Morgunblaðið - 23.07.1975, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.1975, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JULÍ 1975 Fagna útfærslunni, andvígir ívilnunum Á FUNDI stjórnar Sjömannasam- bands Islands á mánudagsmorg- uninn var samþykkt eftirfarandi yfirlýsing vegna ákvörðunarinnar um útfærslu fiskveiðilögsög- unnar 1200 mflur: „Stjórn Sjómannasambands Is- lands lýsir yfir ánægju sinni og fyllsta stuðningi við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að færa fisk- veiðilandhelgina út í 200 mílur þann 15. október n.k. Stjórnin telur að nú þegár sé svo nærri fiskstofnunum gengið umhverfis landið, að ekki hefði mátt seinna vera, að þetta spor yrði stigið. Um leið og stjórn sambandsins þakkar rikisstjórninni og öðrum þeim, sem unnið hafa að þvi, að þessi ákvörðun var tekin, vill hún mega treysta því, að af hálfu stjórnvalda komi ekki til neinna ívilnana eða samninga við aðrar þjóðir um heimildir til veiða innan 200 mílna lögsögunnar, enda engin þjóð til, sem hefir áunnið sér rétt til slíkrar undan- þágu samkvæmt alþjóðarétti eða venjum. Þá skorar sambandsstjórnin á íslenzka skipstjórnarmenn að fara í hvívetna að íslenzkum lög- um varðandi möskvastærð og allan búnað veiðarfæra, svo og veiðar á friðuðum svæðum og skorar jafnframt á stjórnvöld að hörðum refsiákvæðum verði beitt, ef útaf er brugðið." Yfirlýsing vegna laxveiðideilu Vegna viðtals við Kristján Fjeldsted í Ferjukoti í Morgun- blaðinu hinn 5. júli s.l. um lax- veiðimál við Hvitá vil ég undirrit- aður taka fram að það er rangt sem Kristján segir þar að ég hafi kært Hannes Ólafsson fyrir brot á laxveiðilöggjöfinni. Vegna umrædds atviks föstu- daginn 27. júní vil ég geta þess að við á Hvítárvöllum náðum öllum netum úr ánni á réttum tíma þrátt fyrir stórstraumsflóðið sem þá var. Davfð Ólafsson Hvítárvöllum. Nýtt hótel tekur til starfa 1 Reykjavík Að Rauðarárstíg 18 í Reykjavik var nýlega opnað nýtt hótel. Hlaut það nafnið Hótel Hof og er það rekið af samnefndu hlutafél- agi. Hótelið býður upp á 31 tveggja manna herbergi til gist- ingar og að öllu jöfnu rúmast þar 62 næturgestir, en hægt er að fá skotið inn aukarúmum á her- Framhald á bls. 21 Myndin er tekin í anddyri hins nýja hótels. Hótelstjórinn Sigurður Haraldsson og kona hans Hanna B. Jónsdóttir, sem einnig starfar við hótelið, standa við afgreiðsluborðið. Eignaskipti Raðhús í Fossvogi á tveim hæðum ásamt bílskýli fæst í skiptum fyrir íbúðarhæð á góðum stað, góð íbúð í sambýlishúsi kemur einnig til greina. Húsið afhendist tb. undir tréverk um næstu áramót. Teikningarí skrifstofunni. íbúð við Bergstaðastræti Til sölu 10 herb. íbúð við Bergstaðastræti. í Reykjavík. íbúðin er á 2. hæð og í risi. Á annari hæð eru 2 samliggjandi stofur, húsbóndaher- bergi, 2 herb. eldhús og bað. í risi eru 5 herb. og bað. Auk þess fylgir eitt herb. í kjallara. Ibúðin er öll teppalögð. Laus 1. október n.k. íbúð við Snorrabraut 7 herb. íbúð við Snorrabraut ásamt bílskúr. Ibúðin er á 2. hæð og í risi. Kópavogi 5 herb. íbúð á efstu hæð í þríbýlishúsi í Vesturbænum, er laus nú þegar. Útb. aðeins 4,2 millj. Árni Grétar Finnsson hrl. Strandgötu 25, Hafnarfirði, sími 51500. _______ A myndunum sést varða Sveins Pálssonar læknis og fangamark hans P klappað I steininn sem hún er hlaðin á. Flosi Björnsson tók myndirnar og fylgja þær grein hans f Árbók Fornleifafélagsins. Varða Sveins Pálssonar í Kvískerjafjöllum I ÁRBÓK Fornleifafélagsins 1974 sem komin er út fyrir nokkru er m.a. að finna stutta samantekt eftir Flosa Björnsson um vörðu- brot efst í Kvískerjafjöllum. Er talið öruggt að Sveinn læknir Pálsson og félagar hans hafi hlað- ið vörðuna er þeir gengu á öræfa- jökul árið 1794 eða fyrir rúmum 180 árum. Má enn sjá vörðuna og