Morgunblaðið - 20.06.1975, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNl 1975
Jakob V. Hafstein lögfræðingur:_
Regnbogasilnngiirinn
INNGANGUR
Á síðastliðnu ári hafa orðið all-
miklar umræður á opinberum
vettvangi um regnbogasilunginn i
laxeldisstöðinni að Laxalóni í ná-
grenni Reykjavíkurborgar. Þessi
merkilega laxfiskategund var
flutt hingað til landsins fyrir
rúmum 20 árum af Skúla Páls-
syni, fiskiræktarbónda, sem
rekur og er eigandi umræddrar
laxeldisstöðvar.
Því hefur verið haldið fram af
veiðimálastjóra, fiskasjúkdóma-
nefnd og yfirdýralækni að sjúk-
dómar kynnu að leynast i þessum
regnbogasilungastofni, sem
hættulegir gætu verið íslenzkum
laxfiskastofnum og jafnframt Iát-
ið i veðri vaka, að regnbogasilung-
urinn gæti raskað lifkerfi
íslenzkra veiðivatnasvæða, ef
hann slyppi úr eldistjörnum og
færi frjáls ferða sinna út í íslenzk
vatnasvæði. Enginn vafi leikur
lengur á þvi, að þessi afstaða
fiskiræktaryfirvaldanna hefur
haft alvarlega lamandi áhrif á
framþróun fiskiræktarmálanna í
landinu og þess vegna hafa risið
um þetta mál töluvert harðsnúnar
deilur.
Alþingi hefur látið mál þetta til
sín taka og m.a. hafa alþingis-
menn úr öllum stjórnmálaflokk-
unum á Alþingi sameiginlega lagt
fram þingsályktunartillögu um
nefndarskipun til gaumgæfilegi
ar rannsóknar á þróun og fram-
gangi regnbogasilungsræktar-
innar hér á landi. Ber slíkt vott
urn það, að menn eru farnir að
gera sér ljósa grein fyrir því, að
hér er um mjög þýðingarmikið
mál að ræða fyrir land og þjóð og
að meðferð þessa máls hefur ekki
verið með þeim hætti, sem hægt
er að sætta sig við.
Með tilvísun til þessara stað-
reynda og sivaxandi áhuga fyrir
fiskiræktar- og fiskeldismálum í
landinu og sem álitið er að geti
skapað hér þýðingarmikinn at-
vinnurekstur og fært landi og
þjóð umtalsverð verðmæti, er
bæði rétt og skylt að gera regn-
bogasilungnum nokkur skil á
opinberum vettvangi og leitast
við að upplýsa áhugamenn og al
menning urn þennan merkilega
laxfisk, uppruna hans, lífshætti,
aðlögunarhæfni og verðmætagildi
í fiskeldi. Má þá og einnig vel
hafa f huga, að í landi okkar er að
finna sterkan og heilbrigðan
regnbogasilungsstofn, sem þakka
ber fyrsta íslenzka fiskiræktar-
bóndanum, er hóf starfsemi sína
fyrir rúmum tveimur áratugum.
UPPRUNI
Regnbogasilungurinn, sem
stundum er einnig nefndur regn-
bogalax eða Californiulax, á upp-
runa sinn í náttúrlegu umhverfi
að rekja til ánna á Kyrrahafs-
strönd Bandaríkjanna, allt frá
Californíu norður að Bristol Bay í
Alaska.
Þegar þessi óvenju sporðhvati
og sterki laxfiskur var fluttur
árið 1880 frá vesturströnd Banda-
rikjanna til austurstrandarinnar,
vegna fiskeldisgæða stofnsins,
var hann jafnan kallaður Cali-
forníuurriðinn. En regnboga-
urriðinn átti eftir að nema fleiri
lönd og þess var ekki Iangt að
biða að hinir ýmsu stofnar hans
yrðu fluttir til Evrópu, Áfríku,
Suður-Ameríku, Asíu og.Ástralíu.
Þannig lagði regnbogaurriðinn
undir sig heiminn og var aðalor-
sökin sú hve afburðagóður eldis-
fiskur hann er, sterkur og hrað-
vaxta.
