Morgunblaðið - 20.06.1975, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JUNÍ 1975
Eiginmaður minn.
ÁGÚST fSLEIFSSON,
frá Sæbóli, Aðalvtk,
Ljósheimum 10,
lésl á Borgarspltala num 18. júnl.
Fyrir hönd aðstandenda.
Halldóra Hjálmarsdóttir.
t
Eiginkona mln, móðir okkar, tengdamóðir og amma
HILDUR ÞÓRA ÞÓRARINSDÓTTIR,
Vesturgötu 50A
lést að morgni 1 7. júnl I Landakotsspltala.
Þórarinn Hallbjörnsson,
Hallbjörn Þórarinsson, Helga SigurSardóttir,
Matthildur Þórarinsdóttir, Þórir Svansson,
Hlíf Þórarinsdóttir, Ólafur Ólafsson
og barnabörn.
t
Útför eiginmarms míns,
GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR,
Geirlandi, Hveragerði,
verður gerð frá Kotstrandarkirkju, Ölfusi, laugardaginn 21. júnl n.k. kl
2 e.h, Blóm vinsamlegast afþökkuð
Ingibjörg Jónsdóttir.
t
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi
MAGNÚS SIGURBERGSSON
rakari
Smðratúni 3, Keflavlk
verður jarðsunginn frá Keflavlkurkirkju laugardaginn 21. júnl kl 1.30.
Hjördls Guðmundsdóttir
Steinunn B. Magnúsdóttir Björgvin H. Árnason
og barnabörn.
Útför bróður okkar
SVEINS R. KRISTJÁNSSONAR,
Tómasarhaga 28,
fór fram 1 8. þ m að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum
Magnús Kristjánsson,
Kristján Kristjánsson,
Fjóla Kristjánsdóttir,
Finnborg Kristjánsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
föður mlns,
HINRIKS JÓNSSONAR,
FáskrúSsfirði.
Sérstakar þakkir færum við læknum og öllu starfsfólki á Sólvangi fyrir
frábæra alúð og hjálp.
Jón Hinriksson.
t
Konan m!n, móðir okkar og tengdamóðir,
UNA MAGNÚSDÓTTIR,
frá Isafirði,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju I dag, föstudaginn 20. júni kl.
13.30.
Þeir, sem vildu minnast hennar vinsamlegast láti Slysavarnafélag
íslands njóta þess Guðmundur Árnason,
Hulda Guðmundsdóttir, Hjálmar Guðmundsson,
Magnús Guðmundsson, Agnete Simson.
Gunnlaugur Guðmundsson, Jónlna Nielsen,
Margrét Guðmundsdóttir, Guðrfður Guðmundsdóttir.
t
Hjartans þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför mannsins mins, föður, tengdaföður, afa, langafa og
bróður
TÓMASAR MAGNÚSSONAR,
Stórholti 12.
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki Vifilsstaðar-
spitala fyrir kærleiksríka hjálp og umönnun í veikindum hans.
Ólína Eyjólfsdóttir,
Ólafia Tómasdóttir Meeks,
Sigriður M. Tómasdóttir, Erlingur Antonfusson,
Eyjólfur Tómasson,
Magnús Tómasson,
Tómas Ó. Tómasson,
Sigurður T ómasson,
Sigmundur Tómasson,
barnabörn og barnabarnabörn,
systkini og fjölskyldur þeirra.
Elfnborg Guðmundsdóttir,
Þorbjörg Eiðsdóttir,
Hjördls Ragnarsdóttir,
Jónasfna Guðmundsdóttir,
Anna Jensen,
Örfá minningarorð:
Björn Skúlason
Sauðárkróki
örfá minnmgar- og þakklætisorð í
minningu Björns Skúlasonar.
Sauðárkróki.
Okkur systurnar langar til að
senda elskulegum afa okkar fá-
einar línur eins og við gjörðum
svo oft á meðan hann var I lifenda
tölu hér á þessari jörð. Við vitum
jú fullvel að enda þótt hann sé
ekki lengur I tölu okkar jarðar-
innar barna þá lifir hann engu að
sfður. Hann er einungis horfinn
sjónum okkar um sinn, því að við
vitum að við eigum eftir að hitta
hann sælan og glaðan heima hjá
Guði.
Þegar mamma færði okkur
fréttina um að hann væri dáinn,
fórum við allar að gráta, en þá
minnti mamma okkur á að hann
vildi aldrei sjá okkur grátandi eða
daprar. Hún benti okkur á hve
Guð hefði verið góðúr að taka
hann til sín á svo dásamlegan
hátt, elsku afi fékk að sofna út af
eins og lftið barn með bros á vör í
stað þess að þurfa að þjást eins og
margt gamalt fólk þarf að gjöra.
