Morgunblaðið - 04.06.1975, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JUNI 1975
Framarar löðrunguðu
leikmenn ÍBK-liðsins
í þeirra eigin ljónagryfju
Hverjum hefði dottið það í hug að
Framliðinu tækist að sigra Keflvík-
inga í 1. deildinni í fyrrakvöld? Ef til
vill æstustu stuðningsmönnum liðs
ins, en tæplega mörgum fleiri. Fram-
liðinu hefur verið spáð erfiðleikum í
1. deildarkeppninni í sumar, jafnvel
falli, en með þeim leik, sem þeir
sýndu í Ijónagryfju ÍBK-liðsins í
Keflavík, þurfa þeir ekkert að óttast.
Með marki Steins Jónssonar, eins af
nýliðunum í Fram-liðinu, tryggðu
þeir sér sigurinn, og stórleikur Árna
Stefánssonar kom í veg fyrir að liðið
fengi á sig mark.
Hvort Framltðið verðskuldaði sigur-
inn er annað mál Liðið lék að vísu á
tíðum nokkuð laglega, en lagði þó
meiri áherzlu á að verjast og varnarleik-
ur liðsins bauð Keflvíkingunum annað
slagið upp á opin marktækifæri Oftar
voru það þó varnarmenn Fram, eitil-
harðir, og grimmari en nokkru sinni
fyrr, sem stöðvuðu Keflvíkingana áður
en hætta skapaðist Framarar komu
greinilega til leiksins, með því hugar-
fari að selja sig dýrt og þeir uppskáru
laun erfiðis síns með kærkomnum
sigri, sem fær án efa margan til að
endurskoða afstöðu sína til þeirra hrak-
spáa sem dunið hafa yfir Framara í vor
Keflavikurliðið lék þennan leik mjög
svo klaufalega í fyrri hálfleiknum hafði
liðið vindmn í bakið og sótti að sjálf-
sögðu mun meira, en þvílíkur klaufa-
skapur í sóknarlotunum Langar send-
ingar upp miðjan völlinn og hverjir
skyldu hafa verið sterkari í skallabolt-
unum í teignum, leikmenn eins og
Martemn Geirsson og Jón Pétursson
eða þá Steinar Jóhannsson og Kári
Gunnlaugsson Marteinn og Jón svör-
uðu þessari spurnmgu með því að
stökkva hærra og sýna meiri hörku
enda hirtu þeir allflestar sendingarnar
Sömu sögu var reyndar að segja um
þær sendingar sem komu með jörðinni
og varnarmenn Fram hremsuðu við-
stöðulaust fram völlmn Að þessu sinni
var engin áhætta tekin í þeim herbúð-
unum, enda hafði liðið allt að vinna en
engu að tapa
Það hefur löngum reynzt Keflvíking-
unum vel að sækja upp kantana, en
þeim lá svo mikið á að koma knettinum
inn að marki Framliðsins að þeir
reyndu sjaldan að fara leiðina upp
kantana, þar sem Framarar eru þó mun
veikari fyrir en á miðjunni Það var ekki
fyrr en í lok leiksms að örvæntingin
greip leikmenn liðsins og þeir vöknuðu
til lífsins. Enda tókst þeim þá að skapa
sér nokkur góð marktækifæri, sem
hefðu eflaust endað með marki ef Árni
Stefánsson hefði ekki varið eins vel og
raunin var
GLÆSILEGT MARK NÝLIÐANS
Steinn Jónsson hóf að leika með
meistaraflokki Fram nú í vor og hefur
alla burði til að geta orðið góður knatt-
spyrnumaður þegar hann fær meiri
reynslu og hörku. í leiknum í Keflavík
bar lítið á þessum unga leikmanni, en
hann gerði þó út um leikinn með
stórfallegu marki. Um miðjan fyrri hálf-
leikinn sóttu Framarar í sig veðrið,
hrundu örugglega sóknarlotum Kefla-
víkurliðsins og byggðu í staðmn upp
skemmtilegar sóknaratlögur að Kefla-
víkurmarkinu Á 28 mínútu hálfleiks-
ins skoraði Steinn svo mark sitt með
mW
Ástráóur Gunnarsson og Kristinn Jörundsson í baráttu um knöttinn.