fangamark Sveins, P, klappað I steininn. Sveinn Pálsson gekk fyrstur manna á Öræfajökul svo að sögur fari af. Fór hann frá Kvískerjum 11. ágúst 1794 ásamt nokkrum fé- lögum. Ferðinni hefur hann lýst i ferðabók sinni. För þessi hefur ávallt verið talin ein sögulegasta fjallganga hér á landi en Sveinn mun líklega hafa komizt i 2044 metra hæð (Sveinstind). I förinni mun eðli og orsakir skriðjökla hafa skýrst fyrir Sveini, fyrstum lærðra manna hér á landi og reyndar með þeim fyrstu i heim- inum, þ.e. að jöklarnir væru með nokkrum hætti seigfljótandi. Þessi skýring mun þó hafa komið upp i huga hans árið áður er hann gekk á Breiðamerkurjökul, en þarna mun hann hafa talið þessa hugmynd sína staðfestast. 1 frásögn sinni getur Sveinn þess að á bakaleiðinni hafi hann ásamt mönnum sinum hlaðið vörðu á þeirn stað er þeir lögðu á jökulinn og að verkinu loknu skildu þeir eftir þar danskan eir- pening. Árið 1940 gengu nokkrir menn á Öræfajökul og höfðu í huga lýsingu Sveins. Fundu þeir vörðuna á hæð einni tæpan hálf- an annan kílómetra norðvestur af Hnútu, í 780 metra hæð, en hæð þessi var seinna nefnd Sveins- höfði. Menn höfðu áður vitað af vörðunni en höfðu ekki vissu um að hún væri hlaðin af Sveini. 1 lok samantektar sinnar um þessa sögufrægu vörðu segir FIosi Björnsson: „1 sinni núverandi mynd er varðan rúmlega hálfur metri á hæð, nærri einn metri I þvermál neðst. Hlaðin að mestu úr hnull- ungsgrjóti en þó að nokkru úr helluklumpum neðst. Hellubrot eru við steininn sem varðan stendur á og gætu hæglega ein- hver þeirra hafa verið úr vörð- unni og lausir hnullungar voru við vörðuna um það leyti sem menn fóru að gefa henni gaum i sambandi við jökulgöngu Sveins. Höfðu þeir auðsjáanlega hrunið úr vörðunni. — Ekki er vitað til að peningurinn, sem Sveinn minntist á, hafi fundist; enda naumast líklegt. Eins og varðan er nú er efsti hluti hennar ekki allskostar í þeirri mynd sem vörðubrotið var lengi vel; hefur verið gerð upp ekki alls fyrir löngu en mun litlu hærri en vörðubrotið var. Varðan stendur á allstórum steini, nærri mannhæðarháum. Hann er óreglulega fimm- hyrnduf, ávalur að norðanverðu en með skörpum brúnum á hinar hliðarnar. Dálitill flötur efst, þar sem varðan stendur. Bókstafurinn er höggvinn í sléttan hallandi flöt ofantil á suðurhlið steinsins. Stafurinn er um 12 sm á hæð, um 4,5 sm á breidd. Hæð frá jörðu að neðri enda stafsins hér um bil 1,10 m. Handbragðið eftir átæðum hrein- legt og skýrt. Ganga þeirra Sveins á Öræfa- jökul var afrek á þeirra tíma vísu, enda munu sambærilegar fjall- göngur þá enn hafa verið fátíðar einnig erlendis að talið er. Skemmtilegt er að eiga slíkar samtímaminjar og hér eru fyrir hendi, þótt fábrotnar séu, frá hinni sögufrægu fjallgöngu; og þeim eigum við það ekki sist að þakka að leið þeirra félaga á jökulinn mun hægt að rekja með nokkurri, nákvæmni.“ Vængjamenn heim- sóttu Siglufjörð Siglufirði, 19. júlí. Um sex leytið í gær komu hing- að samtímis 3 flugvélar frá Vængjum og með þeim 25 hlut- hafar félagsins i skoðunarferð til Siglufjarðar um leið og þeir heim- sóttu umboðsmenn félagsins. Hér dvöldu þeir fram eftir kvöldi, en héldu af stað til Grímseyjar kl. 11, þar sem þeir voru í nokkra stund, áður en þeir héldu héðan rakleið- is til Héðinsfjarðar, þar sem þeir munu dvelja um skeið, að mestu við silungsveiði. Erlendum ferðamönnum fer hér fjölgandi, en því miður er hér ekkert farfuglaheimili fyrir aura- litla útlendinga. Ferðamálafélag Siglufjarðar rak farfuglaheimili um tveggja ára skeið. Það hús- næði var i eigu bæjarins, en selt öðrum sama dag og það var vígt sem farfuglaheimili, þannig að Ferðamálafélagið hélt þvi ekki lengi. —m.j. