Morgunblaðið - 14.08.1975, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGUST 1975
11
Afmœliskveðja:
Ólafur kristni boði
80 ára í dag
>*j '■.
ÖLAFUR kristniboði er áttræður
f dag. Heill þér kæri vinur og
þökk fyrir vinsemd og umburðar-
lyndi.
„Ég er orðinn gamall maður, en
ég er í góðu skapi“, sagði Ölafur
við mig í fyrradag, þegar ég
heimsótti hann og sýndi honum
myndir frá Eþíópíu, þar sem syn-
ir hans, Jóhannes læknir og
Haraldur kennari vinna að
kristniboði og hjúkrunarstarfi,
fetuðu f fótspor föður síns til
hjálpar fólki.
En það er ekkert nýtt að Ólafur
sé í góðu skapi, þannig hefur
hann alltaf verið, lífsglaður
húmoristi, einlægur og brennandi
í anda hefur hann ferðazt um sitt
eigið land og önnur til þess að
útbreiða þekkingu á kristniboði,
margefldur baráttumaður í ára-
tugi, svo ungur í anda að ungl-
ingurinn er aldrei langt frá
honum, svo gamall f starfi að 80
ár eru eiginlega allt of lágur
aldur.
Á bernskuárum mínum kynnt-
ust við, ég og félagar mínir, Ólafi
kristniboða, og svo mikla virðingu
bárum við strax fyrir þessum
ljúfa manni, að foreldrar okkar
sögðu ósjaldan, þegar við vorum
að gera eitthvað, sem þótti ekki
upp á það bezta: „Hvernig haldið
þið, að honum Ólafi kristniboða
myndi líka þetta?“ Þá fórum við
að hugsa málið.
Ósjaldan hef ég einnig heyrt
fólk segja, þegar það hefur verið
að tala um góðmenni, sem það
hafði hitt: „Hann minnti svo á
hann Ólaf kristniboða." Um heim-
sóknir Ólafs vítt og breitt talar
fólk með gleði og þakklæti.
Ólafur Ólafsson fæddist 14.
ágúst 1895 í Desey f Norðurárdal,
sonur Ólafs Ólafssonar og
Guðrúnar Þórðardóttur. Snemma
vaknaði námsþráin og í kjölfar
fylgdi útþráin. Ungur eignaðist
Ólafur lifandi trú, og áhugi fyrir
kristniboði óx honum stöðugt í
brjósti, unz hann ákvað að beina
öllum huga sfnum, þreki og mann-
þekkingu að þvf framtíðarstarfi.
Þaðan f frá hefur hann af brenn-
andi áhuga lagt hönd á plóginn til
þess að aðrir mættu eignast hinn
dýra fjársjóð trúarinnar. I 5 ár
var Ólafur í kristniboðsskóla í
Noregi, 1 ár í Ameríku, og síðan
hélt hann til Kína þar sem hann
var kristniboði í 14 ár. Þar kynnt-
ist hann konu sinni, Herborgu
Eldevik frá Noregi, og á næsta ári
eiga þau 50 ára hjúskaparafmæli;
einstaklega samrýnd hljón og góð-
viljuð öllum, enda ótaldir þeir
sem þau hafa orðið til blessunar á
sinni leið.
Hér heima er Ólafur þekktur
fyrir hið fjölþætta starf sitt í þágu
kristniboðs með þáttum í útvarp,
greinum í blöð, tímarit og bækur,
heimsóknir í skóla landsins, fyrir-
lestra, dreifingu Biblíunnar, starf
í KFUM og fleiri þætti sem óþarft
er að rekja, en hvarvetna hefur
hann aflað sér vinsælda og virð-
ingar fyrir skemmtilegt fas,
fráWslu og traust í hvfvetna.
Annað foreldrið heima
á helmingi heimilanna
A' helmingi heimila með börn á
skólaaldri vinnur aðeins annað
foreldra úti, en á aðeins 8,9%
heimilanna vinna báðir foreldrar
fulla vinnu utan heimilis. Á
29,2% heimila vinnur annað for-
eldra úti, en hitt að hluta og á
10,8% heimila er aðeins einn full-
orðinn. Þetta kemur m.a. fram I
upphafi skýrslu um könnun á við-
horfi heimilanna til skólamáltfða,
sem Fræðsluskrifstofa Reykja-
vfkur hefur látið gera.
Sú staðreynd, að á helmingi
heimilanna vinnur annað for-
eldrið úti, væntanlega oftast fað-
irinn og að foreldrar vinna að
einhverju leyti úti eða þá að um
rofna fjölskyldu er að ræða á
Gróusögu
vísað heim
EINS og getið var um í Morgun-
blaðinu 25. júlf s.l. þá gaf Lestrar-
félag Borgarfjarðar út kort til
fjáröflunar. A bakhlið kortsins
voru ýmsar upplýsingar um störf
félagsins og m.a. farið viður-
kenningarorðum um störf núver-
andi bókavarðar.
Nú vill svo til, að umræddur
bókavörður er konan mín og auð-
vitað var þess þá ekki langt að
bíða, að þeirri sögu væri lætt út,
að þessi ummæli væru eftir mig,
til að gera hlut hennar meiri.
