Morgunblaðið - 14.08.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.08.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGUST 1975 13 MÖTUNEYTIÐ — Svipmynd frá mötuneyti Slippstöðvarinnar. Ljósm. Mbl. Sverrir Pálsson. Slippstöðin á Akureyri: Vinnutíma breytt með tilkomu nýs mötuneytis Akureyri 13. ágúst. SLIPPSTÖÐIN HF hefur látið gera mjög snyrtilega matstofu ásamt eldhúsi á efri hæð húss vél- og plötusmiðjunnar. Þar geta um 100 manns matazt f einu og starfs- mennirnir snæða þar hádegismat I tveimur hópum en eru hættir að fara heim til sfn um hádegið. Þeir kaupa matarkort og láta einn miða af þvf fyrir hverja máltfð, sem kostar 200 krónur. Jafnframt hefur vinnutíma ver- ið breytt þannig, að hádegisverð- artíminn styttist um hálfa klukkustund og tveir kaffitfmar síðdegis hafa verið felldir niður. Með því að hefja vinnu klukkan 07,30 fara starfsmenn nú heim klukkan 17,10 og hafa þá lokið bæði dagvinnutima sínum og tveimur eftirvinnustundum. Fyr- ir nokkru fór fram skoðanakönn- un meðal fastra starfsmanna og niðurstaðan varð sú, að 56 af hundraði vildu taka upp núver- andi vinnutilhögun en 36 af hundraði vildu þar að auki fella niður árdegiskaffitíma. Þessi breyting er mjög vinsæl meðal starfsmanna enda komast þeir nú heim miklu fyrr á kvöldin en áður var og spara mikið benzín til ferð- ar heim og heiman um hádegið. Þess má geta, að siðan þessi til- högun var upp tekin, hefur mjög dregið úr umferðarþunganum um hádegið á mótum Tryggvabrautar og Glerárgötu og þar með slysa- hættu en þessi gatnamót hafa ver- ið mikill slysastaður. Eldhús mötuneytisins er afar vandað, fullkomið og sjálfvirkt enda kostaði búnaður þess u.þ.b. 5 milljónir króna, en það er um helmingur af heildarkostnaði mötuneytisins. Aðeins tvær konur vinna í mötuneytinu, Sigurbjörg Helgadóttir ráðskona og aðstoðar- stúlka hennar. Lítil setustofa með þægilegum húsgögnum er í smíð- um til hliðar við matsalinn. Jafn- framt þessu hlutverki kemur sal- urinn í góðar þarfir sem fundar- staður starfsmanna. Sv.P. Bílainnflutningurinn: Tollar lækka eins og farmgjöldin UNGLINGAR HEIM FRÁ KANADA í DAG Winnipeg 13. ágúst frá Þorsteini Matthiassyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÍSLENZKI ungmennahópurinn fer heim á fimmtudag. Óhætt er að segja að ferðalag hans hafi gengið á allan hátt mjög vel. Far- arstjórn Halldórs Þorsteinssonar, kennara, sem ávallt hefur verið með hópnum, hefur verið sérstak- lega góð, leiðsögn þeirra séra Bobs Bahry, Kristins Guðmunds- sonar kennara, frú.Sellu Berg- mann og frú Jósefínu Amgrims- son ágæt, en þau hafa skipzt á um að vera með ferðafólkinu. Farið hefur verið um allar byggðir Nýja-Islands, hið forna landnámssvæði Vestur-Is- lendinga, einnig nokkuð um norðvestanvert landið, t.d. Brand- on og Glenborough, og einnig vestur til Penora í Ontario. Alls staðar voru móttökurnar sérstak- lega góðar og mjög víða var það lúterska kirkjan í Kanada, sem stóð fyrir þeim. Var það fyrir atbeina séra Bahry, sem komið hefur fram við Islendinga af mik- illi alúð og myndarskap, enda þótt hann eigi engar ættir til Islands að rekja og hafi af þeim þau ein kynni, sem hann hefur hlotið hér vestan hafs og svo af ferð sinni með vestur-islenzku unglingun- um heim sl. sumar. Síðasta laugardag var