KOSTIR I FISKELDI
OGSPORTVEIÐI
Mestu kostir regnbogásilungs
eru þeir, hve ungfiskurinn er
sterkur og hve ör vöxtur hans er.
Kviðpoki seiðanna er tiltölulega
lítill, samanborið við aðrar lax-
fiskategundir. Seiðin byrja því
snemma að taka til sín fæðu og
sýna strax afar mikinn dugnað og
harðneskju á því sviði. Gottimi
regnbogasilungsins er á vorin, i
marz og april mánuðum, gagn-
stætt þvi sem er um aðrar lax-
fiskategundir. Ein tegund regn-
bogasilungsins er þó i þessum efn
um undantekning en það er hinn
svonefndi steelhead — Salmo
gairdnerii — sem ef til vill mætti
á islenzku kalla stálhausinn. Þessi
regnbogasilungsstofn þykir aftur
á móti mjög bundinn við hin upp-
runalegu heimkynni sin i ánum á
vesturströnd Bandaríkjanna og
hefur ekki reynzt búa yfir þeim
eldisfiskakostum sem aðrar
tegundir eða stofnar regnboga-
silungsins.
Fyrri hluti
Stofnar regnbogasilungsins eða
tegundir eru margar. Flestar
þeirra eru i uppruna sínum búnar
þeim erfðaeiginleikum að
klekjast út í fersku vatni, ganga
til sjávar og koma til baka til gots
og fjölgunar í fersku straumvatni.
Undantekningar eru þó fyrir
hendi og til eru þær tegundir
regnbogasilung, sem staðsettar
eru í ákveðnum stöðuvötnurn og
ná þar miklum þroska. (The
Treasury og Angling — Larry
Koller 1966).
Gerðar hafa verið mjög
og yfirgripsmiklar kynbótatil-
raunir á hinum ýmsu regnboga-
silungsstofnum, til þess fyrst og
fremst að auka enn hinn mikla og
öra vaxtarhraða fisksins og hafa
þessar vísindalegu tilraunir borið
ótrúlegan árangur. Hinn gffur-
lega öri vöxtur regnbogasilungs-
ins — en aldursskeið þessa merki-
lega fisks er annars stutt, við
náttúrlegar aðstæður — hefur
eftirtalda kosti í för með sér:
1. að framleiða tiltölulega
ódýran en gömsætan eldisfisk.
2. að þessi sporðhvati og sterki
fiskur hefur þótt mjög eftirsókn-
arverður til útsetningar I af-
rennslislaus vötn til sportveiði-
mennsku á þann hátt, að nýtt
magn af fiskinum er sett út i
vötnin ár eftir ár, þar sem honum
er ekki ætlað að auka þar kyn sitt
og leggja undir sig vötnin, enda
hefur hann yfirleitt ekki skilyrði
til þess,
3. að regnbogasilungurinn er
þannig framleiddur til sölu undir
vísindalegu eftirliti bæði til eldis
sem portionsfiskur og sem sport-
veiðifiskur, þó hið fyrrnefnda
skipti vitanlega höfuðmáli.
Allir þessir kostir regnboga-
silungsins eru mjög eftirtektar-
verðir fyrir okkur tslendinga, og
okkur ber skylda til að veita þess-
um ágæta fiski aukna eftirtekt I
framtíðinni.
Þess vegna gegnir það mikilli
furðu að hin svonefnda „tilrauna-
stöð" ríkisins í Kollafirði, skuli
hingað til ekki hafa haft áhuga á
eldi regnbogasilungsins, ekki
hvað sízt þegar haft er í huga að í
næsta nágrenni við þetta ríkisfyr-
irtæki, sem árlega er styrkt með
milljónum króna á fjárlögum,
starfar Jiskeldis- og fiskiræktar-
stöð í einkaeign, fiskiræktar-
stöðin í Laxalóni, sem hefur yfir
að ráða sennilega eina algerlega
ósýkta regnbogasilungsstofninum
í Evrópu. Hér er þó um að ræða
þýðingarmikið verkefni, sem
bæði riki og einstaklingar eiga að
geta tekið höndum saman um að
leiða til farsællar úrlausnar og
árangurs.