Ég lýsi þessar fullyrðingar
rakalaus ósannindi og ég get sagt
þessum sannleikselskandi og vel-
hugsandi sálum, að ég kom hvergi
nálægt samningu textans á bak-
hlið kortsins. Hann var saminn
suður f Reykjavfk. Og þætti mér
vænt um ef þeir sem það gerðu,
gæfu opinberlega yfirlýsingu um
það, svo að hér yrði þá einni gróu-
sögunni færra.
Sem sagt, ég vfsa þessari stað-
lausu sögu, sem einungis er samin
til að sverta saklaust fólk, heim til
föðurhúsanna. Þær ættu þar
heima fleiri.
Séra Sverrir Haraldsson
Borgarfirði-eystri
Göngudeild sykur-
sjúkra orðin of lítil
Ölafur Ólafsson kristniboði.
Ég minnist þess er fundum
okkar Ólafs bar fyrst saman fyrir
20 árum, hve hann talaði af mik-
illi hrifningu og hve fjölþætt og
myndrfkt mál hans var, og sama
var uppi á teningnum þegar ég
rabbaði við hann og konu hans í
fyrradag, þau voru í góðu skapi að
vanda með sitt lítilláta fas, sem
samt er svo svipmikió og hreint að
það gleymist engum sem hefur
kynnzt þeirri mannlegu reisn.
Þau hjón eru að heiman um
þessar mundir.
Lifið heil til hamingju.
Árni Johnsen.
SAMTÖK sykursjúkra héldu aðal-
fund sinn í síðasta mánuði. I
skýrslu formanns, Helga Hannes-
sonar, kom fram, að göngudeild
sykursjúkra, sem tók til starfa
fyrri hluta árs 1974, byggi nú
þegar við allt of lítið húsnæði þar
sem aðsókn hefði reynzt mjög
mikil. Væri þar brýn nauðsyn á
skjótum úrbótum.
Á því rúma ári, sem deildin
hefur starfað, hafa komið þangað
um 3000 sjúklingar.
Blóðrannsóknartæki það, sem
samtökin festu kaup á' handa
göngudeildinni, hefur verið í
notkun um tíma og gefið góða
raun.
Fram til þessa hafa samtökin
ekki haft neinn samastað fyrir
starfsemi sína, en hafa nú fengið
skrifstofuhúsnæði hiuta úr degi í
Heilsuverndarstöð Reykjavfkur.
Stjóm Samtaka sykursjúkra
skipa: Helgi Hannesson for-
maður, Þórir Helgason varafor-
maður, Hjalti Pálsson ritari,
Magnús L. Sveinsson gjaldkeri og
“Þórir Ólafsson meðstjórnandi. I
varastjórn eru Björn Ólafsson,
Nanna Snorrason og örlygur
Þórðarson.
350 skráðir atvinnulausir
AÐEINS 350 voru skráðir at-
vinnulausir hér á landi 31. júlf
s.l. og hafði þeim fækkað um 542
frá þvf um mánaðamótin
júní—júlf.
Atvinnulausir í kaupstöðum
voru 305 (á móti 804), í kaup-
túnum með 1000 íbúa 29 (21) og
öðrum kauptúnum 16 (67).
Meðal þeirra sem skráðir eru
atvinnulausir eru 176 karlar og
174 konur. I Reykjavík voru 178 á
atvinnuleysisskrá og eru karl-
menn þar í meirihluta, en í öðrum
kaupstöðum og kauptúnum úti á
landi eru konur mun fjölmennari
og sumsstaðar nær allir þeir, sem
á skrá eru.
hinum helmingi heimilanna,
kemur fram f afstöðunni til skóla-
máltíða. Eins og við var að búast
er áhugi minnstur á skólamál-
tfðum á þeim heimilum, þar sem
annað foreldrið er jafnan heima,
þó að meiri hlutinn i þeim hópi
vilji að vísu ekki óbreytt ástand
frá því sem nú er. I þeim tiltölu-
lega fámenna hópi, þar sem báðir
foreldrar vinna utan heimilis, er
langmestur áhugi á því að fá
keyptan mat í skólanum. Þar mun
oft haldast f hendur brýn þörf og
tiltölulega rúmur fjárhagur. Ætla
mætti að einstæðir foreldrar
fyndur ekki síður til þessarar þarf
ar, enda sýnir það sig að þeirra
svör eru mjög keimlfk svörum frá
heimilum, þar sem báðir for-
eldrar vinna úti.
Fatnaður
frá búðinni
verður sýndur á
tízkusýningu í Eden
Hveragerði,
fimmtudaginn 15. þ.m.
Komið — Sjáið
Miðbæjarmarkaður,
Aðalstræti 9,
sími 14470.
14 FOSTBRÆÐUR
NÝJA
SÖNGTEXTABLAÐ
FYLGIR HVERJU
PLÖTUUMSLAGI OG
KASETTU
STEREO
HLJÓMPLATAN
KEMUR ÖLLUM í SÓLSKINSSKAP.
8 LAGASYRPUR — 49 LÖG
HLJÓMA-'JTGAFAN KEFLAVÍK
ANNAST DREYFINGU PLÖTUNNAR
SÍMAR: 92-2717 OG 82634 REYKJAVÍK.