Morgunblaðið - 23.07.1975, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 23.07.1975, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JULl 1975 7 Skattheimtan og samneyzlan f gær birtist í blöðum frétt um útkomu skatt- skrár á Norðurlandi eystra, þar sem sólin hefur skærast skinið það sem af er sumri, meðan Sunnlendingar þreyðu súldina og sólarleysið. Hvort ský hefur dregið fyrir sólu þeirra Norðan- manna, er skattskráin skauzt inn f þeirra skjannabjörtu tilveru. skal ósagt látið, en hún er engu að sfður fyrir- boði þess, sem lands- menn allir eiga I vændum næstu daga og vikur. Samneyzla er ffnt orð f munni margra — einkaneyzla að sama skapi Ijóttl Samneyzla felur f sér sameiginleg útgjöld okkar, þ.e. heildarútgjöld rfkis og sveitarfélaga fyrir okkar hönd. Einkaneyzla er hinsvegar sú ráðstöfun fjármuna, sem við eigum eftir af vinnu- launum okkar, er skatt- arnir eru frádregnir, þ.e. sá hluti af afrakstri erf- iðis okkar. sem okkur er treyst fyrir sjálfum. Þegar talað er um að auka samneyzlu á kostnað einkaneyzlu, sem ekki er óalgengt f Þjóðviljanum, er t raun verið að krefjast hærri skattheimtu og minni ráðstöfunartekna hins almenna borgara. Sam- neyzla er nauðsynleg og óhjákvæmileg að vissu marki en hún má ekki fara yfir visst hlutfall þjóðartekna ef vel á að fara og stjómvöld verða að snfða henni stakk eftir vexti, þ.e. raun- tekjum þjóðarinnar. Einkaneyzlan, fram- færslukostnaður hins al- menna borgara, réttur hans til ráðstöfunar eigin aflafjár, er veiga- mikill þáttur almennra mannréttinda, sem ekki má skaða meir en orðið er. Óbeinir skattar Útsvör og tekju- skattur er árlegur „glaðningur", sem borg- ararnir fá tilkynningar um næstu daga. Þessari álögur eru þó ekki einu burðarásar samneyzl- unnar. Rfkið hefur veru- legar tekjur af svoköll- uðum óbeinum sköttum, innflutningsgjöldum, söluskatti, vörugjaldi og fleiri slfkum. í hvert sinn, sem hinn almenni borgari kaupir nauð- þurftir sfnar, ekur bæjar- leið eða bregður sér f kvikmyndahús eða á skemmtistað greiðir hann óbeinan skatt f einhverju formi til rfkis- ins og samneyzlunnar. Hlutur samneyzlunnar 1 heildartekjum þjóð- arinnar hefur vaxið veru- lega ár frá ári. Þó veldur niðurskurður rfkisút- gjalda f ár þvf, að hlut- fall hennar f heildar- tekjum þjóðarinnar er lægra á þessu ári en á sl. ári. Vonandi verður stefnt að þvl að heildar- eyðsla hins opinbera, rfkis og sveitarfélaga, vaxi ekki þegnunum og þjóðinni upp yfir höfuð. Sérstaklega þarf að gæta þess að rfkis- báknið blási ekki út með óeðlilegum hætti. Fram- kvæmdir, sem skila þjóðinni arði á komandi árum, ekki sfzt f sviði orkumála, eða vfsinda- og rannsóknarstörf, sem bera hliðstæðan ávöxt, t.d. f þágu fiskverndar, gróðurverndar eða f þágu framleiðni þjóðar- búsins, eru annars eðlis og eiga hafa forgang umfram skriffinnsku- kerfið. Hvorki meira né minna! Leiðari Þjóðviljans f gær helgaður ritstjóra Tfmans, Þórarni Þór- arinssyni. Þar er látið að þvf liggja að fall vinstri stjórnarinnar, þrösk- uldur nýs vinstra sam- starfs og loks tilurð „hægri" stjórnar eigi allt rætur f löngun rit- stjórans til að gegna em- bætti