Morgunblaðið - 06.06.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.06.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1975 7 I--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------1 Sr. Bernharð Guðmundsson — Addis Abeba „Blönduð ”hjónabönd Við vorum í skemmtilegu samkvæmi um daginn. Þarna voru 10 hjón samankomin. Samræðurnar voru fjörugar og maturinn góður. En skyndilega varð mér ljóst, að eitthvað var framandlegt við samkvæmið. Þá kom í ljós, að allar konurnar voru hvitar,en allir herrarnir Eþíópar nema ég. Þarna var samankominn þéttur vinahóp- ur hem hélt saman vegna sér- stöðu sinnar. Nú hafa allar þessar konur yfirgefið landið með börn sín og farið heim til Svíþjóðar. Aðstæðurnar bæði pólitískar og félagslegar hafa orðið þeim um megn. En menn þeirra eru hér kyrrir og fá trúlega ekki burtfararleyfi. Allir þessara kunningja minna hafa hlotið margra ára háskólamenntun i Evrópu eða Bandaríkjunum. Hugsunarhátt- ur þeirra er því að flestu leyti vestrænn. Þar við bætist, að heimili þeirra eru vestræn og heimilismálið er sænska eða enska. Lífsmáti þeirra er því á flesta lund vestrænri, þannig eru þeir að vissu marki útlend- ingar í eigin landi. Hins vegar njóta þeir ekki þeirrar frið- helgi og undanþágu, sem út- lendingar fá. Þeir eru Eþíópar á ytra borði og i opinberum bókum og verða að lifa við það. Auðvitað er hlutskipti kvenna þeirra stórum erfiðara. Fæstir eiginmannanna eiga menntaða foreldra, þannig að konurnar geta sjaldnast tjáð sig við tengdafjölskylduna, þar sem amharinjan er yfirtak erfitt mál. Samskiptin felast því í brosum og bukki og vand- ræðalegum smáorðum. Fram- andi hegðun kvennanna er óskiljanleg fjölskyldunni. I þjóðfélagi sem hér, þar sem konan á að þegja og ekki hafa sig í frammi, verður hegðun evrópsku kvennanna yfirmáta gróf og drottnunargjörn. Hér eru fjölskyldutengslin miklu víðari en vestra.Það þykir sjálfsagt að frændur og frænkur búi þar sem húsrými og matur er nægur. Það er því erfitt fyrir unga konu sem bjó ein með manni sínum i lítilli stúdentaíbúð áður fyrr í Sví- þjóð til dæmis, að verða nú að deila húsi sínu með fjölda ætt- menna hans, sem hafa vægast sagt allt aðrar matar— og hreinlætisvenjur, en hún hefur vanizt. Það er þvi ekki furða, að þessar fjölskyldur haldi saman, sem einnig dregur lausn vanda- málsins á langinn. Meðan þau halda sifellt saman, verða þau útlendingar i eþiópísku þjóð- félagi. Og nú eru konurnar sem fyrr segir farnar heim. Menn þeirra voru flestir Eritrear og þegar upp kom kvitturinn um að reistar hefðu verið fanga- búðir í útjaðri Addis, þar sem setja ætti alla menntamenn af Eritreakyni, þoldu þær ekki lengur við, og lái þeim hver sem vill. En samstarfsmaður minn, sem einnig er kvæntur evrópskri konu, leggur mikla áherzlu á, að vandamálið skap- ist ekki af því að hjónin séu af sitt hvorum litarhætti heldur af mismunandi menningarbak- grunni. Það er sama vandamál og í vestrænum heinti. Þar eru skilnaðir algengir af þeim orsökum og enginn tekur til þess. En ef „blandað" hjóna- band leysist upp, þá gellur við í