Morgunblaðið - 23.07.1975, Síða 10

Morgunblaðið - 23.07.1975, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1975 Göngugöng fyrir framtíðina 0 Myndina tók Ölafur K. Magnússon af göngunum, sem verið er að gera f nýju Reykjanesbrautinni við Kópavogsháls, rétt ofan við Fffu- hvammsveg. Að sögn Helga Hallgrímssonar hjá Vegagerðinni er þetta unnið nú til þess að ekki þurfi sfðar að rffa upp götuna þarna þegar brautin verður fullgerð, en göngin eiga að tengja saman bæjarhiutana fyrir gangandi vegfarendur. Byrjað að flytja inn nýja teg. skurðgrafa • Fyrirtækið Stefán Jóhannsson hf. hefur nýlega tekið við umhoði hér á landi fyrir sænsku Aker- man skurðgröfurnar. Af þvf til- efni er staddur hér sænskur vél- tæknifræðingur frá verksmiðj- unni, Börje Riex, og mun hann verða til viðtals í fyrirtækinu þessa viku. Vélar af þessari tegund hafa ekki verið fluttar hingað áður, en þær hafa numið 45% af seldum skurðgröfum annarsstaðar á Norðurlöndum undanfarin ár. Þær eru smíðaðar að öllu leyti í Svíþjóð, t.d. knúðar Volvo-Penta vélum. Island er 12. landið sem vélar af þessari tegund eru flutt- ar til og verður hér hægt að fá fimm gerðir, frá 15 til 50 tonna. Ein gerðin er hjólagrafa, sem einnig er með ýtutönn, en hinar gerðirnar eru á beltum. Myndina tók Öl. K. Mag. af þeim Stefáni Jóhannssyni (t.v.) og Börje Riex við Akerman skurðgröfu. 0 Bygging geðdeildarhúss við Landspftalann gengur samkvæmt áætl- un og verður lokið við að steypa upp fyrsta áfangann á næsta ári, að sögn Páls Sigurðssonar ráðuneytisstjóra f heilbrigðismálaráðuneytinu. Hann sagði, að ekki yrði um neinn niðurskurð á fjárveitingu til byggingarinnar að ræða miðað við fjárlög þessa árs, enda væri unnið við bygginguna eftir verksamningi. Páll sagði, að ef næg fjárveiting fengist til byggingarinnar næsta ár, yrði unnt að hefja á þvf ári innréttingar geðdeildarinnar að hluta. — Ljósmyndina af geðdeildar- bvggingunni tók ÓI.K. Mag. Heimilað að fella 1100 hreindýr í ár Menntamálaráðuneytið hefur nýverið gefið út reglur um hrein- dýraveiðar á Austurlandi og er þar heimilað að fella á þessu ári 1100 hreindýr og fá 26 hreppar hlutdeild f veiðinni. Er þetta nokkur aukning frá fyrra ári, en þá var heimilað að veiða 850 dýr. Veiðitfmi hreindýra hefst 1. ágúst n.k. og lýkur 15. september. Þessi ákvörðun var tekin í framhaldi af fundum með hrein- dýraeftirlitsmönnum, oddvitum, dýralæknum o.fl., sem mennta málaráðuneytið efndi nýlega til á Djúpavogi og Egilsstöðum. Þessi 1100 hreindýr koma eins og áður var sagt í hlut 26 hreppa og fá Fljótsdalshreppur og Jökulsdals- hreppur mest í sinn hlut eða 125 dýr hvor. Þá fær Vallahreppur 90 dýr í sinn hlut og Fellahreppur og Tunguhreppur fá 80 dýr hvor. Ekki hefur farið fram hin ár- lega talning á hreindýrum eftir ljósmyndum, teknum úr flug- vélum, og er ástæða þess að fjöll hafa enn verið flekkótt af snjó. Talning fer fram strax og að- stæður leyfa. Við talningu í fyrra reyndust dýrin vera 3.395, en talningarmenn áætluðu nokkru fleiri eða rúmlega 3.700, og var þá heimilað að fella 850 dýr. Ráðu- neytið telur nauðsynlegt að hrein- dýrastofninn sé svo stór að engin hætta sé á útrýmingu hreindýra t.d. 2—3000 dýr. En hins vegar er ekki rétt að hjörðin verði það stór að hún valdi verulegum ágangi á heimalönd. Á síðustu árum hafa hreindýr sótt nokkuð viðar en áður og gengið meira i byggð og stundum hafa þau gengið á hag- lendi, sem ekki verðist henta þeim, s.s. I Nesjum. I Noregi hefur verið sett saman fóðurblanda, sem reynzt hefur vel handa tömdum hreindýrum en ekki er enn Ijóst hvort hún hentar villtum hreindýrum. Ætlunin er að afla þessarar fóðurblöndu til áð hafa hana tiltæka ef jarðbönn kynnu að verða. I ár verður haldið áfram þeim beitarrann- sóknum, sem unnið hefur verið að á undanförnum árum. m m áif *GISGATA SIMI 15522 RVIK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.