Morgunblaðið - 20.06.1975, Síða 25

Morgunblaðið - 20.06.1975, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JUNt 1975 25 Jóakim Pálsson Hnífsdal sextugur Jóakim Pálsson útgerðarmaður og fyrrum skipstjóri í Hnífsdal er sextugur í dag 20. júni. Af því tilefni langar mig til að minnast að nokkru þessara merku tfma- móta i lífi þessa góðvinar míns og samstarfsmánns um fjölda ára. Jóakim Pálsson er fæddur að Heimabæ í Hnifsdal 20. júní 1915 og voru foreldrar hans hin góð- kunnu hjón Guðrún Guðleifsdótt- ir og Páll Pálsson í Heimabæ, sem um tugi ára var formaður og út- gerðarmaður i Hnífsdal og vel þekktur aflamaður við ísafjarðar- djúp, en Páll lézt 26. marz sl. á 92. aldursári. Strax og Jóakim hafði þroska til fór hann að vinna við útveg föður sins og lá þá leiðin gjarnan fyrst i beitingar- og aðgerðarhús föður hans til þess að læra beitingu og stokkun fiskilína. Þegar Jóakim var á áttunda ári varð hann fyrir miklum harmi, er hann missti sína ástkæru móður, en hún lézt aðeins 28 ára gömul frá 6 ungum börnum og nærri má geta, að möðurmissirinn hefir valdið Jóa- kim og systkinum hans sárum trega og kannske óvissu um fram- tíðina. En öll él birtir upp um siðir og svo varð hér, því hin móðurlausu börn voru svo heppin að eignast góða og umhyggjusama stjúpu, sem reyndist þeim harma- bót er frá leið. Veturinn 1932 til 1933 var Jóa- kim við nám í Héraðsskólanum að Laugarvatni, en heimkominn um vorið fór hann að róa með föður sinum. Ég held að allt frá því, að Jóakim Pálsson komst til nokkurs þroska, hafi hann verið ráðinn í því að gera sjómennsku að ævi- starfi sinu, enda snerist allt um fisk og fiskveiðar í heimabyggð hans og gerir raunar enn í dag. Jóakim var þvi enginn vandi á höndum að ákveða hvað hann vildi verða, er hann yrði stór, eins og stundum er að orði komizt, er um væntanlegt lifsstarf ung- menna er að ræða. Vissulega hefir rik athafnaþrá blundað snemma i brjósti Jóakims og metnaður til framkvæmda á sviði útvegsmála, ef merka má hversu mikið hann færist i fang á þeim vettvangi ungur að árum. Aðeins 24 ára brýzt Jóakim Pálsson í þvi að stofna til útgerð- ar, því árið 1939 stofnar hann útgerðarfélag i Hnifsdal, sem hlaut nafnið Haukur h/f. Þetta nýja félag Jóakims hófst þegar handa og lét byggja 15 tonna mótorbát i skipasmiðastöð Marsellíusar Bernharðssonar, en þennan bát lét Jóakim heita í höfuðið á föður sínum, sem löng- um hafði á formannstíð sinni verið heppinn og aflasæll, enda fór það svo að Jóakim var mjög heppinn með útgerð þessa fyrsta báts sins. Árið 1949 selur útgerðarfélagið þennan bát og kaupir 40 tonna mótorbát, sem einnig var skirður Páll Pálsson og reyndist Jóakim ennþá heppinn og aflasæll og vildi þessvegna færa út kví- arnar og komast yfir stærri bát, ef þess væri nokkur kostur. Þá var þvi ákveðið að slita útgerðarfé- laginu Haukur h/f og selja bát þess. Þegar hér var komið, hugsaði Jóakim vel ráð sitt, en það var ekki að skapi hans að láta deigan siga, heldur skyldi reynt til hins ýtrasta. Hann beitti sér fyrir stofnun nýs útgerðarfélags, Ver h/f, og á vegum þess var smíðaður 58 tonna bátur hjá skipasmiðastöð Marselliusar Bernharðssonar árið 1956. Báturinn fékk sama nafn og þeir fyrri, Páll Pálsson, enda hafði nafnið reynzt vel. Með þessum nýja bát sköpuðust meiri möguleikar til hverskonar fiskiveiða og ekki sizt síldveiðar fyrir Norður- og Austurlandi. Þá batnaði aðstaða til þorsknetaveiða á Breiðafirði, svo viða var seilzt til fanga. Árið 1962 keypti Hraðfrystihús- ið'h/f í Hnifsdal, ásamt fleirum, útgerðarfélagið Katlar h/f, sem það reyndar var hluthafi í