Morgunblaðið - 23.07.1975, Page 5

Morgunblaðið - 23.07.1975, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JULl 1975 5 Fjórír bókaðir í fjögurra marka viðureign Vals og KR í 1. deild SEGJA MA að Vatur og KR hafi skipt leiknum f fyrrakvöld bróðurlega á milli sln. KR-ingar með vindinn I bakið sóttu stlft I fyrri hilfleik og hefSu vel getað skoraS fleiri en þau tvö mörk sem þeir uppskáru. ( seinni hálfleik snérist dæmið viS, Valsmenn sóttu af ákafa og jöfnuðu metin, 2:2, og sama má segja um þá og and- stæðingana, að þeir hefðu vel getað bætt við mörkum. Þvl má segja að jafntefliS hafi veriS réttlátustu úrslit- in i þessum fjöruga leik. Fljótlega eftir að leikurinn hófst byrjuðu KR-ingar sókn að marki Vals og sóttu linnulltið þar til flautað var til leikhlés. Eftir nokkur kraftmikil skot á Valsmarkið sem ekki gáfu árang- ur tóku KR-ingar forustuna á 13. minútu. Árni Steinsson lék sig laglega I færi á vitateig og skaut þrumuskoti í þverslá. Boltinn barst út þar sem Jó- hann Torfason var viðbúinn og sendi hann I netið. Aðeins tveimur mfnútum siðar lá knötturinn aftur í marki Vals en i þetta sinn var Atli Þór dæmdur rang- stæður. En um enga rangstöðu var að ræða á 20 minútu þegar Haukur Ottesen fékk boltann fyrir markið frá Árna Steinssyni á vinstri vængnum. Haukur hagnýtti vel mistök Gríms bak varðar og skoraði af öryggi Staðan var orðin 2:0 og fleiri mörk hefðu getað fylgt I kjölfarið enda léttur leikur að labba I gegnum götótta vörn Vals. Bæði Jóhann og Atli komust I dauða- færi sem ekki nýttust og slakur dómari, Hinrik Lárusson sleppti að þvi er virtist augljósri vitaspyrnu þegar Atla Þór var brugðið innan vítateigs. í seinni hálfleik gerðust Valsmenn ágengari en þeir höfðu verið. og á 58. minútu skoruðu þeir fyrra mark sitt. Albert Guðmundsson tók hornspyrnu frá hægri, Hermann stökk upp með Magnúsi markverði og frá þeim barst VALUR: Sigurður Haraldsson 2, Atli Eðvaldsson 2, Grimur Sæmunds- son 1, Magnús Bergs 2, Vilhjálmur Kjartansson 1, Bergsveinn Alfonsson 2, Guðmundur Þorbjörnsson 3, Hörður Helgason 2, Her- mann Gunnarsson 3, Ingi Björn Albertsson 2, Albert Guðmundsson 2. KR: Magnús Guðmundsson 1, Guðjón Hilmarsson 2, Stefán örn Sigurðsson 2, Ottó Guðmundsson 2. Ólafur Ólafsson 2, Halldór Björnsson 3, Jóhann Torfason 2, Haukur Ottesen 3, Árni Steinsson 2, Atli Þór Héðinsson 2, Baldvin Elíasson 1, Árni Indriðason (varam.) 1, Guðmundur Ingvason (varam.) 1. DÓMARI: Hinrik Lárusson 1. Nokkur sæti eru enn laus til Tromsö ENN eru nokkur sæti laus i hópferð Frjálsiþróttasambandsins til Trömsö i Noregi um næstu helgi, en hún er i tengslum við svonefnda Kalott- keppni. Ferðin mun standa i fjóra daga, frá föstudegi til mánudags og kostar miðinn aðeins 20,500 krón- ur. Tromsö er einn þekktasti ferða- mannabær Noregs og er hann nyrzt i landinu. . §***& • ■ - -4 Ljósm. Mbl. Friðþjófur Uóhann Torfason (no. 7) skorar fyrsta mark KR i leiknum boltinn út i teiginn til Guðmundar Þorbjörnssonar sem skoraði með vinstri fótar spyrnu alveg upp við þver- slá Glæsilegt mark hjá þessum mark- sækna pilti. Aðeins tveimur minútum siðar lá knötturinn aftur i marki KR og átti Atli Eðvaldsson heiðurinn af þvi. Hann