Morgunblaðið - 04.06.1975, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JUNÍ 1975
21
VELVAKAIMDI
Velvakandi svarar í sima milli
kl. 14 og 15 frá mánudegi til
föstudags.
0 Eru þetta lág-
launamennirnir,
sem Vélstjóra-
félagid og
Þjóðviljinn eru
að berjast fyrir?
Láglaunamaður skrifar:
„Það eru verkföll á verkföll of-
an og satt er það, að láglaunafólk-
ið i landinu, hefur það ekki of
gott, Ríkisstjórnin hefur reynt að
bæta hag þessa fólks með ýmsum
ráðstöfunum, svo sem með lág-
launabótum, afnámi tolla og sölu-
skatts á ýmsum nauðsynjavörum,
ásamt mikilli hækkun á öllum
tryggingum, og mætti gjarnan
betur aðhafast til lifsviðurværis
þessa fólks.
Mér kom til hugar þegar vél-
stjóraverkfallið á stóru skuttogur-
unum skall á, hvort þessir menn
væru einir af þessu fólki, sem
væri i láglaunastétt, grennslaðist
ég þá fyrir, hvaða kaup það væri,
sem vélstjórar á þessum togurum
hefðu.
Flestir togaranna hafa farið 6
fiskiferðir frá áramótum, og tek
ég hér kaup vélstjóra á tveim
togurum, og er það sem hér segir:
— I. vélstjóri frá 10/1—16/4 Kr:
858,837,00 eða um Kr: 280,000,00
pr. mán. II. vélstjóri frá
10/1—16/4 Kr: 632,474,00 eða um
Kr: 200,000,00 pr. mán. III. vél-
stjóri frá 10/1—16/4 Kr:
558,939,00 eða um 180,000,00 pr
mán.
Á hinum togararlum var kaup-
ið:
1. vélstjóri frá 14/1—22/4, Kr:
801,798,00 eða um Kr: 260,000,00
pr. mán. II. og III. vélstjóri hlut-
fallslega við togara Nr. 1.
Mér er kunnugt um, að til eru
togarar sem eru með betra afla-
magn og þar af leiðandi hærra
kaup en að framan greinir, einnig
að til eru togarar með heldur
minna aflamagn og þar af leið-
andi lakara kaup.
Nú er mér spurn. Eru það þess-
ir menn, vélstjórarnir með fram-
angreint kaup, sem Þjóðviljinn,
Vélstjórafélagið og A.S.Í. kalla
láglaunafólk. Vegna þessara
manna sem leyfa sér að heimta
hærra kaup, hefur i 1—lÆ mánuð
svo til allt þjóðfélagið riðlast, at-
vinnuleysi hjá ótal konum sem
körlum, og svo ekki síst að nefna,
þegar þau ótíðindi gerðust, að vél-
stjórar á farskipunum voru látnir
fara i samúðarverkfali, þrátt fyrir
að kaup þeirra væri mun lægra en
vélstjórarnir á skuttogurunum
höfðu.
Er þetta hægt? Er þetta þjóðfé-
lag að farast í ásókn í peninga,
þegar verkalýðsfélög leyfa sér að
haga sér sem að framan greinir,
Eg var náinn vinur eins af yfir-
mönnum yðar .... Bertrands.
Skínandi maður! Ilann dró sig út
úr skarkinu i fyrra og býr nú I ró
og na*ði í La Nievre . . . . Og ég
hef fylgt dæini hans . . . . Ég hef
einnig — eða það má orða það svo
... dregið mig út úr opinberu iífi
... Þó skrifa ég mér til skemmt-
unar í Phare de Brest svona öðru
hverju ...
Mann baðar út höndunum og lá
við hann tæki bakföll öðru hverju
af ákafanum.
— Leyfið mér síðan að kynna
vini mina fyrir yður .... síðasti
hópur yngissveina sem kunna að
njóta lffsins hér í Concarneau v .
Hér er Le Pommeret, óforbetran-
tegur kvennaflagari, danskur
vararæðismaður ....