mikil landbúnaðarsýning f Árborg og þangað var öllum þátttakendum ferðarinnar boðið. Þau hátíðar- höld hófust með skrúðgöngu og enduðu með dansleik og var ekki annað séð en vestur- og austur- íslenzk ungmenni ættu þar vel saman. A sunnudag hlýddi fólkið á messu hjá séra Bob Bahry í lút- ersku kirkjunni í Geysisbyggð. Var þar hvert sæti fullskipað og athöfnin virðuleg í alla staði. Klukkan 5 síðdegis buðu ferða- menn frá Árborg gestunum til kvöldverðar og héldu þeim kveðjusamsæti. Þar voru ræður fluttar og að siðustu voru gestirn- ir leystir út með gjöfum. Nú dveljast unglingarnir f Winnipeg, skoða borgina og verzla fyrir aurana sína, því að ekki mun pyngjan hafa lézt til muna vegna uppihalds eða ferða- kostnaðar. Náttstaður þeirra er í 1. lúthersku kirkjunni, sem helg- uð er minningu séra Jóns Bjarna- sonar. I dag koma hingað til Winnipeg íslenzku bændurnir og ferðafélag- ar þeirra, sem flugu að heiman til Calgary 6. ágúst. Bændur úr Manitoba munu taka á móti þeim. Næstu daga ferðast þeir svo með- al starfsbræðra sinna og kynnast högum þeirra og háttum, eftir því sem við verður komið. Gestirnir dveljast á einkaheimilum meðan þeir standa hér við. Dýrri tölvu stolið MJÖG verðmætri og fullkominni tölvu var stolið á skrifstofu Itaks við Ingólfsstræti um siðustu helgi. Vélin er af amerískri gerð og er hún fyrir 110 volta spennu. Það þarf því straumbreyti svo hún verði nothæf. Var straum- breyti, sem vélinni fylgdi, einnig stolið. Ef einhver telur sig geta veitt upplýsingar i þessu þjófnaðarmáli er hann beðinn að hafa samband við rannsóknar- lögregluna i Reykjavík. Tölva sem þessi kostar tugi þúsunda. * Utvegsbœndur í Eyjum: Milljónatugir í óhóf- legar vaxtagreiðslur Morgunblaðinu hefur borizt Útvegsbændafélagi Vestmanna- eftirfarandi fréttatilkynning frá eyja: LÆKKUN sú sem skipafélögin hafa ákveðið á farmgjöldum bif- reiða mun hafa þau áhrif, að toll- ar og gjöld af innfluttum bifreið- um lækka einnig og getur því orðið um að ræða umtalsverðar lækkanir á bifreiðum á næstunni. Tollur, söluskattur og önnur gjöld sem ríkið leggur á innflutt- ar bifreiðar eru reiknuð af verði bifreiðar þegar búið er að leggja á farmgjöld. Þannig hefur lækkun farmgjalda þau áhrif, að fyrir hverja krónu, sem farmgjöldin lækka, lækka gjöld álögð á bif- reiðina af ríkinu um 1,50—1,60 krónur, að sögn Þorsteins Ólafs- sonar deildarstjóra I fjármála- ráðuneytinu. Flotið hefur fyrir að ríkið reikni með ákveðnum toilatekjum af bifreiðum út árið og þvi myndi það halda sínu striki og reikna áfram toll og gjöld af hærra verð- inu. „Þetta er alrangt," sagði Þor- steinn. „Tollurinn hefur fylgt farmgjöldunum, hækkað þegar farmgjöldin hafa hækkað og hann mun einnig lækka ef farm- gjöldin lækka. Við höfum ekki heimild til annars." Nýr súningarsalur I dag verður opnaður nýr sýningarsalur, „Gallery Output“, að Laugarnesvegi 45. A fyrstu sýningunni þar eru verk eftir Ólaf Lárusson. Salurinn verður opinn frá kl. 4—10 e.h. frá fimmtudegi til sunnudags og skipt um sýningar annan hvern fimmtudag. Þegar er ráðið að næstu sýnendur verði Jón Gunnar Arnason, Arnar Her- bertsson, Niels Hafstein og Þór Vigfússon. Aðgangur er ókeypis og kaffi verður á boðstólum. Hópur áhugafólks um nútima myndlist stendur að sýningarsal þessum. Hörður