Morgunblaðið - 29.08.1975, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1975
BILALEIGAN
51EYSIR °
CAR Laugavegur 66
24460* |
• 28810 n
Utvarpog stereo. kasettutæki
FERÐABÍLAR h.f.
Bilaleiga, simi 81260.
Fólksbílar — stationbílar —
sendibílar — hópferðabílar.
BILALEIGAN
MIÐBORG hf.
simi 1 9492
Nýir Datsun-bilar.
Bíleigendur ath:
Höfum á boðstólum mikið úrval
af bílútvörpum, segulböndum,
sambyggðum tækjum, loftnets-
stöngum og hátölurum.
ísetningar og öll þjónusta á
staðnum.
TÍÐNI H.F. Einholti 2
s: 23220
Alia.VSINCASI.MINN i:i(:
22480
RtorflunbTntiiti
Aðalfundur
Sjómannafélagsins:
„Engar við-
ræður fyrr
en löndunar-
banni hefur
verið aflétt”
AÐALFUNDUR
Sjómannafélags Reykja-
vfkur var haldinn 24. ágúst
s.l. í Lindarbæ og á
fundinum var fagnað
þeirri ákvörðun Alþingis
að ákveða 200 mílna fisk-
veiðilögsögu við tsland.
I ályktun frá fundinum er bent
á, að jafnframt útfærslunni verði
gengið frá skiptingu veiðisvæða
fyrir íslenzk skip. Þá segir að til
grundvallar útfærslunni verði
sett það meginskilyrði, að Islend-
ingar ráði sjálfir og ákveði skipt-
ingu aflamagns á svæðinu
umhverfis Island, með það einnig
í huga að stórlega verði dregið úr
sókn veiðiskipa á uppeldisstöðvar
fisks.
Aðalfundurinn telur nauðsyn-
legt að orðið verði við óskum við-
skiptaþjóða um viðræður vegna
útfærslunnar en mótmælir harð-
lega öllum samningaviðræðum
fyrr en löndunarbanni og öllum
viðskiptaþvingunum hefur verið
aflétt.
Þá verði sú stefna tekin að
engar veiðiheimildir verði veittar
innan 50 sjómílna fyrir erlend
skip.
Ef til samningaviðræðna
kemur, skorar aðalfundurinn á
væntanlega samninganefnd rfkis-
stjórnar og Alþingis að gæta sér-
staklega hagsmuna þeirra fiski-
manna, sem að mestu eiga
afkomu sína undir veiðum við S-
og SV-land.
Aðalfundur Sjómannafélags
Reykjavikur mótmælir harðlega
ákvörðun verðlagsnefndar um
verð á síld. Telur fundurinn að
þessi ákvörðun sé óbein milli-
færsla frá einni veiðigrein til
annarrar, og nóg sé að gert á því
sviði þegar.
Formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur er Hilmar Jónsson.
Útvarp Reykjavík
FÖSTUDAGUR
29. ágúst
MORGUNNINN
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Arnhildur Jónsdóttir
les söguna „Sveitin heillar"
eftir Enid Blyton (5).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða.
Spjallað við bændur kl.
10.05.
Morgunpopp kl. 10.25.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Wieck-tríóið leikur Trló 1 g-
moll fyrir pfanó> fiólu og
selló eftir Klöru Wieck-
Schumann / Sinfónfuhljóm-
sveitin f Pittsburg feikur Sin-
fónfu nr. 4 „Itölsku sin-
fónfuna" eftir Mendelssohn.
12.00 Dagskráin. Tónieikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónieikar.
SÍÐDEGIÐ
14.30 Miðdegissagan: „1 Rauð-
árdalnum“ eftir Jóhann
Magnús Bjarnasoa Örn Eiðs-
son Ies (23).
15.00 Miðdegistónleikar
Grant Johannesen ieikur á
pfanó tónlist eftir Paul
Dukas og Deodat de Severac.
James Pellrite, David Oppen-
heim, Loren Glickman,
Arthur Weisberg, Robert
Nagel, Theodore Weis, Reith
Brown og Riehard Hixon
leika Oktett fyrir blásturs-
hljóðfæri eftir Stravinsky.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.25 Popphorn
17.10 „Lffsmyndir frá liðnum
tfma“ eftir Þórunni Elfu
Magnúsdóttur. Höfundur les
(6).