áður, en aðaleigandi og framkvæmda- stjóri þess var Páll Pálsson yngri frá Hnífsdal sem hættur var skip- stjórn á togurum ísfirðings h/f. Katlar h/f átti 102 smálesta stál- bát, sem smíðaður var í Aus*ur- Þýzkalandi 1960. Báturinn hét Vinur, en var nú gefið nafnið Páll Pálsson. Jóakim Pálsson gerðist skipstjóri þessa báts og brást honum ekki heppnin frekar en fyrri daginn. Meðal annars gekk Jóakim ávallt vel ráðning skip- verja á báta sina. Þennan bát átti svo útgerðarfélagið til ársins 1966, er hann var seldur til Vest- mannaeyja. En ýmislegt hafði gerzt í milli- tíðinni, þvi 1964 var stofnað út- gerðarfélagið Miðfell h/f, sem Hraðfrystihúsið h/f var aðal- eigandi LÞetta félag lét smiða 264 smálesta stálskip í Austur- Þýzkalandi, sem hlaut nafnið m/s Guðrún Guðleifsdóttir, en það var möðurnafn Jóakims Pálssonar. Skipið kom til landsins í árs- byrjun 1965 og tók Jóakim við skipstjórn og farnaðist vel. Vorið 1968 hætti Jóakim skip- stjórn og fór í Iand. Hann tók nú við framkvæmdastjórn Miðfells h/f og stjórnar því enn. Þá tók hann einnig við framkvæmda- stjórn fyrir m/b Asgeir Kristján, sem Hraðfrystihúsið h/f átti, þar til báturinn var seldur i árslok 1971. Þá var og það um þessar mundir, að Jóakim var falið að vinna að því að sameina Hrað- frystihúsið h/f í Hnífsdal og Is- húsfélag Isfirðinga h/f um rekstur fiskimjölsverksmiðju i Hnifsdal, Var stofnað fyrirtæki um þessa verksmiðju og hlaut það nafnið Mjölvinnslan h/f og varð Jóakim framkvæmdastjóri þess. Við þessa breytingu varð að endurbyggja svo að segja frá grunni fiskimjölsverksmiðju sem Hraðfrystihúsið h/f átti fyrir og byggð var 1955. Jóakint sá um þessa miklu framkvæmd af mikilli atorku. Sumarið 1971 var farið að ræða um möguleika á kaupum á skut- togara innan stjórnar Hraðfrysti- hússins h/f, en Jóakim hcfir verið um langt árabil stjórnarformaður fyrirtækisins. Kveikjan að þessari hugmynd var sú, að út- gerðarmenn i sumum nágranna- byggðarlögum höfðu hafið undir- búning að smiði 400—500 smá- lesta skuttogurum í Noregi. Ef úr slíkum framkvæmdum yrði við bæjardyr okkar Hnífsdælinga, var það einróma álit stjórnar Hraðfrystihússins h/f að erfitt yrði að manna mótorbátana, er skuttogarar væru komnir á ná- grennið. Jóakim Pálssyni var falið að koma skuttogarakaupum heiium i höfn, að vísu komu fleiri heimamenn við sögu, en fram- kvæmd málsins hvíldi mest á herðum hans. Við marga var að semja, íslenzk stjórnvöld, lána- stofnanir og fleiri aðila, en Jóa- kim Pálsson skorti ekki áræði til að beita sér til hins ýtrasta um framkvæmd þessa máls, um það er mér bezt kunnugt, þvi ég kom stundum á vettvang til sóknar með Jóakim i þessum skuttogara- kaupum. Löngum mátti Jóakim vera í Reykjavík vegna þessa máls og eftir löngum og stundum krókóttum leiðum voru loks togarakaupin ráðin. Keyptur var japanskur skuttogari, 462 smá- lestir, sem kom til Hnifsdals 21. febrúar 1973. Kaupandi skipsins var útgerðarfélagið Miðfell h/f, sem Jóakim var framkvæmda- stjóri fyrir. Félagið átti fyrir 264 smálesta skip, sem var selt haust- ið áður. Mér hefir orðið skrafdrjúgt um störf Jóakims Pálssonar að út- gerðarmálum í heimabyggð hans, enda bera þau störf hæst i lífi hans frá öndverðu. Jóakim Páls- son átti á timabili sæti f hrepps- nefnd Eyrarhrepps og reyndist þar glöggur og framfarasinnaður niaður, en um það get ég glöggt vitnað, því ég átti þá einnig sæti í hreppsnefndinni. Hinn 24 desember 1936 kvænt- ist Jóakim Pálsson heitmey sinni Gabrielu Jóhannesdóttur frá Illíð í Alftafirði vestra. Þau hafa eignazt 6 mannvænleg börn og hafa fimm þcirra fyrir löngu