Alþýðublaðið - 12.09.1958, Side 3

Alþýðublaðið - 12.09.1958, Side 3
Föstudagur 12. sept. 1958 1 þ f 8 n b I a 5 i 9 3 Alþýöublaöið Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 14902. 14906 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. Sagan af King Sol UNDANFARNA DAGA hefur togarinn King Sol frá Grimsfoy iðulega verið nefndur í fréttum af íslandsmiðúm, enda tvisvar reynt að sigla á varðskipið Óðin og stofna þannig til vandræða. Það er sennilega sú framkoma, sem brezki fiskimálaráðherrann John Hare á v.ið, þegar hann iofar í nafni brezku ríkisstjórnarinnar stillingu cg þolin- mæði brezkra tcgaramanna við ísland. En hvað um það. ís- lendingar kannast við King Sol. Togárinn hefur sem sé áður komið við sögu á íslandsmiðum. King Sol strandaði við Meðallandsfjöru í febrúar- JTtánuði 1955, og var skipverjunum, tuttugu tálsins, bjarg- að af Meðallendingum. Rrezki sendiherrann á íslandi lofaði miög hina frækilegu biörgun. Þá var stillingin og þolinmæðin framlag íslendinga við að bjarga brezku togaramönnunum úr sjávarháska við erfiðustu aðstæður. Auðvitað dettur íslendingum ekki í hug að blanda þessu saman við landhelgisdeiluna. Við lítum á bað sem heilaga skyldu að bjarga mönnum úr sjávar.háska. Hvert slíkt afrek vekur ekki síður gleði cg fögnuð íslendinga en þeirra, sem hiut eiga að máli og aðstandenda þeirra. íslendingar þekkja sjávarháskann af langri reynslu og telja stórtíðindi, ef mönnum er bjargað á síðustu stundu úr köldum en helsterk- um greipum Ægis. Þess vegna var björgun skipverjanna af King Sol á orði höfð um land allt. Stoltið var fólgið í því einu að gieðjast yfir mannslífunúm, sem áttu afturkvæmt til ævistarfs, vina og vandamanna úr háskaslóð Meðallands- fjörunnar. Hitt er athyglisvert, að bessi sami togari skuli nú leggja sig svo fram um veiðiþjófnað á Islandsmiðum, að hann reynir tvrsvar sinjium á nokkrum dögum að sigla á ís- lenzkt varðskip og stofna þannig til vandræða. Þetta heit ir víst að kunna að þaklca fyrir sig. Atburðir þessir hafa ekki gerzt út af Meðallandi. En færi ekki vel á því, að togarinn King Soi frá Grimsby þreytti íþrótt sína einmitt þar til að stprka þjóðinni, súm bjargaði áhöfn hans fvrir þremur árum? Hvað finnst brezka fiskimálaráðherran- um, John Hare? Ef það ætti fvrir King Sol að liggja að stranda öðru sinni við ísland, myndi sagan úr Maðallandsfjöru endur- taka sig- íslendingar myndu gara allt, sem í þsirra valdi stendur,. til að biarga áhöfninni og farkostinum. En náist King Sol að veiðum í íslenzkri landhelgi mun hann dæmd- ur að lögum og kynnast því, að íslendingar kunna fleira en stillingu og þolinmæði á örlagastund sjávarháskans. Þeim er einnig mjög í mun að lifa og starfa í landi sínu. Þess vegna vilja þeir vernda og varðveita fiskimiðin cg fiski- stofninn. Og til þess leiks ganga þeir af sömu alvöru og björg unar á Meðallandsfjöru eða hverjum öðrum háskastað við strendur íslands. Og þeir kunna að þakka fyrir sig með allt öðrum hætti en brezki togarinn King Sol frá Grimsby. — íslendingar meta mikils afstöðu þeirra ríkja, sem í fram- kvæmd viðurkenna nýju íslenzku landhelgina og láta ekki ofríki fylgja mótmæ'lum. Og það er ömurlegt tímanna tákn, að góðhugur íslend.inga í þessu efni skuli fara framhjá King Sol. Afleiðingin verður ekki óvild eða hatur. En íslendingar vita betur en áður, hvað er „fair play“ og hvernig Bretar þakka fyrir sig, þegar þeir missa vald á stillingunni og' þolinmæðinni. Orð fiskimálastjórans Johns Hare ráða ekki úrslitum í því efni. Verkin tala. B , mannssfarf. Umsjónarmannsstarf við barnaskóla Njarðvíkur- hrepps, Ytri Niarðvík. er laust til umsóknar. Nánarj upplýsingar um starfið veitir skólastjórfnn, sími: 368. Umsóknir skulu sendar á skrifstofu Njarðvíkur- hrepps fyrir 18. þ. m. Ytri Njarðvík, 10. sept. 1958. Sveitarstjórinn Njarðvíkurhreppi. ÞJÓBSKRÁIN veitir upplýs ingar um alla núlifandi Islend- inga, ef þú aðeins veizt um for- nafn eða fæðingardag. En' ef þú kæmir niður á Þjóðskrá í Arn- arhvoli og spyrðir hver væri „Tólfti september“, þá er við- búið að starfsmaður Þjóðskrár- innar gangi fram og svari: „Ja, það er nú ég.