Morgunblaðið - 29.08.1975, Side 2

Morgunblaðið - 29.08.1975, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. AGUST 1975 Austur - evrópsk bóka og hljómplötu- sýning opnuð í gær t GÆR var opnuð að Kjarvals- stöðum sýning á bókum og hljóm- plötum frá Sovétríkjunum, Aust- ur-Þýzkalandi, Póllandi og Tékkó- slóvakfu. Það er fyrirtækið „Erlend tima- rit“ ásamt sendiráðum Rússa, Austur-Þjóðverja, Pólverja og Tékka, sem standa að sýningunni. Það eru hjónin Nanna Hjaltadótt- ir og Bretinn John Gledhill, sem eru eigendur fyrirtækisins „Er- lend tímarit". Kynningarsýningin að Kjarvalsstöðum stendur fram í miðjan september, en þá mun fyr- irtækið opna verzlun að Hverfis- götu 50 hér í borg, þar sem seldar verða bækur og hljómplötur með sígildri tónlist og þjóðlögum frá téðum löndum. I hófi, sem haldið var í tékk- neska sendiráðinu í tilefni opnun- ar sýningarinnar í gær, ræddi blm. m.a. við Nönnu og John, og spurði hvort fyrirtækið ætti sér langa sögu. Kváðu þau svo ekki vera, en hingað til hefði verkefn- ið eingöngu verið að hafa milli- göngu um áskriftir að tímaritum frá Austur-Evrópu. Þegar spurt var, hver greiddi kostnaðinn við Framhald á bls. 18 Þannig lítur sáfalski út MORGUNBLAÐIÐ hefur fyrir milligöngu Frímerkjamið- stöðvarinnar hf. fengið niður- stöður rannsóknar brezkra mýntsérfræðinga á hinum föls- uðu minnispeningum Jóns Sig- urðssonar, en Mbl skýrði ein- mitt frá þessum fölsunum fyrir nokkru. Eins og vænta mátti eru fölsku peningarnir frá Lfbanon frábrugðnir þeim ekta f nokkrum atriðum, en þessi atriði verða varla greind nema með stækkunargleri. Sérfræðingarnir fengu til rannsóknar fjóra falska pen- inga og má sjá á meðfylgjandi myndum í hverju þeir eru frá- brugnir hinum ósviknu. örv- arnar sýna staði þar sem mis- smíði (bólur) voru á fölsku peningunum en ekki þeim ekta, en staðirnir eru alls 6. Þyngd ekta peninganna er 8,9734 og Framhald á bls. 18 Stéttarsamband bænda 30 ára: Fá konur aðild að Stéttarsambandinu? I DAG hefst á Laugarvatni aðal- fundur Stéttarsambands bænda en á þessu ári eru liðin 30 ár frá stofnun þess. Meðal þeirra mála, sem tekin verða fyrir á þessum aðalfundi er tillaga um að veita konum aðild að Stéttarsamband- inu, en tillaga þess efnis hefur borizt frá fimm kjörfundum, sem kjósa til aðalfundarins. 30 ára af- mælis Stéttarsambandsins verður sérstaklega mínnzt með hátíðar- samkomu f kvöld og meðal gesta á henni verður Halldór E. Sigurðs- son landbúnaðarráðherra. Stofnfundur Stéttarsambands bænda var haldinn að Laugar- vatni fyrir 30 árum, en til þess fundar var boðað á þann hátt að stjórn Búnaðarsambands Suður- Iands beitti sér fyrir því að hreppabúnaðarfélögin kysu tvo fulltrúa til að mæta á fundi í hverri sýslú, og voru á þeim fund- um komnir tveir fulltrúar, fyrir hverja sýslu til að sækja fundinn á Laugarvatni. Stofnfundinn sóttu 48 fulltrúar auk stjórnar Búnaðarsambands Suðurlands og Búnaðarfélags Islands. Nokkur