stofnað sín eigin heimili og orðið mjög nýtir borgarar. Yngsta barnið, dóttirin Hrafnhildur, hefir ekki ennþá fest ráð sitt, en dvelur i foreldrahúsum. Frú Gabríela hfur búið manni sínum og börnum prýðilegt og aðlaðandi héimili og er þar ánægjulegt að koma, þvi heimilið ber vitni mikilli smekkvisi og snyrtimennsku. Ég hefi látið móðan mása í þessari ófullkomnu afmælisgrein um samstarfsmann minn Jóakim Pálsson sextugan og tel hér ekkert ofmælt, því að þó við Jóa- kim höfum ekki ávallt verið sam- mála í önnum dagsins, hefi ég ávallt metið hann mikils vegna mannkosta hans og dugnaðar á svo mörgum sviðum. Ég vil svo að Iokum öska Jöa- kim hjartanlcga til huming.ju með þessi merku timamót á ævi hans og óska honum allra heilla á ókomnum ævidögum. Einar Steindórsson. Finnbjörn Hjartarson prentari: ísland og Kúba og landsölu- starfsemi íslenzkra kommúnista EF GERA á groin fyrir stöðu ís- lands og hlutverki í varnarsam- starfi vestrænna lýðræðisrtkja, er mjög upplýsandi að kynna sér spár Karls Marx um aðstoð Banda- rtkjanna við Evrópu, sem for- sprakkar kommúnista guma af. að þar hafi Karl Marx séð 100 ár fram (tlmann. (Sjá t.d. inngang að Kommúnistaávarpinu eftir Sverri Kristjánsson. bls. 80). Þó að kommúnistar tali gjarnan um Lenin sem hugmyndafræðing á borð við Karl Marx, var Lenin fyrst og fremst hernaðarsérfræð- ingur. Og rit hans fjalla mikið um hvernig koma eigi á kommúnisma um alla veröldina með öllum til- tækum ráðum. Og ein frægasta herfræðileg kenning hans, að svæfa og sljóvga andstæðinginn áður en honum er veitt bana- höggið. er t heiðri höfð t heima- landi hans. Fyrir Lenin var ekkert til, sem hét siðferði, og margar kenningar hans gengu t þá átt að hafa baráttuaðferðir hýenunnar að leiðarljósi. ísland og Lenin Lenin benti fljótt á þá „STAÐREYND", að ísland yrði t framttðinni eitt mikilvægasta hernaðarsvæði, ef til átaka kæmi i endanlegu uppgjöri um sósialiser- ingu Evrópu. (Hann sagði einnig, að leið sóstalismans til heimsyfir- ráða lægi í gegnum Nýju-Dehli. Og þess vegna leggja Rússar og kommúnistar svo mikla áherzlu á striðið t Viet-Nam. Og er þá næsta skref Indland og Nýja-Dehli). Með þessari skoðun sinni er Lenin að samþykkja og árétta spá Karls Marx um aðstoð iðnaðarveldisins Bandartkjanna við Evrópu gagn- vart Rússum. Sem sagt, ísland sem óvinnandi Gtbraltarvtgi á að skera á sam- band Evrópu við Bandartkin, og hugmynd Lenins þannig útfærð, að ekki geti spá Karls Marx rætzt æ ofant æ, um aðstoð Bandarikj- anna. Og á hinn veginn hugsað sem liður t tangarsókn Rússa að ná. yfirráðum t Evrópu t framttð- inni. Ef þetta er haft i huga. er þá engin ástæða til að bera kvtðboga i brjósti gagnvart fjölmennu liði Rússa á Íslandi, sendiráðsmanna, njósnara, og stðast en ekki sizt áróðursliði Novosti og APN7 Er engin ástæða til að stugga við Fyrsta grein þessum óvinafögnuði? Eru Rússar ekki að beita þeim vopnum Len- ins, sem við verður komið t bili, meðan enn er ekki hægt að koma við „þyngri" verkfærum? íslenzkur sósfalismi Á seinni árum hafa forsprakkar kommúnista á Islandi. látið mjög i Ijós þá skoðun, að þeir ætluðu að koma á Islenzkum heimasmtðuð- um sóstalisma, sem þyrfti ekki að draga neinn dám af ófrelsinu og aumingjaskapnum t Austantjalds- löndunum. Þessi hugmyndafræði þeirra átti að vera mótleikur gegn minnkandi fylgi þegar rússneska dýrið varð að skrlða úr gærunni t A-Berlin, Ungverjalandi og Tékkóslóvaktu, og þvt miður virð- ist þeim hafa orðið nokkuð ágengt i þessum efnum. Ragnar Arnalds og Magnús Kjartansson hafa verið helztu tals- menn þessara hugmynda um Sovét-ísland. En hugmynd