komst i gott færi á vítateig og skaut að marki. Var skotið hálfmis- heppnað en öllum til undrunar rann laus boltinn framhjá Magnúsi mark- verði, sem var alveg furðulega illa settur, og í markið. Þessi tvö mörk verkuðu eins og vítaminsprauta á Vals- menn og sóttu þeir nú kröftuglega. Hermann komst alveg i dauðafæri en skaut framhjá þegar hann átti aðeins Magnús markvörð eftir Þá var mikil vitaspyrnulykt að þvl þegar Inga Birni var haldið er hann var að komast i skotfæri. En Hinrik dómari lokaði augunum fyrir þessu broti eins og mörgum öðrum I þessum leik. Er greinilegt að Hinrik er að skipa sér i hóp með Val Ben. og fleirum sem flauta helzt ekki nema á morð. Aftur á móti var hann óspar á gulu kortin og bókanir þeirra Harðar Hilmarssonar og Hauks Ottesen virtust alveg út i loftið. Auk þeirra voru þeir Guðjón Hilmars- son og Vilhjálmur Kjartansson bókaðir Áhorfendur að ævintýrinu voru 1001 —SS. Erlendur óánægður og óvíst hvort hann fer til Tromsö ALLS óvist er hvort kringlukastarinn snjalli, Erlendur Valdimarsson, fer með frjálslþróttalandsliðinu til Tromsö í Noregi um næstu helgi. Er Erlendur mjög óánægður með skrif Visis I sambandi við félagaskipti hans, er hann fór úr ÍR yfir i Skauta- félagið Sagði þá meðal annars I Visi að eytt hefði verið stórum fjár- hæðum til keppnisferðalaga Erlends af almannafé. Nú segist Erlendur hins vegar ekki vilja eyða meiri peningum og þrátt fyrir mótmæli Frjálsíþróttasambandsins vegna ofannefndrar greinar og sömu- leiðis þrábeiðni forystumanna FR( hefur Erlendur enn ekki sagzt vera reiðubúinn að fara til Noregs. Vonandi skiptir hann þó um skoðun, þvi að það yrði stórt skarð i islenzkum frjálsiþrótt- um, sem Erlendur skildi eftir ef hann hætti að keppa fyrir (slands hönd á erlendum vettvangi. Átta manns hafa nú boðað forföll í frjálsíþróttalandsliðinu, sem valið hafði verið til keppninnar I Tromsö. Þeirra á meðal eru Karl West, Arndis Björns- dóttir, Pétur Pétursson, Hafdís Ingimarsdóttir, Ingibjörg Guðmunds- dóttir og Sigurður Jónsson. Fjarvera þessa fólks gerir það eðlilega að verk- um að landsliðið veikist verulega og möguleikar okkar i keppninni minnka til muna Enn hefur ekki tekizt að finna fólk til þess að taka sæti allra i þessum hópi. Vilmundur Vilhjálmsson mun þó hafa gefið kost á sér til keppninnar, en hann hefur átt við meiðsli að striða. Haukar voru Blikum næsta auðveld bráð Leður, brúnir, svartir kr. 7.800.— Póstsendum SPA SKOVERZLUN PETURS ANDRESSONAR Laugavegi 1 7 — Framnesvegi 2. ( KVÖLD miðvikudag fara fram úrslita- leikir í bikarkeppni 1. og 2. flokks í 1. flokki leika til úrslita Vikingur og ÍBK og mætast liðin á Kaplakrikavelli i Hafnarfirði klukkan 20. I 2. flokki leika Breiðablik og Akranes til úrslita og fer sá leikur fram á Melavellinum klukkan 20. ■■1» o v jj ii ii n IIÍWIilíiJ Blakmenn keppa á OL BLAKSAMBAND fslands hefur nú vaiið 14 manna landsliðshóp til æf- inga fyrir Olympíuleikana i blaki, an fslendingar munu nú taka þátt i undankeppni þeirra í fyrsta sinn. Æfingar landsliðsins munu þó ekki hefjast fyrr en i september, þar sem margir landsliðsmannanna eru heimilisfastir úti á landi, og þvi erfitt að kalla hópinn saman. Nú er unnið að því