Þegar mamma hafði þannig talað
við okkur, hættum við að gráta og
fórum að biðja Guð um að vera
elsku ömmu og Bjössa bróður
okkar styrkur og gefa þeim náð til
þess að lfta sömu augum á andlát
hans og mamma hafði bent okkur
systrunum á.
Við eigum elsku afa svo ótal
margt að þakka, alveg frá þvf að
við fyrst munum eftir okkur. Er
kærleikur hans til okkar allra
efstur f hugum okkar. Við minn-
umst allra gjafanna og þegar
hann fór með okkur í ökuferðir í
gamla góða bílnum sínum, gaf
okkur jafnan eitthvað gott í
munninn. Við gleymum aldrei-
bréfunum sem hann sendi okkur,
eftir að við fluttumst suður. Þau
voru svo falleg og sýndu okkur
bezt hversu vænt honum þótti um
okkur, enda voru alltaf nokkrir
hundraðkrónuseðlar með í hverju
bréfi. Við Þökkum honum líka
allar hinar dýru jólagjafir,
sem hann jafnan gaf okkur, og
hann sendi okkur jafnan eitthvað
fyrir hverja hátfð, að ógleymdum
afmælisgjöfunum, já aldrei var
neitt skorið við nögl og rausn
hans og kærleika munum við
geyma sem helgan dóm í sjóði
minninga okkar.
Við kveðjum hann með söknuði
og trega og biðjum algóðan Guð
að blessa minningu hans
Ingibjörg, Svanhvft,
Marfa og Anna Lára.
— Island og . . .
Framhald af bls.25
annað en gasprari og hórkarl, og
þannig menn eru Rússum ge5-
þekkir og handhægir. Og þá er
komin myndin, sem Guevara las
um I bandarlskum blöSum 1959,
um a8 Kúbumenn væru handbendi
Rússa. En fyrst varS a8 koma
hinum RAUNVERULEGU forsætis-
riSherra fyrir kattarnef.
Þa8 mætti kannski spyrja
Magnús Kjartansson svona I fram-
hjáhlaupi, hverjir stjórni Kúbu
núna?
Hver sá hinn raunverulegi for-
sætisráðherra? Er það Kastró, sem
að mati ferðamanna, sem koma
frá Kúbu, hefur aldrei verið eins
djúpt sokkinn I svall og saurllfi.
Eða er það einn 12-menninganna,
sem komust af I Sierrafjöllum og
stjórnuðu byltingunni, sem hvergi
er minnzt á núna, enda farnir að
týna tölunni sem útlægir upp-
reisnarforingjar eða I „flugslys-
um", eins og Camilo Cienfuegos,
— „og Kúbubúar heiðruðu hann á
ákaflega minnisstæðan hátt.
Milljónir manna gengu að hafinu
umhverfis alla Kúbu og varpaði
hver einu blómi I sjóinn, til að
minnast hins HJARTFÓLGNA
LEIÐTOGA". Þarfórhann.
Þeir, sem fara með völd á Kúbu
núna, eru Rússar, með aðstoð
Blönduós:
Eyðilögðu fyrir
á aðra millj. kr.
Aðfararnótt sl. laugardags var
brotizt inn á lögreglustöðina á
Blönduósi og allt eyðilagt, sem
hægt var að eyðileggja og er tjón-
ið talið nema nokkuð á aðra
milljón kr. Sökudólgarnir hafa
náðst og viðurkennt verknað sinn,
en þeir eru báðir frá Blönduósi.
Guðmundur Gíslason, lögreglu-
þjónn á Blönduósi, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að svo
virtist sem innbrotsmennirnir
hefðu átt eitthvað sökótt við
lögregluna. Fyrst brutust þeir inn
í bókhlöðuna á Blönduósi, en
lögreglustöðin er í sama húsi, það-
an brutust þeir inn á lögreglu-
stöðina, og snertu ekki eina ein-
ustu bók í bókhlöðunni.
En þeir sátu ekki auðum hönd-
um inni á lögreglustöðinni, sagði
Guðmundur, þar brutu þeir öll
húsgögnin, eyðilögðu algjörlega
tæki eins og reiknivélar, segul-
bönd, labb-rabb stöðvar, hlustun-
artæki, bjöllukerfi, innanhússíma
og venjuleg símatæki. Þannig að
aðkoman var ekki glæsileg.
Að sögn Guðmundar er enn ver-
ið að meta tjónið, en lauslega
áætlað er það nokkuð á aðra millj.
króna.
fámennrar kommúnistakllku, sem
þeir hafa skólað.
Kastró og Rússar
Sannleikurinn er sá, að Ernesto
„Che" Guevara var flæmdur út I
opinn dauðann af Kastró, að
undirlagi Rússa, vegna þess að
hugmyndir hans um framtlð Kúbu
féllu ekki Rússum I geð. Þeirra
takmark var alger leppun Kúbu,
eins og allra rtkja, sem þeir hafa
náð valdi á.
