Morgunblaðið - 04.06.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.06.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1975 23 Götulífsmynd frá Hafnarstræti á ísafirði. Nautgripakjötið í heild- sölu hækkar um 13,2% SEX-manna nefnd hefur náð sam- komulagi um verðlagningu búvöru, sem samkvæmt lögum skal koma til framkvæmda hinn 1. júní. Verðlagsgrundvöllurinn hækkar um 13,24% en sem kunnugt er skulu niðurgreiðslur hækka á þeim vörutegundum, sem þegar eru niðurgreiddar, þannig að útsöluverð þeirra standi óbreytt þar til annað verður ákveðið samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt þessu hækkar smá- söluverð einungis á þeim vöruteg- undum, sem ekki hafa verið greiddar niður. Þó hækka kartöflur um þá hækkun sem samþykkt var á pökkunarkostnaði þeirra og varðandi smásöluálagn- ingu á þdssum vörum var einung- is tekið tillit til þeirrar hækkun- ar, sem stafar af rýrnun varanna á sama hátt og verið hefur. Sem dæmi um hækkun smá- söluverðs má nefna að skyr Sýning á skipu- lagi brezkra bæja hefst í dag HJA Byggingarþjónustu Arki- tektafélags Islands að Grensás- vegi 11 hefst í dag sýning á gögn- um sem íslenzkir arkitektar öfl- uðu sér á ferð um Bretland, sem þeir fóru á vegum félagsins tii að kynna sér skipulag nokkurra nýrra bæja þar um slóðir. Sýning- in er öllum opin, sem áhuga hafa á skipulagi, dagana 4.-6. júní kl. 13—18. — Humarbátar Framhald af bls. 24 skrifstofustjóri hjá Fiskiðjunni, sagði, að búið væri að ræða þetta mál og það yrði kannað á næstu dögum. Stærð humarsins, sem bærist á land í Eyjum yrði borin saman við þann, sem bærist á land annars staðar og því ærti að vera auðvelt að fá niðurstöðu i þessu máli. Það mætti líka benda á það, að sá humar sem fengist við Vestmannaeyjar væri almennt smærri en sá, sem veiddist annars staðar eins og t.d. austur í bugt- um. hækkar um 10 krónur — úr 95 kr. eða um 10,5%, mysuostur úr 228 kr. kg. í 252 kr. eða um 10,5% og hjörtu og nýru úr 322 kr. kílóið í 359 eða um 11,5%. Heildsöluverð á nautgripakjöti hækkar um hækkun verðlags- grundvallar landbúnaðarins eða um 13,2%. r — Aburður Framhald af bls. 24 að magnið yrði svipað í gær. Með því móti myndi heildarmagnið endast langleiðina út vikuna en samtals voru það um 6500 tonn sem afgreiða mátti. Grétar kvað mesta vandaverkið nú vera að skipta þessu magni sem eftir væri bróðurlega á milli svæðanna hér á Suðurlandi. — Spærlingur Framhald af bls. 24 mætti við því, að fleiri ættu eftir að sækja um eins og t.d. bátar frá Vestmannaeyjum. Menn biðu kannski rólegir enn, þar sem ekk- ert verð væri komið á fiskinn. - Páfi hvassyrtur Framhald af bls. 1 vegna þess hve mikil áherzla var lögð á hervald, á leiðtogafundi NATO í Brússel i fyrri viku. Ford forseti svaraði páfa með þvi að fullvissa hann um að bandariska stjórnin myndi gera allt sem i hennar valdi stæði i tilraunum til að koma á varanlegum friði i heiminum og óskaðl eftir andleg- um stuðningi og hvatningu páfa til að geta rækt starf sitt betur af hendi. Fréttaritarar segja einnig, að grunur hafi leikið á því meðal ráðamanna Vatíkansins, að til- gangurinn hjá Ford væri að nota fund sinn með páfa sér til fram- dráttar meðal kaþólskra kjósenda í Bandaríkjunum í forsetakosn- ingunum, sem fram eiga að fara í nóvember á næsta ári. Voru ráða- menn mjög