjónvarpinu, sem flestir fylgj-
ast með að staðaldri. Er því
ástæða til að kynna lesendum
nokkuð, hvernig fréttamenn
sjónvarps vinna dag hvern og
lýsa í fáeinum orðum því um-
fangsmikla starfi, sem fram
hefur farið, áður en útsending
hefst kl. 20 á kvöldin.
Ólafur Ragnarsson, sem hef-
ur umsjón með vinnslu frétta í
dag, sagði: „Við vinnum í tveim
hópum, tólf tíma vaktir hvor
hópur, þrjá daga vikunnar og
síðan á fimmtudögum það sem
á vantar til að fylla vinnu-
skyldu. I öðrum hópnum eru
ásamt mér þær Svala Thor-
lacius og Sonja Diego, en í hin-
um Eiður Guðnason, Guðjón
Einarsson og Jón Hákon
Magnússon.
Dagurinn hefst á því að vakt-
in heldur fund kl. 9 um
morguninn undir stjórn frétta-
stjórans okkar, Emils Björns-
sonar. Þá eru mættir tveir inn-
lendir fréttamenn, einn erlend-
ur, stjórnandi útsendingar um
kvöldið og aðstoðarstjórnandi,
svo og kvikmyndatökumaður,
hljóðupptökumaður og
klippari. Þarna er reynt að
Ieggja lfnurnar fyrir daginn og
er í ýmsum meginatriðum
hægt að skipuleggja inn-
lendu fréttirnar en er-
lendi vaktmaðurinn verður
að vinna sínar fréttir með
dálítið öðrum hætti, eins
og gefur að skilja. Síðan tökum
við til starfa við fréttaöflun og
eftir þvf sem á líður koma fleiri
inn í myndina og margt óvænt
ber auðvitað upp á, sem er þá
tekið eftir því hvernig á stend-
ur. Síðan eru kvikmyndir og
ljósmyndir settar i framköllun
og unnið úr myndefni, farið á
blaðamannafundi, tekin viðtöl
og fleira. Klukkan sex kemur
þulur kvöldsins, sem hefur átt
frí þennan dag, en hinir sem
birtast á skerminum, hafa verið
á vakt allan daginn. Þulurinn
fer síðan yfir fréttir, en áður en
að því kemur að þær séu fluttar
hefur fréttastjóri að sjálfsögðu
lesið þær yfir. Merkt er inn á
blöð þularins ef sýna á filmu
eða myndir á skerminum, svo
aó hann geti glöggvað sig á
hvað sést hverju sinni. Stjórn-
andi útsendingar á að sjá um að
alit fylgist að, og þulir og frétta-
menn lesa af blöðum þar sem
lengd einnar línu miðast við að
2 sekúndur taki að lesa hana,
svo að timamælingar séu sem
nákvæmastar. Þegar útsending
frétta hefst eru enn fleiri
starfsmenn sem koma við sögu,
starfsfólk í upptökusal, starfs-
menn við myndsegulbönd og
sýningarvélar, hljóðmenn o.fl.
eða samtals má segja aó 15—20
manns leggi meira og minna
hönd á plóg að hverri hálftima-
fréttaútsendingu. “
Ólafur sagði að mistök i út-
sendingu gætu að sjálfsögðu
alltaf gerzt og viðbrögð væru
misjöfn frá áheyrendum, væri
eitthvað missagt eða rangtúlk-
að glóðu símalínur, en yfirleitt
kippti fólk sér ekki upp við
smávægileg tæknileg mistök.
Ólafur Ragnarsson hefur
unnið hjá sjónvarpinu síðan 1.
jan. 1966 og var í fyrsta hópn-
um, sem fór til Norðurlanda til
náms í dagskrárgerð áður en
sjónvarpið hóf útsendingar.
„Strákar" heitir finnsk kvikmynd
sem er á dagskrá kl. 21.05 i kvöld
og er hún gerð eftir sögu Paavo
Rintala, sem er þekktur höfundur í
heimalandi sínu, liðlega fertugur að
aldri og hefur skrifað fjölda skáld-
sagna.
Kristín Þ. Mðntyla þýðir textann,
en hún er ein af fáum sem úr
finnsku þýðir. Hún sagði að myndin
gerðist á árunum 1941—44 og
aðalsöguhetjur eru nokkrir unglings-
strákar í finnskum smábæ I síðari
heimsstyrjöldinni. Lýsir myndin
áhrifum sem strákarnir verða fyrir,
bæði áróðri og öðrum áhrifum, sem
styrjöldin hefur I för með sér. Kristln
sagði að myndin væri um margt
dramatisk og lýst væri samskiptum
strákanna við hermennina sem þeir
líta á sem hinar mestu hetjur og
birtist það I ýmsum gerðum þeirra I
myndinni.
Úr finnsku myndinni „Strákar", sem er ð sjónvarpsdagskrðnni klukkan fimm mlnútur yfir nlu t kvöld.