Morgunblaðið - 23.07.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1975
15
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
\<.a°p
Harmonikka til sölu
Til sölu Genavox Excelsior
órgelharmonikka 1 20 bassa,
mjög vel með farin og nýleg.
Einnig nýr standari af sömu
gerð. Uppl. í sima 83810
eftir kl. 6 á kvöldin.
Verzlið ódýrt
Sumarpeysur kr. 1000.- Síð-
buxur frá 1000,- Denim
jakkar 1000- Sumarkjólar
frá 2900.- Sumarkápur
5100.- w ...
Verðlistinn,
Laugarnesvegi 82.
Ódýr húsgagnaáklæði
Áklæði frá kr. 400.-—
Opið frá 1 —6
Blönduhlið 35, Stakkarhlið-
armegin.
Sumarbústaðarlönd
Til sölu eignarland fyrir tvo
sumarbústaði i skipulögðu
landi á góðum stað. Hita-
veita.
Fasteignasala
Vilhjálms og Guðfinns,
Keflavik,
simar 92-1 263 og 92-2890.
Hljómplötur
Kaupum og seljum litið not-
aðar og vel með farnar hljóm-
plötur og kasettur. Einnig
vikublöð, timaritshefti og
pocketbækur.
Safnarabúðin Laufásvegi 1
simi 27275.
Þvottavél
Vil kaupa þvottavél (um 12
kg.) fyrir þvottahús. Upplýs-
ingar i sima 31380 frá kl.
9—6.
Hestur til sölu
7 vetra jarpur hestur til sölu.
Uppl. i sima 41 320.
Til sölu
farseðill til London (happ-
drættisvinningur). Selst 6-
dýrt. Upplýsingar i sima
92—8170.
aivin'13
Trésmiðir óskast
í mótauppslátt. Upplýsingar í
síma 1 7888, eftir kl. 7.
Vélstj'óri
með 1000 hestöfl og véj-
virkjun vantar ptáss á bát
sem fyrst. Upplýsingar i sima
72652 milli kl. 7 —10.
Húsasmíðameistarar
25 ára gamall maður sem
ætlar i tækninám óskar eftir
að komast á „opinn"
samning. Sími 34892.
Systkini
utan af landi i skóla i Rvik.
17 og 18 ára óska eftir litilli
ibúð til leigu frá 1. sept. til
15. mai. Uppl. i sima 97-
1287.
Gullsmiðir
Ung áhugasöm stúdina óskar
eftir að komast að sem nemi
hjá gullsmið næsta vetur.
Uppl. i sima 85314 á
kvöldin.
Stúlka óskast
hálfan daginn, eftir hádegi,
við sundurtalningu,
innpakkningu o.fl. Uppl. hjá
Fönn, Langholtsvegi 113 á
fimmtudaginn milli kl. 4 og
6.
Tvær samvizkusamar
húsmæður á bezta aldri, óska
eftir vinnu við að^feinsa bíó
eða önnur fyrirtáBo, helzt á
kvöldin. Margt fleira kemur
til greina. Tilboð merkt: H.H.
— 2736 sendist augl.d.
Mbl.
húsn^ði
Húsnæði
Ung og barnlaus hjón utan af
landi óska eftir ibúð.
Upplýsingar í sima
93 — 1345.
Athugið
Hljómsveit vantar æfingahús-
næði hið bráðasta. Öruggar
greiðslur. Pottþétt umgengni.
Nákvæmar upplýsingar i
sima 75091 eftir kl. 6 á
kvöldin.
Ungt par
með 2 börn óska eftir ibúð i
Hafnarfirði eða nágrenni. Fyr-
irframgreiðsla möguleg.
Uppl. i sima 51910 eftir kl.
1.
Húsnæði
Óska að taka á leigu 2ja
herb. ibúð um óákveðinn
tima með eldunaraðstöðu
eða aðgangi að eldhúsi. Uppl
i sima 1 6858.
Miðaldra hjón
óska eftir 3ja til 4ra herb.
ibúð i Hafnarfirði. Uppl.
ísima 52163.
Til leigu
5 herb. ibúð i nágrenni Sjó-
mannaskólans. Leigutimi 1
ár frá 1. ágúst. Tilboð með
uppl. um greiðslugetu og
fjölskyldustærð sendist afgr.
Mbl. fyrir 26. júli merkt: Góð
ibúð — 2734.
Ungt reglusamt par
utan af landi óska eftir 2ja —
3ja herb. ibúð Helst i mið-
borginni. Uppl. í sima
97—6138.
Herbergi óskast
Ungur maður óskar eftir her-
bergi til leigu i Vesturbænum
Uppl. i síma 28481.
Til sölu
Fiat 128 station árg. '74
Gott verð gegn staðgreiðslu.
Upplýsingar i sima 51157
eftir kl. 7.
Herbergi óskast
Stúlka óskar eftir herbergi til
leigu i Vesturbænum. Uppl. i
síma 28481.
Hvit-svartskjöldóttur
kettlingur með sitrónugult
hálsband er i óskilum á Hring-
braut 51.
Simi 15297 — 24345.
