Morgunblaðið - 20.06.1975, Side 23

Morgunblaðið - 20.06.1975, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JUNI Í975 23 Jóhann Hjólmarsson STIKUR Það, sem aldrei verður einkamál Til þess að gera sér grein fyrir því nýjasta, sem er að gerast í sænskum skáldskap er tilvalið ráð að verða sér úti um Ijóðasafnið 20 nya poeter. En antologi ung poesi i urval av Rolf Aggestam och Gunnar Harding,, FIBs Lyrikklubb, Stockholm 1974. I safninu eru eins og nafnið gefur til kynna ljóð eftir 20 skáld. Ritstjórarnir segja í inngangsorðum að til- gangur þeirra hafi verið að láta hina ýmsu strauma njóta sín; þeir forðist viljandi allar yfir- lýsingar um skáldskap áttunda áratugarins, um það sé annarra að dæma. Að visu nefna þeir dæmi um tvenns konar skil- greiningu á skáidskap ungu kynslóðarinnar, sem þegar hafi komið fram: nýsymbólismi og nýsúrrealismi. Við höfum freistað þess að vera víðsýnir, segja þeir. 20 nya poeter hefst á ljóðum annars þeirra tvímenninganna, Rolfs Aggestams (f. 1941). Eft- ir hann hefur aðeins komið út ein ljóðabók: Ditt hjarta ár ett rött tág (1973). Hann var rit- stjóri tímarits sænska ljóða- klúbbsins, Lyrikvánnen, ásamt Gunnari Harding, en nú hefur Gunnar hætt, en við tekið Gösta Friberg i staðinn. Er ekki ann- að að sjá en þeir Rolf Aggestam og Gösta Friberg muni takast vel að annast þetta merka tima- rit, ef dæma skal eftir fyrsta heftinu á þessu ári. I ljóðinu Ég hef verið mörg ár að byggja þetta hús, segist Rolf Aggestam hafa byggt með sama hætti og afi hans og lang- afi. Það eru engir stóratburðir i þessu ljóði, en skemmtilega dregin upp smámynd af heimi hversdagsins. Ljóðið endar á orðunum: nú legg ég frá mér pennann nú heldur Ijódið áfram sjálft ég fer mína leið Rolf Aggestam hefur þýtt ljóð japanska skáldsins Matsuo Basho 1644—1694 og á margt sameiginlegt með honum. Hjá Basho var léttleikinn aðálatrið- ið eins og í þessu litla ljóði, Tjörnin, sem Helgi Hálfdánar- son þýddi og birtist i Á hnot- skógi (1950): Þessa gömlu í jörn dreymir. — Þarnastökk froskur! — og vatnið hvíslar. Ylva Eggehorn (f. 1950) hef- ur vakið mesta athygli skáld- kvennanna í safninu. Eftir hana hafa komið út margar ljóðabækur, sú þekktasta er: Jesus álskar dig (1972). Ylva Eggehorn hefur tileinkað sér kristið lífsviðhorf og ekki sist komið á óvart vegna þess. Trú- arleg ljóð hennar sækja yrkis- efni í daglegt Iif, kunnuglegan heim nútímamannsins, oft með tilvísunum í Biblíuna. I ljóðinu Þekktu sjálfan þig yrkir hún: Þekktu sjálfan þig gleymdu ekki fyrir náð hefur hann elskað þig og gert þig fagra Rolf Aggestam Ylva Eggehorn Jacques Werup Bruno K. öijcr. Jacques Werup (f. 1945) er afkastamikið ljóðskáld, skáld- sagnahöfundur og jassleikari. I 20 nya poeter eru eingöngu ljóð úr siðustu ljóðabók hans Tiden i Malmö, pá jorden (1974). Werup hefur komið hingað til lands og kynnt ljóð sín i Norr- æna húsinu og frá þessari ljóða- bók hefur verið sagt í Morgun- blaðinu. Hinn opinskái ljóðstíll hans er að minu viti með því merkara í sænskri nútímaljóð- list. Á einum stað yrkir hann: Aðtikrifa or einkamál um eitthvað sem aldrei verður aðeins einkamál þess vegna skrifa ég Kastellgatan 8 en á við Ifeiminn Kastellgatan 8 er heimilis- fang skáldsins í Malmö. Vel- ferðarríkið, lifslygin, en ekki sist umburðarlyndi milli fólks eru yrkisefni Werups. Bruno K. Öijer (f. 1951) hef- ur gefið út nokkrar ljóðabækur, en bók hans fotografier av und- ergángens leende (1974) hefur fengið einróma lof gagnrýn- enda, m.a. fullyrti gagnrýnand- inn Bengt Holmqvist í Dagens Nyheter að Öijer væri framtíð- arvon sænskrar ljóðlistar. 