Morgunblaðið - 04.06.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1975
7
Sr. Bernharð Guðmundsson — Addis Abeba
Andstœður
UNG stúlka klædd rauðum sari
kemur gangandi með stóra
körfu á höfði, hún mætir blá-
klæddri stúlku sem tekur við
körfu hennar. Hún gengur
virðulegum skrefum við hlið
annarrar stallsystur sinnar,
sem ber stóra koparkrús á höföi
sér. Þær koma að steypuhræri-
vél og tæma þar i byrðar sínar,
vatn og möl, og snúa síöan
aftur.
En skyndilega fer hrærivélin
í gang, spýtir út úr sér grárri
steypunni og vill fá meira í sína
hít. Stúlkurnar verða að
greikkjt sporið og hálfhlaup-
andi reyna þær að fylla kröfur
hinnar óstöðvandi vélar um
meiri sand, meira sement,
meira vatn. Reisn þeirra hvarf,
virðuleiki í fasi byggður á nán-
um tengslum við fortíöina varð
að þrælslegu basli við að þjóna
vélinni, fatnaöur þeirra sem
fyrir augnabliki var fagur og
hlúði að kvenlegum þokka
þeirra varð skyndilega fárán-
legur í þessu veldi steypuvélar-
innar, þar sem konurnar höfðu
misst mennsku sína.
Þær neyddust til að hlaupa,
því að atvinnuleysi er rnikið i
Indlandi. Alls staðar er urmull
af fólki. Andlit hvar sem litið
er. Á hlýjum kvöldunum ieggur
örsnauða fólkið sig til svefns,
þar sem það er komið. Eitt
kvöldið var ég á leið heim með
kunningja mínum, og það hefði
þurft ballettdansara tii að
stikla milli hinna liundruöa sof-
andi líkama á gangstéttinni án
þess að vekja þá. Þetta fólk á
hvergi höföi sínu aö halla.
Þess vegna leggja menn ofur-
kapp á að inennta börn sín. Allt
er lagt í sölurnar fyrir mennt-
un. Þá er möguleiki að börnin
fái ögn betra starf og betri
afkomu. Kunningi ntinn hefur
500 rúpíur í laun á mánuöi.
Menntun barna hans fjögurra
kostar 350 rúpíur mánaðarlega.
Hann hefur ekki etið ærlega
máltíð árum saman — en við
bætum okkur það upp þegar
þessu verki er lokið — sagði
iiann hress i bragöi.
En atvinnuleysi er líka mikið
meöal menntamanna.
Herbergisþjónninn á hóteli
einu hafði komizt aö uppruna
mínum og spurði svo ntargra
skynsamlegra spurninga um Is-
land, að hann hiaut að hafa
einhverja þekkingu í þeim
fræðum. Jú, hann var BA i
landafræði og sögu.
Stéttaskiptingin er ógnvekj-
andi vandamái og þröskuldur
til frekari framfara. Hinir
óhreinu eiga nokkuð góðan
aðgang að námsstyrkjum, þar
sem ríkisstjórnin vill gera allt
til þess að eyða hinni ómann-
legu stéttaskiptingu. En þeir
mæta vegg, er þeir sækja um
vinnu, hversu góð sem próf
þeirra eru. Gamlir siðir eru
djúprættir. Einn daginn var
allt bankakerfi landsins lamað.
Skrifstofustúlkurnar neituðu
að þurrka af og snyrta á skrif-
borðum sínum, það var verk
fyrir þá óhreinu. Og þær fóru í
verkfall.
Andstæðurnar eru hvarvetna
i Indlandi. Umferðin er mikið
taugastríð. Það er ekiö á miðri
götu. Þegar tveir bílar mætast,
sveigir sá á síðustu stundu, sem
hefur ögn veikari laugar, en
hinn sem hélt sínu striki hlær
sigri hrósandi og knýr flautu
sina óspart. Berfæltir karlar
draga léttivagna, aðrir hafa
fengið sér reiðhjól og hafa
byggl sæti fyrir farþega aftan
á. Þeir tæknilegustu liafa yfir-
byggt mótorhjól til farþega-
flutninga. Allir öskra, hrópa og
flauta, en i miðju öngþveitinu
liggur ein liinna heilögu kúa á
götunni og jórtrar makinda-
lega. Kýrnar eru livarvelna og
enginn stuggar við þeim.