BlacksL Decken
sláttuvélaeigendur
NÝ ÞJÓNUSTA
B‘D)
,.<C
w
Sumarió er komió og því tími til aó huga aó slóttuvélinni. Um takmarkaöan
tíma mun BLACK & DECKER umboóió bjóóaöllum eigendum D-484 raf-
magnssldttuvéla, aó yfirfara fyrir þd vélar þeirra, (hreinsa, smyrja, skipta
um kol og blaó) fyrir aóeins kr. 1.000- Sendið okkur vélina og vió munum
undirbúa hana fyrir sumarsldttinn. Þjónustan fer fram ó Rafvélaverkstœói
Haraldar Hanssonar, Laugavegi 178, Reykjavík.
Þessar vinsœlu rafmagnsslóttuvélar eru óvallt fyrirliggjandi ó hagstœóu
verói og einnig stœrri geróin D-489.
VERIÐ VEL UNDIRBÚIN FYRIR SUMARIÐ
G. Þorsteinsson & Johnson
ÁRMÚLA 1 - SÍMI 85533
fallegu skoti af um 20 metra færi
Hafði verið sótt upp hægri kantinn og
varnarmenn ÍBK-liðsins voru með allan
hugann við Kristin og Rúnar og
gleymdu Steini sem fékk góða send-
ingu frá Kristni og sendi knöttinn með
góðu skoti í mark ÍBK-liðsins Vissu-
lega óvænt mark, sem hleypti miklum
eldmóði i Framarana og það var þetta
mark sem hélt þeim gangandi allan
leikinn þrátt fyrir að ýmsir leikmanna
liðsins væru orðnir útkeyrðir
Hægt væri að skrifa langt mál um
tækifæri liðanna f þessum leík og þá
einkum Keflvíkinganna f seinni hálf-
leiknum Það verður þó ekki gert, enda
lauk flestum sóknarlotunum í höndun-
um á Árna Stefánssyni i marki Framar-
anna Árni átti einn sinn albezta leik og
það er ekki sfzt honum að þakka að
Fram náði báðum stigunum i leiknum
Marteinn Geirsson átti þó einnig mjög
góðan leik og allir Framararnir komust
vel frá viðureigninni Eggert Stein-
grimsson virkar t,d. mun betri nú en
áður og viljinn hefur aldrei verið meiri.
Maður kemur
í manns stað
Það rikti mikil kátina í búningsher-
bergi Framara að leiknum loknum og
voru boðnir vindlar eins og ð hátíðis-
degi Jóhannes Atlason þjálfari liðsins
var að vonum ánægður með árangur
sinna manna og sagði við frétta-
mann Morgunblaðsins að Framarar
væru að ná aftur upp góðum, heil-
steyptum kjarna eftir þá miklu blóð-
töku sem liðið varð fyrir i vor, er
leikmennirnir Guðgeir Leifsson Sig-
urbergur Sigsteinsson, Ásgeir Elías-
son, Atli Jósafatsson, Snorri Hauks-
son, Örn Bragason og Hlöðver
Rafnsson hættu með félaginu.
— Það kemur maður i manns stað
og það sem við misstum i vor bæta
hinir upp með aukinni baráttu og
meiri vilja. sagði Jóhannes. Hann
var eðlilega mjög ánægður með úr-
slitin þvi að það eru ekki margir sem
geta státað af því að hirða bæði
stigin gegn ÍBK i Keflavik. — Við
reyndum að taka þá á þeirra eigin
leikaðferð, sem ég vil ekki kalla
knattspyrnu. Erlendu þjálfararnir
hafa skapað góð varnarlið en að
mörgu leyti eyðilagt knattspyrnuna
hjá okkur og sömuleiðis knatt-
spyrnumennina, sem orðnir eru eins
og naut í flagi. FH-liðið er eina liðið
sem ég hef séð i 1. deildinni i ár sem
leikur knattspyrnu,sagði Framþjálf-
arinn Jóhannes Atlason.
