Morgunblaðið - 23.07.1975, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.07.1975, Qupperneq 1
24 SÍÐUR 164. tbl. 62. árg. MIÐVIKUDAGUR 23. JÍJLl 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Stjómarandstaðan 1 Indlandi gekk af fundi í efri deild Nýju Deli, 22. júli AP ÞINGMENN stjórnarandstöðunn- ar gengu af fundi efri deildar indverska þingsins á þriðjudag, eftir að deiidin hafði með mikl- um meirihluta atkvæða lagt bless- un sfna á þau auknu völd, sem forsætisrádherrann, ' Indira Gandhi, hefur tekið sér í skjóli neyðarástands, sem hún lýsti yfir. „Það þjónar engum tilgangi að við tökum frekari þátt í störfum þessa þings, þar sem það er hvergi þess umkomið að gegna skyldum frjáls lýðræðislegs þings," sagði leiðtogi sósfalista N.G. Goray í ræðu. Þegar hann hafði lesið upp yfirlýsingu frá öllum þingflokkum, nema Kongressflokknum, flokki Indiru Gandhi, og kommúnistum gengu allir þingmenn stjórnarandstöð- unnar 32 að tölu af fundi til að mótmæla fangelsunum frú Gandhi á leiðtogum þeirra og rit- skoðun. Stjórnarandstaðan mun ekki Framhald á bls. 23 Fiskar fæðast úti í geimnum Geimstöðinni, Houston, 22. júlí AP. APOLLO-geimfararnir eyddu þriðjudeginum í til- raunir, skoðuðu jarð- kúluna úr fjarlægð, til- kynntu um að fiskur hefði fæðst í geimnum og að þeir söknuðu þægindanna heima. Stafford, Brand og Slayton tóku myndir af jörðinni með sterkum að- dráttarlinsum til að safna upplýsingum, sem ' mega verða til þess að bæta mannlíf þar. 1 Baikonur geimstöðinni i Sovétríkjunum hvíldust þeir Leonov og Kubasov eftir sex daga í geimnum. Geimskip þeirra, Soyuz, sem i tvo daga var tengt bandaríska Apollo-geimfarinu, lenti mjúklega og örugglega i Rðsslandi á mánudag. Ford Bandaríkjaforseti sendi hamingjuóskir til Brezhnevs, aðalritara sovézka kommúnista- flokksins, og gaf til kynna að hann væri viss um að fleiri sam- eiginlegar geimfarir yrðu farnar. Bandarísku geimfararnir snúa aftur til jarðar á fimmtudag. Þeir lenda i Kyrrahafi klukkan 21.18 að íslenzkum tima. Þeir halda Framhald á bls. 23 Róm, 22. júlí. Reuter. EINN áhrifamesti stjórmmála- maður Italiu, Amintore Fanfahi, sagði i kvöld af sér sem leiðtogi flokks kristiiegra demó- krata, stærsta flokks Italíu. Gerð- ist þetta eftir að flokksráðsfund- ur hafði fellt tillögu um trausts- yfirlýsingu á hann. 180 fulltrúar eiga sæti í ráðinu og voru 103 á móti traustsyfirlýsingunni en 69 fylgjandi. Fanfani, spm er 67 ára, hefur gegnt embætti aðalritara flokksins í tvö ár. Er talið að hér með sé bundinn endir á feril Fan- fanis sem eins af áhrifamestu stjórnmálamönnum Italíu síðustu 20 ár. Mikillar óánægju hefur að undanförnu gætt innan flokks kristilegra demókrata vegna vaxandi styrks kommúnista, og þá sérstaklega sigurs þeirra í sveitar- stjórnakosningunum i síðasta mánuði. Vilja margir flokksmenn kenna ihaldssamri stefnu kristi- legra demókrata um. FUNDUR JAFNAÐARMANNA — Tugir þúsunda manna á fundi, sem leiðtogar jafnaðarmanna í Portúgal boðuðu til í höfuðborg landsins, Lissabon, um helgina. Afeagnir ráðherra andkommúnismi eykst Lissabon 22. júlí. Reuter. AP. AÐ SÖGN talsmanns Vasco Goncalves herforingja, forsætisráðherra Portúgals, hafa þrír ráðherrar afhent afsagnarbeiónir sfnar og neitað að eiga sæti f nýrri rfkisstjórn, sem nú er f myndun. Bendir þetta til þess að herinn, sem stjórnar landinu, Dr. Santos og dr. Silva Lopes voru báðir i tveim fyrri bráða- birgðarikisstjórnunum. Þeir eru óháðir en þó taldir stuðnings- menn jafnaðarmanna. Fernandes, .sem er herforingi, er persónu- legur vinur