Morgunblaðið - 20.06.1975, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 20.06.1975, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNI 1975 35 Gróska í tónlist- arlífi í Ólafsvík Olafsvik, 16. júní. TONLISTARFÉLAG Olafsvíkur gekkst fyrir stofnun tónlistar- skóla hér sl. haust. Ráðinn var skólastjóri, Þorsteinn Hauksson, einnig kenndi kona hans, Bergljót Jónsdóttir, við skólann. Nem- endur voru millu 70 og 80, flest börn. Kennt var á öll aigengustu hljóðfæri og auk þess tónfræði og tónlistarsaga. Einnig var komið á forskóla fyrir 4—6 ára börn. Var þar aðallega tónlistarkynning og tónlistarleikir. Tekin voru miðs- vetrarpróf og vorpróf og haldnir vortónleikar í lok maí. Utan skólans var svo stofnaður bland- aður kór, Samkór Olafsvíkur. Sáu bæði hjónin um þjálfun hans. — Nágrannaríki Framhald af bls. 19. Þetta f ót stöðugt meira í taugarnar á Indverjum og átti áreiðanlega mestan þátt i því, hvernig fór. Þetta gefur auga leið í ljósi þeirrar staðreyndar, að alger samstaða reyndist um þessar aðgerðir af hálfu Indverja. Þegar Indira Gandhi ræddi málið við leiðtoga stjórnarand- stöðunnar, sem yfirleitt eru fljótir að reiða hönd til höggs gagnvart fyrirætlunum hennar, fann enginn nokkuð athugavert við þessa ákvörðun þrátt fyrir hina augljósu pólitisku og siðferðilegu vankanta. Taka Sikkims kitlaði hégómagirnd Indverja ámóta mikið og sigur- inn i Bangladesh, indverska kjarnorkusprengjan og gervi- tunglið. Og það eru þessir þættir I þjóðarsál Indverja, sem Bhutan, Nepal og Bangladesh verða að vera á varðbergi gegn. Það er ekki vist, að stjórnin í Nýju Delhi hyggi á frekari ævintýri, en hlutskipti Sikkims ætti að vera viðvörun til grann- rikjanna um að gæta vel réttar síns gagnvart henni. Þorsteinn setti einnig á fót barna- kór við barna- og miðskólann. Báðir kórarnir komu fram í vor og þótti söngur þeirra takast prýðilega. Þau hjón Þorsteinn og Bergljót verða ekki hér næsta vetur, þvi þau fara til framhalds- náms i Bandaríkjunum í haust. Þykir starf þeirra hér I vetur hafa gengið með ágætum, ekki sizt með tilliti til þess, að allir nemendur voru byrjendur. Eru þeim hjón- um færðar beztu þakkir og óskað velgengni í framhaldsnámi sinu. — Helgi. — Viðtal við Þórð Framhald af bls. 15 dráttum sá að koma skolpinu út í meginstrauma i sjónum hér þannig að magn skolps sé í hóf- legum mæli á móti sjó. Að svo stöddu erum við aðeins að hugsa um forhreinsun eða sigt- un á skolpinu áður en þvi er hleypt út í sjó. Skolpið getur haft hagstæð áhrif á líf sjávar, ef i hóflegum mæli er. í sam- bandi við þessi holræsamál höf- uðborgarsvæðisins hefur tekizt samvinna sveitarfélaganna Hafnarfjarðar, Garðahrepps, Kópavogs, Reykjavikur, Sel- tjarnarness og Mosfellssveitar unt frekari rannsóknir vegna holræsamálanna. Menn hafa orðið sannnála um, að þessi mál verði að leysa á sameiginlegum grundvelli eftir sameiginlegum forsendum. I framhaldi af því munu fara af stað nú í sumar ýmsar liffræðilegar rannsóknir á sjónun í kringum höfuðborg- arsvæðið, sem eru framhald af þeim straumfræðirannsóknum, sem gerðar hafa verið á unda- föj-num árum. — Að lokum vil ég svo fá tækifæri til að taka það fram, að Bandarikjamenn eru ákaflega góðir heim að sækja og alls staðar lögðu menn sig fram um að greiða götu mína, og er ég ákaflega þakklát- ur fyrir þær móttökur, sem ég fékk. I öllum meiri háttar borg- um Bandaríkjanna er starf- ræktur félagsskapur, sem nefn- ist International Visitors Council. en það er félagsskap- ur. sem sér um móttökur er- lendra gesta í Bandaríkjunum. Starfið byggist að lang mestu leyti upp á sjálfboðaliðastarfi. Fólk þarna er ákaflega opið, og hefur gaman af því að kynnast útlendíngum, og í öllum borg- um, sem ég kont til var mér boðið á veguni þessa félags- skapar, inn á einkaheimili fólks, og hafði ég mikið gagn og gaman af að ræða við þessa ágætu gestgjafa rnína. Af þessu samtali má sjá, að sorp og skolp frá stórri og vaxandi byggð er ekki auðvelt verkefni að fást við, og þó að við séum tiltölulega vel sett ntiðað við aðstæður víða annars staðar, er vandinn stór. Reynt hefur verið að snúast við honum þannig að í framtíðinni verði hægt að losna við óvið- unandi mengun kringum þétt- býlissvæðið, og að því er unnið. — E.Pá. — Isabel Perón Framhald af bls.7 því, að hún er ósköp venjuleg kona i mjög svo óvenjulegu hlut- verki. Hún veit, að hún stenzt ekki samanburð við Goldu Meir og Ind- iru Gandhi, konurnar tvær, sem i krafti eigin verðleika hefur tekizt að ná æðstu embættum. Henni er það Ijóst, að hefði fundum hennar og Peróns