Hið gagnstæða hefur hinsvegar
skeð og slíkt verður að fyrir-
byggja i framtíðinni.
LlFSHÆTTIR
Sérhver lifandi vera er að veru-
legu leyti háð lífsskilyrðum upp-
runa sins, frumskilyrðunum fyrir
því að hún varð til, gat vaxið,
þróast (lifað) og tímgast. Þetta á
jafnt við um líkamsfræðileg og
líffræðileg einkenni, svo sem
fæðuskilyrði, samkeppnisaðila
um fæðuna og svo að sjálfsögðu
óvini, sem ásækja viðkomandi
einstakling. Til viðmiðunar má í
þessu sambandi benda á, hve
Iaxa- og silungastofnarnir eru
mismunandi í íslenzkum ám og
vötnum, sem byggist á uppruná
þeirra, umhverfi, vatnsmagni,
fæðuskilyrðum og öðrum grund-
vallaratriðum, sem skapa erfða-
venjur og séreinkenni.
AÐLÖGUNARHÆFNI
Þessi grundvallaratriði, sem að
sjálfsögðu gilda fyrir tilveru, lífs-
hætti og viðhald regnbogasilungs-
ins, hafa fyrst verið rannsökuð til
nokkrar hlítar af fiskalíffræðing-
um og sérfræðingum á þvi sviði á
síðustu áratugum og byggjast á
þeim tilraunum og rannsóknum,
sem gerðar hafa verið 1 mörgum
löndum á aðlögunarhæfni regn-
bogasilungsins við aðra skilda
fiskstofna í sama umhverfi eða
við lík llfsskilyrði. Og þá er eftir-
tektarvert, að slíkar aðlögunartil-
raunir hafa í langflestum til-
vikum orðið neikvæðar. Frumein-
kenni og arfleifð regnboga-
silungsins er honum svo rlkt I
blóð borin að hann aðlagast ekki,
nema með örfáum undantekning-
um þeim vötnum, ám og um-
hverfi, þar sem aðrar fiskáteg-
undir eru fyrir.
ELDISEIGINLEIKAR
Hafa ber I huga, þegar rætt er
og fjallað um þessi efni, að stofn-
ar regnbogasilungsins eru að
sjálfsögðu misjafnir að gæðum, á
svipaðan hátt og aðrir laxfiska-
stofnar, svo sem lax, sjóbirtingur,
urriði og bleikja. Þetta á rót sína
að rekja til upprunans, nánar til-
greint þess umhverfis og þeirra
lífsskilyrða, þar sem viðkomandi
stofnar urðu til, klöktust út og
uxu I fullvaxna fiska. Fiskallf-
fræðingar hafa því gert kynbóta-
tilraunir á stofnum regnboga-
silungsins eins og á öðrum Iax-
fiskastofnum og orðið verulega
ágengt I þeim efnum, bæði að því
er varðar öran vöxt, vænleika og
frjósemi. Má I þessu sambandi
benda á, að I náttúrulegu um-
hverfi við upprunaleg skilyrði, er
talið að hrygna regnbogasilungs-
ins hrygni að jafnaði 750 til 1200
hrognum við hverja hrygningu og
nái meðalþunga allt að 1,5—3,5
pundum. En með kynbótum og I
eldistjörnum hefur hins vegar
náðst sá merkilegi árangur að
hrognatala hrygnanna við got
hefur aukizt að meðaltali upp I
3—5000 hrogn og meðalþyngd
náð 3—4 pundum á jafn löngum
tíma og var við ósnortnar náttúru-
legar aðstæður aðeins 1—2 pund.
(Háskólinn Washington-fylki.
Donaldson — Seatle, U.S.A.).