utanrfkisráðherral Ljóst er að skrifum þessum er ætlað að gera Iftið úr umræddum rit- stjóra og alþingismanni, en niðurstaðan verður sú, ef þau eru tekin alvarlega, að Þórarinn hafi ráðið þeirri stjórn- málaþróun, sem orðið hefur f landinu undan- farið misseri. Hvorki meira né minna. Þannig snúast vopnin oft f höndum Þjóðvilja- manna, þegar hátt er reitt til höggs. Að sjálfsögðu verða skrif sem þessi trauðla tekin alvarlega. Og per- sónulegar árásir I þjóð- málaumræðu finna ekki lengur hljómgrunn f hugum fólks. En þrátt fyrir ýkjur Þjóðviljans má Þórarinn eftir at- vikum sæmilega við una þann áhrifamátt, sem fallinn ráðherra Alþýðu- bandalagsins eignar honum f rökþrota reiði sinni. Fróðlegt verður þó að sjá viðbrögð ritstjóra Tfmans við þessum per- sónulegu kveðjum Magnúsar Kjartans- Norrænn sigur í Dortmund DAGANA 2.—13. aprfl sfðast- liðinn var haldið allsterkt al- þjóðlegt skákmót f borginni Dortmund f V.-Þýzkalandi. Ur- slit urðu sem hér segir: 1. Westerincn (Finnl.) 9,5 v„ 2. Ögaard (Noregi) 8 v„ 3. Savon (Sovétr.) 7,5 v„ 4.-5. Parma (júgósl.) og Bednarski (Pól- land) 7 v„ 6.—7. Kuprejtsjik (Sovétr.) og Pytel (Póll.) 6,5 v.j 8.—9. Langeweg (Holland) og Keene (Engl.) 4,5 v. 10. Orn- stein (Svfþjóð) 3,5 v„ 11. Bach- mann (V-Þýzkal.) 1 v„ 12. Beutelhoff (V-Þýzkal.) 0,5 v. Þetta var vel setið mót og mjög jafnt að styrkleika, þótt ekki hafi neinir heimsfrægir meistarar Verið á meðal þátt- takenda. Finninn Wezterinen vann yfirburðasigur, gerði aðeins þrjú jafntefli. Við skul- um nú líta á, hvernig hann lék Svíann Axel Orstein. Hvftt: A. Ornstein Svart: H. Westerinen Kóngsbragð 1. e4 — e5, 2. f4 — exf4, 3. Rf3 — d6, 4. Bce — h6, (Afbrigði Fischers!) 5. d4 — g5, 6. h4? (Ornstein misskilur stöðuna gjörsamlega, og þessi leikur leiðir til tapaðrar stöðu. Betra var hér 6. 0-0 eins og Spassky lék gegn Ornstein í Nizza 1974). 6. — Bg7, 7. hxg5 — hxg5, 8. Hxh8 — Bxh8, 9. Kf2 — Rf6, 10. Rc3 — Bg4!, 11. Dd3 — Bxf3, 12. Dxf3 — Rc6, 13. Dh3 — Bg7, 14. Df5 — Rxd4, 15. Dxg5 — Bh6! og hvftur gafst upp. Hann verður að gefa drottninguna, en verða mát ella. Norðmaðurinn Leif Ögaard náði ágætum árangri, sem sýnir, að hann á sannarlega Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR erindi í fleiri alþjóðleg mót. Ögaard sigraði Sovétmanninn Kuprejtsjik skemmtilega. Hvftt: Ögaard Svart: Kuprejtsjik Slavnesk vörn 1. Rf3 — d5, 2. d4 — Rf6, 3. c4 — c6, 4. Rc3 — dxc4, 5. a4 — Bg4, (Hér er öllu algengara að leika 5. — Bf5) 6. e4 (Einnig hefur verið leikið hér 6. Re5). 6. — e6, 7. Bxc4 — Bb4, 8. Dd3 — Bxf3 (Ef til vill var betra að leika hér 8. — Rbd7 eða 8. — 0-0. Tvípeðið styrkir hvíta miðborð- ið og hálfopin g-línan skapar hvítum sóknarfæri). 9. gxf3 — c5,10. d5 — exd5, 11. exd5 — 0-0 12. 0-0 — Bxc3, 13. bxc3 — Rbd7,14. Bf4 (Þessi biskup á eftir að reynast svörtum erfiður). 14. — Rh5, 15. Bg3 — Df6, 16. Hael — Hae8,17. He3 — Rf4, (Öruggara var 17. — Rxg3 ásamt Re5 og Rxc4, en svartur teflir til vinnings). 