ágreiningur var á stofn- fundinum um hvort Stéttarsam- bandið ætti að tengjast Búnaðar- félagi Islands eða vera sjálfstæð- ur félagsskapur bænda. Ákveðið var að efna til allsherjaratkvæða- greiðslu meðal bænda um þetta atriði. Urslit þessarar atkvæða- greiðslu urðu á þann veg að naumur meirihluti bænda var fylgjandi því að Stéttarsambandið tengdist Búnaðarfélaginu. Á næsta aðalfundi var samþykkt til- laga frá Bjarna Ásgeirssyni, sem þá var formaður Búnaðarfélags- ins, að þar sem svo litlu hefði munað á atkvæðum, væri eðlilegt Frá vinstri: Fulltrúi rússneska sendiráðsins, tveir fulltrúar pólska sendiráðsins, Nanna Hjaltadóttir, fulltrúi tékkneska sendiráðsins, John Gledhill, fulltrúi tékkneska sendiráðsins. Á myndina vantar fulltrúa frá austur-þýzka sendiráðinu. Mirmi rýmun gjaldeyr- isstöðunnar en áður Staðan óhagstæð um 1900 milljónir króna GJALDEYRISSTAÐA bankanna var hinn 31. júlf sfðastliðinn óhagstæð um 1.899 milljónir króna, en var um áramót hagstæð að Stéttarsambandið yrði sjálf- stæður félagsskapur bænda. Meginviðfangsefni Stéttarsam- bandsins hafa frá fyrstu tíð verið verðlagsmálin, en auk þess hefur Stéttarsambandið haft forystu í mörgum hagsmunamálum bænda- stéttarinnar og má þar nefna lánamál, lífeyrissjóð bænda, tryggingamálin og orlofsgreiðslur til bænda. Framhald á bls. 18 Albert um nýja blaðið: Sjálfsagt að það styðji Sjálf- stæðisflokkinn 1 FRAMHALDI af þeiih um- mælum Alberts Guðmunds- sonar borgarfulltrúa og al- þingismanns Sjálfstæðis- flokksins f Reykjavfk f Mbl. f gær, að hann hygðist gerast hluthafi f útgáfufélagi nýs dagblaðs, leitaði Mbl. til Alberts í gær og spurði, hvort blaðið myndi styðja Sjálf- stæðisflokkinn. Albert sagði: „Ég hef ekki hugmynd um neitt annað en það sem ég las í viðtali við Svein Eyjólfsson, þar sem hann skýrði frá því að blaðið yrði hægra blað. Ég tel alveg sjálfsagt að blaðið styðji Sjálf- stæðisflokkinn. Ég ætla mér að verða hluthafi þarna og fer ekki að taka þátt í blaðaútgáfu, Framhald á bls. 18 um 2.409 milljónir króna. Gjaldeyrisstaðan rýrnaði í júlfmánuði um 420 milljónir króna og er það allmiklu minni rýrnun en í júlí 1974, er hún varð 1.094 milljónir króna. Samtals frá áramótum hefur gjald- eyrisstaða bankanna þvf versnað um 4.308 milljónir króna, en á sama tfma f fyrra varð rýrnunin 7.023 milljónir króna. Allar töl- urnar eru miðaðar við skráð gengi hinn 31. júlí sfðastliðinn. Nettóstaða Seðlabankans var hinn 31. iúlí síðastliðinn óhag- stæðum 2.233 milljónir króna, en var um áramót hagstæð um 1.921 milljón króna. I júlfmánuði versnaði staða bankans um 381 milljón, en sama mánuð í fyrra versnaði hún um 1.134 milljónir. Frá áramótum versnaði gjald- eyrisstaða bankans um 4.154 milljónir, en á sama tíma í fyrra um 7.330 milljónir. Eignir Seðlabankans hinn 31. júlí síðastliðinn voru 7.965 milljónir í gjaldeyri, en skuldir bankans voru 9.373 milljónir. Við áramót voru eignirnar 7.346 