Morgunblaðið - 06.06.1975, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNl 1975
Baader-Meinhof-
réttarhöldunum
enn frestað
Stuttj'art. V-Þýzkalandi 5. júní. —AP
Réttarhöldunum yfir fjórum af
leiðtogum stjórnleysingja-
hreyfingarinnar Baader-Meinhof
í V-Þýzkalandi var í dag enn
frestað til nk. þriðjudags, 10. júní,
til þess að Andreas Baader gæti
fengið sér nýja verjendur. Þrfr
lögfræðingar höfðu tekið að sér
vörn i máli hans en er að réttar-
höldum leið var ákveðið að banna
þeim að taka þátt i réttarstörfum,
þar eð talið var að þeir hefðu
tekið þátt í störfum hreyfingar-
innar: Fjórmenningarnir hafa
verið í fangelsi frá þvi að þeir
voru handteknir fyrir þremur ár-
um. Þeir eru ákærðir fyrir morð,
morðtilraunir, bankarán og
sprengjutilræði.
Minnkandi
atvinnuleysi
í V-Þýzkalandi
NurnberK, V-Þýzkalandi, 5. júní. AP
ATVINNULEYSI minnkaði
nokkuð í V-Þýzkalandi í sl.
mánuði eða úr 4,7% i 4,4%. Alls
var um 1 milljón verkafólks at-
vinnulaus um sl. mánaðamót. At-
vinnuleysi varð hið mesta um 16
ára skeið í febrúar eða 5,2%.
Leiðrétting
Prentvilla var í grein Ölafs
Björnssonar, prófessors, í
Morgunblaðinu i gær. Þar sagði:
„Þess hefur lika verulega gætt
undanfarin ár, ef litið er á spari-
fjármyndun í bönkum og spari-
sjóðum, að almenningi er það f
vaxandi mæli ljóst, að það er ekki
skynsamlegt eignaráðstöfun að
eiga sparifé." Þarna átti að
standa: „þess hefur líka verulega
gætt undanfarið ár, o.s.frv."
Vitni vantar
MIÐVIKUDAGINN 4. júní var
ekið á bifreiðina R-1139, þar sem
hún stóð við Mjósund í Hafnar-
firði. Bifreiðin er af gerðinni
Volkswagen 1300 árgerð 1972,
gulrauð að lit. Gerðist þetta milli
klukkan 17 og 17.30. Vinstra aft-
urbretti var dældað. Tjónvaldur-
inn stakk af án þess að gera að-
vart. Hefur rannsóknarlögreglan
í Hafnarfirði mikinn hug á að ná
tali af honum svo og vitnum.
— Fjármálaráð-
herra
Framhald af bls. 2
þegar samningarnir voru undir-
ritaðir. Með þessum rökstuðn-
ingi ákveður Kjaradómur að kr.
4.900 skuli ná til alls launastiga
BSRB og BHM frá 1. mai 1975
að telja.
Ég legg áherzlu á að forsend-
ur kjaradóms fyrir því að lyfta
hinu svonefnda „þaki“ eru að
þeir aðilar sem stóðu að sam-
komulaginu frá 26. marz 1975,
sem fól i sér að margnefnt
,,þak“ var sett í launahækkun-
ina, hafa með samkomulagi frá
23. maí í reynd lyft þessu
„þaki.“ Sú ákvörðun kjaradóms
að gera lagfæringar á launastig-
um færa allmörgum félags-
mönnum BSRB og BHM nokkra
kjarabót umfram þær kr. 4.900
sem almennt eru ákveðnar.
Kjaradómur telur þessa lag-
færingu nauðsynlega til þéss að
halda ákveðnu millibili milli
launaflokka en láglaunaupp-
bótin frá 1. október 1974 hafði
þær afleiðingar að launamunur
milli 15. og 16. launaflokks 1
launastiga BSRB var orðinn
innan við kr. 100 á mánuði.
Jón Rögnvaldsson, formaður
launaráðs Bandalags háskóla-
manna, sagði að raunverulega
fælist ekkert annað f þessum
dómi, en að starfsmenn hins
opinbera væru nú að fá þær
bætur er aðrar launastéttir
hefðu þegar fengið. Það mætti
kannski segja, að ekki hefði
verið von á öllu meiru en samt
sem áður væru þeir BHM-menn
heldur óhressir yfir því að
ákvæði dómsins um bætur
skyldu ekki gilda frá 1. marz
sem hefði verið eðlilegra f alla
staði.