18. Dd2 — Hd8, 19. a5 — h5?, 20. He4 — Rg6, 21. De3 — h4, 22. Bc7 — Hc8, 23. d6 — Df5, 24. Khl — Rf6, 25. Hgl! (Skemmtileg skiptamuns- fórn, sem svartur verður að þiggja. Hvítur hótar 26. Hg5 og léki svartur nú 25. — Rh7 kæmi Heg4, og ef t.d. 25. — Kh8 þá 26. Hg5 — Dd7, 27. Hxg6 — fxg6, 28. Hxh4+ — Rh5, 29. Dg5 og vinnur). 25. — Rxe4, 26. Dxe4 — Dxe4 27. fxe4 (Frípeðið á d6 og biskupapar- ið gera út um skákina). 27. — Re5, 28. Bd5 — b5, 29. Bb7 — Hce8, 30. Hdl (Svörtu hrókarnir eru gagns- litlir!) 30. — b4, 31. cxb4 — cxb4, 32. d7 — Hd8, 33. Bxe5 — b3, (Miklu betra var að gefast upp). 34. Bc6 — f5, 35. Bc7 — fxe4, 36. Bxd8 — Hxd8, 37. Bd5+ — Kf8, 38. Bxb3 — Ke7, 39. Ba4 — Hf8, 40. Hel — Hf4, 41. f3 og svartur gaf. ORÐ í EYRA Frá oddvita Sæll góði. Þá er nú komið frammá Slátt og ég hef ekki enn getað rukkað bflstjóra og/eða Tryggfngafélög nema um andvirði þriggja lamba. Það er Skftt. Betra var það f fyrra. Hinsvegar er Oddvitinn búinn að fá tugi þúsunda enda býr hann rétt við Þjóðveginn og þar er bis- nesið mest. Hann nældi sér meira að segja f Bætur fyrir tannlausan og akfeitan kött sem hafði verið Heimilinu til trafala sfðan elstu menn mundu. Þeir eru byrjaðir á Hitaveitu- framkvæmdum hjarna f sveitinni svo ég hef f mörg horn að Ifta sem varaoddviti eins og skiljanlegt er. — Um daginn vorum vuð á leiðinni upp f tjöld þeirra. Við fór- um þrfr saman, tveir Oddvitar og formaður Ungmennafélagsins. Þá keyrðum við frammá konu sem var að baksa með sprungið. Vuð hjálpuðum henni og mér varð að orði: Upp skulum, bræður, allir stá e.ns og í fornum Sögum. Llst mér ei þessar Isegðir á. Ltður að Hundadögum. Upp skulum, sveinar, allir nú enda er sist úr vegi að liðsinna einni Ijúfri frú. Lfður að Höfuðdegi. Upp skulum, vinir, allir senn. Ennþá mun líf I Tjöldum. Loft er allt blandið lægðum enn. Liðurað Töðugjöldum. Það hefur nefnilega verið bölv- aður hryssingur f tíðarfarinu þessa dagana. En þeim þótti þetta góður kveðskapur f Hitaveitunni. Ævinlega blessaður, Jakob minn, og gott er að eiga annan eins mennfngarvita að. Filip. (vara-Oddviti) J.S.BACH JÓLA- ÓRATORÍUM DGG ARCHIV RICHTER Er á útsðlu að Laugavegl 81 HVERFITONAR MF Massey Ferguson Nú er hafinn innflutningur á MASSEY-FERGUSON heybindivélum. Fengin reynsla af þeim, víðs vegar um heiminn, hefur sannað gildi þeirra svo sem annarra framleiðsluvara MASSEY-FERGUSON. MF 15 HEYBINDIVÉLIN er traustbyggð einföld og afkastamikil. Stillingar eru einfaldar, s.s. lengd heybagga, frá 60-125 cm. Smurkoppar eru aðeins 12 talsins, þar af aðeins 5, sem smyrja þarf daglega. MASSEY-FERGUSON viðgerðamenn um land allt hafa fengið sérþjálfun í viðhaldi og stillingu vélanna. Bútæknideildin á Hvanneyri hefur reynt þær. MF 15 HEYBINDIVÉLAR eru til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Kynnið ykkur hið hagstæða verð og greiðsluskil- mála. Hafið samband við sölumenn okkar eða kaupfélögin. SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS MF-15 HEYBIIMDIVÉLAR nýjung á íslandi Hlnir fallegu, vönduðu barnaskó frá „Araútó"Portúgal, fást í Reykjavík aðeins hjá okkur 3032- nr. 28-38. brúnir art 5001 6516 (tvílitir) nr. 26-30 nr. 19-23 brúnir hvítir, bláir, rauðir. SKOGLUGGINNh/f Hverfisgötu 82, sími 11788

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.