að fá hingað til lands erlendan þjálfara, sem er ætlað það hlutverk að þjálfa landsliðið og einnig er ætlunin að hann veiti félagsliðum tilsögn. Undankeppni Olympiuleikanna fer fram á Ítalíu, og hefur enn ekki verið dregið i riðla, þannig að ekki er vitað hverjir verða mótherjar (slendinga i undankeppninni. Af hálfu Blaksam- bandsins verður lögð mikil áherzla á að búa landsliðið sem bezt undir undan- keppnina og eru ráðgerðir margir landsleikir sem liður i undirbúningn- um. Þannig er ætlunin að leika tvo landsleiki við Eriglendinga I október — nóvember og tvo landsleiki við Færey- Leikið til úrslita inga í desember. Undankeppni OL fer svo fram í janúar, og fyrir þá keppni er ætlunin að leika tvo landsleiki við Eng- lendinga erlendis. Þá standa einnig yfir samningar við Skota um landsleiki hér heima i vetur eða vor. Landsliðshópurinn sem BL( hefur valið til æfinga er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Anton Bjarnason, UMFL, Torfi R. Kristjánsson, Stíganda, Halldór Jóns- son, ÍS, Helgi Harðarson, (S, Indriði Arnórsson, (S, Júlíus B. Kristinsson, ÍS, Guðmundur E. Pálsson, Þrótti, Valdemar Jónasson, Þrótti, Gunnar Árnason, Þrótti, Gestur Bárðarson, Vík- ingi Ellas Nielsson, Víkingi, Páll Ólafs- son, Vikingi, Sigfús Haraldsson, (MA, Óskar Hallgrímsson, UBK. BREIÐABLIKSMENN stefna rakleið- is að sigri i 2. deildar keppninni i knattspyrnu, enda virðist svo sem lið þeirra sé það jafnbezta i deiidinni um þessar mundir. (fyrrakvöld lögðu Blikarnir að velli lið Hauka úr Hafnarfirði, á Kópavogsvellinum, 4—0, og var það fremur fyrirhafnar- litill sigur. Sennilega er Þróttur eina liðið sem getur ógnað veldi Blikanna i 2. deild, en einu stigin sem Kópa- vogsmennirnir hafa tapað í mótinu til þessa fóru til Þróttar. Leikur Breiðabliks og Hauka í fyrra- I kvöld var fremur tilþrifalítill. Haukalið- ið er lakara um þessar mundir en það var í fyrra og virðist svo sem leikmenn þess skorti fyrst og fremst áhuga. Þeir gerðu sér það að góðu að vera i vörn meginhluta leiksins. það var aðeins örsjaldan sem þeir náðu að ógna Breiðabliksmarkinu. Breiðabliksmenn léku á köflum ágæta knattspyrnu — knötturinn gekk frá manni til manns og sóknarloturnar miðuðu að ákveðnu marki. Var það einkum i fyrri hálfleiknum sem Breiða- bliksliðið náði vel saman. ( seinni hálf- leiknum var áhuginn greinilega minni, enda góður sigur þá þegar tryggður. í fyrri hálfleik skoruðu Blikarnir þrjú mörk, og bættu því fjórða við i seinni hálfleik. Tvö markanna skoraði hinn lipri leikmaður liðsins, Gísli Sigurðs- son, en hin skoruðu þeir Hinrik Þór- hallsson og Ólafur Friðriksson. Hörður íbann HÖRÐUR Hilmarsson var einn þeirra leikmanna sem fékk að sjá gula spjaldið hjá Hinrik Lárussyni, dómara í leik Vals og KR í fyrrakvöld. Þessi bókun Harðar þýðir sennilega leikbann fyrir þennan landsliðsmann Vals, þar sem hann er nú búinn að fá þrjár áminningar í súmar og í fyrrasumar. Valur á næst að leika gegn Víkingum á föstudagskvöldið og verður Hörður því ekki með í leik, verði aganefndin búin að taka mál hans fyrir. ENGIN HÆKKUN - EKKERT VORUGJALD Tau, brúnt, blátt beige, grænt kr. 3.500 -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.