hverju horni. aha, hvað sagði ég i Vinur minn getur trútt um talað. Kona hans talar amharinju og hafði starfað lengi hérlendis áður en þau giftust og þekkti land og þjóð. Systkini hans eru öll með æðri menntun og þekkja til vestrænna lífshátta. Ég fæ ekki betur séð, en þetta hjónaband sé eins og þau gerast bezt í vestrænum sið. Og vinur minn bætti við. —Eðli málsins samkvæmt hlýt- ur að vera meiri spenna í „blönduðum“ hjónaböndum, en ætli þau séu ekki lika meira spennandi! Núll komma ekki neitt Sú persónudýrkun, sem dagleg skrif Þjóð viljans leggja drög að, kemur m.a. fram I óljóst tilgreindum afrekum Magnúsar Kjartanssonar I orkumálum I ráðherra- tlð hans. Sé ofan í saumana farið á ráð- herraferli hans I orku- málum finnst hinsvegar ekkert bita stætt. Engin ný löggjöf var sett um ný orkuver eða orku- öflun allan hans ráð- herraferil. Löggjöf um Sigölduvirkjun og Lagar- fossvirkjun var sett af viðreisnarstjórninni og hlutur Magnúsar I þvl efni var sá einn, að fylgja fram löggjöf og verkefnum sem hann tók við. Norðurllna fólst I orðskrúði einu í hans ráðherratFð; fram- kvæmdir komu ekki til fyrr en nýr ráðherra tók við störfum hans. Stefnumörkun um nýja stórvirkjun á Norður- landi kom heldur ekki til fyrr en eftir stjórnar- skipti. Víðtækar orku- rannsóknir á Austur- landi eru og ákvörðun nýrrar ríkisstjornar. Kröfluvirkjun er einnig ákvorðun núverandi rfkisstjórnar. Eina umtalsverða verkefni hans var sættir [ málum Laxárvirkjunar, sem sumir telja þó að hafi sízt orðið til að flýta orkuöflun i Norðlend- ingafjórðungi. Helzta viðfangsefni hans sem orkuráðherra virðist hafa verið að undirbúa jarðveg fyrir járnblendi- verksmiðju í Hvalfirði og samningsgerð við Union Carbide [ þvl efni. Þv( verkefni skilaði Magnús nær þvl á framkvæmda- stig. Það er tlmanna tákn að þessu eina við- fangsefni, sem hann sinnti ! raun, afneitar hann, en hælir sér I há- stert fyrir hitt, sem hann lét vera að gjöra, þrátt fyrir þjóðarnauðsyn, sem þróun orkumála I veröldinni gerði enn brýnni. Þjóðviljinn ætti að birta afrekaskrá ráð- herrans I löggjöf um orkuöflun og jarðvarma- virkjun. Hefðu t.d. ákvarðanir um hitaveit- ur á Suðurnesjum og ná- grannabyggðum Reykja- vfkur verið teknar einu til tveimur árum fyrr, en raun varð á, hefði þjóð- arbúið og viðkomandi þegnar þess sparað um- fangsmiklarfjárhæðir ! erlendum gjaldeyri og öðlast raunhæfa kjara- bót mun fyrr en ella. Niðurstaðan í orkuafrek- um ráðherrans fyrrver- andi nálgast þvl núll komma ekki neitt. Þjóðarsam- staða um höfuð- viðfangsefnin Þau þrjú atriði sem varða mestu um framtlð og velferð íslenzku þjóð- arinnar í dag, og krefjast þjóðarsamstöðu, eru: út- færsla fiskveiðilögsögu okkar i 200 m!lur, enn frekari nýting innlendra orkugjafa, bæði til almenningsnota og at- vinnuuppbyggingar, og siðast en ekki sizt, að leysa aðkallandi efna- hagsvanda, innfluttan og heimatilbúinn, á þá lund, að rekstur at- vinnuvega okkar og verðmætasköpun i þjóð- arbúinu verði áfram tryggð, og vá atvinnu- leysins forðað frá dyrum landsmanna. Sundrung og innbyrðis átök á