Morgunblaðið - 06.06.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.06.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNl 1975 IJr bók Roberts Conquest: Hin ægilega ógnarstjórn: Hreinsanir Stalíns á fjórða áratnpum Fangabúðir í Archangelsk: Enginn var óhultur. þjóSfélagshópur gat framar verið óhultur fyrir hinni óvæntustu valdnlðslu. Þessari þróun virðist hafa verið fagnað af utanfiokks- mönnum. Viða i bókmenntum, sem fjalla um fangelsi og einangrunarbúðir á þessum tima, má finna frásagnir þess efnis, að það hafi kætt hina óbreyttu fanga, þegar fyrrverandi kvalari úr N.K.V.D. (rússnesku leynilögregl- unni, eldri útgáfu K.G.B.) eða flokksvélinni birtist í fangaklefa eða vinnubúðaskála. Úr kaflanum: Meistari ógnarstjórnar Silalegt og kaldranalegt yfir- bragð og harka einkenndu hinn langa feril Stalíns, og minnir það helzt á skriðjökul. sem hægt og sigandi leitar auðveldustu leiðina niður hlíðar og flatir yfir Alpadal. Þessi sérkenni eru þó aðeins hluti heildarmyndarinnar. Einstöku sinnum — einkum snemma á starfsferli hans — brast honum rósemi og tilfinningarnar, sem héldu honum föngnum og réðu gerðum hans, komu i Ijós. Ógnarstjórn hans virtist aldrei fylgja skiljanlegu mynstri. Dóttir hans telur það eitt af höfuðein- kennum hans. „þegar hann hafði vikið einhverjum úr hópi nánustu vina frá sér og skipað honum i fylkingu með óvinum sinum, þýddi ekkert að reyna framar að tala um þá persónu við hann". Enginn vafi leikur á þvi, að Stalin var einkar langrækinn og unni sér engrar hvildar fyrr en hann hafði komið fram áætluðum hefndum. En það getur þó einungis skýrt hluta af manndrápunum, sem hann fyrirskipaði, þvi hann lét Fimm milljónum var tortúnt í hnnprsneyð einræðisherrans Brezki rithöfundurinn og fræðimaðurinn Robert Conquest mun tala á sameiginlegum hádegisverðarfundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu, sem efnt er til að Hótel Sögu á morgun. Hann fjallar þar um efníð: Vandi vesturvelda. Conquest er viðkunnur fyrir skrif sín og skáldskap og er að auki talinn einn fremsti fræðimaður um Sovétrikin, sem nú er uppi Morgunblaðið birtir i dag og á morgun glefsur úr hinu fræga riti hans Hin ægilega ógnarstjórn: Hreinsanir Stalins á fjórða áratugnum Það skal þó tekið fram, að hér er aðeins gripið niður i bókina og að meira að se'gja þeir kaflar, sem hér eru birtir, eru stórlega styttir. Úr kaflanum: Inngangur: Rætur ógnarstjórnar Með miklu betur undirbúnu áhlaupi með samtvinnuðu miskunnarleysi og efnahagslegu ofbeldi var komið á nærri algjör- um samyrkjubúskap i meginhluta landsins i árslok. 1932. Óll and- staða var brotin á bak aftur með einfaldri aðferð. Ef bóndi fram- leiddi einungis nóg til eigin fram færslu og átti ekkert umfram til að láta rikinu í té, sneru embættis- menn sveitarfélagsins, sem koma áttu á samyrkjubúskap, dæminu við. Hver einasti kornsekkur var tekinn úr kornhlöðunni og seldur til útflutnings, en hungursneyð svarf að. Smjör var flutt úr landi, meðan kornabörn dóu úr mjólkur skorti. Hungursneyðina má beinlinis skrifa á reikning Stalins. Árið 1932 var uppskeran 12% minni en í meðalári. Það var langt frá því að gefa tilefni til hungursneyðar. Sá hluti uppskerunnar. sem tek- inn var frá bændum, jókst hins vegar um 44%. Afleiðingin varð og gat ekki orðið önnur en hungursneyð. E.t.v. er þetta i eina skiptið i mannkynssögunni. sem hungursneyð er algjörlega af manna völdum. Hér getur einnig einu meiri- háttar hungursneyðarinnar, sem stjórnvöld hafa sýnt skeytingar- leysi eða afneitað með öllu, og jafnvel tekizt að verulegu leyti að dylja fyrir almenningi í heiminum. Þetta varð með mjög óheppilegum hætti og magnaði andstæður i stjórnmálum, sem eru enn við lýði. Að sjálfsögðu var ekki unnt. að viðhalda fullkominni leynd. Það var