Morgunblaðið - 14.08.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1975
3
Framkvæmdir Reykjavíkurborgar:
Iþróttahús Haga-
skóla tilbúið —
skátastarf á loftinu
Lfkan af Borgarleikhúsinu. Steyptir veggir verða ljðsgráir að lit, en þök verða úr
„innbrenndu“ báruáli, sem aldrei þarf að mála.
Stefnt að framkvæmdum við
Borgarleikhús fyrir næsta vor
Aætl. kostnaður 940 milljónir
TEIKNINGAR að hinu nýja
Borgarleikhúsi, sem rísa mun
við fyrirhugað torg I Kringlu-
mýrinni, hafa nú verið lagðar
fram. Guðmundur Kr. Guð-
mundsson, Ólafur Sigurðsson
og Þorsteinn Gunnarsson, arki-
tektar, hafa gert uppdrætti að
húsinu, sem rúma mun um 650
áhorfendur í einu. Til saman-
burðar má geta þess að Iðnó
rúmar um 250 áhorfendur, en
Þjóðleikhúsið 660. ,
I húsinu verða tvö leiksvið.
Aðalsviðið er I sal, sem rúmar
520 áhorfendur. Sviðið er tvö-
falt hringsvið og rúmast allt að
20 manna hljómsveit á ytri
sneið hringsins. Litla sviðið er í
sexstrendum sal, þar sem kom-
ast fyrir 120—150 manns. Þar
er gert ráð fyrir að fram fari
tilraunastarfsemi, æfingar og
ráðstefnuhald.
öll aðstaða I húsinu verður
afar fullkomin. Undir húsinu
verður geymsla fyrir 60—70
bifreiðar leikhúsgesta. Mikið
húsrými fer undir geymslur og
verkstæði, en einnig er gert ráð
fyrir búningsklefum, setustofu,
skrifstofum, bókasafni, eldhúsi
og mötuneyti starfsfólks, auk
veitingasölu, en f tengslum við
leikhúsið er einnig gert ráð fyr-
ir rekstri veiting'astaðar.
Enn er ekki ákveðið hvenær
hafizt verður handa um fram-
kvæmdir, en áætlun þar að lút-
andi verður tilbúin innan tíðar,
og má gera ráð fyrir að bygging
hef jist fyrir næsta vor.
Samkvæmt kostnaðaráætlun,
sem gerð hefur verið, mun
húsið uppsteypt, „tilbúið undir
tréverk og málningu", kosta um
300 milljónir, en fullbúið um
940 milljónir.
Við spurðum Þorstein
Gunnarsson hvenær hugsanlegt
væri, að fyrst yrði Ieikið í
húsinu, og sagðist hann gera
sér vonir um, að það yrði eigi
síðar en eftir sjö ár.
Um þessar mundir er verið að
leggja síðustu hönd á frágang
íþróttahúss Hagaskóla. I hús-
inu er iþróttasalur, sem er
18x33 metrar að stærð, ásamt
áhorfendapöllum, þar sem rúm
er fyrir 600 manns. Þegar leik-
fimikennsla fer fram í salnum
verður honum skipt í tvennt, en
einnig er gert ráð fyrir að þar
fari fram minni háttar kapp-
leikir og verður salurinn þá
óskiptur. Hér er um að ræða
næststærsta leikvang borgar-
innar innanhúss. Búningsklef-
ar eru í húsinu fyrir 120 manns.
Hingað til hafa nemendur
Hagaskóla sótt leikfimi i KR-
húsinu og hefur ekki verið
hægt að anna þeirri leikfimi-
kennslu, sem fram á að fara
samkva^mt námsskrá, fyrr en
nú í haust, að hið nýja íþrótta-
hús verður tekið í notkun.
Á annarri hæð hússins er um
400 fermetra húsnæði. Þar á að
fara fram félagsstarf, og hafa
skátar fengið umráð yfir hús-
næðinu.
Byggingaframkvæmdir við
íþróttahús Hagaskóla hófust
fyrir tæpum tveimur árum og
nemur kostnaðurinn nú um 140
millj. króna.
Iðnaðarmenn eru nú að ljúka við frágang íþrótta-
húss Hagaskðla við Nesveg.
Gjörbreytt aðstaða
til íþróttaiðkana
í Breiðholti 3
í haust verður tekið í
notkun íþróttahús við
Fellaskóla. Það er mjög
svipað íþróttahúsinu við
Hagaskóla að stærð og
allri gerð, en þar er ekki
gert ráð fyrir áhorfenda-
pöllum. Þá hefur íþrótta-
völlur i næsta nágrenni
Fellaskóla verið tekinn í
notkun nýlega. Stærð
vallarins er 100x70 metr-
ar, auk 400 metra hlaupa-
brautar. Kostnaður við
vallargerðina nemur
tæpum 30 millj. króna.
Sérkennslu-
miðstöð í Fossvogi
NU ER byggingu fyrri áfanga
Öskjuhlíðarskóla lokið. I haust
flyzt þangað starfsemi sú, sem
hefur farið fram 1 Höfðaskóla
við Sigtún. Skólinn mun geta
tekið við 100 nemendum i
haust, en þegar hann er full-
byggður munu rúmast þar 200
nemendur.
Um þessar mundir standa
yfir samningar Reykjavíkur-
borgar og ríkisins, sem annast
mun rekstur skólans. Öskju-
hlíðarskóla er ætlað að þjóna
nemendum, sem þörf hafa fyrir
sérkennslu alls staðar að af
landinu.
1 nágrenni öskjuhlíðarskóla
er Heyrnleysingjaskólinn, og á
svæði, sem afmarkast af
Kringlumýrarbraut, Fossvogs-
kirkjugarði og Bústaðavegi, er
gert ráð fyrir að verði nokkurs
konar sérkennslumiðstöð, sem
þegar er kominn vísir að.
Umferð á þessu svæði mun
minnka til muna, þegar gamli
Hafnarfjarðarvegurinn verður
úr sögunni sem meiriháttar um-
ferðaræð, en hvenær það
verður er enn óráðið.
Að sögn Kristjáns Gunnars-
sonar fræðslustjóra er ekki
unnt að veita fullkomna, ein-
staklingsbundna þjónustu við
þá nemendur, sem þörf hafa
fyrir sérkennslu, með öðru
móti en þvl að skipuleggja sér-
kennslumiðstöð, eins og þá,
sem fyrirhuguð er I Fossvogin-
um.
Skólayfirvöid fylgja nú þeirri
Hinn nýi fþróttasalur Fellaskóla. Þegar kappleikir fara fram í salnum er tjaldið,
sem skiptir honum dregið upp.
Fyrri áfangi öskjuhlfðarskóla, sem tilbúinn er til notkunar. Undirbúningur að
sfðari áfanga er nú hafinh.
stefnu, að sem flest þeirra
barna, sem um er að ræða, geti
stundað nám I almennum
skólum. Mikilvægur þáttur
þeirrar fræðslu, sem fram mun
fara i öskjuhliðarskóla, verður
að veita börnunum undirbún-
ing fyrir nám i almennum
skólum.