Jón kvað þó aðaiatriðið, að
ekki hefði verið fjallað um
hluta af kröfum BHM, þ.e. vísi-
tölubæturnar, og dómurinn
hefði ekki gert neina grein fyr-
ir því hvers vegna hann fjallaði
ekki um þær. „Við finnum enga
eðlilega skýringu á því hvers
vegna mennirnir hliðra sér hjá
að fjalla um þetta, sem er
raunar aðalatriðið í kröfugerð
okkar en það hljóðaði upp á að
fá vfsitölubætur samkvæmt
gömlu vísitölunni eða öllu held-
ur þeirri vísitölu, sem í gildi á
að vera — frá 1. júní að telja.
Haraldur Steinþórsson, fram-
kvæmdastjóri BSRB, sagði, að
þær bætur sem BSRB væri að
fá með þessum Kjaradómi
bættu þó ekki nema hluta af
þeim verðhækkunum, sem
orðið hefðu. Hins vegar væri
viðmiðun um upphæðir yfir í
kjarasamninga verkalýðsfélaga
eins og lög um kjarasamninga
opinberra starfsmanna gera ráð
fyrir, svo að það væri þvf
kannski ekki við að búast að
þessi dómur væri mikið á aðra
lund heldur en raun bæri vitni
meðan opinberir starfsmenn
byggju við svo ófullkominn
samningsrétt og væru háðir
gerðardómi. Þetta væri eigin-
lega niðurstaða stjórnar BSRB
um dóminn.
— Suez
Framhald af bls. 17
og eldsneytissparnaðar sem það
hefur í för með sér.
Fréttamenn segja að Port Said
hafi nú verið með öðrum brag en
áður, en eftir styrjaldirnar
siðustu var hún nánast orðin
draugaborg og íbúarnir 250 þús-
und talsins höfðu langflestir
flúið. Nú hefur borgin verið
byggð upp á ný og sjá íbúar fram
á hið mesta blómaskeið við að
taka á móti skipum sem leggja inn
á skurðinn og svo þeim sem koma
úr suðurátt.
— Fékk rós
Framhald af bls. 36
komu þær með stærðar blóm-
vönd og færðu Björgvin, jafn-
framt því sem þær næidu rós i
hnappagat á jakka hans.
Astæðan fyrir þessu var sú,
að konurnar voru að þakka
Björgvin fyrir að hafa sam-
þykkt þá kröfu þeirra að
barnshafandi konur hjá verk-
smiðjunum fengju fæðingaror-
lof. Ef menn halda að á samn-
ingafundum standi deiluaðilar
yggldir á svip hvor gegn öðr-
um, ætti þessi litla saga að
leiðréttaþann misskilning.
— Samkomulag
Framhald af bls. 36
samninganefndar ríkisins, sagði
að það væri öllum fulltrúum ríkis-
ins og Kísiliðjunnar h.f. mikið á-
nægjuefni að samningar skyldu
takast við þessi 15 félög, sem að
samningunum stóðu. Hann kvað
mjög mikilvægt að svipuð kjör
giltu í öllum verksmiðjunum og
hann kvað Fulltrúana sannfærða
um að samningurinn hefði góð
áhrif á það andrúmsloft, sem
nauðsynlegt er á hverjum vinnu-
stað. Nauðsynlegt væri að laun-
þegarnir væru ánægðir með þau
launahlutföll, sem giltu í verk-
smiðjunum.
Skúli Þórðarson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, sem
var sérstaklega að semja fyrir
starfsfólk Sementsverksmiðjunn-
ar, lýsti ánægju sinni með-mála-
lyktir. Hann sagði að launahækk-
unin hefði ekki verið aðalatriði
þessara samninga, heldur sam-
ræming milli stéttarfélaganna og
verksmiðjanna allra. Almennir
verkamenn fá greitt samkvæmt 1.
til 6. launaflokki en iðnaðarmenn
og ménn við stjórnun samkvæmt
7. og 8. Iaunaflokki.
Óskar Ólafsson, trúnaðarmaður
í Áburðaverksmiðjunni, sagðist
eftir atvikum mjög ánægður með
samninginn. Hann sagði að samn-
ingamenn hefðu vitað fyrirfram
að ýmis vandamál væru í vegin-
um, en allir hefðu lagzt á eitt um
að leysa þau. Stefnt var að því að
færa hlunnindi yfir á alla starfs-
menn og kvað hann launalið
samninganna aldrei hafa verið
aðalatriði, heldur samræming
milli hinna ýmsu starfshópa.
