Morgunblaðið - 06.06.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.06.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐlÐ, FÖSTUDAGUR 6. JUNI 1975 Ekki útilokað að stórir markaðir opnist í V-Afríku fyrir íslenzkar sjávarafurðir... SVO getur farið, ef rétt verður haldið á málunum, að Islend- ingar fái góðan markað fyrir heilfrystan fisk í V- Afríkulöndunum á næstu ár- um, en íbúar þcssara landa neyta mikils fisks og vilja helzt fá hann eins og hann kemur upp úr sjónum, þ.e. óslægðan. Þá er ekki ólíklegt, að hægt verði að vinna markað fyrir ís- lenzka loðnu I Nfgeriu í tals- verðum mæli. Þetta kemur fram í samtali, sem Morgun- blaðið hefur átt við Ólaf Guðmundsson, framkvæmda- stjóra Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í London, en hann sat aðalfund SH I Reykja- vfk f lok síðustu viku. Ólafur kom fyrir skömmu frá Afríku, þar sem hann athugaði mögu- leika á sölu á íslcnzkum sjávar- afurðum. — Eg fór í aprílmánuöi til V-Afríkulanda, segir Ölafur, frá Fílabeins.ströndinni austur til Nígeríu. Á þessu svæöi búa um 100 millj. manna, en fyrst og fremst eru þaö tvö lönd, sem gætu komið til með að skipta við okkur, Nígería og Fílabeins- ströndin. Ghana er reyndar á milli þessara landa, en þar hafa íbúarnir þróað sinn fiskveiði- flota og eru sjálfum sér nógir að mestu leyti. Lönd eins og Togo og Dahomey fá sínar sjávarafurðir að mestu leyti í gegnum Nigeríu. — Hver var ástæðan fyrir þessari Afríkuferð þinni? ingu. önnur eru yfirleitt mjög smá. Þessi innflytjandi kaupir t.d. um 70þús. lestir.af frystum fiski af Rússum árlega. — Er þá möguleiki fyrir Is- lendinga að selja fisk til Nfgeríu á næstunni? — Miðað við þann verðlags- grundvöll á framleiðslunni hér heima, verður ekki séð, að við getum selt þeim fisk á þvi verði, sem þeir bjóða. En þess ber að geta, að fyrir fáum árum var engin aðstaða þarna til að taka á móti frystum fiski. Að mínum dómi gætum við undir réttum kringumstæðum sent prufur á Nígeríumarkaðinn og á ég þá fyrst og fremst við karfann. Það kæmi vel til greina að heilfrysta hann og senda hann þangað. A sama hátt mætti senda þeim loðnu, í sambandi við loðnusölur til Japans. Japanirnir vilja aðeins hrygnu, en Nígeríumenn ekki, og því gæti hængurinn orðið góð markaðsvara í Nígeriu. Og ég tel alls ekki útilokað, að þarna opnist stórir markaðir fyrir Islendinga í framtíðinni. Eðlilega mun það hafa áhrif á gang mála, hvað aðrir framleið- endur geta selt mikinn fisk á þessum mörkuðum á lágu verði og svo hve mikið magn berst á land hér heima. Við höfum ekki aðstöðu til að selja vanþróuðu löndunum fisk, meðan við fáum hærra verð annars staðar. — Ef við snúum okkur nú að hinu alvarlega ástandi, sem rík- ir á Evrópumörkuðunum. Hverjar eru horfurnar þar fyr- ir Islendinga? — Ástandið er þannig, að markaðirnir eru yfirleitt yfir- fullir af fiski og hafa verið frá því á síðasta ári. Verðið lækk- aði þá, þ.e. framboð var langt umfram eftirspurn. Hvað Bret- land varðar, kom mesta fram- boðið af frystum flök- um frá norskum verksmiðju- togurum. Og var það fyrst og fremst orsökin fyrir fyrir nokkrar