altalað i Moskvu og bað kom fyrir að lágt settur stjórnar- ráðsstarfsmaður ræddi málið við útlending. Á Vesturlöndum urðu auðvitað fyrst og fremst þeir, sem af hug- myndafræðilegum ástæðum eru helztu andstæðingar ráðstjórnar, til að gripa upplýsingarnar og kynna þær. Vinstrisinnar og jafn- vel miðflokkamenn brugðust við með mjög algengum en vanhugs- uðum og óheppilegum hætti. Þeir sefjuðu sjálfa sig með þvi, að frá- Stalín: Langrækinn og hefni- gjarn sögnin væri ósönn eða (sem er mun varf ærnislegra sjónarmið) mjög ýkt. Stjórn Ráðstjórnarrikj- anna hafði ekki viðurkennt neitt. Þrjátiu árum siðar var hulunni aðeins lyft i dagblöðum i Ráð- stjórnarrikjunum. Í greinaflokkn- um „Menn eru ekki englar" dreg- ur höfundurinn Ivan Stadnyuk þessa sögu saman i eina sétningu: „Karlarnir dóu fyrst, síðan börnin og loks konurnar." Eins og alltaf þegar yfirvöfd vilja hvorki veita upplýsingar né leyfa aðgang til rannsóknar á viðeig- andi skjalasöfnum er erfitt að meta fjölda fórnarlambanna. Vandlegt mat á öllum áætlunartöl- um, og öllum greinargerðum bendir til þess. að um 5 milljónir manna hafi látizt úr hungri eða af sjúkdómum vegna hungurs. Encyclopaedia Britannica getur aðeins einnar hungursneyðar, sem hefur reynzt mannskæðari (í Kína 1877—8). Stalín sagði Churchill siðar frá því. að nauðsynlegt hefði reynzt að hafa afskipti af 10 milljónum sjálfseignarbænda, „þorri" þeirra hefði verið „þurrkaður út" en aðr- ir fluttir til Síberfu. Meira en 3 milljónir þeirra virðast hafa hafn- að i þrælkunnarvinnubúðum, en þeim fjölgaði mjög mikið um þessar mundir. Úr kaflanum: Stalín hreiðrar um sig Okkur hættir sennilega til þess að sjá sumar viðfelldari gerðir hinna föllnu foringja i dýrðar- Ijóma. Þegar Isaac Deutscher — eða jafnvel Arthur Koestler — lýsa örlögum stjórnarandstæðing- anna i Ijóma harmleiks, er rétt að minnast þess, að þessir sömu menn viluðu ekki fyrir sér meðan áhrifa þeirra gætti að láta drepa hópa af andstæðingum sínum i stjórnmálum til þess eins að tryggja varanleg völd flokks síns þrátt fyrir almenna andstöðu. eins og fram kom i réttarhöldunum yfir Bukhanin. Þeir höfðu að engu marki mótmælt réttarhöldum, þar sem utanflokksmenn hlutu refsi- dóma byggða á skipulögðum Ijúg- vitnaleiðslum. Fáir þeirra höfðu beitt sér fyrir neinu, sem liktist lýðræðisreglum, jafnvel ekki inn- an flokksins (það er reyndar athyglisvert, að hinar fáu undan- tekningar, eins og t.d. Sparanov, komu aldrei fram i opinberum réttarhöldum). Á næstu árum þurrkaði Stalín út siðustu leifar mannúðar. Enginn bæði lífláta vini og óvini, bæði menn sem hann þekkti næsta litið og persónulega keppinauta. Sá, sem hafði einhvern timann móðg- að hann, lifði örugglega ekki af ógnaröldina, og ekki heldur sá sem Stalin hafði séð ástæðu til að svívirða, eins og t.d. Bauman. Ógnarstjórn Stalins fellur þó i skiljanlegt mynstur, ef litið er á hana sem aðferð til áhrifa á múg, sem tölf ræðilega aðferð fremur en uppgjör einstaklinga. Það mætti Khruchschov. Stjórnaði hreinsun í Úkraínu. leggja Stalín í munn þau rök fyrir hreinsununum, að ógnhrifum yrði fyrst náð, þegar búið væri að taka höndum og skjóta tiltekinn hluta sérhvers þjóðfélagshóps, þeir sem eftir lifðu myndu þá hafa látið kúgast til möglunarlausrar undir- gefni. Úr kaflanum: Aðförin að hernum. Khrushschov sagði svo frá: „Þegar Yakir var skotinn hróp- aði hann: „Lengi lifi flokkurinn, lengi lifi Stalin!" Stalín var sagt frá þvi, hvernig Yakir hefði brugð- ist við dauða sínum, bölvaði þá Stalin honum." Khrushschov greindi frá setn- ingunni „Lengi lifi Stalín!" eins og í henni fælist aðdáun á Stalin. Það er áreiðanlegt að hershöfð- ingjarnir voru ekki svo einfaldir að halda að Stalin ætti enga sök á örlögum þeirra. Yakír var gamal- reyndur kommúnisti og hafði