Morgunblaðið - 20.06.1975, Page 12

Morgunblaðið - 20.06.1975, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JUNl 1975 Sýning Braga FJÖRA sýning á myndlist hefur verið opnuð á „Loftinu“ við Skólavörðustíg. Sá sýningar- staður virðist hafa unnið hug flestra þeirra, sem þar hafa komið í heimsókn, og þá ekki sfður þeirra, sem sýnt hafa verk sín þar. Það er Bragi Ásgeirsson, sem að þessu sinni hefur efnt til sýningar á eldri og yngri verkum sfnum á „Loftinu". Þar er nú 41 verk til sýnis, þau elstu frá 1949, þau yngstu nýmáluð. Þessi sýning Braga á „Loftinu" er að mínu áliti heldur sundur- laus og gefur litla hugmynd um þróun listamannsins, enda eru aðstæður i þessu litla húsnæði hvergi nægilegar til að sýna þar yfírlitssýningar. Það er sjálfsagt heldur ekki ætlunin, en ég verð að játa, að ég skil ekki fyllilega tilgang sýningar af þessu tagi. Val verka virðist handahófskennt og ekkert tímabil í listferli Braga nægilega kynnt til að gefa hug- mynd um, hver hlekkur það sé í myndrænni þróun listamannsins. Þetta er að mínum dómí alvarleg- ur galli á sýningu Braga, og sannast að segja finnst mér eins og hér sé fremur um samtining að ræða en sögulega eða persónulega heimild. Ég er á þeirri skoðun að Bragi hefði átt að takmarka þessa sýningu í samræmi við húsnæðið, og er viss um, að hann hefði á þann hátt komið sterkar fram og sýnt meiri svip sem málari. Eins og lesa má hér að ofan gætir margra grasa á þessari sýningu Braga Ásgeirssonar. Best kann ég að meta þá myndgerð Braga, sem ber nokkurn svip af svokallaðri pop-list, það er að segja er hann tekur alls konar Bragi Asgeirsson við eitt af verkum sfnum. hluti og greipir í myndflötinn. Skapar hann þannig oft á tíðum sérstæð og skemmtileg verk. Ég nefni aðeins eitt verk máli mínu til stuðnings, „Roðahnetti" nr. 29 Myndllsl eftir VALTÝ PÉTURSSON á þessari sýningu, en raunar mætti benda á önnur verk frá samatfmabili, sem fengið hafa samastað í innsta herberginu á „Loftinu". Þau verk eru að mfn- um dómi svipmesti hluti þessarar sýningar og gefa besta hugmynd um Braga og list hans í dag. Einnig hafði ég ánægju af sumum eldri teikningum hans. Bragi Asgeirsson er enginn byrjandi í myndlist. Hann hefur langt og gott nám að baki og hefur stundað myndlist af miklum krafti haldið margar sýningar og skapað sér nokkra sérstöðu f röð- um listamanna hérlendis. Því er það eðlilegt að til hans séu gerðar nokkuð miklar kröfur. Ef til vill er ekkert eðlilegra en að góðu fólki verði stundum svolitið á í messunni, og ég er ekki frá því að svo hafi orðið I þetta skipti. En auðvitað gæti þessi siðasta setning einnig átt við þann, sem, þetta skrifar. Ef til vill er það mfn eigin sök, að ég sé ekki tilgang og markmið þessarar sýningar Braga. Eitt er þó óhætt að full- yrða í þessu sambandi. Fjöl- breytnina vantar ekki, og er það ef til vill kostur við þessa sýningu, þegar öllu er á botninn hvolft. r Islenskar ljósmyndir í Frakklandi CAEN heitir borg í Normandí. Ekki hefur undirritaður getað komist að neinum sérstökum tengslum milli sögu Islands og þcssarar borgar, utan hvað víst má telja að fornmenn hafi sótt staðinn heim í eilifri leit sinni að gulli og grænum skógum. Einnig mun það til, að íslenskir stúd- entar stundi þar háskólanám, þó einkum í seinni tíð. Annars er ekki vitað til að þeir 150 þúsund ibúar borgarinnar hafi meiri áhuga á tslandi en geingur og gerist útí heimi. Eigi maður leið um götur borgarinnar um þessar mundir, má sjá á hverju götuhorni auglýs- íngu. Ekki svo að skilja að auglýs- fng sé eitthvert sérstakt fyrirbæri i Normandí. Heldur hitt, að á henni stendur nafnið Islande, — orð sem ekki sést á hverjum degi á götum Caen. Ösjálfrátt staldrar maður við og hnýtur þá um orð einsog „oiseaux et paysages" (fuglar og landslag). Neðst i horninu stend- ur „3 rue de Vangueux", og af eðlisávísum einni