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá stjórn Félags fslenzkra stórkaup- manna: I tilefni af setningu bráða- birgðalaga um vörugjald, vill stjórn Félags fslenzkra stórkaup- manna taka fram eftirfarandi: Stjórnin vekur athygli á því, að vörugjaldið eykur enn á fjár- magnsvanda innflutningsverzl- unarinnar, sem ekki hafði gefizt ráðrúm til að aðlagast afleiðing- um fyrri efnahagsráðstafana undanfarinna mánaða, en fjár- magnsþörf verzlunarinnar vex nú enn á sama tíma og viðskipta- bankarnir viðhalda ósveigjan- legri stefnu í útlánum til verzl- unarinnar og verðlagsákvæði fást ekki rýmkuð. Stjórn félagsins gagnrýnir harðlega þá málsmeðferð, að sam- tökum innflytjenda var ekki gefið tækifæri til samráðs um fram- kvæmd málsins og flokkun gjald- varanna eins og gert er, þegar almennir tollar eru endurskoð- aðir, enda þótt nauðsynlegt hafi verið að undirbúa málið í flýti. Félagsstjórnin lýsir yfir furðu sinni á því, að ríkisstjórnin hverfur nú frá stefnuyfirlýsingu Kýpurlausn vísað á bug Nikósíu, 19. júlí. Reuter. GLAFKOS Klerides, leiðtogi Kýpur-Grikkja, hefur hafnað til- lögum Kýpur-Tyrkja um myndun sameiginlegrar bráðabirgða- stjórnar þar til endanleg lausn finnst á Kýpurmálinu. Hann sagði að tillögurnar miðuðu að skiptingu eyjunnar. Klerides og Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur-Tyrkja, eiga að halda þriðja fund sinn í Vín 24. júlí ásamt Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Kunnugir segja að þar sem tillögum Kýpur-Tyrkja hafi verið hafnað verði fátt hægt að ræða. Ný tillaga frá ísrael Washington, 19. júlí. Reuter. BANDARlSKI sendiherrann I Egyptalandi, Herman Eilts, kem- ur til Kafró um helgina frá Washington með nýjar friðartil- lögur Israelsstjórnar. tsraelski sendiherrann I Washington, Simcha Dinits, afhenti Henry Kissinger utanrfkisráðherra til- lögurnar á tveggja daga fundi sem lauk I gær. Israelsmenn gera ráð fyrir að þeir hörfi frá skörðunum Giddi og Mitla að öðru leyti en þvi að þeir haldi austustu hlutum þeirra. Þeir gera einnig ráð fyrir eftirliti á vegum gæzluliðs frá Sameinuðu þjöðunum. Snör handtök LITLU munaði að stórtjón yrði af eldi f Trésmiðju Sveins Sveins- sonar I Skeifunni s.I. fimmtudags- kvöld. Komst eldur I plastglugga- efni fyrir utan smiðjuna og logaði glatt. Svo heppilega vildí til, að mað- ur nokkur átti þarna leið um og sá bálið. Brá hann hart við, fór í næsta síma og hringdi í lögregl- una. Síðan fékk hann menn til liðs við sig og réðust þeir í sam- einingu gegn eldinum og hafði þeim orðið vel ágengt þegar slökkviliðið kom á staðinn. Hefur snarræði mannsins eflaust komið í veg fyrir milljóna tjón, því smiðjan var full af dýrum viði. sinni um niðurskurð fjárlaga um 3500 milljónir króna, en I stað þess leggur hún á nýjan skatt að upphæð um 2000 milljónir króna. Stjórnin átelur tregðu þingmanna og stjórnvalda við að skera niður opinber útgjöld og hvetur ríkis- stjórnina til að endurskoða vand- lega þá möguleika, sem eru til hagræðingar í rekstri opinberra fyrirtækja og stofnana, þannig að auknum sparnaði I rekstrinum verði viðkomið. Félagsstjórnin gagnrýnir þau mótsagnakenndu vinnubrögð, sem lýsa sér í því, að ríkisstjórnin leggur á skatt, sem leiðir til um 12% verðhækkunar á gjaldvörun- um, á meðan beiðnir fyrirtækja um leiðréttingar á verði vöru og þjónustu, sem hefðu í för með sér um 4%—5% verðhækkanir, fást ekki afgreiddar hjá verðlagsyfir- völdum. Stjórnin treystir þvf, að lög þessi verði látin falla úr gildi um áramótin og að rfkisstjórnin beiti sér fyrir raunhæfri fjárlagagerð fyrir árið 1976, I samræmi við greiðslugetu ríkissjóðs og al- mennings, þannig að komist verði hjá slíkri aukaskattheimtu á miðju ári. Félag íslenzkra stórkaupmanna: Vörugjaldið eykur enn á fjármagnsvanda innflutningsverzlunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.