Morgunblaðið - 06.06.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.06.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JUNI 1975 Harðfenni átúnum Mjófirðinga Mestu snjó- þyngsli að vori í 25 ár Á ÁKVEÐNUM stöðum á Austurlandi er enn feikn mikið af snjó síðan í vetur og hefur ekki verið svo mikill snjór á þessum árstíma í ára- tugi eða allt síðan snjóaárið mikla 1951. Meðfylgjandi myndir eru frá Mjóafirði, en Vilhjálmur Hjálmarsson menntamála- ráðherra tók myndirnar í heimabyggð sinni og eru þær annars vegar frá páskum og hins vegar til samanburðar frá því eftir hvítasunnu, eða í maílok. Fáa mánuði á ári er unnt að komast akandi landleiðina til Mjóafjarðar, en áformað er að bæta þar úr því að Mjói- fjörður er einn fegursti fjörður Austfjarða og þangað ættu landsmenn að geta ekið eins og til annarra sérstæðra staða á landinu. Sá feikn mikli snjór sem enn hefur verið i norðanverð- um Mjóafirði í vor er gamall snjór eða síðan í janúar. Á bæjartúnum byggðarinnar í kring um Brekku var allt upp í margra metra þykkur snjór um miðvetur. „Þetta er því löngu orðinn harður gaddur," sagði Vilhjálmur á Brekku i samtali við Morgun- blaðið, »,en það eru engin dæmi um svona snjóþyngsli síðan 1951 og þá horfði allt öðruvísi við. Þá snjóaði allt fram á sumardaginn fyrsta og þá var allur snjór nýlegur þegar hann grotnaði niður í sumrinu, en síðasti snjórinn hvarf þá ekki fyrr en 1. ágúst úr túngarðinum. Nú er bara að bíða og sjá hverju fram vindur, en það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu með orðum, því að þetta er svo ótrúlegt á þessum tíma þegar vorið fer um hlað í flestum byggðum landsins." Myndin til vinstri er tekin um páskana og sýnir snjóbreiðurnar þá. Mishæðir og hólar í hliðum voru horfin undir samfellda sléttu mjallar. Á miðri mynd er bærinn Brekka, en í fjarska sér til Ekrutinds. Myndina til hægri tók Vilhjálmur í maílok. Lengst til vinstri á myndinni sést til Brekku í sortanum og Ekrutindur er hulinn skýjaþykkni, en myndin sýnir vel þau miklu snjóþyngsli sem eru þarna norðan fjarðarins og kominn júní. Ljósmyndir: Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku. Munurinn norðan og sunnan fjarðar. Báðar myndirnar eru teknar sama dag í maílok. Sú snjólétta sunnan fjarðar, en sú snjó- þunga norðan, en sú mynd er tekin af Þrælatindi rétt utan við Brekku. Hægri myndin er frá páskum í Mjóafirði. Ekru- tindur er til vinstri og Þrælatindur til hægri. Lengst til vinstri eru úti- húsin á Brekku og til hægri er bærinn Brún. Myndin til vinstri er tekin í maílok. Frá vinstri er Brekka, þá Brún og niðri við sjóinn á miðri mynd er bærinn Kastali. Ekrutindur er í fjarska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.