til að bera þá hæfileika sem þurfti til að leika listir stjórnmálamanna á dauðastundinni. En það er miklu nærtækara að ætla, að hann hafi haft fjölskyldu sina i huga. Það hefði ekki verið henni í hag, ef hann hefði á þess- ari stundu hreytt fúkyrðum eða notað tækifærið til að lýsa við- bjóði sinum. Hann var búinn að tala máli þeirra í síðasta sinn. Daginn áður en hann var skotinn sendi hann Voroshilov svohljóð- andi bréf: Til K. Ye. Voroshilov. Ég bið þig og skírskota til margra ára heiðar- legrar þjónustu i Rauða hernum, að þú sjáir til þess, að fjölskylda min, sem er varnarlaus og full- komlega saklaus. hljóti umönnun og aðstoð. Ég hefi beint samhljóða beiðni til N.l. Yezhov. Yakir, 9. júnl 1937. Á afrit sitt ritaði Voroshilov: „Yfirleitt dreg ég iefa heiðarleika óheiðarlegra manna." Voroshilov 10. júni 1937. Yakir tókst ekki að bjarga fjölskyldu sinni. Eiginkona Yakirs, „náinn förunautur I tutt- ugu ár" var tafarlaust send i út- legð til Astrakhan ásamt syninum Pétri og þau svipt vegabréfum. I borginni Volga rákust þau á fjöl- skyldu Tukhachevskys, Uborevichs, Gamarniks o.fl. Afi Péturs hafði falið dagblöðin fyrir móðurinni, þar sem sagt var frá ákærunum á hendur Yakir. Hún sá þau fyrst, þegar eiginkona Uborevichs sýndi henni þau. Dagblöðin höfðu birt falsað bréf sem var eignað frú Yaktr. i bréfinu átti hún að hafa afneitað eiginmanni sinum. Hún bar mót- mæli fram við N.K.V.D., en þeir ráku hana burt. í byrjun september var hún sið- an handtekin. Hún var siðan tekin af lifi og ásamt henni eiginkonur tveggja bræðra Yakirs og sonur annars þeirra svo oq fleiri ættingj- ar. Heimildir segja frá konu, systk- inabarn við Yakir, sem dæmd var í 10 ára fangelsi 1938. „Pési" litli, sem há var 14 ára var send- ur á uppeldisheimili. Tveimur vik- um siðar komu menn frá N.K.V.D. að næturlagi og námu hann á brott. Hann dvaldist siðan mörg ár I fangelsum og vinnubúðum. i þrælkunarvinnubúðum norður við heimskautsbaug hitti hann af hendingu fyrrverandi aðstoðar- mann föðurins, sem sagði honum nákvæmlega frá handtöku hans. Þegar Khruchscov heimsótti Kazakhastan 1961, náði Pétur Yakir tali af honum,; „Hann spurði mig um föður sinn. Hvað átti ég að segja honum?" Um það leyti er Yakir var handtekinn og tekinn af lífi hafði Khruchschov kallað hann „þorpara, sem vildi greiða götu þýzkra fasista". Úr kaflanum: Landauðn í Úkraínu. . . . Undirnefnd á vegum stjórn- málanefndar flokksins kom til Kiev i ágúst 1973. Nefndin var skipuð þeim Molotov, Khruchschov og Yezhov og höfðu þeir á að skipa öflugri sveit „úr- vals lögreglumanna" úr N.K.V.D. (rússnesku leynilögreglunni, siðar K.G.B.). Á fundi miðstjórnar Kommúnistaflokks Úkrainu lagði Molotov til, að Kossior, Petrovsky, Lyubchenko og fl. yrði vikið úr stöðum sinum og úr mið- stiórninni en Khruchschov kosinn aðalritari miðstjórnar Kommún- istaflokks Úkrainu. Úkrainumenn neituðu að verða við þessum óskum, þrátt fyrir að Molotov hringdi til Stalíns og flytti staðfest fyrirmæli hans. Að lokum lagði Molotov til að Úkra- inumenn sendu stjórnmálanefnd sina til sameiginlegs fundar með stjórnmálanefnd Ráðstjórnarrikj- anna. Sumir fulltrúar úkraínsku sendi- nefndarinnar virðast hafa verið handteknir þegar við komuna til Moskvu. Aðrir komu að visu aftur til Úkrainu, en hurfu siðan hver af öðrum. Stalin brást skjótt og harkalega við hinni misheppnuðu tilraun, sem gerð var til að bregða fæti fyrir hann á flokksþinginu i febrúar-marz næstliðnum. Þegar Úkrainumönnum tókst nú a.m.k. um stundarsakir að veita honum raunverulega andspyrnu, reitti það hann til miklu heiftúðugari reiði. Innan árs var búið að hand- taka alla stjórnmálanefndina, skipulagsnefndina og allt fram- kvæmdaráð flokksins i Úrkaínu Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.