Markvörður Framara, Árni
Stefánsson. var hetja liðsins og það
Einar Gunnarsson er sá Keflviking-
anna, sem á mest hrós skilið, en varn-
armennirnir Ástráður Gunnarsson og
Gisli Torfason komust einnig þokka-
lega frá verkefnum sinum. Landsliðs-
mennirnir Karl, Grétar og Ólafur voru
hikandi i leiknum, hafa ef lil vill ekki
þorað að beita sér af fullu i leiknum,
vegna ótta við meiðsli og þar af leið-
andi yfirsetu í leiknum við Þjóðverja á
fimmtudaginn
Leikinn dæmdi Þorvarður Björnsson,
Dæmdi hann mjög vel i fyrri hálfleikn-
um, en i þeim siðari missti hann nokk-
uð tök á leiknum Bókaði hann þá tvo
leikmenn og virtist það tæpast nauð-
synlegt
I stuttu máli:
Islandsmótíd 1. deild
Keflavíkurvöllur 2. júni
lBK — Fram 0-1
Mark Fram: Steinn Jónsson á 28. minútu
Aminningar: Steinn Jónsson og Hjörtur
Zakariasson
Ahorfendur: 1022.
— áij.
að verðleikum þvi Árni varði mjög
vel. Ekki vildi hann þó sjálfur gera
mikið úr getu sinni. — Þetta voru
alls ekki föst skot, þó þau væru
snögg. Maður dettur niður á svona
leiki annað slagið og við skulum bara
vona að það verði sem oftast i
sumar, sagði Árni Stefánsson. Hann
stundar nám á Laugarvatni og hefur
aðeins getað mætt á eina æfingu
með félögum sfnum i Fram síðasta
máuðinn en skólanum er að Ijúka og
þá taka æfingarnar við á fullu.
Fundur hjá TBR
TBR heldur félagsfund í kvöld í
Kaffiteríunni I Glæsibæ og hefst
fundurinn klukkan 20.30. Rætt
verður um húsbyggingu félags-
ins. ________________
Iþróttanámskeið
í Keflavík
Iþróttabandalag Keflavíkur og
Æskulýðsráð Keflavíkur gangast
’í sumar fyrir íþróttanámskeiði
fyrir yngri kynslóðina í bænum,
eins og verið hefur undanfarin ár.
Innritun fer fram í íþróttavallar-
húsinu í dag frá klukkan 10-12 og
frá 13-15. A námskeiðinu verða
kenndar ýmsar iþróttir, m.a.
knattspyrna, handknattleikur,
körfuknattleikur og frjálsar i-
þróttir, auk leikja. Kennslan fer
fram á íþróttasvæðinu og á leik-
svæði barnasTkólans.
LIÐ IBK: Þorsteinn Olafsson 2, Gunnar Jónsson 1, Astráður
Gunnarsson 2, Einar Gunnarsson 3, Gísli Torfason 2, Grétar
Magnússon 1, Olafur Júlíusson 2, Karl Hermannsson 1, Steinar
Jóhannsson 1, Kári Gunnlaugsson 1, Hjörtur Zakaríasson 1,
Guðjón Guðjónsson (varam.) 1, Jón Olafur Jónsson (varam). 1.
LIÐ FRAM: Arni Stefánsson 4, Símon Kristjánsson 2, Omar
Arason 1, Gunnar Guðmundsson 3, Marteinn Geirsson 3, Jón
Pétursson 2, Rúnar Gíslason 1, Kristinn Jörundsson 1, Steinn
Jónsson 1, Trausti Haraldsson 2, Eggert Steingrímsson 3, Arnar
Guðlaugsson (varam.) 1, Erlendur Magnússon (varam.j 1.
Dómari: Þorvarður Björnsson 2.