Kvaðst Óskar ánægður með sam-
stöðu starfsmannanna frá upp-
hafi til enda deilunnar.
— Mjölverð
Framhald af bls. 2
til US $ 3,15 pr. próteineiningu,
með tafarlausri afskipun, en að
þessu sinni hafa Perúmenn ekki
viljað selja á þessu verði enn sem
komið er.
Fiskmjöl frá Afriku, sem geymt
hefur verið í fljótaprömmum i
Hamborg, hefur nýlega verið selt
á US $ 3,31 pr. próteineiningu til
afhendingar strax. Próteininni-
hald er 64%.
Norskt fiskmjöl er ekki boðið til
sölu að sinni. Birgðir eru tak-
markaðar vegna hins lélega
loðnuafla á síðustu vertið (nam
485 þús. tonnum á móti um 625
þús. tonnum i fyrra). Kaupendur
eru áhugalausir um kaup, nema
þeir eigi völ á vildarkjörum.
Norsildmel hefur selt nokkurt
magn til Bretlands til afskipunar
strax á £ 1,67 (US $ 3,83).
Síðustu sölur héðan á loðnu-
mjöli eru US $ 3,50 fyrir einingu
af eggjahvítu í tonni cif. eða til-
svarandi verð í sterlingspundum,
með afhendingu í júní og júli.
Eftir því sem næst verður komizt,
eru nú óseldar birgðir af loðnu-
mjöli innan við eitt þúsund tonn
og einnig hverfandi litlar útseld-
ar birgðir af þorskmjöli og öðru
fiskmjöli í landinu.
Lýsisverð á erlendum mörkuð-
um hefur nú fallið niður í 270-280
dollara tonnið cif, en s.l. haust
komst verðið upp í 600 dollara
tonnið á þeim birgðum, sem fyrir
hendi voru I Rotter-
dam/Hamborg.“
— EBE
Framhald af bls. 1
áfram í Evrópu“ í barmi sér þegar
hún kom á kjörstað.
Anthony Benn, iðnaðarmálaráð-
herra, sem hefur verið hvað harð-
skeyttastur talsmaður þess að
Bretar greiddu atkvæði gegn veru
í EBE sagði við fréttamenn á kjör-
stað: „Brezka þjóðin hefur orðið i
dag. Meðan hún neytir réttar síns
að kjósa, bíðum við og hlýðum á
hvað hún segir.“
Edward Heath, fyrrverandi for-
sætisráðherra, var glaður í bragði
þegar hann kom af kjörstað, en
tjáði sig ekki við fréttamenn. Það
var á valdatíð hans, að Bretar
gengu í Efnahagsbandalagið.
Skoðanakannanir sem hafa ver-
ið birtar eru allar á þá lund að
yfirgnæfandi meirihluti kjósenda
muni telja það eftirsóknarverðara
að vera áfram í Efnahagsbanda-
laginu. Niðurstöður hafa verið
flestar á þá leið að frá 61% til
73,7% myndu vilja áframhald-
andi aðild. Aftur á móti segja
andstæðingar Efnahagsbanda-
lagsins að Bretar muni glata sögu-
legu frelsi sinu og þingræði, ef
þeir verði áfram í bandalaginu.
Einn þeirra sem berst gegn EBE-
aðild, Neil Marten kosningastjóri
þeirra, sagði í dag: „Við höfum
fyllstu trú á að almenningsálitið
hafi verið að breytast okkur í hag.
Það hefur verið að gerast nú síð-
ustu 36 klukkustundirnar."
Þetta er í fyrsta skipti sem alls-
herjarþjóðaratkvæðagreiðsla af
þessu tagi er haldin I Bretlandi og
segja fréttastofur að þvi sé að
mörgu leyti erfitt að segja um
hvernig þetta fyrirkomulag muni
reynast.
Eins og fyrr segir var kjörsókn
víða mjög mikil. Aftur á móti bár-
ust þær fréttir bæði frá Skotlandi
og Norður-írlandi að þar hefði
kjörsókn verið slæm og var af-
ieitu veðri kennt um að nokkru.
Jafnari og þéttari var kjörsókn i
hinum þéttbýlu héruðum á Suð-
vestur-Englandi.
