Morgunblaðið - 20.06.1975, Síða 32

Morgunblaðið - 20.06.1975, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JUNl.1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen þess háttar samkvæmum; hugsar hann nú að grennslast eftir, hvort hann væri heima, og gengur þangað og ber að dyrum, en enginn kom út, og snýr þá aftur sama veg; en í því hann fer fram hjá húshliðinni, verður honum litið til glugganna, og sér hann þá, að glugga- tjöldunum er niður hleypt, en Ijósi brá fyrir í stofunni, og sýnist honum sem tveimur eða þremur skuggum bregði þar fyrir, en allt í einu hverfur ljósið, eins og það annaðhvort hefði verið slökkt eða borið í annað herbergi. Kaupmanni L. var kunnugt þar um húsakynni og vissi, að svefnherbergi Möllers sneri út til kál- garðsins og annars staðar en þangað hefði ekki getað verið farið með ljósið og var honum forvitni á að vita, hvort ekki hefði svo verið; hann gengur því fram fyrir húsgaflinn og þar um, sem sund nokkuð skildi hús Möllers frá næsta húsi; og er hann kemur fyrir hornið, sér hann undir eins ljósið í þeim gluggunum, sem sneru út að garðinum; en á glugganum öðrum utanverðum sýnist honum ein- hver svört flygsa, eins og þar væru —COSPER------------------- Nei við ætlum ekkert að fá — aðeins að skoða okkur um hér. v hengd föt til þerris. Kaupmaður stígur þá yfir rimagarðinn og læðist að glugg- anum; verður hann þess nú var, að hon- um hafði missýnzt og að þar voru ekki föt, er hann sá sortann, heldur að þar var maður, sem lá þétt upp að glugganum og hafði læst hvorritveggja hendinni utan að tréveggnum og límdi sig svo fast upp við hann og lagði eyrað vendilega við glerið og hlustaði eftir, hvort hann mætti heyra það, sem talað væri inni í húsinu, og varð ekki var við kaupmann, fyrr en hann stingur hendinni við honum, þá hrekkur hann við og lítur upp og bendir kaupmanni að hafa ei hátt um sig. Það var Indriði sem fyrir var. Kaupmaður verður fyrri til máls, en talar þó hljóð- lega: Hvernig stendur á því, að þú ert hér, Indriði minn? Minnizt þér ekki á það, sagði Indriði, ég fór hingað niður í bæinn í rökkrinu, og þá sá ég álengdar, hvar Möller leiddi Stúfur litli þessir stóru gullbaugar væru komnir. Hún þakkaði Stúf fyrir sig, og svo var allt gott aftur. Næsta föstudagskvöld fór á sömu leið. Allir voru í sorg og sút, em Rauður riddari sagðist ekki vera í miklum vand- ræðum með að bjarga konungsdóttur frá öðru trölli í viðbót, og fór með henni í hvamminn. En hann gerði nú ekki þessu trölli mikið mein heldur, því þegar hann gat farið að búast við því, þá klifraði hann bara upp í tréð og faldi sig þar. Og um leið og hann yfirgaf konungsdóttur, sagði hann eins og áður, að betra væri að einn missti lífið en tveir. Stúfur litli bað nú eldabuskuna um leyfi til þess að fara svolítið út og leika sér. „Æ, hvað ætli þú sért að flækjast út, og komið kvöld?“ sagði hún. „Jú, góða lofaðu mér að fara“, sagði hann. „Mig langar svo mikið til að leika mér svolítið". „Jæjar farðu þá“, sagði hún, „en nú verður þú að vera kominn aftur, þegar þarf að snúa steikinni, og fullt fang af eldiviði verðurðu að koma með“. Ekki var JBtúfur fyrr kominn niður í hvamminn, en tröllið kom þjótandi svo kvein í öllu, það var helmingi stærra en Svona, vina mín heitir kyrr- Það taia allir um frelsið og eng- setningar-aðgerð á máli lag- inn vill láta skerða það, — þess- anna. vegna ætla ég ekki að gifta mig. Ég get farið með bréf fyrir þig? Ég rata út. Þú ferð til vinstri að tómu fiski- Ekki biðja mig að ganga útfyrir bolludósunum, en síðan með þér núna, ég er svo kvef- heldurðu áfram beina stefnu, sækinn. unz þú kemur að öllum brotnu flöskunum, — þar er það. Sf&tfúA/D Maigret og guli hundurinn sSr 15 — Hvar voruð þér? spurði Mai- gret konuna. — Ég var niðri ... Ég leigði Le Pommeret alla þessa hæð og hann borðaði hjá mér ... Hann kom heim til kvöldverðar um áttaleyt- ið. Það var varla hann snerti á matnum ... Hann sagði að það hlyti að vera