brezkar hafnir, sem síðan orsakaði innfíutn- ingsbann um tíma og varð til þess að Norðmenn og Bretar sömdu um nýtt lágmarksverð á Ólafur Guðmundsson j — segir Ólafur Guömundsson framkvæmdastjóri jJSölumiðstöðvar hraðfrgstihúsanna í London — Það sem úrslitum réð um að þessi ferð var farin, voru markaðserfiðleikarnir í Japan. Sögusagnir voru á kreiki um, að hægt væri að vinna markað í þessum löndum fyrir loðnuna. Nú ég verð að segja það, að hvað Fílabeinsströndina varð- ar, þá reyndist árangurslaust að bjóða þeim loðnu. En innflytj- endur þar hafa áhuga á smærri bolfisktegundum. Sjálfir fiska þeir töluvert af sardínellu og setja hana á markaðinn ferska. Meðal annars af þeim orsökum er erfitt að vinna frystri loðnu markað. Ennfremur er loðnan minni og því reyndist það óger- legt að fá nokkurn til að reyna loðnusölu. Aftur á móti hefur þróazt þarna stór markaður fyr- ir frystan bolfisk, en þessi markaður er frábrugðinn okkar hefðbundnu mörkuðum að því leyti, að þeir vilja fá fiskinn frystan eins og hann kemur upp úr sjónum. Núna neyta þeir um 60 þús. lesta af heil- frystum fiski á ári. Þennan fisk kaupa þeir frá verksmiðjuskip- um, sem eru á veiðum undan strönd V-Afríku, eins og t.d. af Kóreumönnum, Japönum og iangmest af Rússum, en af þeim keyptu þeir 30 þús. tonn i fyrra, en heildarinnflutningur- iijn er um 35 þús. lestir árlega. Forstjóri fyrirtækisins, sem flytur fiskinn inn, taldi að þeir væru alltof háðir Rússum og vildi leita eftir nýjum við- skiptaaðilum. Þegar að verðinu kom, reyndist það verð, sem Rússar geta sætt sig við, veru- lega lægra heldur en íslenzkir framleiðendur geta við unað og að sjálfsögðu munar mestu um hátt flutningsgjald frá Islandi til V-Afríku. Þá má geta þess, að hver íbúi Fílabeinsstrandar- innar neytir um 25 kg af fiski árlega. — Hvernig gengu svo vidræð- urnar i Nígerfu? — Þar var að sjálfsögðu rætt um loðnuna i upphafi og það kom i ljós, að þeir veiða þar töluvert að vatnafiski, sem ekki er ósvipaður loðnunni. Fiski- mennirnir fara á smábátum og veiða fiskinn i net og selja síð- an á mörkuðunum beint til neytendanna, sem steikja hann ferskan. Eftir því, sem næst verður komizt, þá gildir það sama með þennan og annan fisk i Nígeríu, að verðið er mjög lágt, og ennfremur kom í ljós, að þeir kaupa mikið af frystum fiski af Rússum. — Eru margir, sem flytja fisk inn til Nígeríu? — I höfuðborginni, Lagos, er eitt fyrirtæki, sem er allsráð- andi um innflutning og dreif- flökum. Ég tel ekki líklegt að sjómennirnir grípi til svipaðra aðgerða aftur, og nú beina þeir öllum kröftum sínum í þá átt að brezka landhelgin verði færð út í 200 sjómílur. Franskir fiski- menn lokuðu einnig nokkrum höfnum fyrir kollegum sínum í Belgíu og Hollandi eða allt þangað til þeir fengu loforð um aukna styrki. — Hvar er ástandið verst fyr- ir okkur með tilliti til þess, að EBE-löndin hafa ekki enn stað- fest tollaívilnanir tslendinga hjáEBE? — Við höfum alla tíð skipt mest við Breta og um þessar mundir þurfum við að keppa við tollfrjálsan fisk frá Dan- mörku og fisk frá Noregi, sem lítili tollur er á, en Norðmenn