Bananasali átti i erfiðleikum,
kýr nokkur var farin að slafra í
sig söluvöru hans. Ilann reyndi
fortölur, að lokka kúna burt, en
allt kom fyrir ekki. Bananar
eru ljómandi matur. Að lokum
varð hann að flýja með sölu-
vagninn sinn. Indverjar liafa
komið sér upp kjarnorkuvopn-
um. I grennd við vopnaverk-
smiðjuna eru ein ömurlegustu
fátækrahverfi landsins, og
engir peningar eru til að lijálpa
þvi fólki til betra lífs. Nálægt
þar er ein af fjölmörgum
fornum höllum, sem lesa má
um í 1001 nótt. Þeir fundu þar
nýverið leyniherbergi af gulli
og gimsteinum. Andstæður —
hvert sem litið er.
Margir koma til Indlands til
þess eins að sjá Taj Mahal —
aðrar byggingar eru sem hismi
sagði Japani, sem ég hitti þar.
Þessi hvíta marmarahöll með
fjórum spírum rís við himinblá-
mann að bakgrunni þegar
komið er í gegnum forhliðið,
þannig aö maöur býst við að
höllin svífi þá og þegar tii him-
ins. Svo upphafin og draum-
kennd er fegurð þessa húss,
sem speglast síðan í tærum
garðtjörnunum.
Einn stórmúguiiinn reisti Taj
Mahal sem grafhýsi fyrir látna
konu sína. Eru þau bæði þekkt
þess vegna. En enginn þekkir
nöfn þeirra þúsunda. sem
þarna unnu árum saman viö að
skapa þetta listaverk. Þarna
eru hundruö marmarasúina
skreyttar inniögðum blöma-
myndum, agatar, jaspis og aðrir
slíkir steinar mynda þar rósir
og tákn. I lítilli blómkrónu á
stærð við fingurnögl eru 14
mismunandi steinar. Þegar
strokið er yfir finnst engin mis-
smíði, svo nákvæmlega falla
steinarnir í gróp sína.
Skammt frá eru lil sölu litlir
marmaradiskar meö innlögöum
myndum. Tugir ungra drengja
ailt niður i 6 ára sátu þar ásamt
feðrum sínum og öfum flötum
beinum á verkstæðisgólfinu,
slfpuðu steina og gröpuðu
marmara. Kynslóð kennir kyn-
slöð nýrri. Forfeður þeirra
liöfðu unniö við Taj Mahal.
Stöku sinnúm litu drengirnir
upp frá vinnu sinni og út á
götuna þar sem jafnaidrar
þeirra léku sér. — En þeir áltu
ekki kost á neinum leikjum.
Þeir voru komnir á sinn stað i
lffinu. Þarna munu þeir trúlega
sitja næstu 50 árin, ef þeir iifa.
Sitja flötum beinum og siípa
steina og fá sem fullorðnir
menn 75 krónur í laun á dag.
Óæskileg
þróun
íslenzk verkalýðs
hreyfing er á margan
hátt á vegamótum. Það
er staðreynd, sem flestir
meðlimir hennar viður-
kenna, að aðstaða og
áhrif hinna almennu fé-
lagsmanna fara síminnk-
andi, samfara nær al
gjörri valdaaðstöðu fá-
mennrar „stjórnunar-
stéttar", sem búið hefur
vel um sig I yfirbvggingu
samtakanna, bæði hvað
völd og eigin hagsæld
snertir. Þetta áhrifaleysi
hins almenna félags-
manns sem blður heim
alræði fámennisstjórnar,
hefur dregið úr félags-
legum áhuga fjöldans.
sem m.a kemur fram i
minnkandi fundarsókn
og minni beinni aðild að
félagsstörfum, þ.e. mót-
un afstöðu til einstakra
mála og stefnumörkunar
almennt. Þeir almennir
félagsmenn, sem gert
hafa tilraun til gagnrýni
eða sjálfstæðrar skoð-
anatúlkunar, hafa á
stundum mætt slíkri
meðferð hæstráðenda,
að enn frekar hefur
stuðlað að þeim félags-
doða, sem getur orðið
helzta stoð alræðis
hinna fáu.
Árásir
í fullum
gangi
Þeir, sem lesið hafa
Þjóðviljann undanfarna
daga, hafa orðið vitni að
sérlega fólskulegum
árásum á tvo forystu-
menn launþegasamtaka,
sem reynt hafa að ræða
stöðu islenzkrar verka-
lýðshreyf ingar á rök-
rænan og hóflegan hátt.