talar um íslenzka húsagerð í „opna húsinu” I „opna húsinu" í Norræna hús- inu fimmtudaginn 14. ágúst n.k. kl. 20:30. heldur Hörður Ágústs- son, skólastjóri, fyrirlestur um ís- lenzka húsagerð i fortið og nútíð og sýnir skuggamyndir til skýr- ingar. Fyrirlesturinn verður flutt- ur á dönsku. Ennfremur verður sýnd kvik- mynd Osvalds Knudsens — Sveit- in milli sanda — með norsku tali. I anddyri hússins hefur verið komið fyrir Ijösmyndasýningu Harðar Ágústssonar um Islenzka torfbæinn. Þessar myndir voru á farandsýningu SÚM um Norð- urlönd 1974. I sýningarsölum i kjallara stendur yfir sýning- inHÚSVERND og verður hún op- in þetta kvöld til kl. 22:00 og verður þá samfelld sýning á lit- skyggnum Gunnars Hannessonar af húsum í Reykjavik. Sýningin er aðra daga opin kl. 12:00 — 19:00 og eru þá einnig sýndar litskyggnur hvern dag um íslenzka byggingarlist. Fundur stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, haldinn 28. júlí 1975, átelur harðlega þann seina- gang, sem er á lánafyrirgreiðsl- unni, er útgerðinni var heitið á s.l. hausti, og var í þvi fólgin, að skammtímaskuldum útgerðarinn- ar yrði breytt i lán til lengri tíma. Heilt ár, er nú senn að verða liðið, síðan þetta fyrirheit var gefið, en þrátt fyrir það er ekki ennþá búið að afgreiða nema sáralitinn hluta þeirra lána er útgerðarmenn i Vestmannaeyjum vænta, með þeim afleiðingum, að milljónatug- ir hafa farið í óhóflega háar vaxtagreiðslur til lánastofnana og annarra þeirra, er útgerðin skuld- ar. Oánægðir með frétt- ir um loðnubræðsluna Siglufirði, 13. ágúst. HER á Siglufirði rikir mjög mikil óánægja meðal verkafólks og raunar annarra bæjarbúa gagn- vart fréttaflutningi fjölmiðla, sérstaklega útvarps og sjónvarps varðandi loðnuvinnslu á Siglu- firði en frétta mun eingöngu hafa verið aflað frá ráðamönnum Sfld- arverksmiðja rfkisins. Telja verkamenn og fleiri mjög villandi upplýsingar hafa komið fram um vinnslu loðnunnar þar sem gefið er í skyn að hún sé mjög óhagkvæm og m.a. getið til að lýsisnýtingin sé lítil miðað við loðnu veidda á vetrarvertið. Þetta er rétt, en aftur á móti er mjölnýt- ingin mjög góð og gæti orðið mun betri ef löndunarbúnaður og framkvfemd löndunar væri for- svaranleg af hálfu SR. Svo hagar til, að loðnunni er dælt upp á löndunarbúnað sem á að skilja sjó frá loðnu en gerir mjög illa þannig að á að gizka 20—30% sem viktað er og selt til verksmiðjanna er sjór sem er dælt á bfla ásamt loðnunni. Síðan keyra bílarnir nokkra vegalengd með hráefnið til vinnslu. Mikill hluti af þessari blöndu dreifist um göturnar sem ekið er um, þannig að ekki er akandi þessa leið eða gangandi án þess að verða útataður i eðju. Og sem dæmi má nefna, að aðal bifreiða- þvottaplan bæjarins er við leiðina sem loðnubílarnir hafa ekið, þannig að þegar bifreiðarnar koma tandurhreinar frá þvotta- planinu með sér upp f bæ og bil- arnir lykta allir. Sem sagt, óhugn- anlegur óþrifnaður.' Á sama tíma standa löndunar- bryggja og löndunarbúnaður upþ á hundruð milljóna, sem Síldar- verksmiðjur rikisins eiga, ónotuð. I staðinn er notuð önnur bæjar- bryggjan. Þannig gæti nýtingin orðið miklu betri ef löndunar- bryggjan yrði notuð, og er þó nýt- ingin I mjöl þokkalega góð. — Steingrímur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.