Þess vegna varð hinn ómissandi
„ raun verulegi f orsætisrá ðherra "
skyndilega óþarfur og flæmdur
upp I fjöll S-Amerlku til þess eins
að vera drepinn. Verða dauð hetja.
Því Rússar hafa lært, af lengri
reynslu, að byltingarforingjar eru
þægari sem „dauðar hetjur" en
lifandi, (s.s. El Campisino,
spænski bóndinn). Þeir hættu ekki
á að Guevara Ijóstraði upp hvernig
Kúba féll I hendur Rússum og
hlaut þann vafasama heiður að
verða fyrsta nýlenda Rússa, sem
ekki lá að Rússlandi.
Ekki má heldur gleyma þvl, að
þrátt fyrir ógnarstjórn Fulgencio
Batista, voru til t landinu dóm-
stólar, sem meira að segja bylt-
ingarmenn báru virðingu fyrir.
Þegar Kastró átti að mæta fyrir
rátti á valdatlma Batista, lét Bat-
ista Ijúga þvl að dómsforseta
þeim, er dæma átti I málinu, að
Kastró væri veikur. „Ekki hafði
dómsforseti fyrr mælt þessi orð en
konurödd heyrðist hrópa:
„HERRA FORSETI. Fidel Kastró er
ekki veikur." — og aðeins seinna
„Herra forseti, ég færi YÐUR bréf
frá dr. Fidel Kastró, handskrifað
bréf til þessa VIRÐULEGA
RÉTTAR." (úr bók Magnúsar
Kjartanssonar, Byltingin I Kúbu,
bls. 34).
Nú segir sjálfsagt einhver: Það
er nú ekki mikið að marka þér-
ingar og fögur orð. Það er rétt, ef
menn neita að sjá þessar setn-
ingar I réttu Ijósi. En hitt stendur:
Kastró hefði EKKI ómakað sig til
að skrifa forseta dómsins bréf, ef
hann hefði ekki vitað að það hafði
þýðingu, og að þar væru menn,
sem vildu reyna að halda uppi
lögum og rétti.
Á bls. 33 I bók Magnúsar um
sama mál er Kastró yfirheyrður I
tvær klukkustundir, en að lokum
fór hann fram á að fá AÐ SETJ-
AST Á LÖGFRÆÐINGABEKK.
SEM VERJANDI OG URÐU DÓM-
ARARNIR VIÐ ÞEIRRI BEIÐNI.
Kastró talaði að lokum I rétt-
inum I 5 klst.
Sem sagt, Batista tókst ekki
það, sem Kastró kom I fram-
kvæmd með aðstoð Rússa. Að
þagga niður I dómstólum og þingi
Kúbu, málfrelsi og ritfrelsi. Menn
hafi þetta I huga.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
I söfnuði okkar eru nokkuð skiptar skoðanir I sambandi við
endurkomu Krists. Hver er hin kristilega túlkun á þessum
atburði?
Ekki verður komizt hjá þeirri staðreynd, að Nýja
testamentið kennir, að Jesús kemur aftur. Auðvit-
að eru þeir til, sem segja: ,,Hann kemur á hverjum
degi til einhverra, sem eru i nauðum staddir,“ eða:
„Endurkoma hans er það, þegar hann kemur og
fyrirgefur iðrandi syndara." En þessar skýringar
eru ekki í samræmi við loforðið, sem engillinn gaf
lærisveinum Jesú, þegar hann steig upp til himna:
„Þessi Jesús ... mun koma á sama hátt og þér sáuð
hann faratil himins.“ (Post. 1,11).
Vikið er að endurkomu Krists á 300 stöðum í Nýja
testamentinu. Þar má nefna bein ummæli eins og
þessi: „Þannig mun og Kristur ... í annað sinn
birtast án syndar til hjálpræðis þeim, er hans
leita.“ (Hebreabréfið 9,28). Þessari kenningu er
lítt haldið á loft, þegar kirkjunni er hlíft við
ofsóknum, en það er sem hún lifni, þegar kirkjan
verður að búa við hættur og nauðir.
Kristur kom einu sinni fram á svið sögunnar, og
Biblían segir, að harín muni birtast í annað sinn, þó
að við þekkjum ekki einstök atriði varðandi stað og
stund. Hið minnsta sem við getum gert er að vera
reiðubúin, því að hann sagði: „Mannssonurinn
kemur á þeirri stundu, sem þér eigi ætlið.“ (Matt.
24,44).
» « * * « i
iiiinmi **•»*****'«'*»-*** «*****•« ».*-«• i * zx Mt ittii * « « *• t « *• » »* * » *.»*• * >ii tztftvtiftiii iiiiiiftiiMt *».*•*,•• nmiiiiiii »*.*•
in 111 ftit> *»••«*•
l