Þessir forystumenn eru
Guðmundur H. Garðars-
son og Pétur Sigurðs-
son. Þeir eru kallaðir
„flugumenn atvinnurek-
enda". „Vera þessara
manna i stjórnun verka-
lýðssamtakanna er
algerlega óeðlileg,"
segir Þjóðviljinn. Nú er
það svo að það eru
verzlunar- og skrifstofu-
fólk annarsvegar og sjó-
menn hins vegar, sem
valið hafa þessa menn
til forystu um hags-
munamál stn, sem Þjóð-
viljinn beinir fyrst og
fremst geiri sínum að.
Hér er um anga þeirrar
viðleitni að ræða, sem
meir og meir hefur látið
á sér kræla. að berja
niður þegar og skilyrðis-
laust allar raddir, sem
ekki falla að smekk
hinnar „nýju stéttar"
stjórnkerfis samtak-
anna. Hins vegar eru
þessar árásir með þeim
hætti, að þær hljóta að
kalla á hneykslan og for-
dæmingu allra réttsýnna
og sanngjarnra manna.
Og þær undirstrika þörf-
ina á því, að hinn al-
menni félagsmaður i
launþegasamtökunum
láti þar til sin taka i
rikara mæli en verið
hef ur.
Þeirra
eigin gerðir
1. júli 1974, átti
kaupgjaldsvísitala að
hækka um 18%. í end-
aðan mai þetta ár gáfu
þáverandi ráðherrar
Alþýðubandalagsins,
ásamt meðráðherrum,
út bráðabirgðalög, þar
sem vísitölugreiðslur,
eins og þær voru
ákveðnar með kjara-
samningum, voru
bannaðar. Þessi bráða-
birgðalög fólu marghátt-
aðar aðrar „kjaraskerð-
ingar" i sér. M.a. var
fiskverðshækkun bönn-
uð í tiltekinn tima. i
þessum lögum var einn-
ig ákvæði um heimild til
fjárfestingarsjóða um að
verðtryggja útlán sin og
sitthvað fleira á sama
veg.
Lögin um afnám visi-
tölu fólu það óhjá-
kvæmilega F sér, að
tekin var aftur umsam-
in kjarabót i frjálsum
samningum á vinnu
markaði. Þetta var gert
við stórum hagstæðari
viðskiptakjör, hærra
söluverð útflutningsaf-
urða og lægra verð inn-
fluttra nauðsynja en nú
eru. Febrúar—marz-
samningar verkalýðs-
hreyf ingarinnar voru
naumast 2ja mánaða
gamlir, er Magnús
Kjartansson og Lúðvik
Jósepsson ógiltu þá i
raun. Þetta var gert með
bráðabirgðalögum, eftir
að Alþingi hafði verið
sent heim. Og „styrjald-
ir og drepsóttir," sem
Magnús segir nú einar
gildar forsendur bráða-
birgðalaga, er snerti um-
samin kjör vinnuþega,
voru naumast fyrir
hendi. Þetta ársgamla
dæmi er íhugunarefni
nú, er afstaða Alþýðu-
bandalagsins til nýsettra
bráðabirgðalaga er
skoðuð. Og enn mætti
minna á þá ákvörðun
Magnúsar Kjartanssonar
„að svikja vfsitölubætur
á lifeyrisgreiðslur"
aldraðra og öryrkja, eins
og það var nýlega orðað
i Alþýðumanninum á
Akureyri. Kaupmáttur
þessara lifeyrisgreiðslna
var i raun lægri er
Magnús fór úr ráðherra-
embætti en þegar hann
tók við. Þannig fara orð
og efndir á mis hjá þeim,
sem nú hafa hæst um
bráðabirgðalög. sem eru
að leiða til lausnar i
viðkvæmum vinnu-
deilum, en tóku í engu
umsamda kjarabætur af
einum eða neinum,
þvert á móti tryggðu
allan rétt til hugsanlegra
kjarabóta á almennum
vinnumarkaði.
FACO
KLÆÐIR þlG
?? U‘ & T' ■'
Hinar heimsfrægu Levi s gallabuxur fra
stærstu gallabuxnaframleiðendum í heimi,
nýkonar úr þykku nýðsterku Denim efnun-
um. Nýtt snið.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU