Morgunblaðið - 20.06.1975, Síða 5
MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JUNl 1975
5
TÍZKUVERZLUN UNGA FÖLKSINS
KARNABÆR
AUSTURSTRÆTI22 LAOGAVEG 66 LAUGAVEG 20»
kérndum
Kemdúm
yotendi/
LANDVERIMD
hann héldi verða viðbrögð landa
sinna þegar Islendingar færa út í
200 mílur sagði Dreyer-Eimbcke:
— Viðhorfin til hafréttarmála
hafa verið að breytast. Stór
útgerðarfyrirtæki hafa fært
togara sína á önnur mið, meðal
annars við Argentinu og Mexíkó
og ég býst við að það verði gert i
auknum mæli. Hafréttarráðstefn-
an í Genf var málstað Islands til
framdráttar, og þar kom einnig
glögglega i ljós að þetta er ekki
aðeins íslenzkt vandamál, heldur,
alþjóðlegt. Það gæti orðið eins
konar barátta við vindmyllur, ef
Þjóðverjar neituðu að horfast í
augu við breytt viðhorf, i þessum
efnum. Ég trúi á gildi samræðna
og upplýsinga í hverju máli. Ekki
þar með sagt að neinn skyndi-
árangur náist, en meiri kynning i
þessu máli sem öðrum getur fætt
af sér skilning þjóða í milli.
Grein
sr. Heimis
I upphafi greinar sr. Heimis
Stígssonar í blaðinu í gær var
prentvilla, er vitnað var i Háva-
mál. Þar átti að standa:.elleg-
ar ég fór að hinu fornkveðna, að
„glík skulu gjöld gjöfum“.“
Lokað á
laugardögum
1 sumar verða verzlanir lokaðar
á laugardögum frá og með næst-
komandi laugardegi 21. þ.m. og
til ágústloka. Er þetta samkvæmt
kjarasamningi Verziunarmanna-
félags Reykjavfkur og Kaup-
mannasamtaka tslands. Hins veg-
ar hafa verzlanir leyfi til að hafa
opið til kl. 22.00 á föstudagskvöld-
um og munu flestar verzlanir not-
færa sér það.
Hlýtur að verða barátta við vind-
myllur að skilja ekki breytt viðhorf
SÝNING á verkum Jónasar
Guðmundssonar listmálara og rit-
höfundar var opnuð 1 Galerie
Clasing í Mönster f V-Þýzkalandi
13. júnf sl. Á sýningunni, sem
standa mun fram til 1. ágúst, eru
23 myndir, allar málaðar á sl.
vetri.
Jónas hefur áður sýnt málverk
sín i Danmörku og einnig átt
myndir í ýmsum gallerium
erlendis, auk þess sem hann
hefur haldið sýningar hér á landi.
Jónas sýnir að þessu sinni
myndir sínar i félagi við þýzka
listamanninn Rudolf Weissauer,
sem hefur haldið nokkrar sýning-
ar á verljum sfnum hér á landi.
Hefur þeim félögum verið boðið
að halda aðra sýningu í Suður-
Þýzkalandi, er þessari sýningu
lýkur.
Við opnun sýningarinnar í
Mönster seldust strax sex myndir
Jónasar og meðal þeirra, sem
skoðað hafa sýninguna, er kunnur
listaverkasali frá Ösnabruck,
borg í nágrenninu, og pantaði
hann 15 myndir hjá Jónasi, þegar
hann hafði skoðað sýninguna, en
Jónasi hafði verið boðið utan til
að vera viðstaddur opnun sýning-
arinnar.
Rabbað við rœðismann Islands í
Hamborg Oswald Dreyer-Eimbcke
yndi sér jafnan vel. Fyrirtæki
hans hefur haft umboð fyrir Eim-
skipafélagið sfðan árið 1927, og
faðir Eimbcke var ræðismaður Is-
lands til fjölda ára, unz sonur
hans tók við þvf fyrir tveimur
árum. 1 fimmtán ár hefur hann
verið formaður þýzk-fslenzka
félagsins og sagði að starfsemi
þess væri Iffleg og áhugi félags-
manna mikill. Félagið heldur
uppi fræðslu- og skemmtistarf-
semi og fjórum sinnum á ári eru
gefin út félagsbréf, sem eru send
bæði til félagsmanna og áhuga-
manna um samvinnu Vestur-
Þjóðverja og tslendinga.
Um landhelgisdeilu Islendinga
og Þjóðverja sagði ræðismaður-
inn meðal annars:
— Það sem stendur Þjóðverj-
um fyrst og fremst fyrir þrifum,
er að upplýsingar um gang mála
og forsendur Islendinga eru ekki
nægilega vel kynntar i blöðum
okkar. Það vill verða svo að
ekkert þykir fréttaefni nema ís-
lenzk varðskip skjóti á togara eða
skeri, og það mælist illa fyrir
meðal almennings, enda fréttin
flutt þeim einhliða. Mér þykir það
einkennandi að sé reynt að kynna
málstað Islendinga á skynsam-
legan og rökvisan hátt hlýtur
hann góðar og jákvæðar undir-
tektir, og það hygg ég sé eina
leiðin til að efla skilning manna
að hafa uppi áróður fyrir sérstöðu
íslands. Stjórnin verður að taka
mið af skoðunum almennings i
landinu, framhjá þeim verður
ekki gengið í lýðræðisriki, og það
Oswald Dreyer-Eimbcke.
tekur langan tíma að snúa al-
menningsálitinu, jafnvel þótt
stjórnvöld væru kannski
jákvæðari. Aðspurður um hver
RÆÐISMAÐUR Islands f Ham-
borg, Oswald Dreyer-Eimbcke,
sem jafnframt er umboðsmaður
Eimskipafélags tslands þar og
formaður Þýzk-fslenzka félagsins
i Hamborg, hefur verið á Islandi
nokkra undanfarna daga. Hann
sagðist í samtali við Mbl. hafa
komið hingað oft á undanförnum
árum, bæði að sumri og vetri, og
Jónas Guðmundsson
sýnir í Þýzkalandi
Stutterma
skyrtupeysur
Belti
Jakkar
Skyrtur
Bullitt og
Ufo gallabuxur
Skyrtujakkar
o.m.fl
UÆKJARGÖTU 2
SÍMI FRÁ SKfPTIBOROi 28155
SIMI FRA SKIPTIBOROI 28155