Morgunblaðið - 23.07.1975, Page 23

Morgunblaðið - 23.07.1975, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLl 1975 23 Ljósm. Mbl. Br. H. Myriam Bat-Yossef eða Máriá Jósefsdóttir eins og hún heitir á ísienzku opnaði í gær málverkasýningu á Mokka við Skólavörðu- stfg. Þar sýnir hún 28 myndir, sem hún hefur gert f Israel. Sýningin verður opin til 26. ágúst. A myndinni sést Myriam við eitt verka sinna. Finnar bjóða Islend- ingum vinnslu blóðefna FINNSKI Rauði krossinn hefur boðizt til að taka við blóði héðan, sem orðið er of gamalt til að hægt sé að nota það til blóðgjafa. Yrði þá unnið úr þessu blóði i Finn- landi, en íslendingum stæði hins vegar til boða i staðinn fullunnið blóðefni eftir þörfum. Sjö ára dreng- ur fyrir bíl SJÖ ára drengur varð fyrir bíl á Eiðsgranda siðdegis i gær. Hann var fluttur á slysadeild Borgar- spítalans en reyndist ekki hafa meiðst mikið. Einhverja höfuó- áverka mun hann þó hafa hlotið. Fram — ÍBK 1:1 I GÆRKVÖLDI fór fram einn leikur f 1. deildarkeppni Islands- mótsins f knattspyrnu. Fram og fBK léku á Laugardalsvellinum og urðu úrslit leiksins jafntefli 1 mark gegn 1. Marteinn Geirsson skoraði mark Fram úr vftaspyrnu í fyrri hálfleik, en Steinar Jó- hannsson, jafnaði fyrir IBK á sfðustu mfnútu leiksins. Nánar á morgun. Leiðrétting I FRÉTT Mbl. í gær um vegg- skreytingu i anddyri vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar i Reykjavik misritaðist nafn lista- konunnar, sem gerði skreyting- una. Hún heitir Guðný Margrét Magnúsdóttir. Spretta ágæt Staðarbakka, 22. júlí. HÉR f Miðfirðinum hafa menn Iftið getað átt við heyskap en væntanlega fer hann að byrja af fullum krafti úr þessu. Spretta er orðin nokkuð góð. Kal er í túnum á einstaka bæ en það hefur oft áður verið miklu meira en nú. Flokkur manna hefur að undan- förnu lagt raflínu til 3—4 bæja á Heggstaðanesi sem ekki hafa haft rafmagn áður. Af öðrum fram- kvæmdum í sveitinni má nefna byggingar íbúðar- og útihúsa en þær eru svipaðar og undanfarin ár. Þá hefur verið unnið við bygg- ingu 2. áfanga skólahúss á Lauga- bakka og er byggingin orðin fok- held. Þetta er tveggja hæða hús, ætlað fyrir kennslu, en fyrir er nýtt heimavistarhús. —Benedikt. Þetta kemur fram i nýútkomnu fréttablaði Rauða kross Islands. Segir þar, að Finninn H. Nevanlinna prófessor, sem er for- stöðumaður blóðsöfnunar finnska blóðbankans, hafi flutt Rauða krossi tslands þetta boð er hann var staddur hér á landi í byrjun júní vegna nefndarfundar Evrópuráðsins um blóðsöfnun. I Finnlandi er blóðsöfnun ein- göngu rekin af Rauða krossinum og þess vegna töldu Finar réttast að bjóða Rauða krossi Islands þessa þjónustu fremur en blóð- bankanum. Þeir leggja þó til, að komið verði á fót samvinnunefnd RKl og Blóðbankans og að nefnd- in komi til Finnlands að kynna sér þessi mál rækilega. Finna engaloðnu — ÞVl er nú verr, að við höfum enga loðnu fundið enn, en við erum búnir að leita i tæpan sólar- hring norður og norðaustur af Kolbeinsey, sagði Jakob Jakobs- son leiðangursstjóri á Árna Frið- rikssyni þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Jakob sagði, að Eldborg og Guð- mundur, sem komin væru til loðnuveiða, leituðu mun vestar en Árni Friðriksson, en hefðu enn ekkert fundið. — Ég veit ekki hvað orðið hefur af loðnunni, hún getur bæði verið búin að dreifa sér, eða hafa fært sig eitthvað til, sagði Jakob. Selja Bandaríkin loftvarnabyssur til Jórdaníu Washington, 22. júli. Reuter. UTANRÍKISMÁLANEFND öld- ungadeildarinnar frestaði I dag að taka afstöðu til sölu vopnabún- aðar fyrir 350 milljónir dala til Jórdaníu. Nefndin mun greiða at- kvæði um málið nk. fimmtudag. Um er að ræða loftvarnabyssur af fullkomnustu gerð og önnur vopn, en ýmsir nefndarmenn með republikanann Clifford Case í fararbroddi hafa lagzt gegn þess- ari vopnasölu á þeirri forsendu að hún muni breyta valdajafnvæg- inu I Mið-Austurlöndum Israel i óhag. Kýpurleiðtogar á fund í Vínarborg Nieosia, Kýpur, 22. júli. AP. CLERIDES leiðtogi Kýpurgrikkja og Denktash leiðtogi Tyrkja á eynni lögðu i dag af stað til Vinar- borgar til viðræðna um framtíð eyjarinnar og frið milli þjóðar- brotanna. Þeir fóru frá eynni hvor í sínu lagi og hafði Clerides viðkomu í Aþenu en Denktash i Ankara og ræddu þeir við ríkis- stjórnirnar á þessum stöðum. Lýst eftir vitn- um að árás AÐFARANÖTT miðvikudagsins 16. júlí sl. á tímabilinu kl. 01:00— 01:30 var ungur maður sleginn niður við veitingahúsið Röðul í Skipholti. Annar maður varð vitni að þessu og sá hann árásarmann- inn hlaupa á brott. Ungi maður- inn er töluvert mikið meiddur eft- ir árásina og því vill rannsóknar- lögreglan í Reykjavik biðja aðra þá, sem sáu þessa árás og gætu gefið einhverjar upplýsingar um hana, að hafa samband við sig. Einn seldi og HRAFN GK seldi 21 tonn af síld i Hirtshals I Danmörku i gær. Fyrir aflann fékk skipið 1,7 millj. kr. og var meðalverð pr. kiló kr. 79. — Indland Framhald af bls. 1 sækja fleiri fundi i efri deild það sem eftir er vikunnar. I deildinni eiga sæti 240 þingmenn, en eftir sitja aðeins 130 þingmenn Kongressflokksins 11 þingmenn kommúnista og nokkrir óháðir. Auk hinna 32, sem gengu af fundi vantar mikinn fjölda þingmanna stjórnarandstöðunnar, sem situr í fangelsi. Goray sagði eftir fundinn að stjórnarandstaðan hefði áform uppi um svipaðar mótmælaað- gerðir í neðri deild, sem mun fjalla um neyðarástandslög frú Gandhi á miðvikudag. Efri deild samþykkti stuðning við aðgerðir Indiru Gandhi með öllum atkvæð- um þingmanna Kongressflokks- ins og kommúnista. Frú Gandhi sagði í ræðum, sem hún hélt I báðum deildum þings- ins, að yfirlýsing um neyðar- ástand hefði verið „sársaukafull nauðsyn“, þar sem stjórnarand- stöðuflokkarnir hefðu ætlað að kollsteypa stjórn hennar og eyði- leggja lýðræðið. Hún Iagði mikla áherslu á að neyðarástandið væri ekki í neinum tengslum við það að hún hefði verið fundin sek um kosningasvik I siðasta mánuði. En neyðarástandi var lýst i landinu þrem dögum áður en stjórnarand- staðan ætlaði að hefja mótmæla- aðgerðir gegn henni, sem áttu að standa í eina viku. Forsætisráðherrann sagði ekkert um hve lengi neyðar- ástandið gæti varað, nema „eng- inn vill að svona ástand ríki til eilífðar“. Hún gaf þó til kynna að ekki yrði aftur snúið til þess lýð- ræðis sem áður var! „Við getum aldrei snúið aftur til algjörs frelsis og pólitísks frjálsræðis eins og var áður en neyðarástand- inu var lýst,“ sagði hún. — Apollo Framhald af bls. 1 blaðamannafund utan úr geimn- um á miðvikudag, en sovézku geimfararnir hitta fréttamenn I Moskvu á fimmtudagsmorgun. Tilkynnt var frá Apollo á þriðjudag að nýir farþegar hefðu slegist í hópinn. Hefðu fimm egg lítillar fisktegundar úr hitabelt- inu klakist út. Voru eggin höfð með til að kanna hver líffræðileg áhrif geimferð hefur á slíkar verur. — Land- búnaðurinn Framhald af bls. 24 millj. kr. Þá fóru 101.4 millj. kr. til hinna ýmsu þátta, en 76 millj. kr. til lánasjóðanna. Ef borin eru saman framlög til atvinnuveganna kemur í ljós, að landbúnaðurinn fær í sinn hlut 2.5% af heildarfjárlögum og hef- ur upphæðin hækkað um 0.3% frá 1973. Sjávarútvegurinn fær nú 1.9% og, er það hækkun sem nemur 0.4% frá 1973. Iðnaðurinn fær nú 0.6% af fjárlögum, sem er lækkun sem nemur 0.2% frá 1973. Talið er að hlutdeild land- búnaðarins I þjóðarframleiðsl- unni nemi 7% á þessu ári, sjávar- útvegsins 12% og iðnaðarins io%. — Gjaldeyrir Framhald af bls. 24 dvalar í sólarlandi á vegum ferða- skrifstofa. Lagt er til að aðrar reglur verði óbreyttar. „En ég vil taka skýrt fram,“ sagði Gunnar, „að þetta er aðeins tillaga deild- arinnar og það er alveg óljóst hvaða afstöðu ráðherra og ríkis- stjórn taka til hennar." Að lokum sagði Gunnar Gunnarsson, að fulltrúum í gjald- eyrisdeildinni væri ljóst, að með tillögu sinni gengju þeir ekki eins langt og flestir hefðu óskað, en það væri heldur ekki annað hægt en halda úthlutun gjaldeyris til ferðamanna innan ákveðins ramma. — Geir Hallgrímsson Framhald af bls. 24 steinsson, ráðuneytisstjóra utan- ríkisráóyneytisins og þeim sendi- herrum, sem tekið hafa þátt i undirbúningsviðræðum ráð- stefnunnar, en þeir eru Einar Benediktsson, sendiherra I Genf, og Guðmundur I. Guðmundsson, sendiherra I Stokkhólmi og Helsinki, Einar Ágústsson utan- ríkisráðherra getur ekki sótt ráð- stefnuna, þar sem hann verður á sama tíma í heimsókn með forseta íslands í Islendingabyggðum í Kanada. — Brendans Framhald af bls. 24 gæti hafa verið hið sígjósandi eldfjallaland Island. Ströndin með stórfljóti gæti hafa verið Nýfundnaland en enginn hefur getað gizkað á hver hafi verið hvalurinn í sögunni. Severin, sem áður hefur tekið sér ýmislegt furðulegt fyrir hendur hyggst leggja af stað i ferð slna á degi heilags Brendans 16. maí næsta ár. Með honum i ferðinni verða fjórir aðrir sæfarar og ætla þeir a hafa með sér talstöð og áttavita. Þeir hyggjast ná til Ameríku á 30 dögum eins og þeir telja að Brendan hafi gert. — Hundamálið Framhald af bls. 24 til 28. ágúst til að breyta þessum lögum. Þá sagði Jakob að ef rikis- stjórnin breytti ekki þessum lög- um færi málið fyrir mannrétt- indadómstólinn, en ekkert aðildarríki Evrópuráðsins hefði látið nokkurt mál fara fyrir dóm- stólinn til þessa, því ef