náðu hagkvæmum samningum við EBE. Ef svo fer að samning- ur okkar við EBE nær ekki fram að ganga, verður það gjör- samlega útilokað fyrir okkur að selja mikilvægar afurðir eins og fryst flök og rækju til Evrópu. Ef samkomulagið tæki gildí, yrðu rækja og fryst flök tollfrjáls og aðeins 3.8% tollur yrði á heilfrystum fiski. Það er því höfuðatriói, að þessi samn- ingur nái fram að ganga, ef við teljum þessa markaði okkur mikilvæga. — Þ.O. Jón Auðuns, fgrrv. dómprófastur: Tvær at- hugasemdir HR. RITSTJ., mig langar tii að biðja yður fyrir tvær stuttar athugasemdir. Hin fyrri er við ummæli, sem sra BoIIi Gústafsson hafði eftir Jóni biskupi Helgasyni í sunnu- dagspistli í Mbl. 25. maí. Ummæli hins merka biskups eru nál. 60 ára gömul og þurfa því lesend- anna vegna nokkurrar athuga- semdar við, þegar til þeirra er nú gripið til að styðja málstað háskólarektorsins" í Skálholti. Þeir sra Haraldur Níelsson og Jón Helgason voru öflugustu baráttumenn frjálslyndu guð- fræðinnar á tslandi, vinir og sam- herjar. Þeir voru lærðastir guð- fræðinga á sinni tíð hérlendis, og trúlega af flestum álitnir mestir gáfumenn ísl. kirkjunnar. Sra Haraldi urðu það vonbrigði, þegar þessi samherji hans í baráttunni fyrir frjálslyndri guðfræði og biblíugagnrýni tók afstöðu til sálarrannsóknamálsins mjög á sama veg og flestir danskir kirkjumenn, en danska kirkjan var þá miklu ihaldssamari en þorri ísl. presta og kirkjumanna. Jón biskup stóð I nánum vina- tengslum við fremstu guðfræð- inga Dana og dönsku þjóðina. Þess var oft getið til að nokkur áhrif á afstöðu hans til spirit- ismans muni þessi sterku dönsku tengsl hafa haft. Próf. Haraldur hafði hinsvegar miklu meiri and- leg samskipti við brezka kirkju- heiminn. Af tilefni, sem óþarft er að rekja frekar hér, lét Jón Helgason bisk. danskan blaðamann hafa eftir sér þau ummæli um spírit- ismann á íslandi, sem sra Bolli birti í Mbl. vini sínum í Skálholti til stuðnings. Biskuparnir tveir á undan dr. Jóni Helgasyni, þeir Hallgrímur Sveinsson og Þórhall- ur Bjarnarson, höfðu báðir haft vinsamlega afstöðu gætinna og viturra manna til sálarrannsókna- málsins. Próf. Haraldur svaraði Jóni biskupi með fyrirlestrum, sem síðar birtust í bæklingnum „Hví slær þú mig?“, og sneri vörninni svo rækiiega í sókn, að þessi litla bók varö eitt allra áhrifamesta rit, þá og síðar, fyrir framgangi spírit- ismans á Islandi. Dr. Jón Helgason hafði andúð á þeirri rannsókn „dularfullra fyrirbrigða", sem hafin hafði verið í Rvík með þátttöku nokk- urra merkra bæjarbúa í mennta- stétt, og andúð hans leiddi til þess, að hann kynnti sér málið aldrei svo að nokkuru næmi, nema af bókum danskra guðfræð- inga. Þessvegna stóð próf. Harald- ur svo miklu betur að vígi sem raun var á, þegar hann hóf kröftug andmæli gegn ummælum Jóns biskups. Ég tel rétt að þetta komi fram, þegar ummæli biskups eru nú birt. En sama og ekkert annað skrifaði hann, hinn siskrifandi afkastamaður, um þetta mál. Enda ekki honum likt að hætta sér langt út á ís, sem hann vissi ekki örugglega að hann gæti fótað sig á. Þá bið ég fyrir aðra athuga- semd, herra