“ Svona fór fyrir mér í gær þótt ótrúlegt kunnj að virðast. Og þá spurði ég: — Hvers vegna tókuð þér upp dulnefnið ,,Tólfti Septem- ber“? Og þá svaraði hann: „Einfaldlega vegna þess að það er afmælisdagur minn. Ég fæddist þennan dag fyrír fjöida mörgum árum á Árbakka á Ár- skógsströnd og ólst þar upp. Foreldrar mínir voru báð'r söngelskir og tónlistarfólk.11 — Hvenær fóruð þér að semja lög? „Ég byrjaði á því sem strák- i?r, en ég hafði aldrei hirt um að halda lögunum saman fyrr en danslagakeppn? SKT byrjaði og vegna þess að ég fékkst við lagasmíðina aðeins sem tóm- stundagaman, en ekki sern fag- maður, þá kunni ég ekki við að kalla mig Freymóð Jóhannsson, heldur leitaði mér að dulnefni." — Hafið þér síðan haldið sam an lögunum? „Nú eru liðin sex ár frá því að ég tók að haida saman iög- unum og fást við þetta að ráöi. Það eru víst orðin ein ijörutíu lög, sem ég hef haldið til haga þessi ár. Þrjátíu þeirra hafa komið fyrir eyru almennings og sjö þeirra kannast fólk einkum við vegna þess að þau eru til á plötum hjá útvarpinu. Hið átt- unda er væntanlegt á riýrri plötu á næstunni. Það er iagið ..Litli tónlistarmaðurmn", sem Erla Þorsteinsdóttir syngur.“ — Hvaða lag þvkir yður vænzt um? ...Spyrjið þér í alvöru um það? Ja, þá myndi éw svara, að sjálfum Þyki mér vænzt um ,.He:mþrá“, bæði lag og texta. Það var upprunalega samið í Danmörku fyrir stríð við dönsk an texta, en síðan sarndi ég nýj an texta við það á íslenzku.11 —- Semjið þér tex*ana.? „Ég hef samið þá flesta. •— ekki þó textann við lagið , Hljóðaklettar“, sem er ei'tir Einar skáld Benediktsson Ég hef ekki heyrt þaö í útvarpinu lengi svo að ég hef gert um það fyrirspurn hvort lagið værj bannað í útvarpi en ég hef ekki fengið neitt svar. Það þykir ef til vill fyrir neðan virðingu góðskáldsins Einars Benedikts- sonar, að Ijóð hans skuli notað í danslagastíl. Ef svo er, þá finnst mér það illa farið, því að lagið og ljóðið fer mjög vel saman. Og ég hafði fengið fuilt levfi til að nota textann við lagið.“ 1, — Hvernig verður lag til? „Byrjunin, stefið, verður til fyrst, síðan er að finna e’fni text ans. Þetta er minn gangur, en. aðferðin er mismunandi og bundin við persónu iegt eðli mannsins, sem er mismunandi. Sumum dettur í hug stef, aðrir nota hljóðfæri og semja lögin á það. És hef aðeins einu srini samið lag við Ijóð, sem lá fyr- Þekki nóturnar að vísu og kann fyrir mér í tónfræði, en geng sjaldan fyllilega frá lögunum sjálfur, enda hef ég enga skóla- göngu hlotið í greini.nni, er á- hugamaður eins og eg sagði, en mesta ánægju hef ég haft áf samskiptum mínum við Cari Billich, er hefur útsett mörg löp iyrir mig. Honum á ég rnikið rð þakka. Hann er bráðsnjall :ónlistarmaður.