20 nya poeter er skreytt með for- síðumynd af Öijer og það fer ekki á milli mála að þetta skáld hefur margt sér til ágætis. Ljóð hans eru löng, oft ruglingsleg og vandskýrð í anda súrrealism- ans, en hver sá, sem les til dæmis ljóð hans jeanne d’arc, öllu blæðir, hrífst af ákafa skáldsins, takmarkalausu stjórnleysi, sem minnir á Arth- ur Rimbaud og er beint gegn hræsni i hverri mynd, sem hún birtist. Ef til vill hefur Bengt Holmqvist rétt fyrir sér? Eitt er víst: Bruno K. Öijer er tákn nýrrar skáidakynslóðar, sem fer eigin leiðir, rödd æsku í uppreisn. Hann á ekkert skylt við þá miðaldra skáldakynslóð, sem ástundar pólitískt raunsæi ogsiðaboðun. Bergmál frá þeim, sem eru miðaldra og eldri, heyrist að vísu í 20 nya poeter, annað væri óhugsandi, að minnsta kosti óeðlilegt. En safnið færir okkur heim sanninn um að það er gróska í sænskri ljóðlist eins og löngum áður. Hún verður ekki dæmd með einlitum stimplum. Á SUMARDEGI Erlendur Jónsson Bitbeinið Nokkrar umræður urðu í vet- ur og vor um íslenskt mál, bæði hér i blaðinu, á Alþingi (þar sem aðaliega var rætt um staf- setning) og víðar. Það sem fyrst og fremst einkenndi þessar um- ræður var almennt stefnuleysi og i sumum dæmum þekkingar- leysi. Því miður er móðurmálið umræðuefni sem býður upp á endalaust og meiningarlítið þvarg fyrir þá sem áráttu hafa til slíks. Stafsetningin t.d., ekki er bú- ið að karpa svo lítið um hana. Sumir vilja hverfa aftur til reglnanna frá 1929 sem standa nú raunar i fullu gildi að und- anteknum z-reglunum niður felldum og reglum um stóran og lítinn staf sem var breytt smávegis í fyrra, en þær breyt- ingar vilja þeir sem sagt reka til baka svo reglurnar megi standa öldungis óbreyttar. Aðir vilja sætta sig við hinar ný- gerðu breytingar, og enn aðrir að staðið sé fast á þeim hvað sem tautar og raular. Ekki er ýkjalangt síðan tekið var að líta á íslenska málfræði sem mikils háttar náms- og fræðigrein. Það var ekki fyrr en á seinni hluta nitjándu aldar og fyrri hluta þessarar að henni var skipað til öndvegis í skólum landsins; málfræðingum fjölg- aði og áhrif þeirra uxu að sama skapi. Allir aðhylltust þeir mál- hreinsunar og málvöndunar- stefnu og latnesk og þýsk mál- fræði var lögð til grundvallar íslenskri beygingar og setn- ingafræði. Nemendum í skólum var kennt að þekkja mun á „réttu“ máli og „röngu“ en „rétt“ var það mál sem finna mátti stað í fornritunum. Þess vegna voru orðin prestur og kirkja góð og gild þó eigi væru íslensk að uppruna af. því þau voru tekin upp í málið til forna, en ekki bíll svo dæmi sé tekið af gagnstæðu tagi af því það var nýtt. Reynt var að láta mann að minnsta kosti ekki sleppa gegn- um stúdentspróf nema hann kynni góð skil á gömlu íslensku sveitamáli. Fornmáli sömuleið- is. Sá sem gat ekki sagt hvað væri hjalt og blóðrefill varð að gjalti. Hins vegar mátti hver heita hólpinn sem slapp við að læra „götumál” Reykjavíkur því það hæfði bara skril. Fullnaðarsigur þessarar stefnu var stafsetningin sem 33 þingmenn vilja nú að haldist óbreytt og — ekki síður vel að merkja greinarmerkjasetning sú sem jafnan hefur fylgt henni þó reglugerð um hana væri víst aldrei gefin út. Nefnd sú, sem nýverið varpaði z fyrir borð og breytti reglunum um stóran