18.00 „Mig hendir aldrei
neitt“ stuttur umferðarþátt-
ur f umsjá Kára Jónassonar.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.40 Daglegt mái Helgi J.
Halldórsson fiytur þáttinn.
19.40 Frá sjónarhóli neitenda
Þórunn Kiemensdóttir hag-
fræðingur talar um mögu-
leika á ódýrari innflutningi.
KVÖLDIÐ
20.00 Strengjakvartett nr. 2
eftir Benjamin Britten
Allegri-kvartettinn leikur.
20.30 Um landmælingar og
fornmenningu Einar Pálsson
flytur erindi.
21.10 Kórsöngur Kammerkór
finnska útvarpsins syngur
kórlög eftir Vaughan
Wiiliams og Max Reger;
Haraid Andersen sjórnar.
21.30 (Jtvarpssagan: „Og hann
sagði ekki eitt einasta orð“
eftir Heinrich Böil. Böðvar
Guðmundsson þýddi og Ies
ásamt Krfstfnu Olafsdóttur
(8).
22.00 Fréttir
22.15 VeÓurfregnir
Iþróttir. Umsjón: Jón Ás-
geirsson.
22.40 Áfangar. Tónlistarþátt-
ur í umsjá Ásmundar Jóns-
sonar og Guðna Rúnars.
Agnarssonar.
23.30 Fréttir f stuttu máli.
Dagskráarlok.
L4UG4RD4GUR
30. ágúst
MORGUNNINN
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Arnhildur Jónsdóttir
les söguna „Sveitin heillar“
eftir Enid Blyton (6).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða. ki. 10.25:
„Mig hendir aldrei neitt",
umferðarþáttur Kára Jónas-
sonar (endurtekinn).
Óskalög sjúklinga kl. 10.30:
Kristfn Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónieikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónieikar.
SÍÐDEGIÐ____________________
14.00 Á þriðja tfmanum. Páll
Heiðar Jónsson sér um þátt-
inn.
15.00 Islandsmótið I knatt-
spyrnu, fyrsta deild: KR—
iBV Jón Ásgeirsson lýsir
sfðari hálfleik á Laugardals-
vellt
15.45 I umferðinni Árni Þór
Eymundsson stjórnar þættin-
um. (16.00 Fréttir. 16.15
Veðurfregnir).
16.30 Hálf fimm. JökuII
Jakobsson sér um þáttinn.
17.20 Popp á laugardegt
Hulda Jósefsdóttir sér um
þáttinn.
18.10 Síðdegissöngvar. Til-
kynningar.
18.45 Veóurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir Fréttaauki. Tii-
kynningar.
19.35 Hálftfminn. Ingólfur
Margeirsson og Lárus
Óskarsson sjá um þáttinn,
sem fjallar um frimúrara-
regluna.
KVÖLDIÐ
20.00 Hljómplöturabb. Þor-
steinn Hannesson bregður
plötum á fóninn. ‘
20.45 Á ágústkvöldi Sigmar B.
Hauksson sér um þáttinn.
21.15 Létt tónlist frá
holienzka útvarpinu.
21.45 „Hió gulina augnablik"
Edda Þórarinsdóttir leik-
kona les ljóð eftir Guðfinnu
Jónsdóttur frá Hömrum.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Danslög,
23.55 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
Á SKJÁNUM
FÖSTUDAGUR
29. ágúst 1975
20.00 Fréttir og veður
20.30 Dagskrá og auglýsingar
20.35 Minningar frá steínöld
Bresk fræðslumynd um
frumbyggja á Nýju Gíneu og
lifnaðarhætti þeirra.
Einn úr hópi frumbyggja
segir frá æskuárum sfnum og
viðbrögðum fólksins, þcgar
hvítir menn tóku að setjast
að á meóal þess.
Þýðandi Þórhaiiur Guttorms-
son. Þulur Stefán Jökulsson.
21.25 Þjóðlagastund
Vilborg Arnadóttir, Heimir
Sindrason og Jónas Tómas-
son syngja þjóðlög og lög f
þjóðlagastíl.
Fyrst á dagskrá 18. janúar
1971.