íslensk hjúkrunar-
kona
nýflutt frá Bandarikjunum
óskar eftir 2—3 herb. íbúð,
þar sem má hafa hund. Uppl.
i sima 36089.
Vogar
Til sölu 130 fm. einbýlishús,
4 svefnherb., stór stofa, góð-
argeymslur. Laust fljótlega.
Fasteignasala Vilhjálms og
Guðfinns, simar 1263 og
2890.
Miðvikudagur 23/7
kl. 20.00 Tröllafoss —
Haukafjöll, Verð 600 krónur.
Farmiðar við bilinn. Brottför
frá Umferðarmiðstöðinni.
Ferðafélag íslands.
Húseigendur athugið
Steypuframkvæmdir. Steyp-
um gangstéttir, heimkeyrslur
og bilastæði. Leggjum gang-
stéttarhellur, girðum lóðir,
o.fl. Uppl. i síma 71 381.
bilar
Merzedes Benz 280
SE
árgerð'69 til sölu. Upplýs-
ingar í sima 42184 eftir kl.
6.
Hörgshlíð 12
Almenn samkoma — boðun
fagnaðarerindisins i kvöld,
miðvikudag kl. 8.
\íí \ Farfug ladeild
Reykjavíkur
Ferðir um helgina
1. Þórsmörk
2. Hagavatn, og Jökulborgir
i Langjökli.
Upplýsingar á skrifstofunni
daglega kl. 2—6, sími
24950.
Farfuglar.
Kristniboðssambandið
Samkoma verður haldin i
kristniboðshúsinu Betanía,
Laufásvegi 13, i kvöld 23.
júli kl. 20.30. Gunnar Sigur-
jónsson cand. theol. talar.
Allir eru velkomnir.
UTIVISTARFERÐIR
Miðvikudaginn 23.7.
kl. 20
Strandganga á Kjalarnesi
Verð 500 kr. Fararstjóri Einar
Þ. Guðjohnsen.
Föstudaginn 25. 7. kl.
20.
Þórsmörk (Goðaland). Farar-
stjóri Jón I. Bjarnason. Far-
seðlar á skrifstofunni. Látra-
bjargsferð á laugardags-
kvöld.
Útivist
Lækjargötu 6,
simi, 14606.
UTIVISTARFERÐIR
Miðvikudaginn 23.7.
Skaftafell 9. dagar. Farar-
stjóri Friðrik Danielsson.
Fimmtudaginn 24.7.
Lónsöræfi. 8 dagar. Farar-
stjóri Einar Þ. Guðjohnsen.
Vatnajökull — Gæsavötn.
Fjögurra daga ferð.
Farseðlar á skrifstofunni.
Ennfremur kvöldferðir á
Látrabjarg 24. og 26. júli
ÚTIVIST, Lækjargötu 6, simi
14606.
rERÐArrLAG
1 ISLANDS
Sumarleyfisferðir i
júlí:
24.—27. júlí. Farið til
Gæsavatna. Með „snjókettin-
um um Vatnajökul. Farar-
stjóri: Þórarinn Björnsson.
26.—31. júlí. Ferð norður
Kjöl, um Skagafjörð og suður
Sprengisand. Fararstjóri:
Haraldur Matthíasson.
Minning:
Borghildur Oddsdótt-
ir frá Brautarholti
Föstudaginn ellefta þessa mán-
aðar var til moldar borin frá Foss-
vogskapellu, Borghildur Odds-
dóttir frá Brautarholti í Reykja-
vfk, en hún andaðist á elliheim-
ilinu Grund 4. júlí síðastliðinn,
tæplega 89 ára að aldri.
Borghildur var fædd í Bíautar-
holti, litlum bæ, sem enn stendur
á Bráræðisholti, nú að mestu um-
luktur starfstöðvum Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur, en þar
bjuggu foreldrar hennar, Guðrún
Árnadóttir, frá Guðnabæ i Sel-
vogi (1859—1938) og Oddur for-
maður Jónsson, sem-fæddur var
1857, en drukknaði i fiskiróðri f
Faxabugt haustið 1902. Hið sama
bar fyrir föðurafa hennar, Jón
útvegsbónda á Steinum, hann
drukknaði einnig í henni Faxa-
bugt, vorið 1868.
Borghildur var aðeins 16 ára,
þegar faðir hennar drukknaði frá
átta börnum, það elzta var 19 ára,
en það yngsta tveggja ára og má
segja að hún hafi þá snemma
kynnzt mótlæti i lifinu og hún
gekk oftast með vindiiin í fangið
eftir ævigötunni.
Aðeins 19 ára gömul giftist hún
Þorvarði Karelssyni sjómanni,
það var árið 1905, og með fyrsta
barn þeirra var hún undir belti,
þegar Þorvarður fórst upp á
Mýrum með þitskipinu „Sophie
Weathley“, sama dag og þilskipið
Ingvar fórst með ailri áhöfn fyrir
augum Reykvíkinga úti á Við-
eyjarsundi. Þann dag fórust þrjár
skútur með allri áhöfn.