eitthvað að lýsing- unni, en lamparnir voru allír f lagi... Hann sagðist ætla að fara út aftur, en að hann ætlaði að fá sér asperfn. þvf að hann væri þungur f höfðinu. Lögregluforinginn leit spyrj- andi á lækninn. — Það kemur heim ... Þetta eru fyrstu einkennin ... — Og hvenær koma þau f Ijós? — Að vfsu fer það eftir því hvað skammturinn hefur verið mikill svo og almennri lfkamshreysti viðkomandi. Oft er það um það bil hálfri klukkustundu eftir ... stöku sinnum Ifða allt að tveir klukkutímar. — Og dauðinn? — ... Hann kemur ekki fyrr en Ifkaminn hefur allur lamazt. Fyrst lamast ákveðin Ifffæri ... Það er mjög sennilegt að hann hafi reynt að kalla á hjálp ... Hann lá á dfvaninum. Hann hef- ur kastað sér fram og aftur eins og í deleríum tremenskasti ... Hann hefur dáið nokkru eftir að hann hefur fallið niður á gólfið Ljósmyndari reyndi að komast inn i stofuna. Maigret gekk til og skellti hurðinni á nefið á honum. Hann muldraði með sjálfum sér. — Hann gekk frá veitingastof- unni klukkan rúmleg sjö. Hann hafði drukkið einn koniakssjúss f vatni ... Stundarfjórðungi síðar situr hann að borðum hér ... Eft- ir því sem þér segið um áhrif styrknins gæti hann eins hafa fengið eitrið, sem hann deyr af, hér i húsinu ... Hann gekk hröðuni skrefum niður. þar sem húseigandinn sat f hópi þriggja samúðarfullra ná- grannakvenna og grét beizklega. — Hvar eru diskarnir og glösin frá kvöldverðinum. Það leið andartak áður en hún skyldi hvað hann átti við. Og þeg- ar hún ætlaði að fara að taka til máls var hann þegar búinn að lfta fram í eldhúsið og sá að þar var bali með heitu vatni og öðrum megin stóðu hreinir diskar en hinum megin nokkrir óþvegnir. — Ég var að þvo upp þegar... I sömu svifum kom lögreglu- þjónn aðvífandi. — Látið vörð vera við húsið. Hendið öllum óviðkomandi út... Og sjáið um að hvorki komist inn hlaðamaður né Ijósmyndari... Þér megið ekki koma við neitt, hvorki glös, föt né diska... Það var stuttur gangur til veit- ingahússins aftur. Borgin var I svefní. Ljós sást aðeins í stöku glugga. Þegar hann kom nær heyrði hann mannamál, símhringingar og í bfl, sem verið var að setja f gang. — A hvaða leið eruð þér? spurði Maigret blaðamanninn i bílnum. — Lfnan er upptekin... Ég verð að finna mér einhvern ann- an stað og hringja þaðan... Eftir tíu mfnútur er of seint að koma fréttinni f Parísarútgáfuna... Leroy stóð á miðju gólfi, strang- ur á svip eins og kennari sem fylgist með nemendum sfnum. Einn af blaðamönnunum skrifaði f óða önn. Sölumaðurinn sat hissa en mjög hugfanginn af þessu skrautlega og háværa iði sem hann hafði lent inn f. öll glös stóðu með sömu um- merkjum á borðinu. Bjórglös, If- kjörglös, konjaksglös, kokkteil- glös. — Hvað var klukkan, þegar tek- ið var af borðunum. Emma hugsaði sig um örstutta stund. — Ja... nú get ég ekki almenni- lega sagt það... sum af glösunum tók ég jafnóðum... önnur hafa staðið þarna síðan í eftirmiðdag- inn. — Glas Le Pommerets? — Hvað drakk hann, Miehoux? — Það var Maigret sem svaraði fyrirhana. — Konfak með vatni. Hún leit á miðana undir glösun- um. — Sex frankar... en það var einhver sem fékk sér viskí og viskfsjússinn kostar lika sex franka... Kannski hefur það ver- ið þetta glas þarna. En ég er ekki viss. Ljósmyndarinn tók myndir f grfð og erg af glösunum á marm- araborðunum. — Sækið apótekarann, sagði lögregluforinginn við Leroy. Og nú varð sannkölluð glasa- veizla! Auk þess var svo náð í slangur af giösum úr húsi vara- ræðísmannsins. Blaðamennirnir ruddust inn f vinnustofu apótek- arans og létu eins og þeir væru heima hjá sér. Einn þeirra hafði lagt stund á læknisfræði og bauðst til að hjálpa til við efna- greininguna. I símann hafði bæjarstjórinn sagt hvassyrtur: A yðar ábyrgð... Ekkert fannst. Aftur á móti kom gestgjafinn á vettvang skyndilega og spurði: — Hvað er orðið af hundinum? Skúrinn var tómur. Guli hund- urinn var horfinn. Og vissu þó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.