það væri gert, teldist viðkomandi ríki vart lýðræðisríki lengur. Hann sagði ennfremur, að á sínum tíma hefði Jóhann Haf- stein, þáverandi dómsmálaráð- herra beðið Hundavinafélagið að gera drög að frumvarpi um hundahald. Það hefði verið gert og það frumvarp væri til hjá féiaginu. —Iðnaður r á Islandi Framhald af bls. 3 berar stofnanir á þessu sviði verði endurskipulagðar og efld- ar að mun. Þá telur nefndin, að leggja eigi aukna áherslu á nýtingu innlendra orku- og hráefnis- linda, svo og þróun innlendrar tækniþekkingar til að stofna nýiðnað, aöallega með útflutn- ing fyrir augum. Megi m.a. ráð- stafa afmörkuðum hluta nýtan- legrar vatnsorku, u.þ.b. 5,5 Terawattstundum til orkufreks iðnaðar I þessu sambandi, án þess að stofna I hættu langtlma möguleikum landsmanna til að fullnægja almennri aukningu á raforkuþörf. Hefur nefndin sett fram ákveðið dæmi um slíka þróun nýiðnaðar fram til 1990 til frekari umræðu, og tel- ur að móta þurfi sem fyrst ákveðna stefnu um upp- byggingu sliks iðnaðar, með hliðsjón af umhverfisáhrifum, svo og félagslegum aðstæðum og byggðaþróun. Iðnþróunarnefnd telur, að iðnaðarráðuneytið þurfi að taka virkt frumkvæði um sam- hæfingu starfs allra þeirra stofnana og samtaka, sem að iðnaði lúta, um mótun og fram- kvæmd iðnþróunarstefnu og leggur til, að ráðuneytið skipi sérstaka nefnd, er starfi innan vébanda ráðuneytis eða I nánu samráði við það um fram- kvæmd þess starfs. Þá leggur nefndin til, að sér- staklega verði aflað fjár til auk- inna umsvifa i iðnaði með álagningu sérstaks iðnþróunar- gjalds 1% I stað 0,5% iðnlána- sjóðsgjalds og annarrra álaga á iðnaðinn, meó jafnháu mót- framlagi úr ríkissjóði, með álagningu 1% gjalds á inn- fluttan iðnvarning og með áframhaldandi fjárveitingum úr ríkissjóði til ýmissa sérverk- efna á vegum ráðuneytisins. Miðað við fjárlög 1975 og rekstraraðstæður 1974 er lik- legt, að á þennan hátt fengjust um 700 m.kr. til iðnaðarmál- efna i stað 276 m.kr., sem nú er gert ráð fyrir. Að endingu telur nefndin rétt, að boðað verði til þings um iðnþróun á íslandi, þar sém álitsgerð þessi verði m.a. lögð til grundvallar, en leitað verði álits iðnaðarins og stofnana hans um stefnumótun og aógerðir I iðnþróunarmálum. Árni Pálsson og ég — eða glæpurinn sem ekki fannst „Á DAUÐA mínum átti ég von en ekki þvl, að ég ætti eftir að lifa það, að lenda I meiðyrða- máli vegna Árna Pálssonar, vinar mlns og læriföður. Ein- dæmin eru verst. En svo hefur farið, að ég neyðist til að verja, ekki aðeins sjálfan mig heldur einnig minningu þess manns, sem mér hefur sennilega þótt einna vænst um á lífsleiðinni." Þannig kemst Sverrir Krist- jánsson sagnfræðingur að orði I riti, sem hann hefur gefið út og nefnir Arni Pálsson og ég. Eða glæpurinn sem ekki fannst. I ritinu er rakið meiðyrðamál það, sem dætur Árna heitins Pálssonar höfðuðu á hendur Sverri vegna ummæla hans um Árna I sjónvarpsþætti, og I Iok ritsins er minningargrein, sem birtist I einu dagblaðanna um Arna, þegar hann lézt og er eftir Sverri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.