tregir á að leyfa fréttamönnum að fylgjast með fundinum og var fréttamiðlun takmörkuð verulega. Stjórnmálafréttaritarar i Evrópu og Bandaríkjunum velta nú mjög fyrir sér árangri af topp- fundum Fords með leiðtogum NATO-rikja og Sadat Egypta- landsforseta og eru margir þeirrar skoðunar að fundirnir hafi styrkt mjög stöðu Fords á alþjóðavettvangi og jafnframt aukið líkurnar fyrir árangri í friðarumleitunum i Miðaustur- löndum auk þess sem samstarfið innan NATO virðist nú allt i einu jákvæðara. Forsetinn lagði mjög mikla áherzlu á það i viðræðum sínum, að Bandaríkjamenn myndu ekki hvika frá skuldbind- ingum sinum við bandamenn sína innan NATO. Ákvörðun tsraela um að draga til baka hluta af herliði sínu við Súezskurð hefur einnig mælzt mjög vel fyrir og Sadat Egypta- landsforseti sagði við Fréttamenn á Aþenuflugvelli, er hann lenti þar á leið heim frá Salzburg, að hann myndi íhuga mjög vandlega í náinni framtíð að endurgjalda þennan friðarvott tsraela. tsraelar munu Ijúka brott- flutningi fyrir hádegi á niorgun, fimmtudag, er Sadat opnar Súez- skurð fyrir umferð á ný eftir 8 ára lokun. — Lúðvík Framhald af bls. 2 ástæður fyrir þeim vanda, sem þarna er við að fást. 1 fyrsta lagi: Það hefur orðið nokkuð verðfall á útfluttum sjávarafurðum, einkum fisk- blokk og fiskimjöli ... 1 öðru lagi stafar efnahagsvandinn af því, að kaupgjald hér innan lands hefur hækkað nokkuð mikið og framundan eru miklar hækkanir á kaupgjaldi og öðr- um kostnaði í kjölfar nýrra vísi- töluhækkana." 1 sama viðtali er Lúðvík Jós- epsson spurður álits á þeirri tillögu vinstri stjórnarinnar að fresta öllum grunnkaupshækk- unum umfram 20%. 1 svari sínu sagði Lúðvík Jósepsson: „Það er því hreint ekki óeðli- legt, þegar um er að ræða að gera þurfi ráðstafanir til að draga úr vísitölu-uppbót á laun og annað af því tagi, að þá komi fram tillögur um að fresta slík- um umframhækkunum." Skömmu eftir að núverandi ríkisstjórn var mynduð ræddi Lúðvík Jósepsson um efna- hagsmálin á Alþingi og sagði: „Það þarf að koma í veg fyrir það að kaupið eftir einhverjum vfsitölureglum eins og þeim, sem við höfum búið við æði upp á eftir verðlagi, þvf að það kipp ir vitanlega fótunum undan eðlilegum rekstri eins og nú er ástatt. Þetta var gert í tíð fyrr verandi rikisstjornar með bráðabirgðalögum frá þvi i mai sl. Þá átti að réttu lagi kaup- gjald að hækka um 14,5%, eða um 15,5 K-vísitölustig 1. júni, og á eftir slíkri hækkun hefðu landbúnaðarvörur hækkað gíf- urlega strax á eftir, vinna hefði hækkað gifurlega og siðan orð- ið önnur kollsteypa þar á eftir. Mér er það alveg ljóst, að við þær aðstæður, sem við búum við í dag, er engin leið að halda atvinnurekstrinum gangandi í fullum krafti eins og verið hef- ur, ef þessu skrúfugangur yrði látinn ganga áfram eins og ástatt er. Það visitölukerfi, sem SEXTlU til sjötiu manns með 20—30 bíla og fjölda hjólhýsa munu taka sér far frá tslandi með fyrstu ferð færeysku bilaferjunn- ar Smyrils, en skipið keniur hingað í sína fyrstu ferð þann 14. júni n.k. Upppantað mun vera að mestu í ferðir skipsins fram i byrjun ágúst, en eftir það dregur verulega úr ásókn frá Islandi, en verður því meiri að utan, þegar fólk kemur heim úr sumarfríum á ný. Pétur Helgason hjá Ferðaskrif- stofunni Urval, sem er umboðs- aðili S'myrils á