aldrei borið saman i næturklúbbnum i Panama, væri hún algerlega óþekkt. Perón gerði hana að þvi sem hún er, á sama hátt og Evita skóp honum framtið i argentinskum stjórnmálum á sinum tima. Hann hafði verið sviptur ráðherraemb- ætti sem ungur maður og talið þar með stjórnmálaferil sinn á enda, en Evita bjó svo i haginn, að hann átti afturkvæmt i valdastöðu. Perón kallaði yfir sig reiði kven- réttindakvenna Rómönsku Amer- iku með því að gera Isabel að aðstoðarforseta. Þær áttuðu sig á, að útnefning hennar byggðist ein- göngu á ótta við klofning innan Perónistahreyfingarinnar, sem lik- legt er að orðið hefði ef einhver annar hefði hreppt hnossið. Fáar konur i heimi eru eins ein- mana og Isabel Perón. Þótt hún sé harðskeyttari en hún litur út fyrir i fijótu bragði er engin von til þess, að ein sins liðs komist hún klakklaust um hina miklu refils- stigu argentinskra stjórnmála Hún setur traust sitt á verkalýðssam- böndin, herinn og vininn sinn gamla, José López Rega, sem nú gegnir embætti félagsmálaráð- herra. Sá stuðningur, sem hún nýtur innan verkalýðssambandanna, fer sizt minnkandi, en ráðandi öflum i hernum, sem gætu vikið henni frá i einu vetfangi, er hreint ekkert vel við að búa við konuriki. Þau höfnuðu á sínum tima áformum um. að Evita Perón yrði gerð að- stoðarforseti, og hafa enn sem fyrr illan bifur á yfirráðum kvenna. Þá hafa ýmsir háttsettir menn í hernum þurft að sitja undir brigzl- yrðum eiginkvenna sinna, en margar þeirra bera hatur i brjósti til þessa „nýgræðings", sem situr yfir hlut manna þeirra. López Rega, nánasti vinur for- setans, er sérkennilegur maður og óáreiðanlegur og trúir ákaft á stjörnuspádóma. Hann er feikna- lega óvinsæll, en án stuðnings frá honum, myndi Isabel Perón fljótt villast á þeim stigum, sem forlögin hafa beint henni inn á. — Regnboga- silungurinn Framhald af bls. 10 grein, sem árlega undanfarin ár hefur gefió um 17% arö af stofn- fé, sem er betri árangur en í öðr- um greinum dansks landbúnaðar. Og útflutningsverðmæti á s.l. 2 árum, í matfiski, (þ.e. portions- fiski af Dana Blau Trout 272—350 gr. regnboga) augnhrognum og seiðum hefur numið hundruðum millj. danskra króna — (Blöðin Fiskaren og Fiskeri-Tidende). Er því hér um að ræða mjög eftir- tektarverða aukabúgrein dansks landbúnaðar, sem við íslendingar gætum mikið lært af, með allt okkar mikla og góða ómengaða vatn, volgrur, heitar uppsprettur, iaugar og hveri. LÍFKERFISRÖSKUN Rétt er að geta þess, að vitan- lega hafa oft sloppið regnboga- silungar út úr eldisstöðvum i Dan- mörku, bæði i skurði, læki, ár og vötn. En aldrei hefur orðið þess vart að regnbogasilungurinn hafi raskað lffkerfi þeirra vatna- hverfa f Danmörku, þangað sem hann hefur óvart sloppið úr eldis- tjörnum. Það er nauðsynlegt að vekja at- hygli á þessari staðreynd sem mikilvægri forsendu, þegar svara á spurningunni um það, hvort regnbogasilungur, sem sleppur úr eldisstöð hér á landi f veiði- vatn eða veiðiár, gæti haft áhrif til breytinga eða röskunar á lff- kerfi viðkomandi vatnasvæðis. I sambandi við þessa spurningu er þá lika rétt að taka fram, að í Englandi, þar sem árlega eru sett- ir út ólikir stofnar af regnboga- silungi i tugþúsundatali i mis- munandi vatnasvæði, ár og vötn, kemur í ljós, að aðeins á tveim stöðum hafa komið fram sérstakir stofnar, sem numið hafa ákveðna staðfestu og haldist við til nokkurrar frambúðar og þá á ákveðnum afmörkuðum svæðum i viðkomandi vatnahverfi, aðskild- um frá svæðum urriða, aborra eða bleikju i sömu vatnasvæðum og þannig á engan hátt haft nokkur áhrif á upprunalegt lifkerfi við- komandi vatnasvæðis. I Sviþjóð hafa allartilraunirtil þess að fá regnbogasilunginn til að nema lönd og auka á náttúr- legan hátt kyn sitt í ákveðnum vatnasvæðum mistekist, að und- antekinni einni. Þannig hefur regnbogasilungurinn heldur ekki í þessu mikla fiskiræktarlandi haft nein spillandi áhrif á lífkerfi vatnasvæða þar í landi. (Fiskebio- log, Gunnar Svardson 1964). Heimildir: Dr. Nils Arvid Nilson — Fiskcbiologi '64 Dr. Donaldson — Thc Rainbow Trout Fiskcbiolog Gunnar Svardson, Fiskcbiologi •64 Blaðið Fiskarcn — nóv. ’73 Blaðið Fiskctidcndc — nðv.—dcs. *73 Larry Koller, Thc Treasury of A gling 1966 1966 Limnalogarnir Zillox og Pfrcffcr, Thc Rainbow, USA Limnalog Hans Peterson Laboratorikcr llarry Kcllcbcrg Limnalog T.B. Northcote, Univ. Br. Columbia Willy Hautman og Hans Pctcrscn — Thc Rainbow Trout in thc river Wyc. Þór Guðjðnsson — Tfmaritið öldin 1951 — Veiðini »An rinn —xama

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.