ritstj. I grein, sem Skálholtsrektorinn birti í Mbl. 23. sl., segir hann sér hafi verið tjáð, að ég hafi „helgað" honum að nokkuru leyti erindi, sem ég flutti í útvarpi sl. uppstigningardag. Sannleikurinn er sá, að ég hafði ekki lesið Kirkjuritið með boðskapnum úr Skálholti, er ég samdi erindi mitt. Ritið hafði raunar borizt mér sem kaupanda, en svo lítið hefir mál- gagn kirkju minnar oft að segja mér og flytur mér svo lítið aðlaðandi lestrarefni alloftast á siðustu árum, að ég blaðfletti því og legg það síðan ólesið til hliðar. Svo hafði farið að þessu sinni. Ctvarpserindi mínu var því ekki beint gegn Skálholtsrektornum, þótt hitt muni sönnu nær, að fjarri fari þvi að sjónarmið okkar guðfræði fari saman. Svo hrýs mér hugur við neikvæði hans gegn kjarnaatriðum kristindóms- ins, eins og guðspjöllin geyma þau. Svo margir mætir menn hafa gripið pennann gegn boðskapnum úr Skálholti, að bera væri i bakka- fullan læk að bæta þar við. I þrem dagblöðum Rvíkur a.m.k. hafa menn risið til andmæla, ýtarleg- Jón Auðuns. ast sra Þórir Stephensen í ágætri, rökfastri og hófsamlega ritaðri grein í Mbl. En að svo miklu leyti sem ég veit, er hann einn um það allra þjónandi presta landsins. Útvarpserindi mitt, sem sra Heimir vék að i Mbl. og áreiðan- lega geymir mjög önnur sjónar- mið en hans, er heimilt til prent- unar i fjölmiðli, ef óskað er, en fjölmiðli, sem landsfólkið les. Langt er frá því, að fyrir neðan mína virðingu sé að leggja mál mitt undir dóm „almúgans" í iandinu. Ég lærði m.a. það í prestsstarfi mínu í 43'ár, að um trúarverðmæti og kenningar eru greindir leikmenn ekki siður dómbærir en þeir, sem guðfræði hafa lært. Það er m.a. vegna þessa, að ég tel hreinlega fjar- stætt að svipta almenning í söfnuðunum valdi til að velja sér prest. — Tónleikar Framhald af bls. 13 kammertónlistar frístundastarf og æfingar unnar að loknum erfiðum starfsdegi við hljóm- sveitaræfingar, konserta, upp- tökur og kennslu. Slíkt ástand er blátt áfram skaðlegt íslenzku tónlistarlifi og brýtur niður þrek og tóngleði manna. Ég álit, að Sinfóníuhljómsveit Islands beinlínis græddi á því, að ætla hljóðfæraleikurum sínum tíma og verkefni á sviði kammertón- listar, bæði til flutnings í Reykjavík og úti á landi. Sem Þjálfun og menntun yrði slík ráðstöfun áreiðanlega til mikill- ar blessunar fyrir hljómsveit- ina, sem oft hefur verið þrúguð af músikleiða. Það var ekki laust við að þreyta kæmi fram i leik fimm- menninganna í upphafi tónleik- anna, nema ef ástæðan hafi verið sú að færri æfingastundir hafi verið lagðar i að æfa Mozartkvintettinn en seinni verkefnin. Deborah Davis (cello) og Stephanie Riekman • (lágfiðla), eru mjög góðir hljóðfæraleikarar og var ieikur þeirra frábær í öllum viðfangs- efnunum. Þrátt fyrir nokkur tónslys var leikur Guðnýjar viða góður og þá sérstaklega i Bartokkvartettinum sem í heild var mjög vel spilaður. Þessir tónleikar voru í alia staði mjög ánægjulegir og Ijós vottur um mikla grósku í ísl. tónmennt þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Jón Ásgelrsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.