Morgunblaðið - 14.08.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. AGÚST 1975 Rætist úr heyskapnum norðanlands og austan ENN hefur sáralltið rætzt úr hey- skaparhorfum bænda sunnan- lands og vestan, þar sem ekki hefur fengizt almennilegur þurrkur, fremur jaðrað við rign- ingu en hitt undanfarna daga. Hins vegar hefur staða bænda á Norðurlandi og Austurlandi batn- að verulega og er orðin allgóð eftir þurrkinn undanfarna daga og sagði Halldór Pálsson búnaðar- málastjóri I samtali víð Mbl. I gær, að þar væri ekkert neyðará- stand lengur. Bændur sunnanlands og vestan hafa getað heyjað I vothey og þeir sem hafa sérlega öfluga súgþurrk- un hafa e.t.v. getað komið ein- hverju þurrheyi í hlöðu, að því er Halldór taldi, en flestir hafa sára- litlu náð inn ennþá og er útlitið ekki gott. Hins vegar getur enn rætzt verulega úr þessu, ef sam- felldur þurrkur fæst um skeið, en ljóst er, að fóðurgildi þessa heys hlýtur að verða mun lakara en það var t.d. í fyrra, er það var I heildina mjög gott. Erfiðlega gengur að hemja Múlakvísl VINNUFLOKKUM Vegagerðar- innar misheppnaðist I fyrstu til- raun að hemja Múlakvísl og urðu að hættastörfum við bráðabirgða- „Tilbúnir að taka allt landið” — segir Sverrir Runólfs- son sem byrjar „blöndun á staðnum" í dag 1 DAG er ætlunin að taka vega- gerðarvél Sverris Runólfsson- ar I notkun í fyrsta sinn á Islandi og verður byrjað á að beita vélinni til „blöndunar á staðnum** á hundrað metra löngum vegarkafla á Kjalar- nesi. Þar hafði Sverri verið út- hlutað 1200 metra löngum veg- arspotta til tilrauna með þessa vél og er nú loks Iokið undir- byggingu vegarins. 1 samtali við Mbl. I gær lýsti Sverrir bjartsýni sinni vegna þessara framkvæmda og sagði m.a.: „Við erum alveg tilbúnir til að taka ailt landið.“ Sverrir lagði á það áherzlu, að hans þáttur I vegarlagning- unni væri fyr'st að hcfjast mcð þessu verki I dag. Undirbygg- ingin kæmi sér eiginlega ekki við, þar scm verklýsing sín hefði ekki verið tekin til greina á sfnum tíma. Sögur hafa verið á kreiki um að und- irbygging vegarins væri orðin geysilega dýr, en Sverrir kvaðst engan hlut eiga að þvl máli. „Það má aðeins nefna nafn Sverris Runólfssonar I sambandi við „blöndun- á-staðnum“ — aðferðina,“ sagði Sverrir. Árdegis I dag munu tveir vegheflar ryðja mölinni á veg- inum upp I hrygg og síðan mun blöndunarvélin blanda sementi saman við mölina, áð- ur en vegheflarnir breiða sfð- an úr malarlaginu á ný. Þá á eftir að setja asfaltlag ofan á og mun malbikunardeild Reykjavfkurborgar annast það verk, en þó nota aðferð, sem aldrei hefur verið beitt hér áður, að þvl er Sverrir telur, en hún felst I því, að kornin I asfaltinu eru forhúðuð áður en þau eru lögð sem slitlag. — Sverrir stefnir að því að Ijúka hinum 1100 metrum undir- lagsins strax eftir helgi. Verk- ið I dag er eiginlega bara æf- ing, hitt verður allt lagt á ein- um degi, segir hann. Stálvík með 95 lestir Siglufirði, 13. ágúst. Skuttogarinn Stálvik er kominn inn með 95 lestir af góðum fiski, aðallega þorski, eftir skamma úti- vist. M.J. viðgerð á brúnni yfir ána um mið- nætti f fyrrakvöld. Hafði áin þá brotið sér leið að nýju inn f gamla farveginn, en áður höfðu vega- vinnumenn náð að veita vestari hluta hennar burt úr farvegi sfn- um. Voru þeir búnir að reka nið- ur nokkra staura sem undirstöður undir bráðabirgðastöpul undir brúna, en urðu frá að hverfa er vatn flæddi aftur yfir svæðið, sem þeir unnu á. Staurarnir standa þó