milljónir, en skuldirnar 3.954 milljónir króna. Verður hætt við nafnið „Nýr Vísir”? Lögbannsmálinu vísað frá á Seltjamamesi LÖGBANNSBEIÐNI sú, sem forystumenn Reykjaprents h.f., útgáfufélags dagblaðsins Vfsis, báru fram við fðgetarétt á Sel- tjarnarnesi náði ekki fram að ganga. Ölafur Jðnsson fulltrúi, sem kvað upp úrskurðinn f lög- bannsmálinu, leit svo á að mái- ið heyrði ekki undír fðgetarétt á Seltjarnarnesi og þvf var þvf vfsað frá. Málskostnaður var látinn falla niður. Ingimundur Sigfússon, stjórnarformaður Reykjaprents h.f., sem höfðaði málið og ósk- Framha'd á bls. 18 Sveinn R. Eyjólfsson: Það sem Þjóðviljinn sagði var rangt eftir mér haft MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Sveins R. Eyjólfssonar fyrrum framkvæmdastjðra Vfs- is og leitaði umsagnar hans um þau ummæli Kristins Finn- bogasonar framkvæmdastjóra Tfmans, að það væru helber ó- sannindi, að hann hefði verið milligöngumaður nýs dagblaðs eins og haft var eftir Sveini Eyjólfssyni f Þjóðviljanum f fyrradag. Sveinn Eyjólfsson sagði að rangt hefði verið eftir sér haft í Þjóðviljanum. Hið rétta væri, að hann hefði óskað eftir þvf við Kristin Finnboga- son, að hann staðfesti að ekki hefði verið neitað um prentun á nýju dagblaði f stjórn Blaða- prents. Um þetta mál sagði Sveinn Eyjólfsson: „Mér finnst ekki sanngjarnt af Morgunblaðinu, Tímanum og Vísi að hafa þetta eftir Kristni án þess að gefa mér tækifæri til að svara þess- um ummælum. Þessi blaða- mennska verður alla vega ekki notuð á nýja blaðinu.“ Þá sagði Sveinn að rangt hefði verið eft- ir honum haft í Þjóðviljanum í fyrradag. „Um var að ræða að nýja blaðinu hefði ekki verið neitað um prentun i stjórn Blaðaprents, sem er nú anzi mikill munur og að segja að henni hafi verið jánkað. Þá er nú fleira í þessu viðtali, sem svo kallast í Þjóðviljanum, sem er einkennilegt, svo sem eins og að ég hafi nefnt Vísi „gamlingj- ann“. Það munu aldrei verða min orð, að kalla Vfsi gamlingj- ann.“ I viðtali við Tímann f gær sagði Kristinn Finnbogason: „Eina samtalið, sem ég hef átt við blaðamann vegna þessa nýja blaðs, hélt Kristinn áfram, er að ég hringdi einu sinni — að beiðni formanns stjórnar Blaðaprents, Sveins R. Eyjólfs- sonar, — f blaðamann á Vfsi og sagði honum, að ekki yrði hægt að sinni að taka fyrir beiðni nýs dagblaðs um prentun í blaða- prenti. Að ég hafi reynt að fá einhvern til starfa á hinu nýja dagblaði eru helber ósannindi, enda hefur viðkomandi blaða- maður á Vfsi staðfest, að það sem okkur fór á milli í framan- Framhald á bls. 18 Guðmundur Pétursson ritstjóri erlendra frétta á Vísi GUÐMUNDUR Pétursson blaða- maður við dagblaðið Vfsi hefur verið ráðinn ritstjóri erlendra frétta við blaðið frá og með 1. september næstkomandi að telja. Guðmundur, sem er 33ja ára, hefur verið blaðamaður við Visi í 9 ár og hin síðustu hefur hann nær eingöngu ritað erlendar fréttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.