Maðurinn sem stóð upp og rélti
fram höndina var klæddur eins
og sveitaaðalsmaður ... í
teinóttum reiðbuxum, aðskornum
stígvélum og með snjóhvítl
hálsbindi. Hann hafði tígulegl
yfirskegg og sléttgreitt hárið var
örlftið farið að grána. Hann var
Ijósyfiriitum.
— Gleður mig, herra lögreglu-
foringi.
Og Jean Servieres hélt áfram:
— Miehoux la*knir, sonur
fyrrverandi þingmanns ....
Reyndar er hann aðeins læknir á
studd af öerkalýðsforystunni i
landinu?
Láglaunamaður."
0 Þakkir eftir
danssýningu
S.E. hringdi og vildi koma á
framfæri þakklæti til þeirra, sem
stóðu að sýningu íslenzka dans-
flokksins og dansnema í Þjóðleik-
húsinu nýlega fyrir frábært fram-
tak.
Konan sagði: „Að minu áliti var
sýningin mjög vel undirbúin og
skemmtileg, og varð enginn svik-
inn, sem hana sá. Það væri gaman
að sjá dansflokkinn aftur á svið-
inu. Lika væri skemmtilegt að
fræðast um undirbúning svona
sýningar og fólk hefur áreiðan-
lega ekki síður áhuga á því að vita
hvað gerist á bak við tjöldin."
0 Endursýning
óskast
Elísabet Sæmundsdóttir
hringdi og bað okkur að koma á
framfæri þeirri ósk sinni, að
mynd, sem sýnd var i sjónvarpinu
I fyrra og fjallaði um fóstureyð-
ingar verði endursýnd.
0 Finnar —
Rússar —
Þjóðviljinn
Húsmóðir skrifar:
„Það er erfitt að þurfa að vera
nábúi Rússa í dag. Það hefur tek-
ið á Finna að þurfa að sjóða sam-
an friðarskjalið og skrifa undir
það til þess að gleðja Rússa, og
senda svo utanríkisráðherrann
með þetta plagg til forseta Sovét-
ríkjanna með ósk um frið og góða
samvinnu.
Hvað skyldi Þjóðviljinn segja,
ef við þyrftum að standa i svona
löguðu við Englendinga til dæm-
is?
Þeir hertóku okkur á sinum
tima.Það gerðu þeir meðal annars
vegna þess að þá áttu Bandarikja-
menn auðveldara með að flytja
gjafavopnin til Rússa. Þjóðin
skildi þessa ráðstöfun, en ritstjór-
ar Þjóðviljans börðust eins og
ljón og Bretar neyddust til að
taKa tvo og hafa í tugthúsi um
tima.
Krúsjeff sagði ágæta sögu af
finnsk-rússneska striðinu. Rússar
vildu fá part af Finnlandi til þess
að styrkja sig i norðri, Kuusinen,
aðalleppur Rússa i Finnlandi,
hvers nafn verður alltaf notað
sem samnefnari fyrir Rússaleppa
allsstaðar í heiminum, sagði, að
Rússar gætu ráðizt á Finna, þvi
fyrirstaðan yrði nær engin og öll
þjóðin mundi gleðjast.
Minnir þetta kannski ekki á
sumar yfirlýsingar Þjóðviljans
þegar hann talar um þjóðarat-
kvæðagreiðslu I ýmsum málum
hér?
Stalin trúði þessu og stríðið
byrjaði, en viðbrögð Finna reynd-
ust öðruvísi og Rússar misstu eina
milljón manna. Stalin varð
ókvæða við og I veizlu einni
skammaði hann Vorosjiloff hers-
höfðinga. Hann stóð þá upp og
sagði Stalín, að hann gæti þakkað.
sjálfum sér hvernig farið hefði,
þvi að hann væri búinn að láta
drepa flesta göða liðsforingja i
hernum. Síðan tók hann tveim
höndum stærsta fatið á borðinu
og þeytti því i gólfið og allir sátu
agndofa á eftir. Stríðið endaði á
þvi, að Finnar misstu frjósamasta
land sitt og máttu flytja 80 þús.
manns þaðan og borga miklar
stríðsskaðabætur.