ennþá. Einar Hafliðason verkfræðing- ur hjá Vegagerðinni sagði í sam- tali við Mbl. í gær, að gera ætti aðra atlögu að ánni og reyna að breyta farvegi hennar, en ekki myndi sjást fyrr en árdegis á fimmtudag hvort það tækist. Ef heppnaðist að hemja ána að þessu sinni, yrði haldið áfram að koma bráðabirgðastöpli undir brúna, en erfitt væri að segja til um hversu langan tíma það verk tæki. Það gæti verið allt frá nokkrum tím- um upp i 1—2 daga. Því væri ekki unnt að spá neinu að svo stöddu um það, hvenær unnt yrði að opna brúna fyrir bílaumferð að nýju. < Ljósm. Sv. Þorm. í GÆR voru settir lásar á hurðir flugskýlisins á Reykjavikurflugvelli, þar sem mikið tjón varð á tveimur litlum flugvélum sl. sunnudag vegna fikts manns eins, sem var þar á ferð í leyfisleysi. Gunnar Sigurðsson flugvallarstjóri sagði i samtali við Mbl. í gær, að áður hefði verið reynt að setja lása á hurðirnar, en margir aðilar geymdu flugvélar þarna inni og oft væri unnið þar inni á nóttunni og því væri ákaflega erfitt að tryggja, að ekki kæmust þar inn óviðkomandi aðilar. Gunnar sagði, að ef flugvélaeigendurnir vildu hafa sérstakan gæzlumann í skýlinu, yrðu þeir að ráða hann sjálfir sem leigutakar skýlisins. Fölsku peningarnir ekki í umferð hér MORGUNBLAÐIÐ ræddi í gær við helztu myntsala höfuðborgar- innar og spurði þá hvort þeir hefðu fengið til sölu fölsuð eintök af minnispeningi Jóns Sigurðs- sonar, en frá fölsun þeirra var skýrt í blaðinu í gær. Bar þcim saman um að slfkir peningar hefðu ekki verið I umferð hér néma hvað einn myntsali fékk falsaðan pening erlendis frá og var hann kveikjan að því að þessi mál voru könnuð. Tóku mynt- salarnir skýrt fram, að þeir hefðu kynnt sér vel öll einkenni minnis- penings Jóns Sigurðssonar og væru þeir á varðbergi ef falskir peningar kæmu I dagsljósið. Blaðið ræddi í gær við Björn Tryggvason aðstoðarbankastjóra Seðlabankans. Hann sagði, að fullvíst væri talið, að fölsku pen- ingarnir væru gerðir í Lfbanon og líklegast að þarlendir aðilar væru upphafsmenn að fölsuninni. Væri mjög erfitt að ráða við þetta þar eð stjórnvöld í Lfbanon vildu ekkert gera til að stemma stigu við þessari iðju. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. aflaði sér í gær er áferð fölsku peninganna önnur en þeirra sem eru ekta. Er talið að þeir séu steyptir í mót en ekki slegnir eins og upprunalegi minn- ispeningurinn. Auk þess hefur upprunalegi peningurinn nokkur sérkenni sem hægt er að þekkja hann á og er talið að hann sé þannig til f a.m.k. fjórum afbrigðum. Á einu þeirra eru t.d. þrjú örsmá bogin strik fyrir ofan eðið í föðurnafni Jóns og í öðru afbrigðinu er lykkja í skjaldar- merkinu. Þessi sérkenni sjást ekki berum augum, heldur verður að nota stækkunargler til þess að sjá þau. Þess skal að lokum geta, að Morgunblaðið hefur undir hönd- um bréf frá firma nokkru í Beirút í Lfbanon til íslenzks aðila. Segir Framhald á bfs. 23 Samið um nýja land- helgisflug- vél í gær TVEIR ráðherrar, þeir Matthfas Á. Mathiesen fjármálaráðherra og Ölafur Jóhannesson dóms- málaráðherra, undirrituðu f gær samning við fulltrúa hollenzku Fokker-flugvélaverksmiðjanna um kaup á flugvél af gerðinni Fokker Friendship til handa Landhelgisgæzlunni. Rfkisstjórn- in hefur veitt heimild til töku 450 milljón króna láns til kaupa á vélinni, en að sögn Baldurs Möll- ers ráðuneytisstjóra mun endan- legt verð vélarinnar þó verða nokkru hærra, þegar öll tæki og innréttingar hafa verið keypt í vélina. Vélin