Islandi, sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að ráðgert væri að Smyrill legðist við búum við, hefur vissa kosti. Það getur skapað meiri kyrrð á vinnumarkaðnum undir vissum kringumstæðum, að launþegar vita það, að þeir hafa vissa tryggingu fyrir kaupmætti sinna launa. En það sjá allir, að ef t.d. er um það að ræða, að erlendar verðhækkanir eru mjög miklar og hafa víðtæk áhrif, sem leiða til ha'kkunar á mörgum sviðum og það gerist á þeim tíma, sem útflutnings- vöruverð okkar ha'kkar ekki, stendur í stað eða jafnvel fer lækkandi, þá fær svona skrúfu- gangur ekki staðizt, og þá er að finna ráð til þess að koma í veg fyrir þennan vanda, þannig að launafólkið I landinu fái við unað, en atvinnurekstrinum sé forðað frá afleiðingum þessara sffelldu hækkana. Þetta er að mfnum dómi langsamlega stærsta vandamálið." — Húftrygging Framhald af bls. 2 við 7 þúsund króna eigin áhættu, sem var áður minnsta áhætta er hægt var að taka. Þorgeir kvað ekki hafa reynt á það enn að ráði hvort bifreiðaeig- endur segðu upp húftryggingun- um vegna þessarar hækkunar en taldi viðbúið að eitthvað yrði um slíkt. Aftur á möti kvað hann ástæðu til aó benda fólki á, að notfæra mætti sér húftrygging- una án þess að það hefði veruleg- an kostnað í för með sér. Benti hann t.d. á, að nú væri hægt að taka húftryggingu með 100 þús- und króna eigin áhættu, sem varla gæti talizt óhóflegt þegar þess væri gætt að bifreiðar kost- uðu nú um og yfir eina milljón króna, en iðgjald af slíkri húf- tryggingu væri 8.730 kr. Hefði síðan viðkomandi tryggingartaki 40% bónus hjá tryggingarfélagi sínu væri þessi upphæð komin niður i 5.238 kr. — án söluskatts að vísu. Húf-tryggingin ætti því eftir sem áður aö koma þeim að notum er vildu tryggja dýrar bifreiðar sínar fyrir algjöru tjóni. — Guðmundur H. Garðarsson Framhald af bls. 24 yrði til allsherjaratkvæða- greiðslu um boðun vinnustöðv- unar. Vegna samningsstöðunn- ar og hversu naumur tími væri til stefnu var sú ákvörðun tekin, sem fram kemur i framangreindri ályktun. Morgunblaðið leitaði til for- manns V.R., Guðmundar H. Garðarssonar, og spurði hann hver væri ástæðan fyrir því að félagið ætti ekki lengur aðild að heildarsamstöðu ASl. „Haustið 1974 viðurkenndi verkalýðshreyfingin, að við mikinn vanda væri að glíma í efnahagsmálum þjóðarinnar," svaraði Guðmundur. „Rökrétt framhald þeirrar viðurkenn- ingar var sú afstaða ASl, að í þessari erfiðu stöðu skyldi lögð áherzla að tryggja láglauna- fólki almennu verkalyðs- félaganna, félaga skrifstofu- og verzlunarfólks, iðnverkafólks og annarra skyldra félaga, sem mestar kjarabætur. Á grund- velli þessarar stefnu náðust að bryggju á Seyðisfirði kl. 16.30 þann 14. júní. Ekki yrði viðdvölin þar löng og færi skipið á ný ki. 20 sama dag. Ekki hafa borizt neinar tölur um fjölda bíla og farþega að utan i þessari fyrstu ferð, en vitað er að ekki er fullbókað i þá ferð, enda var hún ákveðin fyrir stuttu og er nokkurs konar aukaferð. Ákveðið er að skipið verði á hverjum laugardegi á Seyðisfirði i sumar. Farið verður þaðan á laugardagskvöldi og komið kl. 13 á sunnudegi til Þórshafnar, en þar verður stoppað til miðviku- dagsmorguns, en þá verður haldið af stað til Bergen. A meðan dvalið fram hinar svonefndu láglauna- bætur, sem allir kannast við. Á baknefndarfundi ASl 22. maí