“ — Hvaða lag yðár hefur náð mestri útbreiðslu? „Freymóður Jóhannsson1' ír. —Leikið þér á hljóðfajri’ „Nei, ekki get ég sagt það. „Ég held að lagið „Draumur fangans“ sé mest sung:ð eða þá ,,Litla stúlkan við hliðið". Bæði hafa náð miklum vinsæ.'Idum., og auðvitað skipta textarnir miklu máli í þessar; t.egand tón listar." — Þér leggið mikla áherzlu á textana? ,,Mér er það mikið áhuga- mál, að mögulegt sé með góðum íslenzkum textum við' góð ís- lenzk lög að hamla a mótí er- lendum textum, sem mikil á- hrif hafa í dægurlögunum. Er- lendu áhrifin verða ril: of ein- hliða." — Hefur mikið áunnizt? „Ég held að íslenzkir dægur- lagahöfundar hafi nað góðum árangri. Ég er viss um að víða leynast góðir hæfileikar, sem myndu njóta sín ef meiri rækt væri lögð við þessa grein tón- listar. Ðari'sl'agásamkeppni SKT hefur tvímælalaust stuðlað að heppilegri þróun \ þessum efn- um. Tölúvert góðra laga hefur komið þar fram cg rnörg lög, sem fyllilega ættu skilið að koma fyrir almenningssjöni r á plötum, en útvarpið hefur þ::r stórkostlega miklð áhriiavald. Þau lög, sem ekki ei'u tekin upp á plötur og leikin í útvarp. ið, komast varla nokkurn tíma fyrir eyru almennuigs. Plötuút- gáfu þyrfti að auka verulega hér á landi“. — Hafa lög yðar fengiS. verð- laun í danSlagakeppni SKT? „Verðlaun eru ekki dómur á lífsgildi laga. Log, sem ekki grípa um sig í augnab'.ikinu; geta orðið langlíf. Lagið „Blik- andi haf“, sem kom fram í keppninni 1954, hlaut ekki verð laun, en virðist hafa orðið lang líft. Verðlaun eru enginn end- anlegur dórnur á lag. Ég hef til þessa séð um danslagasam- keppnina. en nú tekur við af mér Baldur Hólmgeirsson. Nú er ný samkeppni í uppsiglingu hjá SKT, og verður hún í októ- ber.“ — Verður Tólfti September með að þessu sinru? „Frestur er ekki útrunninn enn, ekki fyrr en á rnánudag, og lögin koma venjuiega ekki fyrr en á seinustu stundu. Það er ekki gott að segja nema Tólfti September verði með af gömlum vana.“ — Hvernig lög hafið þér aðal lega samið? „Ýmis konar lög, bæði við nýju og gömlu dansana, valsa og annað. Ég hugsa hiýtt til þess fólks, sem hefur tekið lögunum mínum vel. Ég vildi gjarnan geta glatt það meira ef hægt er. Ég tel aldrei of vel vandað til þessara hluta. Þcss vegna legg ég ríka áherzlu á að textarnir séu vel gerðir og hollir — ekki siðspiliandi, sem dæg'urlagatextar geta verið. Þessarar tónlistar — dægur- laganna — er notið af margfalt fleirum en arinárrar tónlistar. Þess vegna er það veigamik- ið þjóðfélagsatriði að dæg- urlagahöfundar hafj upp á eitthvað gott að bjóða .... Þegar þroski fólksins vex, þá verður það reiðubúið að njóta æðri listar." — Eigum við að ræða nánar um list í þessu sambandi? „Vitaskuld deila menn um það hvað sé list. Það myndi ef til vill þykja faránleg afstaða ef spurt er um list. og svarið væri á þá leið að list skyldi metin eftir magni þeirrar nautnar, sem hún veitir f]ö:d- anum á hverjum tíma. Hins vegar er slíkt enginn dómur á að fleira sé listaverk. Listin hef ur þjóðfélagslegt gildi líka. — Listaverk, sem gerir ógagn, er ekki æskilegt". -— Hvað um ljóðagerð? „Hvað snertir ljóðagerð, þá álít ég ákaflega hæpið að hverfa frá okkar sérstæða ljóð- formi. Það er ákaflega hæpið, ef við viljum halda hinum ís- lenzku einkennum cg þrcska þau. Ég meina stuðla og nöfuð- stafi. Rím er ekkji sérstakt fyrir okkur, en stuðlar og höfuðstaf- ir eru séreinkenni i byggingu íslenzkra ljóði. iSannleikurju.i er sá, að dans lög eru mc'ra bundin formi heldur en önnur tónlist. Þau krefjast ákveðins forms, og eru fast mótuð. Hitt er frjálsara. Það má líkja tón’istinni v:ð málið, ljóðin og óbundið mál. Danslögin eru ei-is og ljóð.n, önnur tónlist likist óbundnu máli. — Klassisk tóni’st? „Klassisk tónlist er orð, sem ég geri ekki mikið úr Menn geta ekki fyr.rfi'aíýi samið klass iska tónlist. Klassisk tónlist er ekki sérstakt form. Hún er seinni tíma viðurkenning á verð mæti tónsmíðarinnar." Samtal þetta er prentað í til- efni dagsins. u.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.