verður afhent Islending- um f nóvember eða desember á næsta ári, að sögn Péturs Sigurðs- sonar forstjóra Landhelgisgæzl- unnar, og sagði hann það mjög skjóta afgreiðslu, þar sem nú væri yfirleitt um tveggja ára af- greiðslufrest að ræða á þessari gerð flugvéla. Vélin er í grund- vallaratriðum sömu gerðar og TF- SÝR, Fokker-flugvélin, sem Land- helgisgæzlan á nú, en þó hafa orðið um 270 breytingar, smærri og stærri, frá þvf að SÝR var smíðuó. Nýja vélin er alveg eins og Fokker-farþegavélarnar, en án farþegainnréttingar. Hún verður búin bensíngeymum til langflugs og á að hafa allt að 12 tíma flug- þol. Hún verður með stóra út- sýnisglugga og aðstöðu fyrir rat- sjá. Eftir er að velja f hana ýmis tæki, þar sem, það þarfnast nánari athugunar, að sögn Péturs. Þá á einnig eftir að ákvarða um innréttingar f hana að nokkru leyti, en þær verða smfðaðar hér heima að hluta. Undirmenn sam- þykktu heimild til verkfalls SlÐDEGIS í gær voru talin at- kvæði f atkvæðagreiðslu undir- manna á kaupskipunum um það hvort heimila ætti stjórn og trún- aðarmannaráði boðun verkfalls eða ekki. Urðu úrslit atkvæða- greiðslunnar þau, að já sögðu 85, en 17 sögðu nei. Engin ákvörðun hefur verið tekin um boðun verkfalls, að sögn Guðmundar Hallvarðssonar sem sæti á í samninganefnd undir- manna. Sáttasemjari hefur boðað fulltrúa undirmanna og skipafé- laganna til fundar klukkan 10 fyr- ir hádegi f dag. Sú krafa sem undirmenn setja á oddinn er að verða ekki lakar launaðir en hafnarverkamenn sem þeir vinna við hliðina á í höfnum, en að sögn undirmanna hafa þeir dregizt verulega aftur úr hafnarverkamönnum hvað kaup snertir undanfarin ár. Guðmundur teflir á 5 mótum til áramóta GUÐMUNDUR Sigurjónsson stórmeistari heldur I vikulokin til Lundúna en þar mun hann tefla á skákmðti sem hefst n.k. sunnudag og lýkur sunnudag- inn 31. ágúst. Þátttakendur á mótinu eru 11 talsins, þar af 5 stórmeistarar. Að þessu móti loknu heldur Guðmundur beint til Spánar og teflir þar á móti á Costa Brava. Að þvf Ioknu held- ur hann til Svíþjóðar og teflir fyrir íslands hönd f 6-landa keppninni sem að þessu sinni er haldin í Gautaborg. Síðan verður hálfstnánaðar frf þar til svæðamótið í Júgóslavfu hefst 19. október en þar verður Guðmundur meðal þátt- takenda. Loks mun Guðmund- ur taka þátt I Hastingsmótinu um áramótin, en á þvl móti tryggði Guðmundur sér stór- meistaratitil um sfðustu ára- mót. Af þessari upptalningu má sjá, að Guðmundur mun ekki sitja auðum höndum á næstunni. Morgunblaðið fékk þær upplýsingar hjá Guðmundi í gær, að auk hans myndu stór- meistararnir Adorjan frá Ung- verjalandi, Sax frá Ungverja- landi, Timman frá Hollandi og Torre frá Filipseyjum tefla á mótinu í Lundúnum. Tveir al- þjóðlegir meistarar tefla á mót- inu, Miles og Nunn frá Eng- landi, og auk þeirra tefla 4 titil- lausir, Basman, Webb og Horn- er frá Englandi og Pritchett frá Skotlandi. Framangreindir stórmeistarar eru allir þekktir skákmenn. Mótið á Costa Brava á Spáni hefst 3. september og stendur til 18. sama mánaðar. Þegar er ljóst að þarna verða nokkrir þekktir skákmeistarar, svo sem stórmeistararnir Vaganjan frá Sovétríkjunum, Szabo frá Ung- verjalandi, Pomar frá Spáni, Ciric frá Júgóslavíu og Benkö eða Reshewsky frá Bandaríkj- unum, auk Guðmundar. Þá verður Garcia frá Kúbu með, en hann er alþjóðlegur meistari. Þátttakendur eru alls 12 tals- ins. Guðmundur tefldi á þessu móti i fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.