Barn sitt fæddi hún þrem mán-
uðum síðar, dreng, en fékk ekki
aó halda honum lengi, þvf hann
deýr árið eftir I október aðeins
rúmlega ársgamall. Var Borg-
hildur þá til húsa með móður
sinni og systkinum í Brautarholti.
Enn var vindurinn í fangið.
Hún giftist á ný tveim árum síðar
og eignaðist þá tvö börn, en það
hjónaband varði skammt. Maður
hennar, Þórður Þórðarson, hvarf
í siglingar og kom eigi aftur til
Islands, en Borghildur hélt
norður i land, þar sem bræður
hennar tveir höfðu verið hjá
ágætu fólki, þeir Sigurjón bóndi á
Rústsstöðum og Guðmundur R.
Oddsson, síðar forstjóri Alþýðu-
brauðgerðarinnar.
Þar fyrir norðan kynntist hún
þriðja manni sfnum, en giftist þó
ekki, líklega vegna örðugleika við
formlega gjörninga. Þessi maður
var Ágúst Björnsson og voru þau í
húsmennsku á góðum heimilum
þar nyrðra. Þau eignuðust saman
þrjár dætur. Ein andaðist í æsku,
aðeins tveggja ára.
Árin fyrir norðan munu um
margt hafa verið beztu ár Borg-
hildar Oddsdóttur. Þau bjuggu á
ágætum heimilum i Húnavatns-
sýslu, þar sem viðgjörningur var
góður og heimilismenning með
ágætum, sem vfðfrægt er, ekki þá
hvað sízt á stórum býlum. En svo
fór hún undi ekki lengur þarna og
fluttist suður, og nú ein á ferð,
eins og svo oft áður.
Eftir það bjó Borghildur i
Reykjavík, liklega f meira en þrjá
áratugi og vann að hreingern-
ingum. Hún bjó ein i herbergi, og
komst vel af. Hér átti hún frænd-
garð stóran mörg systkini og vini
og hún var frændrækin og kunni
sig bezt innan um sitt eigið fólk.
Oft voru samt daprir dagar,
eins og þegar hún gekk eftir
honum Tyrfingi syni sinum til
grafar, en hann andaðist aðeins
liðlega fimmtugur frá stórri fjöl-
skyldu. Og fleira slikt mátti hún á
efstu dögum þola, sem flestum
þykja ærnar raunir.
Ef maður skoðar lífshlaup þess-
arar fátæku verkakonu sem'
kvödd var af niðjum sínum og
frændliði föstudaginn 11.
júlf, fer ekki hjá því að marg-
ar spurningar leiti á hugann.
Maðurinn er svo misstór gagn-
vart örlögum sinum og mun-
aði, að undrum sætir. Borghildur
bar ekki sorgir sinar á torg, heid-
ur grét hljóðlega, ef hún þá bara
grét nokkuð. Ef til vill voru
hennar tár búin fyrir löngu,
þegar ég for að sjá hana næstum
dagiega sem barn. Hún var samt
skapstór og fyrirgaf misgerðir
seint og illa. Það var ættarskapið.
Samt var hún mild og glöð á góðri
stund. Vildi fremur veita en
Þiggja.
Ég sá hana sjaldan seinni árin.
Þó bar það við að ég kom í afmæl-
ið hennar, ef ég var í landi, á það
lagði hún alveg sérstaka áherzlu
og svo var það fyrir jólin. Maður
sér eftir þvf nú að hafa ekki kom-
ið oftar, en við því verður ekkert
gert úr þessu. Við systkini mín og
forledrar minnumst hennar á
alveg sérstakan hátt, hún kom og
fór.
Seinustu árin voru erfið. Þá bjó
hún ein sem fyrr i litlu súðar-
herbergi á Blómvallagötu 13. Son-
ur hennar i Reykjavík var dáinn
og hin börnin fjarstödd fyrir
norðan.
Systursonur hennar, Guðlaugur
Þorsteinsson stýrimaður, og kona
hans, Guðrún Jónsdóttir, iitu þá
til hennar sem þau nefndu svo.
Þau færðu henni það sem hana
vantaði til nauðþurfta, heimsóttu
hana tvisvar, þrisvar á dag og
þetta líknarstarf ræktu þau af
trúmennsku, þar til yfir lauk.
Guðlaugur andaðist fyrir einu ári,
en eftir það hélt Guðrún áfram að
líta til Borghildar, sem þá lá á
Elliheimilinu, farin kröftum og
heilsu. Ég veit að mér verða ekki
færðar neinar sérstakar þakkir
fyrir að orða þessi kærleiksverk
hér, en læt nú slag standa með
það.
Borghildur Oddsdóttir er nú öll.
Hennar saga er öll, og stendur nú
almættið andspænis talsverðum
skýringum má maður ætla. Hver
og einn getur spurt sig um það,
hver tilgangurinn var, eða hers-
vegna heimsins byrðar eru svo
misþungar á mannanna herðum.
Nóg um það. Það sem máli
skiptir nú er að hverfa í betri
heim. Guð blessi minningu
hennar.
Jónas Guðmundsson