ör- laga- og erfiðleikatimum gætu haft enn alvarlegri afleiðingar fyrir fram- tiðarheill þjóðarinnar en hafis, snjóflóð og eld- gos. Að stefna að sliku sjálfsskaparvíti, vegna pólitískrar eða hags- munalegrar togstreitu, stefnir afkomu lands- manna og efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar i bráða hættu. Mál er að linni sjálfsskaparvltum og hugað sé að heilræði, sem svo var orðað: „Litla þjóð, sem átt ! vök að verjast. vertu ei við sjálfa þig að berjast." Sama niður- staða í sam- vinnuverzlun Timinn segir ! gær: „Þv! miður er nú hart ! ári hjá kaupfélögum ... vandamál, eins og minni veltuhraði, og þar af leiðandi meiri vöru- birgðir og vaxtakostn- aður, rýrnun á rekstrarfé vegna gengisfellinga, svo eitthvað sé nefnt. Hér er verzlunin höfð ( huga, en annar rekstur, sem samvinnufélögin hafa með höndum, hefur ekki megnað að bæta stöðu þeirra, sökum aukins tilkostnaðar." „Verzlunargróðinn", sem mörgum verður tið- rætt um, og nýttur er ! orði til að skapa innbyrðis átök þjóðar- innar, virðist þv! orðin tóm, hvort heldur sem er hjá samvinnuverzlun eða einkaverzlun. Viljirðu Pop og/eða soft rock Elton John Captain Fantastic James Taylor Gorilla Bee Gees Ný, stórgóð plata Michael Murphy Blue Sky Billy Joel Street Life Serenade John Mark Song for a Friend Carly Simon Playing Possum John Denver Greatest Hits John Denver Live John Denver Back Home Again Albert Hammond Allar Arlo Guthrie og Pete Seeger Live Bob Dylan Blood on the Tracks Earl Scruggs Revue 25th Aniversary Vol 1. (Þarna koma m.a. fram Dylan, Choen, Billy Joel, Joan Baez, Roger McGuinn o.fl.) Viljirðu þungt og/eða þróað rock Bachmann Turner Overdrive Four Wheel Drive lan Hunter lan Hunter Edgar Winter Jasmine Nightmares Doobie Brothers Stampade Z.Z. Top Fandango Black Oak Arkansas Aint Live Grand Ace An Ace Album Steely Dan Kathy Lied Rich Derringer Spring Fever Aerosmith Toys in the Attic Kansas Song for America Status Quo On the Level Phil Manzanera (Roxy Music) Dimond Head Chicago VIII Lynard Skynard Nuthin' Fancy Nazareth Hair of the Dog Viljirðu Soul-músík (ýmis form) MFSB Ufiiversial Love Earth, Wind & Fire Thats the Way of the World O'Jays: Surrvival Tramps: Tramps Hot Chocolate: Cicero Park Minnie Riperton Adventures in Paradise Barrabas: Hi Jack Kokomo: Kokomo Minnei Riperton: Perfect Angel Avarage White Band: A.W.B. B.T. Express: Express Ramsey Lewis: Sun Goddess Steve Wonder: Innervision Steve Wonder: Fullfillingness Sértu með greindarvísitölu yfir 210 Weather Report Tale Spinnin Wayne Shorter Native Dancer ling Grimson U.S.A. Tangerine Dream Rubycon Stanley Clarke Stanley Clarke Viljirðu viðhalda minningunum Ýmsir: American Graffitti Ýmsir: More American Graffitti Ýmsir aðrir: History of Britis Rock Vol 1 Ýmsir aðrir: History of British Rock Vol. 2 Beatles: Allar (Bandarísku útgáfurnar) Ýmsir gamlir: Rock On (Urval frá 1 950—'63). Mikið af ofantöldum plötum eru einnig fáanlegar í kassettum og 8-rása spólum. Einnig ný sending af litlum plötum. i Sími13008.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.