I fréttum frá Brussel i kvöld
sagði að aðildarríki EBE fylgdust
mjög gaumgæfilega með gangi
mála í Bretlandi og öll helztu blöð
í EBE-ríkjunum skrifa um þjóðar-
atkvæðið i dag og leggja þar
áherzlu á nauðsyn þess að sú sam-
staða haldist innan bandalagsins
sem verið hafi.
Lundúnablöðin fjalla mjtíg um
kosningarnar og Times segir að
það sé hlutverk Breta að þjóna
Evrópu sem mest og bezt. Bretum
sé nauðsynlegt að fá að leggja
fram sinn skerf, ekki síður en
hugsa um sinn eigin hag. Hafi
vonbrigði gert vart við sig í sam-
bandi við umræðurnar umþjóðar-
atkvæðagreiðsluna stafi það
sennilega af því að of mikið hafi
verið einblínt á það, hvað Evrópa
gæti gert fyrir Breta og því ekki
gefinn nógu mikill gaumur hvað
Bretar geti gert fyrir Evrópu.
— Keres
Framhald af bls. 17
að hann skyldi ekki verða heims-
meistari. Sem persóna var hann
aðlaðandi, hæverskur maður og
prúðmenni hið mesta. Fimmtán
ár eru nú liðin síðan við hittumst
fyrst á móti, var það í Ziirich og
vinningshlutfall hans gagnvart
mér er sennilega 5 á móti 1 og svo
nokkur jafntefli.
Leið okkar lá síðast saman á
Tallinmótinu, sagði Friðrik, og
enda þótt ég hefði heyrt að hann
gengi ekki algerlega heill til
skógar hvarflaði ekki að neinum
að svo skammt væri til lokanna.
— Allt of mikið
Framhald af bls. 36
miklu meira úr býtum. Hins
vegar hafa þau kerfi þann kost
að menn afkasta eitthvað
meira, en í mörgum tilvikum
hefur verið bent á það, að
þeirra álag sé ekkert miklu
meira en tímavinnumannsins
og því á maður svolítið erfitt
með aó sætta sig við það.“
Jón Helgason sagði að þaó
gæti verið erfitt fyrir verka-
lýðsleiðtoga, sem þyrfti á fundi
— eins og baknefndarfundin-
um 22. mai — að gera upp við
sig, hvort hann ætti að styðja
ákveðna kröfugerð eða ekki
vegna þess hversu flókið launa-
kerfið væri. Fulltrúar almennu
verkamannafélaganna væru
kannski ekki mjög inni í þvi
hvernig kerfi iðnaðarinann-
anna væri og ættu því erfitt
með að dæma slíkt í einni
svipan. Ljóst væri að þarna
væri mikill mismunur. Jón
kvað ýmsa hafa gert sér grein
fyrir þessari hættu og setið hjá
við atkvæðagreiðsluna, en frá
því hefði ekki verið skýrt eftir
fundinn. „Ég held að það sé
rétt, sem Guðmundur Garðars-
son segir, að t.d. trésmiðir og
fiskvinnslufólk á ekki samleið.
Hins vegar tel ég að bónuskerfi
eigi töluverðan rétt á sér og gat
þvi ekki greitt atkvæði á móti
þessu. Hins vegar óttast ég, að
kominn sé inn í þessa samn-
ingagerð sá snjóbolti, sem eng-
inn ræður við, og þótt við séum
að reyna að klóra í bakkann
fyrir þá lægstlaunuðu, þá er
það óðar horfiðL“
Runólfur Pétursson, formað-
ur Iðju, félags verksmiðjufólks
í Reykjavík, sagðist skilja kröf-
ur ASl þannig, að átt væri við
bónuskerfi láglaunafólksins í
fiskiðnaði t.d. Hins vegar sagð-
ist hann líta svo á að þessi
ákveðna viðmiðunartala ætti
alls ekki að koma inn í útreikn-
ing á uppmælingu. Því ætti
krafan alls ekki við iðnaðar-
menn, heldur aðeins láglauna-
fólk með ákvæðisvinnutaxta.
Hermann Guðmundsson, for-
maður Hlifar í Hafnarfirði,
sagði að á síðasta fundi bak-
nefndar og 9-manna nefndar-
innar hefði baknefndin verið
að tryggja meiri jöfnuð milli
manna. Þar hefði verið sam-
þykkt að taxa 6. taxta Dags-
brúnar og fasta krónutölu er úr
honum kæmi, er skyldi ganga
upp úr og niður úr launastigan-
um. „Mér kemur því þessi út-
reikningur er Morgunblaðið
skýrir frá ákaflega einkenni-
lega fyrir sjónir," sagði Her-
mann, „og hann stangast algjör-
lega á við það sem lagt var fyrir
okkur á baknefndarfundinum
með útreikningsmeisturum
okkar.“
Hermann var þá spurður að
þvi hvort hann héldi að forustu-
menn verkalýðshreyfingarinn-
ar véfengdu þessa útreikninga.