Krúsjeff bætti þvi við, að Rúss-
ar hefðu lært af þessu og alltaf
væri hægt að segja eftir á, að
Finnar hefðu byrjað.
Góður Finni sagði við inig:
„Finnar og íslendingar eru dálit-
ið hrjúfari en hinar Norðurlanda-
þjóðirnar, enda standa þeir á út-
verðinum fyrir frelsið í austri og
vestri".
Þetta er rétt, en er ekki okkar
hlutur betri? Hvenær þurfum við
að auðmýkja okkur í augum
heimsins? Við eruin alfrjáls. Ekki
skiptá Bandaríkin sér af þvi hvað
sýnt er hér í biöunum og ekki
þurfum við að senda nokkurn
mann til að kyssa klæðafald
Bandaríkjaforseta.
Á inaður ekki að vera þakklátur
fyrir það?
Húsmóðir".
■HOGNI HREKKVISI,
Lóð á Akrnarnesi
Glæsileg lóð 1 230 fm á Arnarnesi er til sölu.
Gatnagerðargjald og sameiginleg kyndistöðvar-
gjöld eru þegar greidd.
Uppl. í síma 287 1 9.
EINBYLISHUS OSKAST
TIL KAUPS Á
RE YK J A VÍKU RS VÆÐIN U
Húsið þarf að vera alls 170—200 ferm. og vera
fullgert. Æskilegt er að húsið sé á tveimur hæðum.
Allhá útborgun. Upplýsingar í síma 42335 kl. 6—7 í
kvöld.
Eyrarbakkakirkjugarður
Ákveðið hefur verið að skipuleggja og lagfæra nýrri hluta kirkjugarðs-
ins nú þegar. Nauðsynlegt reynist að hreyfa legsteina til samræmingar,
breyta hæð leiða og lengd. Kortlagning alls kirkjugarðsins er einnig
fyrirhuguð. Viðkomandi aðilar eru vinsamlegast beðnir að hafa sam-
band við formann sóknarnefndar Ólaf Gislason eða sóknarprest fyrir
12. júni 1975.
Sóknarnefnd Eyrarbakkakirkju.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 65. 66. og 68. tölublaði Lögbirtingablaðs 1974 á
verksmiðjuhúsi við Sæmundargötu á Sauðárkróki með tilheyrandi
lóðarréttindum og með vélum og tækjum, tilheyrandi sokka og
prjónaverksmiðju i húsinu í húsinu talið eign Samverks h.f. fer fram að
kröfu Framkvæmdasjóðs (slands, Iðnaðarbanka íslands ofl. á eigninni
sjálfri þriðjudaginn 10. júni 1975 kl. 14.
Bæjarfógetinn á Sauðárkróki.
Hestamannafélagið Fákur
Reiðnámskeið
Námskeið í reiðmennsku verður haldið að Víði-
völlum kl. 15., 17.30., 19.30 og 21.30. og
hefst sunnudaginn 8. júní.
Kennari er Reynir Aðalsteinsson. Þátttaka til-
kynnist í skrifstofu Fáks fyrir laugardag í síma
30178 milli kl. 2 og 5.
GARDENA
Hver er þessi með hárkolluna?
FJOLBREYTT
ÚRVAL
SLÖNGUTENGI
GARÐÚÐARAR
Hu iuíB tm
UTSOLUSTAÐIR:
Verslanir J. Zimsen,
Reykjavik
Kron járnvöruverzlun,
Reykjavík,
Byggingavöruverzlun
Kópavogs,
Kaupfélag Hafnfirðinga,
Þakpappaverksmiðjan
Garðahreppi,
Kaupfélag
Suðurnesja,
Keflavfk,
Gunnar Ásgeirsson h.f.,
Akureyri,
Brynjólfur Vignisson,
Egilsstöðum,
Verzlunin IVIiðhús,
Vestmannaeyjum,
Verzlun J. Fr. Einarsson,
Bolungarvík.
unnai S4bgeittbon k.f.
SUÐURLANDSBRAUT 16.
GLERÁRGÖTU 20. AKUREYRI.
&> SIG6A V/ÖGÁ £ ýiLVEgAU
Vó ■SEGW ekk\ ;