21.50 Skáikarnir
Breskur sakamálamynda-
flokkur. 5. þáttur. Alice
Sheree
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.40 Dagskrárlok
FRAMHALDSMYNDA-
FLOKKURINN „Skálk-
arnir“ er í kvöld klukkan
21.50 og heitir þátturinn
„Alice Sheree“. Af ýmsu
má merkja að þættir
þessir hafa vakið áhuga
áhorfenda og fylgzt er
með þeim af fjölda
manns.
Maðurinn að baki þátt-
anna um skálkana er
Andrew Brown sem er
framleiðandi þeirra og
ritaði einnig þrjá þeirra.
Hann hefur sagt að mikil
vinna hafi verið lögð í
bæði ritun og gerð þátt-
anna og hafi þurft að
taka fjöldamörg atriði
með í reikninginn, meðal
annars nákvæma tíma-
setningu, því að leikari
sem léki aðalhlutverk í
einum þætti kæmi e.t.v.
fram í örsmáu hlutverki
einhvern tíma síðar í sög-
unni. Brown segir að
þættirnir séu að því leyti
óvenjulegir að horft er á
málin frá sjónarmiði
glæpamanns og mynd-
irnar séu um glæpamenn
á flótta — hættulega
menn á yztu nöf, sem eru
reiðubúnir að gera allt til
að koma í veg fyrir að
þeir verði handsamaðir.
F4 9
ER RQl a HEVRR! i m
ÞÁTTURINN „Frá sjónarhóli nayt-
enda" er á dagskrá hljóðvarps kl.
19,40. Þá talar Þórunn Klemenz-
dóttir, hagfræSingur, um mögu-
leika á ódýrari innflutningi. Þór-
unn sagSi aSspurS viS Mbl. aS hún
setti ekki fram nýjar kenningar
eSa leiSir en erindi hennar og
vangaveltur væru byggSar út frá
því sem hún hefSi kynnt sér i námi
sínu og starfi sfSan. Hún sagSi aB
helmingur þjóSartekna íslendinga
færi i innflutning og slíkt væri
óeSlilega mikiS og leiddi af sér
aSskiljanlegan vanda. ÞaS væri
mikill ókostur hve öllu verSlags-
eftirliti — ekki sizt af hálfu neyt-
enda sjálfra — væri ábótavant
hér, enda afar erfitt aS koma því
viS vegna stöSugra breytinga og
sveiflna. Innflutningur væri meS
þeim hætti aS álagsprósenta væri
ákveSin og því væri augljóst aS
innflytjendur sæju sér ekki hag i
aS flytja inn ódýrar vörur. Auk
þess væru iSulega nokkrir innflytj-
endur sem flyttu inn sams konar
vörur og ekki gæti þaS orSiS til aS
lækka vöruverS. Ef meiri samræm-
ing væri viShöfS i innflutningi
gæti þaS orSiS til bóta. Mikilvægt
væri að verðlagseftirlit yrSi fram-
kvæmt með öSrum hætti en nú:
gerS yrði markaðskönnun og gefið
upp meðalverð erlendis og væri þá
hægur vandi að komast að niður-
stöðu um hvernig hagkvæmast
væri að standa að innkaupum og
gæti einnig orðið innflytjendum
Þórunn Klemenzdóttir
sjálfum örvun ef svo væri búið um
hnútana að þeir fengju þá nokkuS
fyrir sinn snúS, en kappkostuSu
að flytja inn ódýrari varning. Þór-
unn kvaSst hafa áhuga á aS gera
almenna úttekt á verSlagningu
vara hér og myndi hún reyna að fá
sendar nákvæmar skrár um mat-
vælaverð til dæmis I Bretlandi.
Síðan þyrfti að reikna út sóluskatt
og tolla og komast að þvl hver
mismunurinn væri. Gæti þá annað
tveggja komið upp á, að menn
kynnu ekki að gera hagkvæm inn-
kaup eða einhverjir tækju meira
en þeim bæri. Slíka könnun yrði
að vinna mjög vandvirknislega og
visindalega til að tekið yrði mark á
henni af ábyrgum aðilum. Þá
sagði Þórunn að hún liti svo á, að
dagblöðin ættu að koma til liðs
við neytendur og birta yfirlit um
verðlag i verzlunum að staðaldri
enda myndi það vera öllum aðilum
gott aðhald og leiðarvisir.