þeirra um tilganginn er mjög óltk, enda mennirnir óltkir með eindæmum. Að vtsu halda þeir þessari kenn- ingu báðir fram i þvt markmiði að afla fylgis og atkvæða. en sá fyrr- nefndi heldur, t einfeldni og barna skap, að þetta sé framkvæman- legt. En Magnús aftur á móti veit, af viti stnu og slægð, að ófram- kvæmanlegt er að koma á sósial- isma án aðstoðar Rússa, og þjónar þvi aðeins hagsmunum Rússa til að koma fram hugmyndum Lenins um heimsyfirráð kommúnista. Kúba Til að fólk átti sig betur á stöðu og styrk íslands gagnvart Rússum og kommúnistum á Íslandi, er þróunin á Kúbu talandi tákn um þann voða, sem að fslandi og is- lendingum steðjar, ef þeir eru ekki vel á verði. Þegar gerður er samanburður á islandi og Kúbu, má hafa i huga atriði svo sem herstöð Bandarikja- manna i Guantanamóflóa. en hér varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, og nálægð Kúbu og Bandartkj- anna. En þrátt fyrir nábýli Kúbu og Bandartkjanna og þrátt fyrir her- stöð U.S.A. t Guantanamóflóa var komið á rússneskum kommún- isma á Kúbu, og þurftu þeir ekki á að halda fjölmennu starfs- og áróðursliði til að byrja með. Þeir fóru sér að engu óðslega. Kúba var ekki á dagsskrá t áætl- un Rússa um að ná heimsyfirráð- um. En Kúba rétti þeim litla fingur og þvt fór sem fór. Kúba var farin úr öskunni t eldinn. Hve miklu fremur verða islend- ingar að vera vel á verði, þegar þeir eiga að vita, að það er höfuð- Kastró atriði fyrir kommúnista að ná ís- landi á sitt vald til að geta ógnað Evrópu að verulegu marki. Rússar eru einmitt að vinna að þvi með starfsemi Novosti og APN. En voru þeir menn, sem stóðu að byltingunni á Kúbu, ekki með neinar áætlanir um heimatilbúinn kúbanskan sósialisma? Gáfu Kúbubyltingarmennirnir aldrei í skyn að þeir ætluðu að stjórna Kúbu? Eða höfðu uppi svipaðan málflutning og Magnús og Ragnar hafa nú uppi um tslenzkan heima smiðaðan sósialisma. Það er fróð- legt að athuga hvað Magnús Kjartansson sagði um það t bók sinni, og kynna sér hugmyndir E. Guevara um það. En hann var tældur í gildru uppi á meginlandi S-Ameriku og drepinn, vegna þess að hann hafði uppi hugmyndir um heimasmtðaðan kúbanskan sóstsl- isma. Byltingin étur börnin sín „Þótt Fidel sé formlegur for- sætisráðherra stjórnarinnar á Kúbu. virtist mér Che Guevara VERA FORSÆTISRÁÐHERRA í RAUN SÉ SLÍKUM MANNI ÆTLAO AÐ SKIPULEGGJA ALLAR STJÓRNARATHAFNIR." Þessi tilvitnun er tekin úr bók Ernesto Che Guevara Magnúsar Kjartanssonar, „Bylt- ingin á Kúbu" bls. 163—4. i sömu bók á bls. 168 ritar Magnús eftir Guevara: „Við lásum það i bandartskum blöðum þegar 1959, að við værum handbendi Rússa og verkfæri heimskommún- ismans vegna þjóðfélagslegra breytinga, sem við vorum aðfram- kvæma á Kúbu. ÞÁ höfðum við ekki einu sinni tekið upp stjórn- málasamband við eitt einasta sósfalistisku ríkjanna, hvað þá heidur að við hefðum samband við flokka þeirra " (leturbr. min). Já, einmitt ÞÁ, en hvað varð siðar? Þegar sambandið var komið á, var þá ekki lengur þörf fyrir hinn raunverulega forsætisráð- herra og aðalstjórnanda byltingar- innar á Kúbu? Hver kom i staðinn? Ekki Kastró. Enginn af 12- menningunum, sem voru kjarni byltingarmanna. Þeir voru flæmd- ir úr landi eða drepnir. Aðeins bróðir Kastrós hangir i embætti, i skjóli hans. Magnús er ekki einn um þá skoðun að telja Guevara hafa átt mestan þátt t framkvæmd byft- ingarinnar á Kúbu. Til þess að Rússar næðu raun- verulegu tangarhaldi á Kúbu, urðu þeir auðvitað að ryðja þeim manni úr vegi, sem var heili stjórnar- innar. Kastró hefir aldrei verið Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.