Uppruni,
lífshœttir,
aölögunar-
hœfni og
verðmœta-
sköpun
í fiskeldi
Þannig hafa kynbætur og ákjós-
anlegar eldisaðstæður leitt til
þess að regnbogasilungurinn
hefur I eldi af mannavöldum náð
meiri vaxtarhraða en aðrir
silungastofnar og þykir þvl gefa
bezta raun I þessum efnuni, fjár-
hagslega séð.
Hér hefur lltillega verið vikið
að þýðingu regnbogasilungsins
sem eldisfisks og skal þá aftur
vikið að eðli hans, lífi og aðlög-
unarháttum i náttúrulegu um-
hverfi.
LlFSSKILYRÐI
Fyrsta skilyrðið til þess að regn-
bogasilungurinn geti lifað, dafnað
og þróast við náttúrulegar að-
stæður, stofninn vaxið og haldist
við, er rennandi vatn, malarbotn,
þar sem fiskurinn getur hrygnt og
grafið hrogn sin i mölina og
klakist út I hæfilega heitu og súr-
efnisríku vatni og næringarskil-
yrði aðgengileg fyrir seiðin og
ungfiskinn.
Gagnstætt þessu má benda á að
I New York fylki I Bandaríkjun-
um voru tekin vötn, hreinsuð af
rotnandi efnum, súrefnismagn I
ríkara mæli, en skilyrði að öðru
leyti talin ákjósanleg. Áralangar
tilraunir með útsetningu regn-
bogasilungs I vötn þessi báru eng-
an árangur. Að vlsu fengust alltaf
nokkrir fiskar, sem náðu allmikl-
um þroska. En I heild urðu
tilraunirnar neikvæðar
(Limnalogarnir Zillox og
Pferffer, U.S.A.). Orsakirnar
voru taldar straumleysi og of súrt
vatn, sem hvort tveggja sam-
verkandi eyðilögðu hrygninguna
og þar með aukningu og viðhald
stofnsins. Þetta umhverfi þolir
vatnaurriðinn og bleikjan hins
vegar betur en regnbogasilungur-
inn I kyrrstæðum vötnum. Aftur á
móti er súrefnisgráðan tiltölulega
há I hinum upprunalegu náttúru-
heimkynnum regnbogasilungsins
í straumvötnum, sem eiga upp-
runa sinn I kalkríkum berghér-
uðum.
í framhaldi af þessu er fróðlegt
að gera sér nokkra grein fyrir
þýðingu regnbogasilungsins sem
eldisfisks I tilbúnum eldistjörn-
urn, framleiðslu hans þar og verð-
mætasköpun I þvi sambandi.
Ef við þá Iítum til nágranna-
þjóða okkar, er rétt að víkja ör-
fáum orðum að eldi og starf-
rækslu regnbogasilungsræktar I
Danmörku, sem einnar greinar.í
landbúnaðaratvinnuvegi Dana, og
getum af þvl lært og séð, hvað
þýðingarmikil þessi atvinnugrein
er til verðmætasköpunar.
VERÐMÆTASKÖP-
UN
Danir eiga við erfiðleika að etja
I þessu sambandi, einkum að því
er varðar mengað og lélegt vatn.
En þeir hafa sigrast að verulegu
leyti á þessum alvarlegu erfið-
leikum, byggt upp eldistjarnir
sinar með vlsindalegri aðstoð
vatnafiskaliffræðinga sinna, með
hliðsjón af sótthreinsun,
hreyfingu vatnsins milli
tjarnanna og á þann hátt tryggt
súrefnismagn vatnsins með öðr-
um samverkandi framkvæmdum
sem hagstæðast fyrir regnboga-
silunginn. Fiskirækt og fiskeldi
Dana á regnbogasilungi er þvi
orðin eftirtektarverð atvinnu-
Framhald á bls. 35
Fallegum regnbogasilungum, sem aldir hafa verið upp f fiskeldisstöðvum 1 Bretlandi, en sleppt þar 1 ár
og sfðan eru þeir veiddir á stöng. Fiskarnir sem hér sjást eru allt að 12 pund að þyngd. Þetta er vinsæl
fiskiræktaraðferð, sem Bretar kalla „Put out and take“.