var brugðið út af þessari stefnu, þannig að tekin var af- dráttarlaus afstaða til samstöðu sem fól i sér að berjast átti fyrir kjarabótum, einnig vegna aðila sem hafa mjög háar tekjur og búa við mun betri kjör en hinn almenni launamaður. Það var mat nokkurra okkar i verka- lýðshreyfingunni, að staðan i dag leyfði ekki slíka heildar- samstöðu og ef af henni yrði myndi það torvelda baráttuna fyrir bættum kjörum hinna verr launuðu. Ég lét þessa skoð- un i ljós á umræddum bak- nefndarfundi, og gat þess jafn- framt að gagnvart því fólki sem er i V.R. gæti ég ekki mælt með slíkri samstöðu. Alltof margir gera sér ekki grein fyrir að uppbygging samninga sumra félaga fela í sér mikla mögu- leika til að nýta margfalt t.d. heildarsamkomulag sem fæli í sér krónutöluhækkun, þannig að þegar samið er um t.d. 50 króna hækkun í almennu félög- unum, geta félagar hinna svo- nefndu prósentu- og uppmæl- ingafélaga fengió mun meira í aðra hönd. Heildarsamstaða á þessum grundvelli eykur launa- misrétti og hefur óæskileg áhrif svo sem allir muna frá heildarkjarasamningunum i fyrra. Almennu félögin eiga ekki að stuðla að slikri þróun, og ættu að hafa lært sina lexíu i þeim efnum. Franjangreind staðreynd mun hafa ráðið miklu um af- stöðu manna á fundi V.R. i fyrradag. Því til viðbótar má geta þess, að þrátt fyrir viðræð- ur 9-manna nefndar ASl við vinnuveitendur undanfarnar vikur var ekki búið aö tryggja í fyrradag, þrátt fyrir itrekaðar óskir, að fuiltrúar kjararáðs verzlunarinnar, sem er veiga- mikill samningsaðili gagnvart félagsmönnum V.R., settust að samningaboröinu ásamt full- trúum annarra vinnuveitenda. Félagsmenn V.R. ætlast til þess aó sömu mistökin frá því i við- ræðunum um bráóabirgóasam- komulagið i marz — apríl, þeg- ar fulllrúar kjararáðs verzlun- aritjnar voru ekki til kvaddir i tíma, endurtaki sig ekki að þessu sinni. Við teljum það því öruggari leið til að fá viðræður við alla okkar gagnaðila aö taka upp beinar samningaviðræður. Þá vil ég geta þess, aö það hafði mjög slæm áhrif á félags- menn V.R. almennt og veikti trú þeirra á sumum forustu- mönnum ASI, þegar þeir beint og öbeint hvöttu starfsmenn ríkisverksmiðjanna til að viröa bráðabirgðalögin að vettugi. Að sjálfsögðu vill enginn að frjáls samningsréttur sé skertur en svo alvarlegt ástand getur skap- azt í þjóðfélaginu vegna að- gerða tiltölulega fárra, að þjóðarheill krefjist þess að rikisvaldið grípi inn i.“ Morgunblaðið spurði Guðmund hvort hann teldi að til verkfalla kæmi. „Að sjálf- sögðu vonast allir til þess að samningar takist án átaka en til þess að samningar náist þarf tvo til og að báðir aðilar sýni skilning og velvilja." sagði Guðmundur. er i Þórshöfn geta farþegar dvalið um borð eða tekið farartæki sín i land, sér að kostnaðarlausu. Til Bergen verður svo komið á fimmtudagsmorgun og farið eftir skamma viðdvöl til Þórshafnar á ný og komið þangað ó föstudags- morgun. Til íslands fer svo ferjan á föstudagskvöldi. Pétur sagði, að því miður hefðu Islendingar ekki fengið öll þau pláss i skipinu, sem óskað hefði verið eftir i sumar. Mikil ásókn væri i Færeyjum i að ferðast með skipinu og virtist það vera metnaðarmál hvers Færeyings að ferðast með þvi í sumar. 70 manns og 30 bílar með Smyrli í fyrstu ferðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.