Goncalves forsætis- ráðherra. Eru afsagnir ráðherr- anna taldar mikið kjaftshögg fyr- ir herinn. Aður höfðu jafnaðar- menn afþakkað boð um þátttöku í nýju stjórninni. Samtímis stjórnarkreppunni hefur magnast upp hatramt andrúmsloft gegn kommúnistum í norðurhluta Portúgals. I bænum Alcobaca, sem er 80 km fyrir norðan Lissabon saerðust tveir af byssuskotum, þegar mörg hundruð manns réðust að aðal- stöðvum kommúnista í bænum. Herinn varð að beita táragasi og skjóta upp i loftið til að bjarga starfsmönnum Kommúnista- flokksins út úr byggingunni. muni ekki fá stuðning stjórnmálaflokkanna við myndun fimmtu bráðabirgðastjórnarinnar. Þekkt- astur ráðherranna þriggja er dr. Antonio de Al- meida Santos, sem fór með nýlendumál eftir að fasistastjórninni var steypt af stóli. Hinir eru við- skiptaráðherrann, dr. José da Silva Lopes og fé- lagsmálrráðherrann, José Augusto Fernandes. Horfur á jafnvægi á greiðslu- jöfnuði ÍSLANDS næsta ár Paris 22. júli. — Einkaskeyti frá AP. I SKÝRSLU Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD, um horfur í efnahagsmálum kemur það fram að greiðslujöfn- uður tslendinga geti verið kominn í jafnvægi á fyrri helmingi næsta árs. Segir í kafla skýrslunnar um við- skipta- og greiðslujöfnuð að methalli hefði verið á greiðslujöfnuði íslendinga í fyrra og að hann hafi numið 200 milljón dölum. Að öðru leyti fjallar skýrslan nær eingöngu um efnahagsástand sjö ríkja, Bandarfkjanna, Japan, V- Þýzkalands, Frakklands, Bretlands og Ítalíu. Er því spáð að atvinnuástandi í þessum ríkjum muni hald- ast óbreytt fram á næsta ár, en verðbólgan minnki. Kommúnistar stjórna nú flestum bæjum og héruðum landsins, einnig þeim íhaldssamari, þó að þeir hafi aðeins lent i þriðja sæti i kosningunum i apríl. Fregnir bárust einnig af árásum á skrifstofur kommúnista i þrem öðrum bæjum, Castelo Branco, Minoe og Val de Cambra. Byltingarráðið hélt fund snemma í morgun og hvatti að honum loknum fólk til að sýna stillingu. Tilkynning ráðsins sagði ekkert um stjórnarkreppuna, en varaði menn við að ráðast á byggingar kommúnista þar sem það truflaði byltinguna. Goncalves á nú mjög erfitt um vik hvað snertir stjórnarmyndun og í erfiðleikum sínum hefur hann meira að segja kallað til sín umhverfismálaráðherrann, José Ribeiro, sem er úr smáflokki kon- ungssinna. Sadat athug- ar óskir S.Þ. Sadat — ekki án samþykkis Egypta. Kairo, 22. júli. Reuter. ANWAR Sadat, forseti Egypta- lands, sagði ( ræðu á þriðjudags- kvöld að hann hefði enn ekki tek- ið afstöðu til beiðni Sameinuðu þjóðanna um að hann féllist á að friðargæzlusveitir samtakanna yrðu áfram á Sinaiskaga. Sadat sagði I ræðunni, sem hann flutti I sjónvarpi að hann myndi kanna allar hliðar málsins áður en hann tæki ákvörðun. Samningurinn um friðargæzlu S.Þ. á Sinai rennur út á fimmtu- dag og Egyptar hafa sagt að þeir vilji ekki endurnýja hann nema skriður komist á friðarsamning- ana við ísrael. Forsetinn gaf ekki til kynna hvenær vænta mætti ákvörðunar frá honum. Sagði hann það vera augljóst að án sam- þykkis Egypta gætu friðargæzlu- sveitirnar ekki verið áfram á Sinai. Diplómatiskar heimildar í Kairó sögðu á þriðjudag að betur gangi nú í viðræðunum um flutning ísraelskra hermanna frá Sinai. Herma heimildirnar einnig áð Egyptar muni taka tillit til óska Sameinuðu þjóðanna og fram- lengja samninginn um friðar- gæzlusveitirnar og að Sadat muni tilkynna þetta líklega á miðviku- dag, áður en öryggisráði S.Þ. gefst tækifæri til að taka málið til at- kvæðagreiðslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.