saman er því slegið föstu að þetta sé götuheiti. Kunnuglegar myndir frá Islandi eru á sýningunni; fuglar, landslag og eldgos. Philippe Patey. Reksturshalli útgerð- arfélags Akureyringa 65 milljónir í fyrra Eftir skamma stund er komið inni þraunga hliðargötu þarsem gamalt fólk liggur útí vængglugg- um og horfir niðurá mann glans- andi augum. Númer þrjú er lftið sýningar- herbergi. Þegar þángað er komið inn, blasa við manni kunnuglegar Ijósmyndir frá Islandi; fuglar," landslag og eldgos. I einu horninu situr ungur maður við borð og bíður góðan daginn. Það tók ekki Iánga stund að komast að því, að þetta var franskur maður, að því leyti frá- brugðinn flestum öðrum löndum sínum, að hann talaði islensku. Philippe Patey kynnti hann sig. Hann hefur verið á Islandi um alllángt skeið og tekið miklu ást- fóstri við landið; sagðist vel geta hugsað sér að flytjast þángað en það væri erfitt fyrir útlendinga að búa á tslandi. Philippe hefur ferðast um þvert og endilángt landið ásamt því að hafa starfað sem sjómaður, trésmiður og matsveinn, svo eitt- hvað sé nefnt. Alls sýnir Philippe 40 litmyndir sem hann tók á árunum 1972—73. Þarna má sjá myndir frá fyrsta degi eldgossins i Vestmannaeyj- um, frá Mývatni þarsem Philippe bjó í tjaldi útí hrauninu og keypti egg og mjólk á Kálfaströnd. Einnig eru myndir frá Snæfells- nesi og vfða. Mikill fjöldi mynda hefur selst og einna vinsælastar eru myndir frá Vestmannaeyjum og af fuglum á flugi. Fuglamyndir eru f miklum meirihluta og er auðséð að hann hefur lagt á sig mikla vinnu við að ná sumum þeirra. Franska sjónvarpið hafði viðtal við Philippe skömmu eftir opnun sýningarinnar, þarsem rætt var um Island og hið aukna aðdráttar- afl sem það virðist hafa á fólk sem kýs að ferðast i ró og næði. Blaða- dómar eru mjög vinsamlegir og ber öllum saman um, að ísland meigi vera hreykið af sýningu sem þessari; það sé auðsætt að hér hafi ljósmyndað það auga sem kunni að stilla saman blíðu og ljós. Aðspurður kvaðst Philippe ætla að halda sýningu á þessum sömu myndum f mikilvægum sýningar- sal í París n.k. haust og etv. í London líka. Hann bjóst við að koma til Islands f sumar tilað ferðast og taka fleiri myndir; sagði að það hefði verið gaman að sýna myndir þessar þeim íslend- íngum sem frekar færu til Maljorku en Mývatns. Þeir vissu ekki hvað þeir ættu fagurt land. Að lokum bað Philippe fyrir kveðjur til allra þeirra sem hann þekkti heima og kvaðst vonast til að sjá þá sem fyrst. G.A. Gamli síðutogarinn skilaði einn hagnaði IIALLI varð á rekstri Utgerðar- félags Akureyringa á s.l. ári og nam hann tæplega 65 milijónum króna. Afskriftir námu hins veg- ar 75 milljónum króna. Togarar félagsins lönduðu samtals 13,932 lestum í fyrra f 103 veiðiferðum. Félagið rekur nú 5 skuttogara og einn síðutogara, Harðbak. Var hann eini togarinn sem skilaði hagnaði f fyrra, 3,7 milljónum en mcst tap varð á Sléttbaki, 35,4 milljónir. Framangreindar upplýsingar komu fram á aðalfundi UA sem haldinn var í byrjun síðustu viku. I reikningum kom fram að sfðu- togarinn Harðbakur skilaði 3.7 millj. króna hagnaði, og Hrað- frystihúsið 6.3 milljón króna hagnaði. Halli á Sólbaki var 12.3 milljónir, Svalbaki 24 milljónir og Sléttbaki 35.4 millj. Halli á skreiðarverkun var 0.5 milljónir og á saltfiskverkun 2.5 milljónir. A árinu 1974 var framleitt i fiskvinnslustöðvum félagsins 3361 tonn af freðfiski, 20 tonn af skreið, 740 tonn af saltfiski. Heildarvinnulaun til starfsfólks i landi voru 171 millj. og 569 þús., en vinnulaun til sjómanna voru 166 millj. Miklar breytingar hafa að undanförnu orðið á skipaeign félagsins. Þrír gamlir síðutogarar voru seldir til Spánar í brotajárn i fyrra. I stað þeirra hefur félagið keypt skuttogara og fékk það siðast tvo stór skuttogara frá Spáni. Ein af myndum Philippe.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.