og lítinn staf, gerði raunar meira, miklu meira, því hún kollvarp- aði gersamlega þessum hefð- bundnu, setningafræðilegu greinarmerkjum og setti nýjar reglur þar um. Virðist bylting sú hafa farið framhjá háttvirt- um þingmönnum og mega það undur heita því hún er mun róttækari en þær lítilfjörlegu breytingár sem nefndin gerði á stafsetningunni. Reglurnar frá 1929 voru reistar á eindreginni stefnu og eru í fyllsta máta sjálfum sér samkvæmar og í því liggur styrkur þeirra. Ekki eru allir fylgjandi þeirri stefnu nú. Sumir nefndarmenn í stafsetn- ingarnefndinni munu hafa vilj- að marka nýja stefnu og ger- breyta stafsetningunni þannig að minni hliðsjón yrði höfð af uppruna en meiri af framburði en nú er, meðal annars ganga svo langt að fella niður y, ý og ey. En skoðanir þeirra náðu ekki fram að ganga. Útkoman varð því sú að fylgja skyldi gömlu stefnunni áfram en sveigja örlftið frá henni svo sem til að koma til móts við nýstefnumenn. „Það á ekki að hringla rneð stafsetninguna,“ segja menn og undir það geta víst flestir tekið. Löggjafinn skyldi þá líka minn- ast þess að lög og reglur eru lítils virði ef þeim er ekki hlýtt. Og hvaða reglur hafa verið þverbrotnar hér jafngengdar- laust siðustu áratugina og staf- setningareglurnar? Örugglega engar. (Vísvitandi brotnar, á ég þá auðvitað við, um hitt tala ég nú ekki). Z hefur í reynd verið lítið meira en skólabókalær- dómur og þó jafnvel hornreka sem slík þar sem börn voru ekki látin læra hana fyrr en eftir fermingu. Ég sé ekkert á móti því að stafsetning og greinarmerkja- setning verði lögfest, hvor tveggja. En það á ekki að hringla með stafsetninguna! Á siðust dögum þingsins undirrit- uðu 33 þingmenn áskorun til menntamálaráðherra „að gera ráðstafanir til þess, að stafsetn- ing sú, sem gildi tók 1929, verði notuð við prentun þeirra skóla- bóka, sem nú er verið að undir- búa og nota á næsta vetur.“ Þó 33 sé ekki sterkur meiri- hluti er það meirihluti samt svo sýnt eru að z-menn eru sterkari á Alþingi Islendinga í andar- takinu. En hví hugsuðu þeir ekki til hreyfings fyrr? Skipun þeirrar nefndar, sem felldi nið- ur z-una, fór ekki leynt. Nú er fiöldi skólanemenda sem fyrst lærðu gömlu reglurnar, búinn að læra hinar nýju í þeirra stað. Skulu þeir þá einnig leggja þær af og læra aftur gömlu reglurn- ar sem yrði í reynd þriðja at- rennan að sama markinu? Ætli staglið færi þá ekki að þvælast eins og bögglað roð fyrir brjósti sumra? Nei, þeir sem vilja halda i hina gömlu málfræðilegu og klassísku stafsetning ættu að una glaðir við sitt og gera sig ánægða með að henni var ekki breytt meir en raun bar vitni og — ef þeim sýnist svo — lög- festa hana með áorðnum breyt- ingum. Hinglandaháttur með ritreglur, er illur en óvissa eins og sú, sem nú ríkir, óþolandi. Eftir að reglugerðin var gefin út um niðurfelling z og breyttar reglur um stóran og lítinn staf ásamt gerbreyttum greinar- merkjareglum munu flestir hafa álitið að ekki yrði hróflað meir við íslenskri stafsetning í bráð og i þeirri trú hafa vafa- laust einhverjir hafist handa við samning nýrra kennslubóka og breyting gamalla í samræmi við hinar nýju reglur. Á nú að stöðva allt það verk og láta höf- unda og bókagerðarntenn standa á hemlum á gulu ljósi og bíöa til eilífðarnóns eftir alls- endis övissum niðurstöðum sem síðar kunna að verða ómerktar af enn öðrum niðurstöðum?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.