Hermann svaraði því til, að
hann ætti ekki sjálfur sæti í
9-manna nefndinni og enginn
þeirra hefði enn haft samband
við sig út af þessu máli. „Jú, en
ég verð að halda að þeir geri
það,“ sagði Hermann. „Ég held
að það hljóti að vera og þess
vegna sé þessi dráttur á ýmsu
um þessar mundir. 9-manna
nefndin hlýtur að vera að skoða
þessi mál nánar einmitt núna
og það hefur verið boðaður
fundur með baknefndinni á
mánudag, þar sem þetta mál
hlýtur að koma til umræðu."
Jón Ingimarsson, formaður
Iðju — félags iðnverkafólks á
Akureyri — sagði, að sér væri
ókunnugt um þessa útreikn-
inga en bætti þvi við, að á ráð-
stefnu sem haldin hefði verið
innan ASl nú sfðast hefði verið
talað um að gera eina kröfu um
visitöluna, þar sem hún væri
mæld inn á sjötta taxta Dags-
brúnar og það fengju allir
launaflokkar. Jón sagði enn-
fremur, að hann hefði þá heyrt
á forustumönnum iðnaðar-
mannafélaganna, að þeir hefðu
viljað láglaunabæturnar sem
verkafólkið hefði verið að fá
núna — fyrst 3.500 kr. og síðan
4.900 kr. — sem ekki hefði kom-
ið á uppmælingartaxtana. Jón
sagði, að ef þeir fengju það til
viðbótar núna, þá gæti þetta
dæmi farið langleiðina upp í
40—50%. Þessu kvaðst Jón
hafa verið algerlega andvigur,
því að hann teldi það meg-
irfatriði að hækka laun hinna
lægstlaunuðu.
— Aðeins ósamið
Framhald af bls. 5
erlendu ferðamönnunum út af
flugvallaskattinum, og sagði
Sveinn Sæmundsson, að heita
mætti daglegt brauð að ferða-
menn i flugstöðinni í Keflavík
helltu úr skálum reiði sinnar yfir
starfsfólkið þar af þessum sökum.
— Sorsa
Framhald af bls. 1
væru óhjákvæmilega þrúgandi
væri nær óhugsandi að flokkur-
inn myndi taka þátt i stjórnar-
starfi.
Sorsa sagði, að vegna mikillar
innbyrðis flokkatogstreitú í land-
inu hefði það verið ógerningur að
fylgja skynsamlegri og kerfis-
bundinni efnahagsstefnu og þvi
væri rétt og eðlilegt að kjósendur
létu í ljós vilja sinn i kosningum.
— Portúgal
Framhald af bls. 1
istum eftir að samtök þeirra
höfðu handsamað þrjá hermenn
fyrir fáeinum dögum og að sögn
hersins voru þeir pyntaðir. Viður-
kennt hefur og verið að sumir
maoistanna sem fangelsaðir voru
hafi sætt misþyrmingum í
fangelsinu.
Portucalense, áhrifamesta mál-
gagn kirkjunnar í Portúgal, sagði
í dag að líkamlegar pyndingar
væru látnar líðast í landinu, ekki
síður en andlegar. Lét blaðið I ijós
furðu sina á því, að yfirvöld
skyldu ekki grípa I taumana og
stöðva þessa hættulegu þróun.
Aftur á móti sögðu kommúnist-
ar i vikuriti sinu Avante, að i-
haldsöfl í Portúgal hefðu uppi
mikla herferð til að reyna að ein-
angra kommúnista og brjóta vald
hersins á bak aftur. Kom fram i
riti kommúnista, að jafnaðar-
menn bæru höfuðábyrgð á hvern-
ig að væri staðið í þessum málum.
Ekki hefur verið til lykta leidd
deila jafnaðarmanna við herfor-
ingjana < i byltingarráðinu, en
jafnaðarmenn hafa hótað að
hætta aðild að ríkisstjórninni
nema fullt og óskorað leyfi fáist
til áhættulausrar útgáfu mál-
gagns þeirra, Republica.